Morgunblaðið - 07.07.1981, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1981
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 80 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö.
Upphaf sjálfstæðrar
utanríkisstefnu
Idag, 7. júlí, eru 40 ár liðin síðan bandarískir landgönguliðar
leystu Breta af hólmi hér á landi og herverndarsamningurinn
var gerður milli ríkisstjórna Bandaríkjanna, Bretlands og Islands.
Bjarni Benediktsson komst svo að orði í ræðu, sem hann flutti á
Þingvöllum 1943, að með herverndarsamningnum hafi orðið
gerbreyting á utanríkisstefnu íslands. Síðan sagði Bjarni orðrétt:
„Þangað til höfðu íslendingar stranglega fylgt því fyrirmæli 19.
gr. sambandslaganna (frá 1918 innsk.), að Island lýsti ævarandi
hlutleysi sínu. Af þessari stefnu leiddi algert athafnaleysi í
utanríkismálum, öðrum en þeim, er varða verslun og viðskipti.
Reglan var sú ein, að bíða og sjá hvað setti.
Með hervarnarsamningnum var í fyrsta skipti og á eftirminni-
legan hátt horfið frá þessari reglu. Hlutleysisyfirlýsingin í 19. gr.
sambandslaganna var brotin. Ef til vill ekki þegar í stað, en að því
stefnt, þar sem allir bjuggust við, að Bandaríkin mundu áður en
lyki lenda í ófriðnum, svo sem brátt varð.
Eigi verður um það deilt, að horfið var frá hinu algera hlutleysi
af ríkri nauðsyn. En þarna er enn eitt dæmi þess, að straumur
tímans ber í brott hvert fyrirmæli sambandslaganna af öðru, og að
þessu sinni áttu Bretland og Bandaríkin beinan hlut að.
Mikilsverðara er þó hitt, að atburðirnir höfðu kennt Islending-
um, að einangrun þeirra var úr sögunni. Þeir urðu að taka upp
athafnasemi í utanríkismálum. Sjá landi sínu borgið með
samningum við stórveldin og þora að velja á milli."
Það lenti síðar í hlut Bjarna Benediktssonar sem utanríkisráð-
herra að stíga skrefið frá hlutleysi til fulls, þegar hann ritaði
undir stofnaðild íslands að Atlantshafsbandalaginu 1949 og
varnarsamninginn við Bandaríkin 1951 Þegar þeir samningar
voru gerðir þorðu íslendingar einnig að „velja á milli"
stórveldanna. Andstæðingar varnarsamstarfs Islands við vest-
rænar þjóðir hafa jafnan haldið því fram, að Islendingar hafi
verið kúgaðir til undirgefni undir Bandaríkjamenn. Samstarfið við
Bandaríkin sýni „heimsvaldastefnu" Bandaríkjastjórnar fyrr og
síðar sem sé í hróplegu ósamræmi við það „þjóðfrelsi", sem þessir
menn kjósa í nafni Leníns. Kommúnistar og arftakar þeirra í
Alþýðubandalaginu hafa verið á móti athafnasemi við mótun
íslenskrar utanríkisstefnu, þeir hafa ekki viljað, að Island fylgdi
sjálfstæðri utanríkisstefnu, þótt þeir í alkunnum orðaleik séu
jafnan með „sjálfstæðið" á vörunum, þegar þeir mæla með
aðgerðarleysi eða þjónkun gagnvart valdhöfunum í Kreml.
Sögulegar heimildir sýna, að síst af öllu biðu Bandaríkjamenn
færis til að hremma ísland um leið og tækifæri gafst í síðari
heimsstyrjöldinni í því skyni að sölsa landið undir sig. í grein, sem
dr. Þór Whitehead ritaði fyrir Morgunblaðið í tilefni af gerð
herverndarsamningsins og birtist í blaðinu síðastliðinn sunnudag,
kemur fram, að það var af illri nauðsyn og til þess að veitá Bretum
hjálp á úrslitastundu í átökunum við nasista, sem Bandaríkja-
menn komu hingað. Sögulegar heimildir síðari tíma sýna hið
sama, að íslendingar gera af fúsum og frjálsum vilja samninga við
Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir um þá þætti öryggismálanna eins
og viðskipta- eða landhelgismálanna, sem nauðsynlegt er að ræða
við aðrar þjóðir. Þetta er hin eina sanna sjálfstæða stefna í
utanríkismálum, stefna kommúnista er og hefur verið stefna
aðgerðarleysis og stefna þjónkunar við sovéska hagsmuni.
