Morgunblaðið - 09.04.1981, Page 19
Eftirsókn manna í embætti alls
konar hér landi endurspeglar ann-
ars margt um stöðu og þróun
efnahagsmála á íslandi, alveg eins
og landflóttinn og mætti gjarnan
velta þessu betur fyrir sér.
En hvernig á embættið að vera?
Nái tillaga kratanna fram að
ganga, þá sýnist manni verða
heldur litið eftir af embætti flug-
málastjóra, þegar Landhelgis-
gæzlan hefur tekið við eftirliti
flugleiðsögutækja landsins og
Keflavíkurflugvöllur er eins konar
bannsvæði fyrir flugmálastjóra.
Nærtækast verður þá að Vega-
gerðin taki að sér rekstur og
byggingar flugvalla landsins. Þá
er stutt í að leggja Flugmálastjórn
og flugráð niður í núerandi mynd
og spara þar með stórfé. Eða ætli
kratar séu nokkuð hlynntir fækk-
un á embættum yfirleitt? Ég held
að þetta sé nú ekki rétt þróun né
æskileg, með tillit til mikilvægis
og umfangs flugmála.
Hins vegar má bera stjórn
flugmála saman við stjórn vega-
mála og vitamála. Engin „ráð“ eru
starfandi þar. Þó virðast þessi
embætti vera rekin alveg skamm-
laust, og virðist ekkert „atvinnu-
lýðræði" í flugráðsformi þurfa þar
til. Er ekki kominn tími til
endurskoða lögin um flugmálin og
að minnsta kosti breyta þeim svo
að sjálfur Ólafur þurfi ekki að
starfa við aðstæður, sem að hans
eigin mati eru lögbrot. Þarf að
hafa flugráð eða vantar vegaráð
og vitaráð? Er vænlegt að setja
upp en eitt ríkisapparat til þess að
keppa við einkaframtakið, þ.e.
útvíkkaða flugrekstrardeild Land-
helgisgæzlunnar f.h. Flugmála-
stjórnar, Landmælinga og Land-
græðslu ríkisins? væri skynsam-
legt að taka Suðurlandsveg undan
embætti Vegamálastjóra, fela
hann umsjá samgöngunefndar Al-
þingis, og ráða t.d. Ingólf á Hellu
sem sérlegan framkvæmdastjóra
þess vegar, í öðrum málum en
þeim sem snerta umferðarmerki,
— þau hafi vegamálastjóri áfram?
---------------- VI 1 . , --------------
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. APRIL 1981
19
Hvenær kemur frumvarp frá kröt-
um um Rakarastofu ríkisins?
Það hefur aldrei þótt skynsemi í
því á Islandi að hafa 5 formenn á
einu skipi, hvað þá að skipta einu
skipi niður í áhrifasvæði og girða
á milli.
Framtíðin
Það eru risavaxin verkefni sem
bíða þjóðarinnar í aðbúnaði
innanlandsflugs. Vellir okkar úti á
landi eru yfirleitt hrjúfir viðkomu
og aðflugstæki og ratsjár eru af
skornum skammti. Við höfum ekki
ráð á öðru en að reyna að vinna að
flugmálum með fyllstu skynsemi
og forðast skipulagsvillur, kannski
vegna persónulegra ýfinga. Og
fyrir alla muni held ég, að við
ættum að halda ríkisrekstri á
flugi í lágmarki en reyna heldur
að hlúa að einkaframtakinu.
Það var ekki ríkið sem kom með
flugið til Islands á sínum tíma,
það var frekar að ríkið fari með
það ef við ekki gætum okkar.
Verðlagsákvæðaþvingun á far-
gjöldum innanlands mun hefna
sín og hefur þegar gert það, þegar
Flugleiðir hafa neyðst til þess að
selja yngri vélar og kaupa eldri til
þess að bjarga lausafjárstöðu
sinni. Hvenær ætla íslendingar að
horfast í augu við það, að ekkert
kemur í stað hagnaðar í rekstri, —
ekkert. Hagnaðarlaus rekstur
kemur verst niður á þeim sem eiga
viðskipti við hann og endanlega
tapa allir, neytandi og seljandi.
Þetta sjáum við á símakerfinu,
raflterfinu og hitaveitunni.
Ég er sannfærður um að við
getum gert stórátak til að bæta
aðstöðu flugsins á landinu ef við
höldum rétt á málunum og gildir
raunar sama um aðrar samgöng-
ur. Ef við ekki teljum sífellt sjálfir
úr okkur kjarkinn og drekkjum
okkur í barlómi, sósíalísku aftur-
haldi og skriffinnsku, sem nógir
• talsmenn eru fyrir, því miður.
31.03.1980,
Q 1 orkl/ i i i »o i i
SG-170H
3 tæki í einu. *
Meiriháttar steríó samstæöa
meö hátölurum,
ívinsæla ,,silfur“ útlitinu.
líf og fjör allan sólar^nnginn
Hndalaus
• Tívolí
• Skemmtigarðar
Rimini - ein af allra vinsælustu baðströndum Evrópu - iðandi af lífi og fjöri allan sólarhringinn.
Veitingastaðir, diskótek, skemmtistaðir og næturklúbbar skipta þúsundum og alls staðar er
krökkt af kátu fólki.
Leiksýningar og hljómleikar listamanna úr öllum heimshornum eru daglegir viðburðir
farandsirkusar koma ístuttarheimsóknirog víða troða upp
ólíklegustu skemmtikraftar - jafnvel pegar
þeirra er síst von!
Einstaklega ódýrir
og góðir veitinga-
staðir ásamt fyrsta
flokks íbúðum og
hótelum fullkomna
velheppnað sumar-
leyfi á Rimini.
Reyndir fararstjórar
benda fúslega á alla
þá fjölbreyttu mögu-
leika sem gefast til
stuttra ferða meðfram
ströndinni.
Róm - 2ja daga eða vikuferðir
Feneyjar - „Hin sökkvandi borg“
Flórens - listaverkaborgin fræga
San Marinó - „frímerkja-dvergríkið"
ofl. ofl.
• Sædýrasöfn
• Leikvellir
• Hjólaskautavellir
• Tennisvellir
• Mini-golf • Go-cars kappakstursbrautir
• Hestaleigur • Rennibrautasundiaugar
aeradria Adriatic Riviera of Emilia - Romagna (Italy )
diuiui aiocmidt * r
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899