Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1981 Súlurnar nötruðu á Krikanum skildu jöfn í fjörugum leik - er FH og KR KR OG FII skildu jöfn í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu á Kaplakrikavellinum á lauKar- daginn. hvort lið skoraði einu sinni. Þetta var leikur sem hvor- ugt liðið átti skilið að tapa, hvorugt að vinna, bæði áttu íæri, stanKarskot ok jafntefli var það sannKjarnasta sem út úr þessu «at komið. Staðan í hálfleik var 0—0 en engu að síður voru knattspyrnugæðin í fyrri hálf- leik mun betri. meira hnoð í þeim síðari, en þá komu engu að síður bæði mörkin. Fyrri hálfleikurinn var mjög líflegur á köflum, liðin léku bæði nokkuð vel úti á vellinum á köflum, KR-ingarnir voru þó sýnu beittari og strax á 9. mínútu leiksins átti Óskar Ingimundarson fallegan skalla í þverslá FH-marksins eftir fyrirgjöf Stef- áns Arnar Sigurðssonar frá vinstri. FH-ingar svöruðu með góðri skyndisókn, Ólafur Dani- valsson botnaði hana með góðu skoti eftir stungusendingu frá Inga Birni, en Stefán markvörður KR var vel með á nótunum og varði. FH-ingar áttu annað dágott færi aðeins mínútu síðar, Viðar Halldórsson og Tómas Pálsson LIÐ FH: Hreggviður Ágústsson 6 Guðmundur Hilmarsson 5 Ilelgi Ragnarsson 6 Guðmundur Kjartansson 6 Gunnar Bjarnason 6 Magnús Teitsson 5 Ingi Björn Albertsson 4 Ólafur Danivalsson 6 I’álmi Jónsson 0 Tómas Pálsson 5 Viðar Halldórsson 5 Magnús Stefánsson vm. 6 Sigurþór Þórólfsson vm. 7 LID KR: Stefán Jóhannsson 6 Guðjón Ililmarsson 6 Börkur Ingvarsson 6 Ottó Guðmundsson 7 Jósteinn Einarsson 5 Atli Þór Héðinsson 6 Stefán Örn Sigurðsson 6 Sæbjörn Guðmundsson fi Birgir Guðjónsson 5 Elías Guðmundsson 6 Vilhelm Frederiksen vm. 4 Willum Þórsson vm. i 2 mín. 1: opnuðu í sameiningu vörn KR, Tómas sendi síðan fyrir markið þar sem Ingi Björn hafði læðst að fjærstönginni, en hann hitti knöttinn illa og hann skoppaði fram hjá markinu í staðinn fyrir inn í það. Sem fyrr sagði, var FH síður en svo minna með knöttinn, en of oft gekk knötturinn um of á þverveginn, hreyfing leikmanna ekki nægilega góð og laglegt spilið úti á vellinum því ákaflega bitlít- ið. KR-ingar voru hins vegar nokkuð beittari sem áður og á 24. mínútu leiksins endaði góð KR- sókn niður hægri vænginn með því, að Sæbjörn Guðmundsson komst í dauðafæri, en skot hans hafnaði í stönginni og þaðan hrökk knötturinn út á völlinn á ný- Eftir þetta atvik hjaðnaði leik- urinn nokkuð, liðin voru stundum alveg við það að opna varnirnar hvort hjá öðru, en herslumuninn vantaði og fleiri færi litu ekki dagsins ljós í fyrri hálfleik. Síðari LIÐ VALS: Ólafur Magnússon 5 Grímur Sæmundsen 5 Óttar Sveinsson 5 Magni Pétursson 5 Sævar Jónsson 6 Þorvaldur Þorvaldsson 5 Þorgrímur Þráinsson 4 Njáll Eiðsson 7 Hilmar Harðarson 5 Þorsteinn Sigurðsson 4 Valur Valsson 6 Guðmundur Þorbjörnsson vm. 6 Hilmar Sighvatsson vm. 4 LIÐ lA: Bjarni Sigurðsson 7 Guðjón Þórðarson 5 Jón Áskelsson 5 Björn H. Björnsson 5 Sigurður Halldórsson 6 Sigurður Lárusson 6 Kristján Olgeirsson 4 Árni Sveinsson 4 Jón Alfreðsson 5 Guðbjörn Tryggvason 5 Július Ingólfsson 6 Sigþór Ómarsson vm. í fáar mínútur Smári Guðjónsson lék i eina mín. hálfleikur var tíðindalítill allt þar til að fyrsta mark leiksins var skorað, en það var á 63. mínút- unni. Ottó Guðmundsson tók þá aukaspyrnu rétt fyrir innan miðju á vallarhelmingi FH, hann sendi að vítateigsbrúninni þar sem Jó- steinn Einarsson var fyrir. Jó- steinn lék aðeins fram með vörn- inni áður en hann stakk knettin- um inn fyrir hana til Óskars Ingimundarsonar. Óskar hafði tímasett sprett sinn inn fyrir vörnina mjög nákvæmlega, hann var ekki rangstæður og hann skoraði örugglega af stuttu færi. FH-ingar voru dálítið vankaðir til að byrja með eftir markið, en fóru síðan smám saman að sækja í sig veðrið á ný. Það fór þó ekki að draga til tíðinda fyrr en að Ólafsvíkingurinn Sigurþór Þór- ólfsson kom inn á sem varamaður þegar um hálftími var til leiks- loka. Sigurþór breytti öllum gangi leiksins, hann náði tökum á vall- armiðjunni