Morgunblaðið - 26.07.1981, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ1981
55
Björgvin
á heima-
slóðum
+ Á velheppnuðum tón-
leikum i Þjóðleikhús-
inu, sem „vinir og
vandamenn“ héldu á
dögunum til styrktar
MS-félaginu, gladdi það
ekki hvað sist hlustir
manna að heyra
Björgvin Gislason og
féiaga, sem eitt sinn
skipuðu hljómsveitina
Náttúru, rifja upp
gamla takta með til-
þrifum. Nokkuð er sið-
an Björgvin kom siðast
fram opinberlega hér á
landi, en hann er einn
af okkar snjöllustu git-
arleikurum og hefur að
undanförnu m.a. dvalið
í Bandaríkjunum og
iðkað hljóðfæraleik
með þarlendum.
Björgvin Gislason rifjaði upp gömul
kynni með félögum sinum úr Náttúru á
sviði Þjóðleikhússins á dögunum.
I.jimm. Mbl. GuAJón.
Erum
að vega
svolítið
upp á móti
pönkinu
jr
Hann klippir „Utlagann“
Sex félagar úr Visnavinum, sem er hópur fólks er
spilar á hljóðfæri og syngur þjóðvisur, gamanvisur
og aðrar vísur. eru nýkomnir heim til Reykjavikur
eftir að hafa ferðast i kringum landið og sungið og
spilað.
Reyndar fóru þau ekki alveg allan hringinn þar sem
þau enduðu á Dalvík en aðspurð kváðust þau hafa lagt
mestu áhersluna á austfirðina. Fór hópurinn á eigin
vegum að mestu en fræðslusamband Alþýðunnar
styrkti þau nokkuð og var samvinna þar á milli. Var
spilað á vinnustöðum og spítölum á daginn en á
kvöldin héldu þau tónleika í félagsheimilum og bíóum.
Aðsóknin var geysilega misjöfn eftir stöðum og
sóttu tónleikana allt frá 14 manns upp í hús- og
troðfylli. Reyndar var á einum staðnum sem þurfti að
aflýsa tónleikum vegna fámennis en það var á
Norðfirði og skaut það skökku við á svo stórum stað.
Annars vegar voru þau mjög ánægð með tónleikana
sem þau héldu á Seyðisfirði og var það á stefnuskrá
hjá þeim að fara þangað aftur sem fyrst.
Tilgangur þessarar ferðar Vísnavina var að auglýsa
plötuna sem kom út frá þeim í vor er ber nafnið
„Heyrðu". Tónlist og vísur sem fluttar voru í reisunni
voru eingöngu frumsamið efni. Vildu þau afmá þann
misskilning er virðist hafa fest rætur meðal íslend-
inga að Vísnavinir séu einhverjir kvæðamannasnill-
ingar. Heldur er það félagsskapur sem hefur gaman af
að flytja músík og er ekkert í ætt við að vinna að
kveðskap.
önnur ferð er í bígerð um landið og er þá áætlað að
fara Vestfirðina og Snæfellsnes. Aðspurð um plötuút-
gáfur á næstunni sögðust þau eiga efni í einar fjórar
skífur og að í félagsskapnum væri fullt af óbeisluðum
kröftum. AHs eru í Vísnavinum u.þ.b. 140 vinir og
þessi hópur því aðeins brot af félagsskapnum.
„Við erum,“ sagði Alli, „að reyna að vega svolítið
upp á móti pönkinu og diskóinu."
Ilér er Svava að
sýna prjónafatn-
að, en á honum þarf
hún varla sjálf að
halda i Manilla þessa
dagana.
William Diver við klippinga-
takin á skrifstofu ísfilm.
(l.joMB Mbl. Emilia Hjoric)-
+ Nú er unnið af miklum krafti við töku myndarinnar um Gisla
Súrsson, „Útlagans“, og er það kvikmyndafélagið fsfilm, sem að
gerð myndarinnar stendur. Eitt er það atriði, sem er ekki siður
mikilvægt en sjálf kvikmyndatakan og það er klipping filmunnar.
Þeir fsfilm-mcnn hafa komið upp aðstöðu til slikra hluta í
skrifstofum sínum í Hafnarstræti og er hún með því fullkomnara
sem þekkist á þessu sviði hér á landi, að sögn kunnugra.
Á meðfylgjandi mynd, er aðalklippari „Útlagans“, bandarikja-
maðurinn William Diver, sestur í viðhragðsstöðu við tækin. Diver
hefur komið víða við í kvikmyndaheiminum, var m.a. aðstoðar-
klippari við hryllingsmyndina „Ópið“, sem Jack Nicholson lék
aðalhlutverkið i og Skolemovsky leikstýrði.
og
diskóinu
Hópurinn úr Vísnavinum er fór um landið. Talið frá vinstri:
Bcrgþóra, Alli, Ingi G., örvar, Gísli og Eyvi.
íslenskir
hœfileikar
í Manila
+ Hvaða
skoðun sem
menn kunna
að hafa á
fegurðar
samkeppnum
fer víst
og þvíumlíku,
ekkert milli mála að það
gleður landann þegar
Islendingum vegnar vel
á erlendri grund. í dag
verður keppt til úrslita
um titilinn „Miss Young
International“ austur á
Filippseyjum og þar
verður Svava Johansen,
sautján ára Reykjavík-
urstúlka, í fremstu víg-
línu. Svava hefur nú
þegar hlotið einn eftir-
sóttasta aukatitilinn í
keppninni „Ungfrú
Hæfileikar“, „Miss Tal-
ent“, komið fram í sjón-
varpi og verið hampað á
ýmsa lund, þannig að
möguleikar hennar á að
sigra í keppninni eru
töluverðir. Þó að það sé
ef til vill ekki aðalatrið-
ið. En Svava stundar
nám við Verslunarskóla
íslands og hyggst, að
því er hún segir, halda
því áfram, hvaða tilboð
um gull og græna skóga,
sem henni kunna að
berast í Manila.
fclk f
fréttum
Vísnavinir