Morgunblaðið - 07.07.1981, Side 45

Morgunblaðið - 07.07.1981, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1981 45 Sá sem besta þjónustu veitir hann fær mín viðskipti öll „Utivinnandi kona“ skrifar: „Mig langar til að leggja orð í belg um lokun verzlana. Það sem kom mér af stað, var spurning og svar um það hverjir hefðu verið með frjálsum opnunartíma í borgarstjórn í sunnudagsblaði. Þá fór ég að velta fyrir mér hvar Neytendasamtökin eru í þessu máli og ekki síður Húsmæðrafé- lagið gamia, sem barðist svo vel fyrir hagsmunum neytenda hér í Reykjavík fyrr á árum. Einhvers staðar stóð að báðir þessir aðilar hafi verið samþykkir því að þessari reglugerð um lokunar- tíma verzlana yrði komið á. Ég trúi þessu varla. Ég skil vel að Neytendasamtökin hafi lítið bolmagn, þar sem við neytendur styðjum ekki betur við bakið á þeim en raun ber vitni, en ég get ekki skilið að þau fallist á mál sem er svo augljóslega gegn hagsmunum neytenda. Aðrir að- ilar gæta hagsmuna verzlunar- fólks og kaupmanna, en þau hafa neytendur á sinni verkefnaskrá. Sama er að segja um Hús- mæðrafélagið. Kannski hefur það ekkert bolmagn lengur. En varla hefur það farið að fallast á lokunartíma verzlana, eins og ástatt er hjá húsmæðrum nú til dags, sem flestar vinna úti. Húsmæðrafélagið var hér áður fyrr baráttuglatt félag, sem kom mörgu góðu til leiðar þegar ganga átti á rétt reykvískra húsmæðra, eins og t.d. í mjólkurslagnum forðum. En það er kannski orðið alveg máttlaust líka, af því að við styðjum ekki nógu margar við bakið á því. Varla hefur það þó farið að samþykkja þrengdan opnunar- tíma. Líklega erum við íslenzkir neytendur alltof linir í þessu mikla kröfuþjóðfélagi, þegar sá hópur verður undir sem ekki heldur sjálfur á sínum málum. En eitt geri ég þó alltaf. Ég styð kaupmanninn minn á horninu með því að verzla við hann. Og ég kaupi aldrei annars staðar í búð daglegar nauðsynjar. Þá aðeins getur hann veitt mér þessa aukaþjónustu, sem kemur sér vel fyrir mig, að ég verzli við hann. Og aldrei verzla ég hjá þeim, sem bæði loka föstudags- kvöld og laugardaga. Þeir sem veita mesta þjónustu fá mín viðskipti öll. Lækkað sjónvarpsgjald? Guðmundur Hrrmannsson skrifar: Sjónvarpsnotandi nokkur hefir sagt frá því, að hann hafi látið innsigla sjónvarpstæki sitt þann 1. júlí sl. og láti rjúfa innsigli sitt aftur 8. ágúst og borgi þar af leiðandi ekki fuilt afnotagjald. Af þessu tilefni, því ég trúi mannin- um, bið ég þig Velvakandi að fá svar við eftirfarandi spurningu: Hvernig stendur á því að sá sem lætur innsigla tæki sitt þann tíma sem lokað er, borgar lægra afnota- gjald en hinir þegar engin útsend- ing er, hvort sem er. Mér finnst skammarlegt hvað við íslendingar erum aftarlega á merinni eða lengi að taka við okkur í tækniöldinni, en það er önnur saga. Velvakandi, ef þú gætir sent fyrir mig óskalag til stjórnenda Sjónvarps, þá mundi ég biðja um lagið með Ladda „Og skammastu þín svo“. Velvakandi getur ekki sent óskalög, en þessi kalda kveðja til sjónvarpsins hefur samt sjálfsagt komist til skila. Velvakandi efast um að rétt sé með farið, að mikill sparnaður fáist af því að innsigla sjónvarpið í nokkrar vikur. Enda haft af því spurnir frá öðrum sjónvarpsnotanda, sem mikið er fjarverandi erlendis og ætlaði fyrir nokkrum árum að draga úr útgjöldum á heimili sínu hér þegar hann var ekki á staðnum, að við því væri séð að fólk hefði ekkert upp úr því að innsigla sjónvarpið meðan maður notaði það ekki, þótt dagskrá væri í gangi. Því það væri svo dýrt að láta innsigla það og opna aftur. Lítill sparnaður væri að loka í sumarleyfi, ef ekki væri greitt fyrir það. En gott væri ef Sjón- varpið sjálft gæti svarað þessu og útskýrt málið. Þessir hringdu . . . Útvarpshlust andi hringdi og sagðist aldrei láta fara fram hjá sér þættina hans Friðriks Páls á sunnudagsmorgnum, sem ganga undir nafninu Út og suður. Þarna segir fólk frá ferðalögum sem það hefur farið í á svo einstaklega skemmtilegan hátt. Sl. sunnudagsmorgun sagði t.d. kona, Sunneva Hafsteinsdóttir, frá dvöl sinni í Grænlandi við að kenna konum að sauma, og kynnt- ist Grænlandi allt öðruvísi en þetta ferðafólk sem kemur inn í hálfdönsku bæina eina dagstund og heldur að það hafi kynnst Grænlendingum. Það var einstak- lega skemmtilegt, sagði útvarps- hlustandi. Og hann bætti við: Friðrik Páll hefur einstakt lag á að fá skemmtilegt fólk til að segja frá í þessum þáttum. Hver af öðrum segir frá ferðalagi í útlöndum eða á Islandi og frásagnirnar eru svo eðlilegar og afslappaðar. Þarna er líklega verið að vekja upp frá- sagnalist Islendinga, eins og hún þekktist í baðstofunum og fyrir tíma sjónvarps. Kærar þakkir til stjórnandans og allra þeirra sem komið hafa fram til þessa. Ég hlakka til að hlusta á næstu sunnudagsmorgna kl. 10.25. Tölvuskólinn Borgartúni 29 sími 25400 Tölvunámskeið ★ Viltu skapa þér betri stööu á vinnumarkaönum? ★ Viltu læra aö vinna meö tölvu? ★ Á námskeiðum okkar lærir þú aö færa þér í nyt margvíslega möguleika sem smátölvur, (micro- computers) hafa upp á að bjóöa fyrir viöskipta- og atvinnulífið. ★ Námiö fer aö mestu fram meö leiðsöqn tölvu og námsefniö er aö sjálfsögöu allt á íslensku. Námsefniö hentar auk þess vel fyrir byrjendur. ★ Á námskeiöunum er kennt forritunarmáliö BASIC, en þaö er langalgengasta tölvumáliö sem notaö er á litlar tölvur. Innritun í síma 25400. «la, sumarið er komið Fyrirliggjandi smahýsi i eftirtöldum stærðum: 240x360 á 10.800,- 360x400 á 17.600,- Amerisk gróðurhús Fyrirliggjandi bæöi upp að vegg og frístandandi. Húsin eru gerð úr bronsuöu áli, plasti og gleri og eru óvenju sterkbyggö. Traustir tjaldvagnar fyrirliggjandi byggöir á stálramma, þverfjööur, demparar og fólksbíladekk (560x13) Innifaliö í veröinu sem er kr. 22.600,- er fortjald, 2 innrl tjöld, eldhús og fl Gísli Jonsson & Co. hf. Sundaborg 41, sími 86644

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.