Morgunblaðið - 07.07.1981, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1981
Beðið
eftir
frelsi
Moskvu. 26. júni. AP.
HÓPUR sjö Sovétmanna hefur
búið i kjallaraherberKÍ í banda-
ríska sendiráðinu i Moskvu
undanfarin þrjú ár. HreyfinK
er í gangi á Vesturlöndum til að
hjálpa fólkinu til að fá frelsi.
svo að það sleppi úr prisundinni
í Sovétríkjunum. Á efri mynd-
inni sést Vashchenko-fjölskyld-
an. en í henni eru fimm hinna
sjö, sem búa í kjailaranum, <»k á
neðri myndinni sést útsýnið,
sem fólkið hefur af Moskvu út
um glugKann hjá sér.
' What it reatly means is that
if there’s another cod war,
the only thma we’ll be able
to do is nuke Reykjavik'
Þessi teiknimynd birt-
ist í blaðinu Guardian
Weekly dags. 5. júlí. Á
íslensku er textinn með
henni á þessa leið:
„Raunverulega felst í
þessu, að verði annað
þorskastríð, getum við
ekkert annað gert en
sent kjarnorkusprengju
á Reykjavík."
Textinn vísar til þess,
að flotastefna bresku
ríkisstjórnarinnar mið-
ar nú að því að fækka
freigátum og öðrum
slíkum herskipum en
leggja alla áhersluna á
endurnýjun kjarnorku-
kafbátaflotans.
Dayan og Begin
eiga viðræður
Tel Aviv, 6. júlí. AP.
MOSHE Dayan, fyrrverandi utanríkisráðherra ísrael, átti fund með
Menachem Bejfin, forsætisráðherra, í dag. Nýr flokkur Dayans vann
tvö þinKsæti í nýafstöðnum kosningum fsraela, og hann hefur hug á
að hafa sín áhrif í nýrri ríkisstjórn þjóðarinnar. Talsmaður Begins
sagði, að fundur þeirra hefði ekki Kengið sem best, en þeir munu
hittast aftur seinna i vikunni.
Begin átti einnig fund með
formanni eins litlu trúarflokk-
anna, sem hafa lykilaðstöðu í
stjórnarmyndunarviðræðum ísra-
ela nú. Shimon Peres, formaður
Verkamannaflokksins, átti fund
með Zevulun Hammer, mennta-
málaráðherra Þjóðlega trúar-
flokksins. Hammer lagði til, að ný
þjóðstjórn yrði mynduð, en slík
stjórn allra flokka sat í ísrael á
dögum Sex daga stríðsins á
sjöunda áratugnum. Talsmaður
Peresar sagði, að hann hefði ekki
þvertekið fyrir tillöguna, en
myndi ræða hana við forystu
flokksins næstu daga.
Úrslit kosninganna verða ekki
formlega birt fyrr en á fimmtu-
dag. Tölur standa nú þannig, að
Likudbandalag Begins hefur hlot-
ið 48 menn kjörna og Verka-
mannaflokkurinn 47. 120 eiga
sæti á þingi ísraela.
Dayan sagði af sér ráðherra-
embætti í stjórn Begins 1977
vegna stefnu stjórnarinnar varð-
andi Palestínumenn. Sagt er, að
hann vilji nú gerast helsti samn-
ingaviðræðumaður ísraela um
framtíð Vesturbakkans og Gaza.
Dayan lagði til í kosningabarátt-
unni, að Palestínumenn fengju nú
þegar takmarkað sjálfræði á vest-
urbakkanum og í Gaza.
Færður til hafnar eftir
30 klst. eltingarleik
Grimsby. 6. júlft. AP.
SKIPSTJÓRI franska togarans Jean Mermoz situr nú í fangelsi i Grimsby
eftir að togari hans hafði verið færður til hafnar eftir 30 klukkustunda
eltingarleik á Norðursjónum. Tvö brezk varðskip eltu Jean Mermoz frá
Boulogne og auk þess fylgdi þyrla togaranum eftir.
