Morgunblaðið - 07.07.1981, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ1981
Akureyrarblaðið:
Nýtt vikublað hefur
göngu á Akureyri
. .AKUREYRARBLAÐIÐ - ópóli-
tiskt fréttablað“ hóf göngu sina i
gær og var selt i lausasolu á
Akureyri þar sem ráðgert er að
það komi út vikulega á mánudög-
um. Útgefandi er Blaðið hf.,
ritstjóri Guðbrandur Magnússon,
en aðrir í ritstjórn Einar Pálmi
Árnason og Ragnar Þorvaldsson.
I blaðinu gerir rit9tjórnin
nokkra grein fyrir stefnu og hlut-
verki blaðs síns og segir m.a. að
blaðið skuli hafa það verkefni að
fylgjast með störfum bæjarstjórn-
armanna, vera málsvari almenn-
ings gagnvart þeim og fylgjast
með því að þeir misnoti ekki vald
sitt og aðstöðu. „Við munum
leggja okkur fram um að skýra frá
öllu því helsta sem gerist í bæn-
um, stóru og smáu og leggja
áherslu á að koma á framfæri
ólíkum skoðunum um ýmis mál-
efni,“ segir ritstjórnin og einnig:
„Við teljum að tími sé til kominn
að reyna eitthvað nýtt í blaðaút-
gáfu hér á Akureyri og kjörorð
okkar er: Vandað og hressilegt
blað!“
Forsíða fyrsta tölublaðs Akur-
eyrarblaðsins, sem út kom 1 gær.
Mývatnssveit:
Köld tíð og næturfrost
Mývatnssvcit. 6. júlt.
ENN ER frekar köld tíð hér og
hefur raunar verið svo lengst af
í sumar. Þó hefur komið einn og
einn hlýr dagur, grasspretta þvi
verið hæg lengst af, þó komu
nokkrir dagar um næstsiðustu
helgi. Þá spratt líka vel.
Síðan kólnaði á ný og hefur
stundum legið við frosti um
nætur. Þrátt fyrir þessa óhag-
stæðu sprettutíð er sums staðar
þegar orðið allvel sprottið. Slátt-
ur hófst hér á einum bæ í Vogum
fyrir síðustu helgi og hefði ef-
laust getað hafizt nokkru fyrr ef
þurrkar hefðu verið betri. Mér er
ekki kunnugt um hvenær sláttur
hefst almennt hér í Mývatnssveit,
en trúlega getur það eitthvað
dregizt ef ekki bregður fljótlega
til betri og hagstæðari tíðar.
Kristján.
Frá viðræðufundi i utanrikisráðuneytinu i síðustu viku. Á myndinni eru taldir frá vinstri: Bill Cairns,
fyrsti sendiráðsritari Breta i Reykjavik, Hannes Hafstein, skrifstofustjóri í utanrikisráðuneytinu,
William McQuillan, sendiherra Breta á íslandi, Ewen Fergusson, aöstoðarutanrikisráðherra Breta
um Evrópumálefni, og Hörður Helgason, ráðuneytisstjóri i utanrikisráðuneytinu.
Viðræður við Breta
um alþjóðamál
EWEN Fergusson, aðstoðarut-
anrikisráðherra Breta um Evr-
ópumálefni, var hér á landi i
siðustu viku og ræddi við Hörð
Helgason ráðuneytisstjóra i
utanríkisráðuneytinu og aðra
embættismenn ráðuneytisins.
Að sögn Harðar Helgasonar
snerust viðræður þeirra um
stöðu alþjóðamála. Gerði Ewen
Fergusson sérstaklega grein
fyrir för Carrington lávarðar,
utanríkisráðherra Breta, til
Moskvu, þar sem hann reynir að
fá ráðamenn til að fallast á
tillögu Efnahagsbandalags Evr-
ópu, sem samþykkt var fyrir
frumkvæði Breta, um friðar-
ráðstefnu um Afganistan. Þá
ræddu embættismennirnir um
stöðu mála i Póllandi og þróun-
ina á Madrid-ráðstefnunni um
öryggi og samvinnu í Evrópu.
í stuttu viðtali við Morgun-
blaðið sagði Ewen Fergusson, að
hugmyndinni um friðarráð-
stefnu um Afganistan hefði ver-
ið vel tekið víða um heim, bæði
meðal múhameðstrúarríkja og
ríkja þriðja heimsins. Hefði hún
alls staðar hlotið góðar undir-
tektir utan kommúnistaríkjanna
og væri það einlæg von Breta og
Efnahagsbandalagsins að Sovét-
menn tæku henni vel og vildu
ræða hana.
Þess má geta, að Ewen Ferg-
usson var einkaritari Anthony
Crosslands, þegar hann var
utanríkisráðherra Breta og gerði
síðustu landhelgissamningana
við íslendinga í maí 1976.
Mörgum þykir jarðvinnan við Lækjargötu orðin umfangsmeiri en góðu hófi gegnir. Ljósm. Emilía.
Stöðvast framkvæmd-
irnar á Torfunni?
- endanlegt leyfi byggingarnefndar verður að fást
innan skamms, segir Magnús Skúlason
Verða Norðurlönd-
in kjarnorkuvopna
laust svæði?
