Morgunblaðið - 07.07.1981, Side 29

Morgunblaðið - 07.07.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1981 29 Menningarmálasjóður Norðurlandaráðs: Styrkjum úthlutað til þýðingar bóka frá Norðurlöndum MenninKarmálasjóður Norðurlandaráðs hefur út- hlutað styrkjum að upphæð samtals 750 þúsund krónum til þýðinga á bókum frá Norðurlóndum yfir á önnur „Þrauka fast í neðri byggð“ BISKUPI, herra Sigurbirni Einarssyni, bárust geysimarg- ar kveðjur á afmæli sínu víðs- vegar að. Á annað þúsund manns hefur skráð sig í Af- mætisgjafabók hans sem enn liggur frammi í Hallgríms- kirkju og er þar tekið við framlögum til sjóðsins sem kosta skal gerð prédikunar- stóls kirkjunnar. Nær 150 þús- und hafa borist í þann sjóð. Athygli vakti hversu margar kveðjanna voru í bundnu máli og má þar nefna kveðju frá séra Friðriki A. Friðrikssyni fyrrum prófasti á Húsavík. Á hún nokkra forsögu: Þegar séra Friðrik átti 85 ára afmæli 17. júní sl. sendi biskup honum þessa kveðju: Júni soniir. sólardrongur. sannur goisli vorsins blíöa. Vortu hórna langtum longur. láttu himnariki hírta. Séra Friðrik sendi síðan biskupi þessa afmæliskveðju: Júni mögur. morkisbori máls ok vits i trú og dyggó. Art þinni vild óg þotta gori; þrauka fast i noöri byggó. Norðurlandamál. Sjötíu og tvær bækur hafa fengið styrk nú en alls hefur sjóðurinn styrkt þýðingu á um 700 bókum. Sex islenskar bækur verða þýddar með styrk frá sjóðnum yfir á önnur Norður- landamál og sjö bækur, þar af fimm danskar, verða þýddar á íslensku. Þær bækur, sem þýddar verða af íslensku á dönsku eru „Laur- entiusarsaga", sem Háskólinn í Óðinsvéum gefur út, „Haustskip" eftir Björn Th. Björnsson, sem gefin er út af Samlerens Forlag í Kaupmannahöfn og „Er nokkur í kórónafötum hér inni?“ eftir Ein- ar Má Guðmundsson, sem Forlag- et Vindrose í Kaupmannahöfn gefur út. „Hauströkkrið yfir mér“ eftir Snorra Hjartarson er þýdd á færeysku og útgefandi er Martin Næs Forlag í Þórshöfn. Á sænsku verða þýdd ellefu íslensk leikrit eftir 10 höfunda og verða þau gefin út í bókaflokki með finnskum leikritum af Nor- ræna leiklistarsambandinu og Leiklistarsambandi íslands. Leik- ritin eru „Dúfnaveislan" eftir Halldór Laxness, „Sjóleiðin til Bagdad" og „Herbergi 213“ eftir Jökul Jakobsson, „Skilningstréð" eftir Guðmund Steinsson.^Skjald- hamrar" eftir Jónas Árnason, „Jói“ eftir Kjartan Ragnarsson, „Selurinn hefur mannsaugu“ eftir Birgi Sigurðsson, „Stalín er ekki hér“ eftir Véstein Lúðvíksson, „Tíu tilbrigði" eftir Odd Björns- Friðrik Ólafsson forseti FIDE: Aðspurður um ályktun skáksam- banda Færeyja, íslands, Noregs og Svíþjóðar, sagði Friðrik að það væri gott að hafa tillögu sem gengi í sömu átt og hans hugmyndir, en að vissu leyti væri ályktunin úrelt, a.m.k. hvað varðar brýningu tií FIDE á ákveðnum aðgerðum í málinu, en hins vegar væri í ályktuninni hvatning til Sovét- manna og það væri í öllu falli gott að hafa þessa ályktun til þess að róa með. Á stjórnarfundi Skáksambands Norðurlands í Herning á Jótlandi þann 7. mars sl. var tillögu að sameiginlegri ályktun um heims- meistaraeinvígið í skák og mál fjölskyldu Korchnois vísað til stjórna einstakra aðildarsam- banda. Skáksambönd Færeyja, Islands, Noregs og Svíþjóðar hafa nú samþykkt svohljóðandi ályktun: „Eftirtalin aðildarsambönd Skáksambands Norðurlanda, Skáksamband Færeyja, Skáksam- son, „Skollaleikur“ eftir Böðvar Guðmundsson og „Óvitar" eftir Guðrúnu Helgadóttur. Úrval ljóða Matthíasar Johann- essen í þýðingu sænska ljóðskálds- ins Cristers Eriksson kemur út í bókaflokki sem Raben & Sjögran Bokförlag í Stokkhólmi gefur út og heitir „Dikte i Norden". Ljóða- úrval Matthíasar, sem kemur út i haust, heitir „Harpekol er dine vinge“. Þær bækur sem þýddar verða á íslensku með styrk frá sjóðnum eru „Krumme pá ski“ eftir Thöger Birkeland, sem Steinholt hf. gefur út, „Claus og Lena og Nina og ...