Starfstími verslana
Deiluna um starfstíma verslana á höfuðborgarsvæðinu má að
öðrum þræði rekja til reglugerðar, sem sett er af opinberum
aðilum um málið. í skjóli þeirrar reglugerðar er lögreglan meðal
annars kölluð á vettvang. Mál sem þessi verða ekki leyst með
opinberum afskiptum. Þau á að leysa í samningum milli aðila,
kaupmenn og verslunarfólk verða að gera út um þessa deilu með
samkomulagi, þar sem bæði er tekið tillit til eðlilegs vinnutíma og
skynsamlegrar þjónustu við viðskiptavini. Það er röng stefna að
treysta á opinbert vald í slíkum málum og hæfir illa þeim, sem
hlynntir eru frjálsri verslun og frjálsum markaðsbúskap. Hvernig
litist mönnum á, ef kaupmenn yrðu helstu málsvarar verðlags-
hafta og verðlagseftirlits af því að höftin og eftirlitið losa þá
undan þunga frjálsrar samkeppni?
Böðvar Bragason sýslumaður Rangárvallasýslu, Sigurður Blöndal skógræktarstjóri og Garðar
Jónsson skógarvörður á Suðurlandi.
Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri:
„Höfum nægar ástæður til
að loka Þórsmörk fyrir
Y erslunarmannahelgina44
ÞAÐ VAKTI mikla og almenna
reiði iandsmanna, þegar frétt-
ist að unnin höfðu verið spjöll á
gróðri i Þórsmörk siðustu
hvitasunnuheigi, þegar um
2.000 manns komu þar saman.
Það kom þó fram á fundi er
Sigurður Blöndal skógræktar-
stjóri, Garðar Jónsson skógar-
vörður Suðurlands og Böðvar
Bragason sýslumaður Rangár-
vallasýslu héldu með blaða-
mönnum að engin náttúruspjöll
hefðu orðið er rekja mætti beint
til vísvitandi skemmdarstarf-
semi. Héldu þeir að of mikið
hefði verið gert úr þessu og að
fjöldi fólks sem ekki hefði komið
í Mörkina í sumar trúi því að allt
sé þar á rúi og stúi.
Aðspurðir hvers vegna þeir
lokuðu ekki Mörkinni fyrir þessa
helgi, sögðu þeir að talið hefði
verið útilokað að meina fólki
aðgang að henni eftir að þrír
aðilar, Ferðafélag íslands, Far-
fuglar og Útivist, höfðu auglýst
ferðir í Mörkina. Annað hvort
væru þessi svæði lokuð fyrir
öllum eða engum. Þeir sögðust í
framhaldi af þessu vera á móti
hvers kyns höftum og bönnum
og sögðu það afskaplega nei-
kvætt að loka heilum svæðum
fyrir fólki. Það væri röng stefna.
Það kom fram að hreinsun á
Þórsmörk eftir þessa helgi væri
nú lokið og hefði langerfiðasta
vandamálið verið glerbrot en
geysilega mikið var brotið af
gleri. Engin náttúruspjöll hefðu
verið unnin þó engum detti í hug
að grasflatirnar hafi batnað við
átroðning nær tvö þúsund
manna. Langverst var umgengn-
in í Langadal en þar er skáli
Ferðafélags íslands og eru þar
einnig hús fyrir salerni og böð.
Tveir starfsmenn skógræktar-
innar eru alltaf þarna uppfrá en
þessa helgi voru einnig sjö til
átta manns frá Slysavarnadeild-
inni á Hvolsvelli og einnig menn
frá lögreglunni en þeir voru ekki
yfir blánæturnar. Voru því
gæslumenn 15 talsins ásamt
þeim tveimur sem þarna eru
alltaf. Allur aðgangseyrir fór í
að greiða gæslunni og hreinsun á
Mörkinni. Ekki var leitað að víni
hjá fólki áður en það kom inn á
svæðið þar sem þetta var ekki
opinber samkoma.