Brezkir varðskipsmenn fóru um milli togarans og varðskipanna en
borð í Jean Mermoz á laugardag til
að athuga net togarans en grunur
lék á að möskvastærð væri of lítil.
Skyndilega læsti skipstjórinn, Jean
Blainfain, sig inni í stýrishúsinu og
setti á fulla ferð. Togarinn rakst á
annað brezku varðskipanna en sá
árekstur var ekki alvarlegur. Nokkr-
ir franskir togarar reyndu að sigla
svo fór að lokum, eftir mikinn
eltingarleik, að Jean Blainfain hætti
sjálfviljugur og gafst upp.
Talsmaður brezka sjávarútvegs-
ráðuneytisins sagði í. dag, að net
togarans yrðu rannsökuð í dag og
málsmeðferð yrði ákveðin í fram-
haldi af því.
Bani-Sadr í viðtali:
Hvetur írani
til uppreisnar
Teheran, 6. júlí. AP.
BANI-SADR, fyrrum forseta íran, sem nú fer huldu höfði, hefur verið
hótað lífláti, nema hann „iðrist“. Það var islamskur byltingardómari,
Mohammadi Gilani, sem hótaði Bani-Sadr lifláti. „Bani-Sadr verð-
skuldar líflát en vegna þess að i hönd fer Ramadan, hinn heilagi
mánuður, þá á hann kost á að snúa til Imam og iðrast. Geri hann það
ekki, á hann yfir höfði sér líflát,“ sagði Gilani á fundi með
fréttamönnum i Teheran á sunnudag. Imam, ayatollah Khomeini,
hefur þráfaldlega hvatt Bani-Sadr til að iðrast og þjóna islömsku
byltingunni sem rithöfundur og hugsuður.
Bani-Sadr hefur hafnað „til-
boði“ stjórnvalda í Teheran og í
útvarpssendingu frá dvalarstað
hans, sem enn er ókunnur, hvatti
hann íbúa íran til að risa upp
gegn kúgurum sínum áður en allt
verði um seinan.
Tímaritið „Átta dagar", sem
gefið er út í Lundúnum og sérhæf-
ir sig í arabískum málefnum, birti
á laugardag viðtal við Bani-Sadr.
Þar hvatti hann landa sina til að
gefast ekki upp fyrir núverandi
valdhöfum. Tímaritið heldur því
fram, að viðtalið hafi verið tekið
þann 18. júní í Kúrdistan, skammt
frá landamærunum að írak.
í viðtalinu sagði Bani-Sadr, að
Iranir yrðu að snúast gegn núver-
andi valdhöfum, sem hann ásakaði
um að hafa beitt ólöglegum að-
ferðum við að komast í þá valda-
aðstöðu sem þeir nú eru í. „Ég
beini máli mínu til íranskra
kvenna og ungs fólks í Iran;
berjist gegn núverandi kúgurum.
Þeir sem halda að þeir geti stuðst
við meðöl keisarans eru blindir,"
sagði Bani-Sadr.
Um Khomeini sagði Bani-Sadr:
„Imam er úr tengslum við þjóð
sína. Honum er skýrt frá atburð-
um af harðlínumönnum og frá
þeirra sjónarhóli. Þess vegna er
hann úr öllum tengslum við þjóð
sína.“ Bani-Sadr var sérstaklega
harðorður í garð Mohammad Ali
Rajai, forsætisráðherra, Aii
Akbar Hashemi Rafsanjani, tals-
manns þingsins, og Hussein Be-
Bcitin Dayan
hesti, leiðtoga islamska lýðveldis-
flokksins. (Viðtalið var tekið áður
en Behesti lést í sprengingunni í
höfuðstöðvum lýðveldisflokksins.)
Bani-Sadr ásakaði þremenn-
ingana um að stefna að ógnar-
stjórn í landinu.