_Það er ekkert bogið við þessa
framkvæmd — ekki enn sem
komið er að minnsta kosti,“ sagði
Magnús Skúlason formaður bygg-
ingarnefndar er Mbl. spurðist
fyrir um ummæli hans i útvarpi
um helgina. þess efnis að svo gæti
farið að framkvæmdir á við útitafl
á Torfunni við La kjargotu hlytu
að stöðvast innan skamms ef
endanlegt leyfi byggingarnefndar
fengist ekki fyrir þeim.
Borgarráð samþykkti á sínum
tíma að gert yrði útitafl á þessum
stað og í tengsium við það lítið
jarðhýsi þar sem hægt væri að
geyma taflmennina og fleira er
taflinu tilheyrði. Nú er ekki annað
sjáanlegt en framkvæmdin sé orðin
umfangsmeiri en ætlað var í upp-
hafi ef marka má uppgröftinn við
Lækjargötu.
„Til þess að vinna tíma var leyft
að hefja þessar framkvæmdir þó
endanlegt leyfi byggingarnefndar
væri ekki fengið eins og oft er gert
í hliðstæðum tilvikum," sagði
Magnús. „Málið þarf hins vegar að
leggjast fyrir byggingarnefnd
fljótlega ef framkvæmdir eiga ekki
að stöðvast.
Nú eru það sumir sem bera
brigður á að byggingarnefnd eigi
að fjalla um jarðvinnu af þessu
tagi en ég tel hins vegar skýlaust
að í þessu tilfelli heyri málið undir
byggingarnefnd. Málið hefði ekki
verið nógu vel kynnt og það er von
að það komi mönnum á óvart þegar
farið er að grafa burt mestallt gras
á þessu svæði. Það verður að
sjálfsögðu gengið frá þessu aftur
og verður þarna áfram mikið af
grasi — ég er reyndar á þeirri
skoðun að of mikið af grasflötinni
hverfi og mun beita mér fyrir því í
nefndinni að rheira pláss verði
tekið undir gras,“ sagði Magnús.
„Ég boðaði þennan blaða-
mannafund til þess að gera grein
fyrir þvi að á Norðurlönum eru i
gangi mjög viðtækar umræður
um Norðurlönd sem kjarnorku-
vopnalaust sva'ði,“ sagði ólafur
Ragnar Grimsson alþingismaður
á blaðamannafundi sem hann
hoöaöi til í gær i sambandi við
friðarráðstefnu sem hann sat á
Álandseyjum fyrir skömmu og
haldin var að frumkvæði nokk-
urra einstaklinga.
„I skilgreiningu á því svæði sem
formlega á að gera kjarnorku-
vopnalaust eru oft einungis talin
upp Norðurlöndin fjögur, Noreg-
ur, Danmörk, Svíþjóð og Finnland,
en ísland er gagngert ekki talið
með,“ sagði Ólafur Ragnar og
kvað það vera af ýmsum ástæðum,
m.a. vegna áhugaleysis um þessi
mál hér heima og vegna þess að
ísland hefði gert samning um
herstöð í landinu, og þá er ekki
heldur minnst á Færeyjar og
Grænland.
í fréttatilkynningu sem Ólafur
Ragnar ritaði segir m.a.:
„I ljósi þeirrar umræðu sem
fram fer innan ríkisstjórna, þjóð-
Budda tapaðist
I G/ER tapaðist stór budda með
3.000 krónum i, notuðum flugfar-
seðlum og kvittun.
Á farseðlunum og kvittuninni
var kvenmannsnafn. Eigandi
buddunnar týndi henni á leiðinni
frá Ingólfsapóteki að verzluninni
Mirru.
Skilvís finnandi er vinsamlegast
beðinn að koma buddunni til
lögreglunnar.
þinga, stjórnmálaflokka og fjölda-
samtaka á öðrum Norðurlöndum
um að gera Norðurlönd formlega
að kjarnorkuvopnalausu svæði og
einkum með tilliti til þess að
fjölmargir aðilar í þessari nor-
rænu umræðu telja að ísland geti
ekki orðið aðili að slíku samkomu-
lagi, er brýn nauðsyn að íslend-
ingar taki þessi mál til ítarlegrar
umræðu. Stjórnmálaflokkarnir
þurfa að hefja viðræður um þessa
þróun í því skyni að ná sameigin-
legri afstöðu. Utanríkismálanefnd
Alþingis og stjórnvöld þurfa að
undirbúa, að íslendingar tilkynni
formlega þjóðþingum og stjórn-
völdum annarra Norðurlandaríkja
að við gerum kröfu til að vera
aðilar að viðræðum um og síðan
gerð slíks samnings um norrænt
kjarnorkuvopnalaust svæði."
Ekið á hjól-
reiðafólk
STÚLKA á reiðhjóli varð fyrir
bil á Lönguhlið á laugardaginn.
en bíllinn ók aftan á hana.
Stúlkan er hrufluð og marin, en
óbrotin. Hjólið er skemmt en lítið
sér á hílnum.
Þá var ekið á stúlku á reiðhjóli á
gatnamótum Langholtsvegar og
Elliðavogs á sunnudagskvöld.
Stúlkan var á leið eftir Langholts-
vegi og hjólaði í veg fyrir bifreið
sem var á leið vestur Elliðavoginn.
Stúlkan viðbeinsbrotnaði og
skrámaðist, en fékk að fara heim
af sjúkrahúsi eftir að gert hafði
verið að meiðslum hennar.