Morgunblaðið - 28.06.1981, Side 34

Morgunblaðið - 28.06.1981, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1981 TEXTI OG MYNDIR: FRÍOA PROPPÉ Upp unclir 450 teg’undir íslenzku flórunnar Lystigarðurinn á Akureyri er sá staður sem aðkomumenn láta ekki hjá líða að heimsækja, ef þess er nokkur kostur. Blaðamaður Mbl. leit við ígarðinum nýverið, er hann var á Akureyri og ræddi stutta stund við forstöðumann hans, Jóhann Pálsson grasafræðing. Lystigarðurinn verður 70 ára á næsta ári, en um þessar mundir er 71 ár liðið frá stofnun Lystigarðsfélagsins, sem hóf undirbúning að ræktun garðsins. Félagið fékk landsvæði í landi stórbýlisins Eyrarlands, sem þá var nokkru ofan við Akureyrarbæ. í dag er garðurinn nokkurn veginn miðsvæðis í bænum, enda hefur byggð teygst á þessum áratugum langleiðina upp undir Hlíðarfjall. „Það er skemmtileg tilviljun að þú hittir mig hér. Þetta er uppá- haldsstaður minn í garðinum," sagði Jóhann, er tekist hafði að finna hann með aðstoð nokkurra sumarstarfsmanna sem voru önnum kafnir í vorverkunum. „Hér er ég að gera tilraunir með ræktun fágætra villtra skógar- plantna frá Skandinavíu og geri mér vonir um að þær nái að dafna og síðan hef ég í hyggju að flytja þær inn á milli trjánna, þar sem þeirra raunverulegu heimkynni eru,“ sagði hann. Jóhann sagði garðinn verða 70 ára á næsta ári, en nú væri 71 ár síðan Lystigarðsfélag Akureyrar var stofnað. Elzti hluti garðsins er enn svo til óbreyttur frá fyrstu tíð, en þann hluta teiknaði Anna Schiöth, sem Jóhann sagði að hefði verið ein aðaldriffjöðrin að því, að hugmyndin um Lystigarð Akureyrar varð að veruleika. Þá nefndi hann einnig marga karl- menn og konur sem gert hafa garðinn að því sem hann er í dag. Þar á meðal Vilhelmínu Þór, Stefán Stefánsson skóiameistara, Halldóru Bjarnadóttur, sem er elzt núlifandi Islendinga, Jón Rögnvaldsson og fleiri. Jón gaf garðinum meðal annars allt plöntusafn sitt sem var mikið að vöxtum. Jóhann sagði að nákvæm- ar fundargerðir félagsins hefðu varðveitzt allt fram a árinu 1930, en eftir það væri erfitt að rekja söguna. Garðurinn var rekinn af Lysti- garösfélaginu um margra ára skeið og fjár aflað til rekstursins með hlutaveltum, kaffisölu og fleiri fjáröflunarleiðum. I dag er hann rekinn af Akureyrarbæ. í elzta hluta garðsins eru mörg stæðileg og augljóslega mjög göm- ul tré. Jóhann sagði flest þeirra vera reynitré og birki og væru þau elztu jafngömul garðinum. Elztu reynitré á landinu sagði hann vera að Skriðu í Hörgárdal, en þau eru frá árinu 1840. Svæðið ber þess merki að trén hafa staðið mjög þétt og sagði Jóhann að hann hefði reynt að grisja trén til að fá meiri birtu. Sambland af lysti- og grasgarði Á göngu okkar um garðinn sagði Jóhann hann vera sambland af grasgarði og lystigarði. í hon- um væru á milli 425 og 450 tegundir íslenzkra jurta. „Við höf- um reynt og lagt mikið upp úr að halda íslenzku flórunni eins heilli og nákvæmri og unnt er. Alltaf drepst eitthvað á hverju ári og það krefst endurnýjunar. Sumt af þessu eru háfjallaplöntur, annað strandplöntur og eftirstöðvarnar þar á milli. Það getur verið erfitt að búa þeim rétt vaxtar- og lífsskilyrði, en við gerum það sem við getum. Við reynum að raða jurtunum eftir ættum, en aðstæð- ur ráða mestu. Sumar eru skugg- þolnar, aðrar þarfnast mikillar birtu." Við komum að steinabeiði sem Jóhann sagði að í væru á annað hundrað heimskautaplöntur. Þær væru frá Grænlandi, Alaska og Síberíu. Sagði hann heimskauta- plönturnar sérstakar. Þær væru mjög harðgerðar og margar hverj- ar í ætt við íslenzku flóruna. Á einum stað í garðinum hefur Jóhann komið upp skemmtilegu Elsti hluti Lystigarðsins er svo til óbreyttur frá fyrstu tíð. safni af runnamuru. Þar gefur að líta 12 garðafbrigði og sagði hann að með kynbótum og blöndun ýmissa jurta og trjáa mætti auka notagildi þeirra. Mikið væri um alls kyns tilraunir á þvi sviði erlendis og væri skemmtilegt að reyna slík afbrigði hérlendis. Aðspurður sagði Jóhann að fjöldi tegunda í garðinum næmi tveim til þrem þúsundum, en erfitt væri að gefa nákvæma tölu. „Við höfum mjög góða aðstöðu til að skiptast á fræjum við ræktend- ur í öðrum löndum. Við skiptum við á annað hundrauð grasgarða, fáum lista yfir frætegundir árlega og veljum úr. Við leggjum sér- staka áherzlu á fræ villtra jurta. Við höfum fengið fræ alla leið frá Japan, Norður-Asíu, fjöllum í Kina og einnig sótt mikið til Kanada þar sem Kanadamenn eru auðugir af villtum tegundunum. Fræ fjalldrapans ganga til þurrðar svo til árlega Þá er einnig mikill áhugi er- lendis á, að fá fræ frá okkur. Sem dæmi má nefna að fræ fjalldrap- ans ganga til þurrðar svo til árlega. Þá eru holtasóleyin og melasól mjög vinsælar." í Lystigarði Akureyrar var að sögn Jóhanns upp fundinn fyrsti vísir að skólagörðum hérlendis. Halldóra Bjarnadóttir skipulagði eitt sinn garðskika fyrir börn. Þau fengu úthlutað hvert sínum skika og áttu að hirða um hann. Þar ræktuðu þau sín blóm og græn- meti. Nú er þetta orðinn fastur liður í sumarstarfi barna og ungl- inga í mörgum bæjarfélögum, en þótti mikil nýlunda, þegar Hall- dóra skipulagði slíka garða í Lystigarðinum á sínum tíma. — Hvernig kemur gróðurinn undan vetrinum í ár? „Við fengum mjög hlýja daga um páskana og gróðurinn tók þá kipp. Síðan kom þrívegis 10 stiga frost og þar á eftir langur, kaldur og þurr kafli. Gróður lét því töluvert á sjá, sérstaklega sá sem hafði tekið við sér. Við fengum slæmt áfall sumarið 1979 og erum eiginlega enn að jafna okkur eftir það.“ — Koma margir í garðinn yfir sumarmánuðina? „Við höfum engar tölur um gestafjölda, en garðurinn er mjög eftirsóttur. Við tökum á móti hópum með leiðsögn en að öðru jöfnu er hann opinn öllum þeim ISörnin kunna vel að meta lystigarðinn. Þessir krakkar voru að leik í garðinum og völdu þennan stað til að snæða nestið sitt, kakómjólk, brauð og snúða. T ^ J. ré og runnar yfirfull af latneskum og griskum fróðleik." Þessi hali er óspart notaður á hverju vori af Menntaskólanemum við erfiðan próflestur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.