Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 11 keppnistímabilsins. Eigandi Skjóna er Helgi Valmundsson, en knapi var Aðalsteinn Aðalsteins- son. í þriðja sæti varð svo Villing- ur á 23,9 sek., eigandi hans er Hörður G. Albertsson en knapi var Trausti Þ. Guðmundsson. í 150 m skeiði sigraði Vafi á 15,0 sek. Eigandi hans er Erling Sigurðsson og var hann einnig knapi. Annar varð Fjölnir á 15,1 sek. Eigandi hans er Tómas Ragnarsson og sat hann hestinn sjálfur. Börkur Ragnars Tómassonar var af hlaupagæslumönnum dæmdur liggja og var tími hans 14,8 sek., en eigandinn neitaði að taka við verðlaununum þar sem hesturinn var greinilega á stökki síðustu metrana og sýndi Ragnar þarna sannan íþróttaanda með því að afneita verðlaunum. Túrbína sigraði með nokkrum yfirburðum í 250 m unghrossa- hlaupi, hljóp hún á 18,3 sek. sem er ágætistími. Eigandi hennar er Hildur Sigurðardóttir, en knapi var Kolbrún Jónsdóttir. Á eftir Túrbínu kom Þytur á 19,0 sek. Eigandi hans er Sverrir Sigþórsson en knapi var Sævar Haraldsson. í þriðja sæti varð Breki á 19,7 sek. Eigandi hans er Gísli Einarsson en knapi var Arna Rúnarsdóttir. Ný hlaupastjarna skaut upp koilinum í 350 m stökki, er hér átt við Örvar þann er sló metið í 400 m stökki. Tími hans í þessari vegalengd var 24,7 sek. Eigendur eru Halldór og Einar en knapi var Jón Ólafur Jóhannesson. í öðru sæti var Tvistur Harðar G. Al- bertssonar á 24,9 sek. og knapi á honum var Hörður Harðarson. Stormur varð svo þriðji á 25,0 sek. Eigandi hans er Hafþór Hafdal en knapi var Kristján Haraldsson. Eftir nokkuð jafna keppni í 800 m stökki tókst Þrótti að sigra og var tími hans 60,2 sek. Eigandi hans er Sigurbjörn Bárðarson en knapi var Hörður Harðarson. í öðru sæti varð Móri og hljóp hann á 60,3 sek. Eigandi Móra er Ólafur E. Ólafsson en knapi var Arna Rúnarsdóttir. í þriðja sæti varð Reykur Harðar G. Albertssonar á 60,4 sek. Knapi á honum var Sigurlaug Anna Auðunsdóttir. Brokkkeppnin var heldur leiðin- legri en venjulega og var þó varla á bætandi. Er það spurning hvort ekki beri að leggja þessa keppnis- grein niður þar sem áhugi fyrir henni er ekki meiri en raun ber vitni. En sigurvegari að þessu sinni varð Trítill Jóhannesar Þ. Jónssonar og brokkaði hann vega- lengdina á 1:46,5 mín. Knapi var Jón Ólafur Jóhannesson. Annar var Brymur á 1:49,2 mín. Eigandi hans er Sævar Leifsson en knapi Jón Þ. Ólafsson. Þriðji varð Sleipnir á 2:11,1 mín. Eigandi hans er Sigurlaug Anna Auðuns- dóttir og var hún einnig knapi. Það má með sanni segja að þetta hafi verið löng helgi hjá keppendum á þessu móti. Dagskráin var ekki tæmd fyrr en á tíunda tímanum báða dagana en eins og áður segir hófst dagskráin á laugardag klukkan tíu og vra þetta því tíu tíma törn þann daginn. Það má segja að stór mistök hafi verið gerð með því að hafa opna iþróttakeppni inn í úrtökunni, og hefði jafnvel mátt sleppa kappreiðunum líka. Úrtak- an ein virtist nógu þung í fram- kvæmd. Ekki er hægt svo við að skilja að ekki sé minnst á völlinn á Mánagrund. Þetta er besti kappr- eiðarbraut landsins en það sama er ekki hægt að segja um aðstöð- una. Þarna vantar alla hreinlætis- aðstöðu og aðstaða til veitingasölu er enganveginn fullnægjandi. Ef ráðin væri bót á þessu gæti þeir Mánafélagar vafalaust haldið stórmót með glæsibrag. VK Borgarnes: Viðbygging við grunnskólann BorKarnesi. 6. ágúst. í VETUR og sumar hafa verið í gangi byrjunarframkvæmdir við viðhyggingu við Grunnskóla Borg- arness. í vetur var unnið við grunninn og nú er verið að steypa hann. f sumar verður gengið frá grunninum uppsteyptum með plötu auk þess sem unnið er að miklum breytingum á þeim hluta gamla skólahússins sem tengjast mun viðhyggingunni, smiðastofan verður flutt úr skólanum og i staðinn komið upp athvarfi fyrir nemendur á milli kennslustunda. Viðbyggingin hefur verið lengi á döfinni hjá hreppsnefnd Borgarnes- hrepps, því gamla skólahúsið er fyrir löngu orðið of lítið, en ekki hefur verið hægt að hefjast handa fyrr en nú, þar sem ríkið, sem á að greiða helming kostnaðar á móti hreppnum, hefur ekki getað veitt til þessa verulegu fjármagni fyrr en nú, þrátt fyrir augljósa og knýjandi nauðsyn og þá staðreynd að við- byggingin var að fullu undirbúin fyrir þó nokkru síðan. Á þessu ári verður unnið fyrir um eina milljón og eru það allt fyrir- tæki í Borgarnesi sem sjá um framkvæmdir þessa árs. Borgarverk hf. sér um jarðvinnu, Ólafur Axels- son og Unnsteinn Arason byggja grunninn og Trésmiðjan Mispill sér um breytingarnar t gamla skólahús- inu. Ekki er hægt að segja til um framkvæmdir á næsta ári, þar sem þær eru að öllu leyti háðar fjárveit- ingum á fjárlögum Alþingis.HBj. Ljósm. Nlbl. ABj. Unnið við grunninn að viðbyggingu við Grunn- skúlann í Borgarnesi. lanjfþráð framkvæmd sem loksins er nú byrjað á eftir margra ára vafstur. bTEIIMER IOHDERS Kraninn fjölhæf i og aukahlutir sem gera hann að f ullkomnu ff ramtíðar vinnutæki Vegna fjölþætts notagildis er STEINER 800 hagkvæm fjárfesting. STEINER 800 er eitt af fjölhæfustu verk- færum framtíöarinnar og gefur mikla möguleika á hagkvæmum rekstri. STEINER 800 fjölþætti kraninn einkennist, eins og aörir Steiner kranar af sérstæöri hönnun, léttur, sterkur og sérlega fjölhæfur. Einn maöur getur stjórnaö öllum hreyfingum kranans án þess aö stíga niður af stjórn- pallinum. Vökvaleiöslurnar eru mjög vel varöar hnjaski, til aö tryggja betri endingu. Allir armar eru tvíverkandi. Einn maður getur hæglega stjórnaö þessum fullkomna krana sem grefur, hefur griptengur, lyftir, borar, brýt- ur steinsteypu og vinnur ýmis önnur verk. Hann hefur reynst mjög afkastamikill viö erfiöar aöstæður og er meöfærilegur i alla staöi. Leitið nánari upplýsin^a um bTEINER IORDERS B00 Heildverzlun: Pálmason 8 Valsson KLAPPARSTÍG 16 SÍMI 91-27745

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.