Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 Minning: Olafur Þ. Kristjáns- son fv. skólastjóri Fæddur 26. ágúst 1903. Dáinn 3. á«úst 1981. „Olafur Þ. er dáinn." Svohljóð- andi frétt barst okkur nokkrum Islendingum síðastliðinn föstudag stöddum á Gotlandi á norrænu bindindisnámskeiði. Alla setti hljóða, þótt sumir okkar vissu að hann hefði átt við alvarlegan sjúkdóm að stríða. Þarna var svo Ólafs minnst sem merks leiðtoga í baráttunni við áfengisbölið á Is- landi. Ólafur Þ. Kristjánsson var þjóð- kunnur maður: skólamaður, ætt- fræðingur, sagnfræðingur, félags- málamaður á vegum Alþýðu- flokksins og síðast en ekki síst forystumaður bindindismanna um árabil. Þegar Benedikt Bjarklind dó 1963 varð Ólafur eftirmaður hans sem stórtemplar. Frá 1963 til 1976 gegndi hann æðstu stöðu í bindindishreyfingunni á íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson var góð- ur ræðumaður, virðulegur í fasi og sagnaþulur. Ég minnist í þessu sambandi frábærra bókmennta- kynninga, sem hann stjórnaði á stúkufundum í Hafnarfirði. Ólafi kynntist ég fljótt eftir að ég gekk í regluna og átti með honum mikið samstarf einkum á árunum 1970 til 1976. Því ber ekki að neita að á stundum vorum við mjög ósam- mála um leiðir, þótt markmiðið hafi verið það sama. Ég votta aðstandendum Óiafs samúð eink- um eiginkonu hans Ragnhildi Gísladóttur. Ililmar Jónsson Ólafur Þ. Kristjánsson, fyrrum skólastjóri í Hafnarfirði, verður jarðsunginn í dag, en hann lést hinn 3. ágúst sl. Ólafur fæddist 26. ágúst 1903 í Hjarðardal ytri í Önundarfirði. Foreldrar hans voru Kristján Guðjón Guðmundsson bóndi á Kirkjubóli og kona hans Bessabe Halldórsdóttir. Var Ólafur elstur fjögurra systkina sem gjarnan eru við Kirkjuból kennd og eru lands- þekkt, en hin eru þau Guðmundur Ingi, Halldór og Jóhanna. Ólafur tók kennarapróf 1928, kenndi síðan einn vetur við Al- þýðuskólann á Hvítárbakka, en fluttist þá til Hafnarfjarðar og stundaði þar kennslustörf upp frá því. Ólafur var mikilhæfur skóla- maður, og var skólastjóri Flens- borgarskóla frá 1955 og þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Áhugi Ólafs og atorka beindist þó ekki að skólamálum einum. Hann tók virkan þátt í margvís- legum félagsstörfum og valdist þá gjarnan í trúnaðarstöður. Hann var mikilvirkur rithöfundur og fræðimaður. Af kennslubókum, sem Ólafur ritaði, skulu einungis nefndar mannkynssaga handa fram- haldsskólum og kennslubækur og orðasafn í esperantó. Hinar síðar- nefndu þekkja vafalaust langtum færri en Ólafur hefði kosið, því að hann var mikill áhugamaður um esperantó. Mannkynssögu hans ætti hins vegar annar hver Islend- ingur að þekkja, svo almenn var notkun hennar í skólum landsins um langa hríð. Af öðrum ritverkum Ólafs ber Kennaratal hæst. í því verki sameinaði Ólafur elju, skipulags- gáfu og ættfræðiþekkingu sína, en Ólafur var mikill ættfræðingur og sú grein var honum mjög hugleik- in alla tíð. Hvort heldur litið er til ritverka og fræðistarfa Ólafs ellegar starfa hans að skólamálum, trúi ég að hvort um sig mætti teljast ærið ævistarf. En Ólafur lét ekki þar við sitja. Hann sat í stjórn félagSskapar esperantista, í skólanefndum og fræðsluráði í Hafnarfirði um ára- bil, var formaður Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar áratugum saman, var meðal brautryðjenda sam- vinnustarfs í Hafnarfirði og fyrsti formaður Kaupfélags Hafnfirð- inga frá stofnun þess 1945 til 1953. Hann átti ennfremur sæti í stjórn Sambands íslenskra samvinnufé- laga um árabil. Þá var Ólafur virkur forystu- maður í bindindishreyfingum og baráttu gegn notkun áfengis. Hann gegndi forystustörfum bæði í stúkuhreyfingunni í Hafnarfirði og í Stórstúku Islands. En þá eru ótalin þau störf, sem okkur Alþýðuflokksmönnum