Morgunblaðið - 07.07.1981, Side 27

Morgunblaðið - 07.07.1981, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1981 27 Undirbúningur fyrir landsmótið í fullum gangi IIVAÐ líður undirbúninKÍ lands- mótsins? var fyrsta spurning fróttaritara MurKunblaÁsins i Eyjafirði er hann leit inn i Iðnskólann á Akureyri á mið- vikudaKskvoIdið 1. júli. Skráning er nú á lokastigi og hafa um 1300 keppendur verið skráðir frá 22 félögum hvaðanæfa að af landinu. Það er Sigurður Harðarson sem verður fyrir svörum, en hann er annar af tvein.ur framkvæmda- stjórum mótsins. Dagskrá liggur þegar fyrir og verður keppt í einum 17 íþrótta- greinum og tel ég þá frjálsar íþróttir eina grein og einnig starfsíþróttir, eru greinarnar því raunar mörgum sinnum fleiri. Fatlaðir eru nú í fyrsta sinn með á landsmóti og vil ég bjóða þá velkomna. — Hvar fer mótið fram? — Það fer fram á einum 12 stöðum hér í bænum. Auk þess fara siglingar fram á Pollinum. — Verður mótið þá út um allan bæ? — Nei, alls ekki. Aðstaða hér er mjög góð. Miðstöð mótsins verður hér í Iönskólanum sem er rétt vestan við sundlaugina. Kvenna- skólinn er næsta hús sunnan við Iðnskólann. íþróttahöllin næsta hús austan við Kvennaskólann og Gagnfræðaskólinn þar rétt norð- austur af. Á lóðum þessara húsa verða svo tjaldbúðir keppenda. Þá er ekki nema 5—10 mínútna gang- ur á milli annarra keppnisstaða. Tjaldbúðir gesta verða á túni um 5 mínútna gang suðvestur af mið- stöð mótsins. Þar verður komið upp salernum og snyrtingu og er aliur undirbúningur á lokastigi. Kaffitería verður starfrækt Það sem er helst út úr er Lundstúnið og Glerárskólinn, en þetta er nú íþróttafólk og lætur sig ekki muna um að skokka smáspöl. Sigurður Ilarðarson, annar framkvæmdastjóra Landsmóts UMFÍ. mótsdagana í íþróttahöllinni. — Nú eru íþróttafélögin á Ak- Verður þar mjólkurbar, kaffi, ureyri ekki aðilar að mótinu. samlokur, pylsur o.fl. Einnig verð- Hvernig gekk að fá þessa aðstöðu? ur Mjólkursamlag KEA með ostakynningu þar. — Það gekk vel. Afstaða félag- anna hér mótast greinilega af því I IDrðtllr Ittrótlirl að þau eru fyrst og fremst að vinna íþróttunum gagn. Þessi að- staða er líka látin i té endur- gjaldslaust. Svona mót bera sig engan veginn fjárhagslega og það þarf að reikna með að vinna og aðstaða fáist fyrir lítið. Undanfar- in mót hafa ekki borið sig þrátt fyrir mikla sjálfboðavinnu. Við stefnum að því að ná endum saman en reiknum ekki með mikl- um hagnaði. — Hvað gerið þið ráð fyrir mörgum aðkomugestum? — Okkur þykir lítið ef ekki koma 6—7 þúsund aðkomumenn, en við gætum tekið á móti miklu fleiri. Þetta er einhver mesta þátttaka í keppnisgreinum, jafnt félaga og einstaklinga. Við reikn- um þó ekki með að slá aðsóknar- met Laugarvatnsmótsins 1965 en þar komu á milli 20 og 30 þúsund. — Á hverra herðum hvílir svo framkvæmd mótsins? — Við Þóroddur Jóhannsson erum framkvæmdastjórar og Haukur Steindórsson ritari. Svo kemur fjöldi manna og kvenna sem sjá um hina ýmsu þætti. Félögin á svæði UMSE, en það er mótshaldarinn, leggja til megnið af vinnunni, en þó hafa sum aðkomufélög látið skrá inn starfs- lið. F'réttablað mótsins, Landsmóts- fréttir, kemur út daglega í 4 daga, fyrst á fimmtudag. Birtast spár og úrslit þar jafnóðum. Ritstjóri þess er Heimir Kristinsson. — Hvað gerið þið ef þið fáið vitlaust veður á allt þetta fólk? — Við höfum fyrir löngu lagt inn pöntun í gott veður, en ef það bregst og við fáum vont veður þá erum við með alla skóla bæjarins sem neyðarhúsnæði. — Og hvað kostar svo inn á mótið? — Það verða seld merki sem gilda alla mótsdagana hvar sem er nema á dansleikina og kvöldvök- una. Merkin kosta 100 kr. fyrir fullorðna og 35 kr. fyrir börn. Þá verða seldir hálfs dags miðar sem gilda eins og merkin en aðeins hálfan daginn. Þeir kosta 15 kr. fyrir fullorðna og 5 kr. fyrir börn. Kvöldvaka verður á laugardags- kvöldið í íþróttahöllinni og. verður mjög mikið vandað til hennar. Þá verða dansleikir í Höllinni á hverju kvöldi? — Hvað viltu svo segja í lokin? — Eg vona bara að það komi sem flestir. Það er nú svo með landsmótin að þau gleymast seint þeim sem þau sækja og eru gjarnan umræðuefni árum saman. Eg vona einnig að við getum sagt eftir mótið að sjaldan hafi hér- lendis jafnmargir íþróttamenn keppt við jafngóðar aðstæður fyrir jafnmarga áhorfendur. Vikingur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.