Morgunblaðið - 28.06.1981, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 28.06.1981, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ1981 43 Biskupskjör stendur nú sem hæst: Um helmingur atkvæða kominn BISKUPSKJÖR stendur nú yfir (>K að söKn Baldurs Möller ráðu- neytisstjóra i dómsmálaráðu- neyti, sem á sæti i kjörstjórn veKna kosninKanna. streyma nú til ráðuneytisins bréf, sem inni- halda atkva'ðaseðla kjósenda. Á Baldur Möller ráðuneytisstjóri. kosninKu að Ijúka eÍKÍ síðar en 2. júlí. Baldur Möller saKðist áætla að um eða yfir heiminKur at- kvæða hefði þegar skilað sér. Kærufrestur vegna kosn- inganna er vika og verða atkvæði talin 10. júlí. Kjörgengir til bisk- upsembættis eru allir guðfræð- ingar, sem fullnægja skilyrðum til þess að verða skipaðir prestar í þjóðkirkjunni. Kýs hver kjósandi eitt biskupsefni og fái einhver meirihluta greiddra atkvæða er hann kjörinn biskup. Fái hins vegar enginn meiri- hluta greiddra atkvæða skal kosið að nýju milli þeirra þriggja, sem flest atkvæðin fengu. Ef atkvæðin verða jöfn skal hlutkesti ráða um þá sem kosið er um og sá er réttkjörinn sem fær þá flest at- kvæði. Þurfi að ganga til þessarar seinni umferðar kvaðst Baldur Möller ekki búast við að úrslit hennar lægju fyrir fyrr en síðari hluta ágústmánaðar, en nýr bisk- up mun taka við 1. október, en frá þeim degi hefur hr. Sigurbirni Einarssyni biskup verið veitt lausn. tveir frá Reykjavíkur- prófastsdæmi, kjörnir af leik- mönnum, sem sæti eiga á héraðs- fundi til fjögurra ára í senn. Ilugsanlega tvær umferðir Kosning fer þannig fram, að kjósandi ritar á kjörseðil nafn eins biskupsefnis, ella er kjörseð- illinn ógildur, en hann skal ekki undirrita. Atkvæðaseðillinn er síðan settur i umslag og því lokað. Kjósandi útfyllir síðan sérstakt eyðublað um að hann hafi kosið og leggur það ásamt gögnum í umslag og sendir það kjörstjórn. Talningu má hefja viku eftir að skilafresti lýkur, en á þeim tíma er hægt að kæra kosninguna. Sá er réttkjörinn biskup er hlýtur meirihluta greiddra at- kvæða, en fái enginn meirihluta skal kosið á milli þeirra þriggja, sem flest fengu atkvæðin. Ef atkvæði verða jöfn skal hlutkesti ráða um þá sem kosið er um. Annast kjörstjórn um fram- kvæmd þessa og fer önnur kosn- ingaumferð fram með sama hætti í megindráttum. Sá er réttkjörinn sem flest atkvæði fær. Ef atkvæði verða jöfn skal veita embættið öðrum hvorum þeirra sem flest fengu atvæðin eða einum af þremur, fái allir jöfn atkvæði. Þetta er önnur regla en um prestskosningar og meira bindandi fyrir veitingar- valdið. hvað bæri á milli að mínu mati allra fyrst. Ef til þess kom að siík mál bæru á góma, sem var afar sjaldan, flutti biskup mál sitt af slíkri hófstillingu, mannviti og djúpri alvöru að ekki var hjá því komist, að fallast á skoðun hans. í máli hans birtist mér nýr skilning- ur á að vera „kallaður" til starfa af æðri máttarvöidum en ekki eigin skynsemi eða annarra. Hér verða ekki upptalin þau mál er kirkjuráð afgreiddi á þessum árum, oftast að frumkvæði biskups. Nægir að minna á endurreisn Skál- holts og skólans þar, Hjálparstofn- un kirkjunnar og eflingu æskulýðs- starfsins innan kirkjunnar, til að sýna hvernig biskup hafði forystu um „eflingu íslenskrar kristni og (að) styðja að trúar- og menningar- áhrifum þjóðkirkjunnar" eins og mælt er fyrir um í 16. gr. áður- nefndra laga um kirkjuþing og kirkjuráð. Það vakti athygli okkar er sátum með biskupi í kirkjuráði á fyrstu árum hans þar, hversu skjótt hann hafði yfirsýn yfir kristnihald- ið í landinu, jafnt í hinum dreifð- ustu, fámennustu og fátækustu byggðum sem í þéttbýlinu. Það vakti einnig athygli hversu annt honum var að allar þessar byggðir nytu sem jafnastrar aðstöðu í kristnihaldi sínu. Þessi viðleitni Sigurbjarnar bisk- ups minnti mig oft á dæmisöguna sem Lúkas guðspjallamaður segir frá í 15. kap. guðspjalls síns, um hinn góða hirði, sem skildi eftir alla sauðahjörðina til að leita að þeim eina sauð sem týndur var. — Ekki er ólíklegt að sauðirnir sem eftir voru skildir