fyrir hönd FH, vann þar öll návígi og sendi gullfallegar sendingar í allar áttir. Það var Sigurþór sem skoraði jöfnunar- mark FH á 75. mínútu. Hann fékk knöttinn skammt fyrir utan víta- teig KR-inga og tvínónaði ekkert ÞÓR: Eirikur Eiríksson 6 Ililmar Baldvinsson 5 Sigurbjörn Viðarsson 5 Guðjón Guðmundsson 6 Þórarinn Jóhannesson fi Árni Stefánsson G Guðmundur Skarphéðinsson 5 Örn Guðmundsson 6 Óskar Gunnarsson G Jón Lárusson 4 Magnús Helgason fi Jónas Róbertsson vm. 7 KA: Aðalsteinn Jóhannsson 7 Steinþór Þórarinsson 5 Guðjón Guðjónsson 5 Ilaraldur Haraldsson 5 Erlingur Kristjánsson 5 Gunnar Gíslason 4 Elmar Geirsson 5 Eyjólfur Ágústsson 4 Hinrik Þórhallsson 4 Ásbjörn Björnsson 5 Gunnar Blöndal 4 við hlutina, heldur skoraði með miklu þrumuskoti af rúmlega 20 metra færi, glæsilegt mark. Á 77. og 82. mínútunum sendi Sigurþór síðan glæsilegar stungusendingar inn fyrir vörn KR, til Pálma Jónssonar. Pálmi brenndi af í fyrra færinu, en skaut í stöng í síðara tilvikinu. Þetta var í heild séð þokkalegur leikur, spenna við mörkin annað slagið og ágæt mörk. Góður sam- leikur beggja liða nokkuð oft, oftar en maður hefði kannski búist við í fallbaráttuleik þar sem mikið er í húfi. í slíkum leikjum ber baráttan og varfærnin knattspyrnuna oft ofurliði. Heimaliðið var ef nokkuð ívið lakari aðilinn að þessu sinni. Sem fyrr segir var liðið ekkert minna með knöttinn, en margir leik- manna liðsins voru staðir og hreyfðu sig lítið. Oft þegar mið- vallarleikmennirnir fengu knött- inn í góðri aðstöðu til að sækja að vörn KR, lokuðu framherjar liðs- ins sig af með því að hreyfa sig ekki nóg. Fyrir vikið dreifðist allt spil FH um of á þverveginn, þ.e.a.s. viðkomandi leikmenn urðu að bíða þess að leikmenn aftar á vellinum kæmu til aðstoðar. Loks er þurfti að sigta á fremstu menn, var KR-vörnin orðin svo þykk fyrir, að færi urðu fá og slök. Hreggviður Ágústsson er snjall markvörður, en gæti orðið enn betri ef hann tæki meiri völd í vítateignum, léti heyra í sér og væri ákveðnari. Hann lék vel og flestir leikmanna FH gerðu góða hluti annað slagið. Varamaðurinn Sigurþór Þórólfsson bar þó af. KR-liðið sýndi augljósar fram- farir frá síðustu leikjum. Sýndu leikmenn liðsins að þeir geta ieikið knattspyrnu ef þeir bara reyna. Sérstaklega var fyrri hálf- leikurinn góður hjá liðinu, sá síðari lakari. Hjá KR gilti það þó oft, og reyndar hjá FH einnig, að síðasta sendingin eftir góðan und- irbúning, var oft miður góð og þyrfti að vanda slíka hluti betur. Elías var góður í fyrri hálfleik, annars var KR-liðið jafnt með þá Ottó og Börk þó sem sterkustu menn í vörninni. Ottó sótti oft fram í leiknum og var þá hættu- legur, gaman væri að sjá hann gera slíkt oftar. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild, FH:KR, 1-1 (0-0). Mark FH: Sigurþór Þórólfsson á 75. mín. Mark KR: Óskar Ingimundarson á 63. mín. Áhorfendur: um 300. Spjöld: Engin. Dómari: Rafn Hjaltalín. — gg. I Knattspyrna) Elnkunnagjöfln Glæsims Skagam ÍA GREIDDI Val annað högg á höfuðið á skömmum tíma, er liðið sigraði íslandsmeistara siðasta árs með 2 mörkum gegn engu i 1. deild íslandsmótsins i knatt- spyrnu á Laugardalsvellinum á sunnudagskvöldið. I íyrri umferð mótsins sigraði Valur 4—0 á Akranesi, en siðan hafa komið tveir 2—0-ÍA-sigrar. Erfitt er að meta hvort að sigur í A á sunnu- daginn var sanngjarn, Valsmenn léku áferðarfallegri knatt- spyrnu, en bitlausa með öllu. Skagamenn stórkarlalegri, en markvissari. En bæði mega félög þessl muna sinn fífil fegri hvað varðar góða knattspyrnu, þvi það er hlutur sem ekki var boðið upp á að þessu sinni. Lokatölur urðu sem fyrr segir 2—0, en staðan i hálfleik var 0—0. Fyrri hálfleikurinn var afar tíðindalítill, tómt miðjuhnoð og kýlingar fram og aftur. Um miðj- an fyrri' hálfleikinn lifnaði þó lítillega yfir hlutunum og voru Skagamenn þá nærri því að skora. Það var á 20. mínútu, að Magni Pétursson missti knöttinn undir sig og Júlíus Ingólfsson komst á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.