“ eftir Hans Hansen, sem Lystræn- inginn Sf. gefur út, „Den indre by“ eftir Dea Trier Mörch, sem gefin er út af Iðunni, „Otto er et næsehorn" eftir Ole Lund Kirke- gaard og gefin út af Iðunni, „Island set sádan“ eftir Hans Mölbjerg, gefin út af höfundi í Kaupmannahöfn, „Vár ære og vár magt“ eftir Nordal Grieg, gefin út af Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar og „Hvíslað að kett- inum“ eftir samíska höfunda, út- gefandi er Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs. Sveinbjörn Árnason, umsjónarmaður laxeldisstöðvarinnar í Ólafs- firði. Sjö þúsund seiði eru höfð í tveimur körfum. Laxeldi í Ólafsfirði EFTIR viku stendur tii að sleppa seiðum úr laxeldisstöð i ólafsfirði sem Veiðifélag ólafsfjarðarár hefur komið á fót i tilraunaskyni i samráði við Fiskifélag Íslands. Ingimar Jóhannsson frá Fiskifélagi íslands hefur stjórnað tilraununum en Sveinbjörn Árnason er umsjónarmaður með fiskeldisstöðinni. saltvatnið ef þau eru alin upp við þessar aðstæður," sagði Svein- björn. „Skilyrði til laxaræktar eru talin mjög góð hér fyrir neðan Ólafsfjarðarána vegna þess að um 2 til 2Vfe metri af fersku vatni er efst í sjónum, en saltvatnið fyrir neðan er um fimm gráðum heit- ara,“ sagði Sveinbjörn í samtali við Mbl. „Dr. Unnsteinn Stefáns- son og dr. Björn Jóhannesson rannsökuðu vatnið hérna og kom- ust að þessari niðurstöðu. Sjórinn sem er heitari en ferskvatnið hitar það og auk þess venjast seiðin við „Seiðunum verður nú sleppt og þau verða síðan veidd í gildrur við ósbrúna næsta vor og þá verður ljóst hvað mikið af seiðunum skilar sér. Enn sem komið er er ekki hægt að segja til um hvernig þessi tilraun tekst eða hvort framhald verður á laxeldi hér,“ sagði Sveinbjörn. ,Gott að hafa _ essa ályktun til að róa með“ „ÞAÐ ER auðséð á yfirlýsingum Karpovs að honum finnst sér misboðið, en hann virðist ekki átta sig á þvi að hann er alls ekki sjálfur inni í þessu da mi. heldur lendir hann í þessari stöðu fyrir kaldhaálni örlaganna og ég hef aldrei ætlað að beina spjótum minum að honum.“ sagði Friðrik Ólafsson forseti FIDE i samtali við Mbl. i gærkvöldi um þau ummæli Karpovs að brotin hefði verið hefð i sambandi við ákvörðun staðsetningar heimsmeistaraeinvigisins í skák. Friðrik sagði hins vegar að engin hefð hefði rikt í þeim efnum siðan FIDE var stofnað. Friðrik sagðist ekki vilja tjá sig frekar um orðahnippingar Sovétmanna i hans garð. en hann kvað þessi mál verða rædd á þingi FIDE i Atlanta í Bandarikjunum. en það hefst þar að ioknum fundi framkvæmdaráðs FIDE 21. júli nk. band íslands, Skáksamband Nor- egs og Skáksamband Svíþjóðar, skírskota til einkunnarorða FIDE „Gens Una Sumus“ (Við erum öll ein fjölskylda). í ljósi þess að einvígið um heimsmeistaratitilinn i skák stendur fyrir dyrum og reglugerð þess kveður skýrt á um að aðstaða keppenda skuli vera jöfn í öllum greinum, lýsa stjórnir þessara skáksambanda yfir því, að þær álíta að fullt jafnræði sé ekki með keppendum, á meðan yfirvöld ann- ars keppandans hefta fjölskyldu hins í að fara frjáls ferða sinna. Því leggja stjórnir skáksam- bandanna fast að FIDE