Morgunblaðið - 07.07.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1981
35
Flugumýri með einkunnina 8,06.
Annar í röð var Örvar frá Hömr-
um með 8,00 í einkunn. Þriðji
efstur var svo Þyrill frá Hvoli með
7,94 í einkunn. I flokki fimm vetra
stóðhesta var efstur Ýmir frá
Ysta-Bæli með einkunnina 7,95.
Annar varð Eldur frá Stóra-Hofi
með einkunnina 7,85, og þriðji
Kolskeggur frá Lækjarbotnum
með 7,80. Af fjögurra vetra folum
var í efsta sæti Röðull frá Hvoli
með 7,66, annar varð Sleipnir frá
Bólstað með 7,60 og þriðji varð svo
Valur frá Bræðratungu með 7,53.
Eins og oft vill verða, þá var
hryssusýningin öllu skemmtilegri
á að horfa heldur en sýningin hjá
stóðhestunum. Ástæðan er ekki sú
að hryssurnar séu betri en stóð-
hestarnir, heldur hitt að stóðhest-
arnir sýnast miklu verr á þessum
tíma. I flokki hryssna sex vetra og
eldri stóð efst Perla 4889 frá
Kaöalstöðum og hlaut hún hæstu
einkunn af öllum kynbótahrossum
á sýningunni, 8,11. Önnur varð
Kolfinna 4758 frá Kröggólfs-
stöðum með 8,08 í einkunn. Þriðja
var svo Elding 4382 frá Kröggólfs-
stöðum með 8,05 í einkunn. I fimm
vetra flokki stóð efst Spes 5090 frá
Kirkjubæ með 7,94, önnur varð
Snerra 5092 einnig frá Kirkjubæ
með 7,86. Þriðja var svo Lofn 5123
frá Laugarvatni með 7,83. í fjög-
urra vetra flokknum voru það
einnig Kirkjubæarhryssurnar sem
röðuðu sér í efstu sætin. Efst varð
Hylling 5089 með 8,00 í einkunn
sem er frábær árangur hjá aðeins
fjögurra vetra gömlu trippi. önn-
ur varð Brynja 5093 með 7,97 og
þriðja Frigg með 7,89 i einkunn.
Eins og áður sagði eru allar þessar
hryssur frá Kirkjubæ, og verður
þetta að teljast frábær árangur að
hross sama aðila skuli raða sér í
efstu sætin í fjögurra og fimm
vetra flokki. Athyglisverð nýjung
var reynd í tengslum við kynbóta-
sýninguna, en það var kynning
hrossaræktarbúa. Urðu þessi bú
að uppfylla ákveðin skilyrði til að
fá að sýna afrakstur ræktunar-
starfsins. Voru þetta fimm hópar
sem voru sýndir, en þeir voru frá
Antoni Guðlaugssyni í Vík, sem
Úrslit
í kappreiðar-
veðmálum
kunn
ÚRSLIT eru nú kunn i kapp-
reiðarveðmálum LH og Fjórð-
ungsmótsins á Suðurlandi. 1
250 m skeiði er röðin þessi á
fyrstu hestum, i fyrsta sæti er
Skjóni, i öðru sæti er Þór og i
þriðja sæti er Fannar. Röð i
350 m stökki er þessi: t fyrsta
sæti er Stormur, i öðru sæti er
Blakkur <>g í þriðja sæti er
Skessa. Á fimmtudag verður
seðlum safnað saman og á
föstudag verður haft samhand
við þá sem hafa sex rétta eins
og sagt er á getraunamáli.
Vitað er um nokkra sem hafa
sex rétta, þannig að vafasamt
er að vinningur fáist á fimm
rétta.
- )<■
Efstur af stóðhcstum með afkvæmum var Kolbakur 730 frá Gufunesi. í dómsorði um afkvæmi Kolbaks segir meðal annars: „Reiðhestakostir eru miklir,
brokkið og skeiðið vel rúmt og afkastamikið. Kolbakur fær í einkunn 7,93 og hlýtur því fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi.“
sýndi fimm afkvæmi undan stóð-
hestinum Fönix 903 frá Vík.
Kirkjubæjarbúið sýndi tíu hross
öll undan Þætti 722, að einu
undanskildu. Þriðji hópurinn var
frá Laugarvatni og voru þar á
ferðinni hross undan og út af
Fjöður 2826 frá Tungufelli. Fjórði
hópurinn var Skollagróf og voru
þar sýnd hross ræktuð út af
Hremmsu 2777 frá Brandsstöðum
í Húnavatnssýslu. Síðasti hópur-
inn var frá stofnræktarfélaginu
Fjallablesa, sem hefur það mark-
mið að stofnrækta hross sem eiga
stóðhestinn Óðin frá Núpakoti að
ættföður. Fjallablesi sýndi tíu
hross úr þessari stofnrækt.
Mæltist þessi sýning vel fyrir
meðal áhorfenda og er vonandi að
framhald verði á slíkum sýning-
um.
VK