Á sunnudagskvöldið voru 27
teknir af lífi í íran. Að sögn
saksóknara voru þeir sekir fundn-
ir um „vopnaða uppreisn og að
hafa staðið að götubardögum í
kjölfar brottvikningar Bani-
Sadr“. Meðal þeirra sem voru
teknir af lífi á sunnudagskvöldið
voru fjórir gyðingar. Þá sagði í
tilkynningu saksóknara, að 47
manns hefðu verið dæmdir í
fangelsi.
Héraðsstjórinn í Gilan við
Kaspíahaf var skotinn til bana i
dag. Að sögn irönsku fréttastof-
unnar Pars, var héraðsstjórinn á
leið til vinnu sinnar þegar menn á
mótorhjóli vopnaðir byssum óku
að bifreið hans og skutu hann til
bana. Tilræðismennirnir komust
undan.
Lifði af
100.000 V
straum
Baltimore. 6. júlí. AP.
RICKY Ricketts, sem fékk
100.000 volta straum fyrir
nokkru, er á g<W>um batavegi.
Ilann klifraði upp í 30 metra
háan rafmagnsstaur rétt hjá
heimili mágs sins einn sunnudag
til að fá betra útsýni yfir til
litillaa tjarnar, sem hann hefur
hug á að veiða í einhverja helg-
ina. Ilann veit ckki hvað gerðist
eftir það.
Veður
Akureyri 7 alskýjaó
Amsterdam 21 rfkýjaó
Aþena 31 heióskírt
Barcelona 25 heiðskírt
Berlín 26 heióakírt
BrUssel 20 skýjað
Chicago 29 heióskírt
Dublin 19 skýjaó
Feneyjar 26 hálfskýjaó
Frankfurt 23 skýjað
Færeyjar 10 alskýjaö
Genf 24 heióskirt
Helsinki 20 heióskírt
Hong Kong 27 rigning
Jerúsalem 31 heiöskírt
Jóhannesarborg 16 heióskírt
Kairó 35 heióskírt
Kaupmannahöf n 20 heióskfrt
Las Palmas 24 heióskírt
Lissabon 26 heióskírt
London 22 heióskírt
Los Angeles 33 heióskírt
Madrid 32 heióskírt
Malaga 25 heióskírt
Mallorkb 28 | 1
Mexicoborg 23 heiðskírt
Miami 33 skýjaó
Moskva 26 heíóskírt
Nýja Dehlí 33 skýjaó
New York 28 heióskírt
Osló 22 heióskírt
Paris 24 rigning
Reykjavík 13 hólfskýjað
Ríó de Janeiro 33 skýjaó
Rómaborg 29 heióskírt
San Francisco 25 skýjaó
Stokkhólmur 20 heíöskírt
Sydney 17 heióskírt
Tel Aviv 34 heióskírt
Læknar álíta, að hann hafi
komið við rafmagnslínurnar, en
vinir hans, sem biðu hans niðri,
sáu það ekki. Rafmagnsstraumur-
inn fór upp vinstri handlegg hans,
í öxlina, hálsinn og út um hnakk-
ann. Hanrt hentist aftur fyrir sig,
en festist í staurnum. Um stund
var hann alelda og rólaði fram og
aftur á öðrum fætinum. Hann
náði síðan tökum á staurnum og
gat klifrað niður.
Ricketts brann mjög illa. Lækn-
ar hafa grætt húð á bak hans,
háls, axlir og handleggi, en Rick-
etts segist vera við hestaheilsu.
„Sumir segja, að ég ætti að vera
dauður," sagði hann. „Kannski. Ég
býst við, að gott líkamlegt ástand
mitt hafi komið mér að góðu.“
Tilræði við
forsætisráð-
herra Japan
Tokyo. 6. |*ll. AP.
JAPÁNSKUR unglingur úr hópi
hægrimanna, sem lögreglan ha-
fði aldrei heyrt á minnst, varpaði
bjórflösku fullri sprengiefnis inn
á lóð forsætisráðherrabú-
staðarins i Tokyo á mánudag.
Lögreglan sagði, að ekki hefði
kviknað á sprengjunni. Maður-
inn var handtekinn, en hann var
15 til 10 ára gamall.