Aðspurðir hvort þeir hefðu
ákveðið að loka Þórsmörk fyrir
fólki um Verslunarmannahelg-
ina, sögðust þeir hæglega getað
lokað að fenginni reynslu, en
væru ekki búnir að ákveða það.
Minntu þeir enn á að þeir teldu
það ranga stefnu að loka svona
svæðum og fælist í því viss
uppgjöf þar sem það leysti engan
vanda.
„Ef á að meina fólki aðgang að
náttúrunni, væri langbest að
loka strax við Elliðaárnar," eins
og Böðvar Bragason sagði.
Fundur dómsmálaráðherra Norðurlandanna:
Fíkniefnavandamál
höfuðviðfangsefnið
Dómsmálaráðherrar Norður-
landa komu saman til fundar á
Bornholm í Danmörku 17.—18.
júní sl. Friðjón Þórðarson dóms-
og kirkjumálaráðherra sótti fund-
inn af Islands hálfu og var Baldur
Möller ráðuneytisstjóri i fylgd
með honum. Ákveðið hafði verið á
sl. vetri að höfuðviðfangsefni á
fundinum yrði umræða um fíkni-
efnavandamál. Urðu umræður um
það efni mjög ítarlegar. Ráðherr-
unum kom saman um, að þótt
samvinna viðkomandi yfirvalda á
Norðurlöndum hefði um alllangt
skeið verið góð og farið vaxandi á
þessu sviði, væri þróun á út-
breiðslu fíkniefna uggvænleg, og
bæri brýna nauðsyn til að auka og
skipuleggja þá samvinnu enn bet-
ur, einnig á alþjóðlegum vett-
vangi. Var rætt ítarlega um
harðnandi ásókn hinna vel skipu-
lögðu fíkniefnasala, og um mögu-
legar leiðir til að mæta þeirri
þróun, en ekki er rétt að greina frá
því efni í einstökum atriðum. Þá
var og rædd hin félagslega hlið
þessara vandamála og nauðsyn á
því að virkja skólana, heilbrigðis-
yfirvöld og uppalendur til varnar
gegn neysluþróun á þessu hættus-
viði. — Önnur viðfangsefni fund-
arins hurfu nokkuð í skuggann
fyrir fíkniefnaumræðum. Var þó
rætt nokkuð um vaxandi áhyggjur
af útbreiðslu myndefnis með
ofbeldisinnihaldi í skjóli örrar
þróunar á notkun myndsegul-
banda, sem erfitt væri að hamla
gegn, án þess að ganga nærri
tjáningarfrelsi. Var ákveðið að
leita samráðs við ríkissaksóknara
landanna um þetta efni. Meðal
annarra málefna, sem rædd voru á
fundinum, má nefna samvinnu á
sviði löggjafar um eftirlit með
útlendingum og á sviði kaupalaga.
— Á fundinum var undirritaður
Norðurlandasamningur um rétt
norrænna ríkisborgara til að beita
eigin tungu í öðru norrænu landi,
eftir því sem við yrði komið, í
samskiptum við stjórnvöld.
Að loknum fundi dómsmálaráð-
herranna þáði Friðjón Þórðarson
boð starfsbróður síns í Svíþjóð,
Carls Axels Petri, um að heim-
sækja Svíþjóð, til viðræðna um
sameiginleg áhugaefni dómsmála-
ráðuneyta á sviði löggjafar og
lagaframkvæmdar. Stóð sú heim-
sókn yfir dagana 22. til 24. júní og
með Friðjóni Þórðarsyni og eig-
inkonu hans var Baldri Möller
ráðuneytisstjóra og eiginkonu
hans boðið til þessarar heimsókn-
ar.
Viðræður dómsmálaráðherr-
anna fóru síðan fram 22. júní, en
síðan ferðuðust þeir um Svíþjóð og
skoðuðu ýmsar byggingar á vegum
sænska dómsmálaráðuneytisins
og fylgdust með störfum lögreglu-
og björgunarmanna í nyrztu
byggðum Svíþjóðar.
Heimsókninni lauk síðan með
boði Friðjóns Þórðarsonar, sem
haldið var á vegum Ingva Ingva-
sonar, sendiherra.
(Fréttatilkynning)