Morgunblaðið - 28.06.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1981
33
Miklar fjárfestingar
þurf a traustan grundvöll
eftir Guðjón F.
Teitsson
Fiskiskipið Silljo
(síðar Gullfinnur)
í marz 1979 hóf útgeröarmaður í
Molde í Noregi útgerð á skipinu
Silljo, sem honum var þá afhent
nýsmíðað frá Sterkoder Mek.
Verksted A/S í Kristiansund. Var
skip þetta i fjölmiðlum nefnt
verksmiðjuskip og að búnaði tal-
ið fullkomnasta fiskiskip i eigu
Norðmanna.
Lýsing Silljo var í aðalatriðum
þessi samkv. Norsk Veritas: 15%
br. tonn, 752 nt. tonn, mesta lengd
65,67 m, milli lóðl. 58,5 m, breidd
13,62 m, djúprista með fullri
hleðslu 6,16 m, tvær aðalvélar
samtals 4500 hestöfl á einum
skrúfuás, tvær hliðarskrúfur.
Útgerð skipsins á heimamiðum
við Noreg virðist frá upphafi hafa
gengið miður vel, og var í því
sambandi knúið á um sérréttindi
til veiða, sem stjórnvöld töldu sig
ekki geta veitt með tilliti til
útgerðar annarra skipa og ýmissa
ákvæða um fiskveiðar. Virðist því
eigandi Silljo seint á árinu 1980
hafa reynt að leigja skipið til
veiða á vegum útgerðarfélags í
Máretaníu í Vestur-Afríku, en það
fór á sömu leið, að tap varð á
rekstrinum, og var skipið m.a.
kyrrsett í Las Palmas á Kanarí-
eyjum vegna rekstrarskulda.
Hinn norski eigandi Silljo er
sagður hafa gert örvæntingarfull-
ar tilraunir til að halda skipinu og
gera það út, en lánardrottnarnir
— með Norsk Skibs Hypotekbank,
Statens Laaneinstitutt for Skips-
byggeriene og Sterkoder Mek.
Verksted í broddi fylkingar —
gátu ekki á það fallizt, og var
skipið í janúar sl. selt útgerðar-
manni 1 Færeyjum, samkv. frá-
sögn Norges Handels og Sjöfarts-
tidende hinn 29. maí sl., fyrir 33,5
millj. n.kr. að mestu á skuldabréf-
um.
I Færeyjum hlaut skipið nafnið
Gullfinnur, en útgerðin við Fær-
eyjar virðist einnig hafa gengið
erfiðlega, því að seint í maí, eftir
aðeins 4-ra mánaða útgerð, var
sterkur orðrómur um að útgerðar-
maðurinn væri að gefast upp, svo
að hinir norsku lánardrottnar
yrðu að taka við skipinu á ný, og
voru eftirgreindar orsakir nefnd-
ar: Mikill fjármagnskostnaður
(sennilega þrátt fyrir mikla af-
skrift upphaflegs smíðaverðs),
minni loðnuafli en reiknað hafði
verið með og svo sjálfsagt, eins og
í Noregi, mikill rekstrarkostnað-
ur, t.d. í olíu fyrir þetta skip með
öflugum vélabúnaði.
BotnvörpunKurinn Ottó
N. Þorláksson
Framanritað er íhugunarvert
fyrir íslendinga, m.a. með tilliti til
þess, að Bæjarútgerð Reykjavíkur
var fyrr í þessum mánuði að
móttaka frá íslenzkri skipasmíða-
stöð nýjan togara, sem sagður er
kosta 65 millj. nýkr. (samsvarandi
52,8 millj. norskra kr.), og er þó að
stærð aðeins 26—30% miðað við
áður nefnd nettó/brúttó-mál
Al GI.YSING \
SIMINN KR:
22480
Silljo, $em ekki virðist hægt að
gera út frá Noregi eða Færeyjum
með 33,5 millj. norskra kr. stofn-
verðskostnaði.
Hlýtur því að vakna sú spurn-
ing, hvort nokkrar líkur bendi til
þess, að hægt verði að gera út hinn
nýja togara Bæiarútgerðarinnar
nema með stórkostlegri afskrift
stofnverðs á kostnað skattborgar-
anna, því að spariféð, að mestu
geymdur, óétinn vinnuarður
fjöldans, borgar nú ekki lengur
niður í jafnríkum mæii og áður
hvers konar fjárfestingar út á
lánsfé.
Silljo við bryggju í Björgvin.
Akandi
til
AMSTERDAM?
Nei, viö getum tæplega mælt með ökuferð frá Islanditil
Amsterdam! Við getum hins vegar bent á
auðvelda leið til þess að ferðast
akandi áeigin bifreið frá
Amsterdam til allra
áttaí Evrópu.
háttar. Þegar þér hentar er billinn síöan
sendur heim og unnt er að fljúga til
íslands á nýjan leik bæði frá Amsterdam
og Luxemburg.
Pakkafargjald. ítengslum við
Amsterdamflugið og með samvinnu við
Eimskip bjóðum við sérstakt „pakka-
fargjald" fyrir flug og flutning á bifreið.
Kynntu þérsérfargjaldið vandlega,
reiknaðu dæmið til fulls og vertu viss um
að útkoman kemur þér verulega á óvart!
Einfalt og þægiiegt. þú skiiar
bílnum inn til Eimskips á miðvikudegi,
honum erekið um borð ÍÁIafosseða
Eyrarfoss, og lagt er af stað til Hollands
á fimmtudagsmorgni. Þú flýgur síðan
áhyggjulaus utan áföstudeginum, eyðir
helginni (Amsterdam og bíllinn bíður
þín í Rotterdam á mánudegi.
♦>úræður ferðinni .’Þú ert þinn
eigin húsbóndi í þessum ferðum,
ákveður á eigin spýtur lengd ferðar-
innar, fjölda áfangastaða og annað þess
FERDASKRtFSTOFAN 1“
URVAL^r
STURVOLL SÍM! 26900
VIÐ AUSTURVOLL
n i L l