og Skák- sambandi Sovétríkjanna að þau geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja að áskorandan- um verði leyft að fá fjölskyldu sína til sín þangað sem þau kjósa, og gera heimsmeistaranum þann- ig kleift að mæta áskorandanum við sanngjarnar og jafnar aðstæð- ur.2 Boris Gulko hefur naumast fengið að tefla frá því er hann óskaði að flytjast úr landi OPNA mcistaramótið í skák í Moskvu, sem lauk íyrir skömmu, fór fram á venjuhundinn hátt með ræðuhöldum og léttu spjalli um skák unz stórmeistarinn Boris Gulko kvaddi sér hljóðs. Dauðaþögn sló á salinn, það vissu allir að skák- meistari Sovétríkjanna árið 1977 hafði ekki teflt á stórmóti síðan hann og kona hans sóttu um að fá að fara til ísraels í des- ember árið 1978. Gulko talaði hratt og var taugaóstyrkur. Kvaðst hann hafa skrifað opið bréf til Skák- sambands Sovétríkjanna þar sem hann krafðist þess að sambandið hefðist eitthvað að hvað varðaði framtíð eiginkonu og sonar Korchnois, sem myndi næstkomandi haust tefla um heimsmeistaratitilinn við Karpov. Eftir að Gulko hafði lokið máli sínu var þögnin rofin með efablöndnu tuldri: „Þetta er pólitískt." Þá flýtti forseti Sovéska skáksambandsins sér að gefa næsta manni orðið. Eftir þetta tóku margir þátttakendur og áhorfendur í höndina á Gulko. Roskinn maður heyrðist segja: „Þú þekkir mig ekki, en mig langar til að óska þér til hamingju, fyrst fyrir það hvað þú sagðir, og svo fyrir sigur þinn.“ Gulko sagði að seinna um kvöldið hefðu fleiri hringt og Boris Gulko stórmeistari. tjáð lík viðhorf. Þessi mismun- andi viðbrögð, sem orð Gulkos ollu sýndu að mál Korchnois er viðkvæmnismál innan sovéska skákheimsins og frammistaða Gulkos, sem lengi hefur verið frá keppni, kom mönnum mikið á óvart. Boris Gulko er 34 ára að aldri og sigraði á mótinu tólf stór- meistara þar á meðal núver- andi Sovétmeistara, Lev Psak- his, og kvennaheimsmeistar- ann, Maya Chiburdanidye. Blöðunum í Moskvu fannst þetta svo mikið hneyksli að þeim láðist að birta nafn sigur- vegarans. Blaðamaður hafði samband við Guðmund Sigurjónsson sem hefur haft nokkur kynni af Boris Gulko og spurði hann nánari deila á honum. Sagðist Guðmundur hafa kynnst Gulko árið 1%6 í Stokk- hólmi þar sem þeir hefðu teflt tvær skákir. Kvaðst Guðmund- ur hafa unnið aðra skákina, en hinni hefði lyktað með jafn- tefli. Guðmundur sagði að Aver- bach hefði verið með þeim þarna í Stokkhólmi, en hann væri núna meðal fremstu manna í sovéska skáksamband- inu og hefði hann sagt við sig að þar sem Gulko hefði staðið sig svona illa, þá yrði hann sendur til Síberíu. „Og það má eiginlega segja,“ hélt Guð- mundur áfram, „að hann sé í hálfgerðri Síberíuvist núna. Það kæmi bara fram svona seinna. Nú, þessi maður, Boris Gulko, sló nú aldrei neitt sér- staklega í gegn,“ sagði Guð- mundur, „fyrr en eftir 1970. Þá fór hann að standa sig mjög vel á skákmótum. Síðan verður hann skák- meistari Sovétríkjanna árið 1977. Gulko hefur oft teflt með góðum árangri," sagði Guð- mundur, „en eftir að hann sótti um að fá að flytjast til ísrael, þá hefur honum eiginlega verið haldið í skáksvelti. Eg hitti Gulko aftur tíu árum eftir þetta í Stokkhólmi," sagði Guð- mundur, „og þetta er mjög geðugur maður. Á þeim tíma yann hann dálítið með Karpov, en þó ekki í seinni tíð. Ég hélt þeir hefðu verið ágætis vinir, en eitthvað virðist nú vinskap- urinn ná stutt. Ekki hjálpar Karpov honum í það minnsta að komast úr landi."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.