hafi þótt þeir afskiptir, hefðu þeir mátt mæla, svipað og maður heyrði ávæning af í samtöl- um við Reykjavíkurprestana. Væri hreyft mótmælum kom það fyrir að sagt væri að lítið væri að marka hvað við segðum kirkju- ráðsmenn, því við værum allir með tölu í vasa biskups, hann væri svo einræðishneigður. Fyrr máttu það vera vasarnir að rúma þá alla í senn, séra Þorgrím V. Sigurðsson, prest á Staðarstað, séra Jón Þorvarðarson, prest í Reykjavík, og Pál Kolka lækni, auk þess er þetta skrifar, svo þeir séu nefndir er sátu í fyrsta kirkjuráði eftir hinum nýju lögum, að ótöldum þeim er sátu í ráðinu á meðan ég var þar, þeir prestarnir séra Bjarni Sigurðsson, prestur á Mosfelli, séra Eiríkur J. Eiríksson, prestur á Þingvöllum, séra Pétur Sigurgeirs- son, vígslubiskup á Akureyri, og Ásgeir Magnússon, framkvæmda- stjóri af hálfu leikmanna. Það að ályktanir og tillögur kirkjuráðs urðu svo samhljóða sem raun bar vitni, réðist af því tvennu, að málin komu svo vel undirbúin í hendur ráðsins af hálfu forseta þess og hversu ljúfur og eftirlátur hann var ef einhver eða einhverjir höfðu það fram að færa er til bóta horfði. Hér að ofan hef ég rakið nokkrar þær minningar er ofaná flutu í hugskoti mínu frá þeim tíma er ég sat i kirkjuráði undir forsæti dr. Sigurbjarnar Einarssonar biskups. Allar þessar minningar samtengdar og ýmsar fleiri um samskipti okkar gera hann í mínum huga, snjallast- an allra þeirra er ég hefi kynnst. Það var mikil gæfa fyrir þjóðina er hann valdist til biskups. Þórarinn Þórarinsson (rá Eiöum. Sementsverksmiðjan á Akranesi. Framleiðsla Sementsverk- smiðjunnar í meðallagi 1980 Framleiðsia Sementsverksmiðj- unnar var í meðallagi árið 1980 miðað við liðin ár. Gjallfram- leiðslan varð lág, 94.500 tonn, sem er um 8.000 tonnum minni fram- leiðsla en árið 1979. Það ár var aftur á móti metár í framleiðslu enda framleiðsludagar 354. Árið 1980 voru framleiðstudagar 326 og ofninn stöðvaður tvisvar á árinu, en aðeins eitt stutt stopp árið 1979. Allan þann tíma sem Sem- entsverksmiðjan hefur starfað, eða 22 ár, hefur rekstrardagafjöldi ofnsins legið milli 325 og 354 daga, sem er talin óvenjulega góð nýting þegar sementsofn á í hlut. Þar sem miklar viðgerðir fóru fram á ofninum 1980 er búist við mikilli gjallframleiðslu árið 1981. Til framleiðslu á sementsgjalli 1980 voru notaðir 109 þús. rúmm. af skeljasandi, 18.300 tonn af líparíti og 4.900 tonn af basalt- sandi. Til gjallframleiðslunnar fóru 11.700 tonn af svartolíu, en það þýðir að notaðar voru 1210 kcal til brennslu á hverju kg af gjalli. Er það í lægri mörkum fyrir sams konar sementsofna (vot- ofna). Þó að framleiðslugeta Sements- verksmiðjunnar af sementsgjalli sé um 100.000 tonn á ári, getur hún malað tvöfalt það magn af sementi. Þar sem notkun innan lands af sementi á síðustu árum hefur verið 100—150 þús. tonn hefur Sementsverksmiðjan flutt inn erlent gjall sem því nemur og malar sement úr því. Voru flutt inn 11.400 tonn af gjalli frá Danmörku árið 1980. Gips er alltaf notað við mölun sements og er það flutt inn frá Austur- Þýskalandi og voru notuð um 6.800 tonn árið 1980. Framleiðsla sements varð sam- tals 131.300 tonn á árinu, sem skiptist þannig eftir tegundum: tonn Portiandsement 100.100 Hraðsement 12.800 Líparítbl. virkjana- sement 18.400 I mestallt portlandsement og hraðsement var blandað 5% af járnblendiryki, sem hefur gefið góða raun og aukið gæði sements- ins þannig að það hefur nú marga kosti fram yfir venjulegt erlent sement, t.d. gefur það meiri vörn gegn alkalívirkni. Sementið sem notað hefur verið í Sigölduvirkjun og nú í Hraun- eyjafossvirkjun er blandað með 25% af líparíti. Þetta sement er hægharðnandi og því hagstætt fyrir massasteypur og gefur í raun endingarbetri steypu en venjulegt sement. Gæðaeftirlit í Sementsverk- smiðjunni er mjög strangt, í verksmiðjunni er eftirlit með framleiðslunni allan sólarhring- inn en einnig er sementið prófað við afhendingu eftir sérstökum reglum. Þá hefur Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins framkvæmt opinbert gæðaeftirlit á sementi frá Sementsverksmiðj- unni um árabil. Er óhætt að segja að ekkert byggingarefni er eins rannsakað og prófað og íslenska sementið. Sem dæmi um niður- stöður styrkleikaprófana frá Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins, sem er liður í hini opinbera eftirliti, var meðalstyrk- ur mánaðargamalla steypusýna árið 1980 477 kg á fersentimetra. Krafa íslenska sementstaðalsins er 350 kg/cm' og er styrkleikinn því 36% yfir kröfum. Sala sements árið 1980 varð 131.689 tonn og milli tegunda: skiptist þannig tonn Portlandsement 100.126 Hraðsement 15.851 Virkjanasement Sérsement innfl. 15.674 (hvítt, litað) 38 Sala sements á almenutn mark- að, þ.e. að frádregnum virkjana- framkvæmdum og álíka stór- framkvæmdum, hefur dregist saman síðustu árin. Árið 1971— 1973 var þessi sala á uppleið, 100—130 þús tonn á ári. Árið 1974 var metár, en þá seldust 152 þús. tonn á almennan markað. Sem- entssalan var nokkuð stöðug 1975—1978, 130—135 þús. tonn, en fór þá lækkandi og varð 116 þús. árið 1980. Ekki er búist við söluaukningu árið 1981. Sementsverksmiðjan sér um að- aldreifingu sementsins. Sementið er selt bæði laust og sekkjað og eykst hlutur lausa sementsins jafnt og þétt. Árið 1980 voru 57,5% af heildarsölunni laust sement en 42,5% sekkjað og þá miðað við almennan markað. Sé virkjanasement tekið með eru samsvarandi tölur 63% og 37%. Sementsverksmiðjan dreifir lausa sementinu alveg til neyt- enda. Er lausa sementið flutt frá Akranesi til birgðastöðva í Reykjavík, á Akureyri og á ísa- firði með skipi verksmiðjunnar, Skeiðfaxa. Dreifir Sementsverk- smiðjan síðan lausa sementinu með tankbifreiðum frá þessum stöðum, svo og Akranesi, til neyt- enda. Pakkað sement selur Sem- entsverksmiðjan beit til neytenda á Akranesi og í Reykjavík en umboðsaðilar sjá um söluna ann- ars staðar á landinu. Freyfaxi, annað skip verksmiðj- unnar, flytur sekkjað sementið á um 36 staði á landinu. Ýmsar framkvæmdir voru í gangi hjá Sementsverksmiðjunni árið 1980. Stærstar þeirra voru birgðastöð fyrir laust sement á Akureyri, framkvæmdir vegna mengunar- varna og sandfoksgirðing í skelja- sandsgeymslu. Hafinn var undir- búningur að uppsetningu íblönd- unarbúnaðar fyrir járnblendiryk og hönnun búnaðar til kola- brennslu. Brennsla kola er mikið hagkvæmari en olíu, þar sem kolaverð er um 50% af olíuverði. Þar sem olíukostnaður er nú kominn yfir 30% af rekstrar- kostnaði fyrirtækisins getur þessi breyting skipt miklu um sam- keppnishæfni við innflutt sement í framtíðinni, en erlendis er í flest- um sementsverksmiðjum verið að skipta yfir á kolabrennslu. Er nú aðeins beðið eftir starfs- leyfi heilbrigðisyfirvalda og leyfi bæjaryfirvalda á Akranesi til þess að hefjast handa. Til fram- kvæmda fóru rúmar 600 milljónir gamalla króna árið 1980. Fastráðið starfsfólk hjá Sem- entsverksmiðjunni var árið 1980 181, þar af störfuðu 138 hjá verksmiðjunni á Akranesi, 23 í Reykjavík og 2 á Akureyri. Á skipum verksmiðjunnar voru fast- ráðnir 18 manns. Verðlagsmál Sementsverksmiðjunnar hafa oft skapað fyrirtækinu mikinn vanda á sl. áratug. Til bóta var að verksmiðjan komst undir Verð- lagsráð í byrjun árs 1980 og fékkst á því ári rúmlega 80% hækkun á verði. En vegna þess að árið 1979 fékkst aðeins ein 20% hækkun varð verðhækkun frá 1. maí 1979 til 31. des. 1980 u.þ.b. 100% eða 63% á ársgrundvelli. Rúmlega þreföldun á olíuverði á þessum sama tíma hefur orðið til þess að Sementsverksmiðjan er ennþá í miklum fjárhagserfiðleikum. Heildarsala Sementsverksmiðj- unnar varð 7.225.200.000 kr. árið 1980, þar af voru skattar og sötulaun um 1,8 milljarðar, fram- leiðslukostnaður rúmir 4 milljarð- ar, sölukostnaður tæpir 1,3 millj., fjármagnskostnaður rúml. 600 milljónir og tap um 570 millj. kr. Þá varð minnkun eigin veltu- fjármagns um 530 milljónir króna. Af þessu má ráða fjárhagsvanda verksmiðjunnar. Heildarlauna- greiðslur fyrirtækisins voru rúml. 1,7 milljarðar króna. Júiius

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.