eru hugleiknust, en hann gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og var ævinlega ötull og mælskur talsmaður jafn- aðarstefnunnar. Má í því sam- bandi nefna að hann sat í mið- stjórn Alþýðuflokksins, var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í 12 ár og frambjóðandi flokksins í Al- þingiskosningum. Ég kynntist Ólafi fyrst í barn- æsku. Faðir minn og hann voru samkennarar við sömu skóla. Það tengdi fjölskyldurnar saman. Á æskuskeiði fylgdist ég með þess- um eldheita baráttumanni Al- þýðuflokksins og hreifst af mælsku hans. Síðar varð Ólafur kennari minn í Flensborg. Hann var skemmtilegur og far- sæll kennari. Kunni að efla áhuga nemenda á efninu, og var gaman- samur og Ijúfur en fastur fyrir, ef því var að skipta. Þetta allt kunnum við nemendur hans vel að meta. Ijöngu seinna lágu leiðir okkar saman á ný og þá vegna stjórn- málastarfa. Áhugi Ólafs á fram- gangi jafnaðarstefnunnar og Al- þýðuflokksins var óbreyttur, þótt hann stæði ekki með sama hætti í eldlínunni eins og áður. Ég mat ýmsar ábendingar hans mikils. Hitt var ekki síður að hann var fróðleikssjór um persónusögu og liðna atburði, og jók þannig inn- sýn í liðinn tíma. Einnig á þessum vettvangi var ætíð gott að leita til Ólafs. Hann var ávallt reiðubúinn til aðstoðar. Fyrir það stend ég líka í sérstakri þakkarskuld við Ólaf Þ. Kristjánsson. Ólafur kvæntist hinn 7. sept. 1931 Ragnhildi Gísladóttur úr Selárdal í Arnarfirði. Þau eignuð- ust þrjú börn, Ásthildi gifta Herði Zóphaníassyni skólastjóra, Krist- ján Bersa skólameistara í Flens- borg, kvamtan Sigríði Bjarnadótt- ur og Ingileifu hjúkrunarfræðing, gifta Einari Viðar, hæstaréttar- lögmanni. Barnabörnin eru tólf og barnabarnabörnin átta talsins. Ég og fjölskylda mín vottum þeim og öðrum ástvinum dýpstu samúð. Við félagar Ólafs í Alþýðu- flokknum minnumst með þakklæti ötuls starfs hans í þágu Alþýðu- flokksins og jafnaðarstefnunnar. Við minnumst hans sem djarf- huga sóknarmanns og skemmti- legs félaga. Alþýðuflokkurinn og félagar hans í flokknum senda fjölskyldu Ólafs innilegar hlut- tekningarkveðjur. Kjartan Jóhannsson Ólafur Þ. Kristjánsson, fyrrver- andi skólastjóri Flensborgarskóla í Hafnarfirði, andaðist hinn 3. þ.m., tæplega 78 ára að aldri. Þar með er lokið löngum og giftu- drjúgum starfsferli að kennslu- málum, skólastjórn og margvís- legum félagsmálum, er Ólafur lét mjög til sín taka. Hér verður ekki fjallað um hin gagnmerku störf Ólafs við kennslu og skólastjórn, setu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, störf hans í Al- þýðuflokknum, en hann sat m.a. í miðstjórn hans, störf hans innan Góðtemplarareglunnar, en hann var m.a. stórtemplar um árabil, störf hans við ættfræðirannsókn- ir, en hann var formaður Ætt- fræðifélagsins, margvísleg og merk ritstörf Ólafs o.fl. Um allt þetta munu vafalaust aðrir fjalla, sem betur þekkja til. Hér verður aðeins fjallað lítil- lega um störf Ólafs að málefnum Esperanto-hreyfingarinnar, en hann tók jafnan virkan þátt í störfum hennar um sex áratuga skeið og var heiðursfélagi Islenska esperanto-sambandsins. Ólafur lærði esperanto kringum 1921. Hann hreifst mjög af hug- myndinni um alþjóðlegt mál, sem allir lærðu auk móðurmálsins. Gerðist hann brátt ötull liðsmað- ur í baráttunni fyrir auknum skilningi milli manna án tillits til þjóðernis. Vorið 1925 ritaði Ólafur ræki- legan greinarflokk í Alþýðublaðið um alþjóðamál og esperanto og síðar í ýmis önnur rit um sama málefni. Síðar flutti hann einnig útvarpserindi um alþjóðamálið og höfund þess. Einnig skrifaði Ólaf- ur öðru hverju fréttapistla frá íslandi í erlend esperanto-blöð. Ólafur fékkst allmikið við esp- eranto-kennslu og 1927 gaf hann út fjölritað málfræðiágrip fyrir esperanto og lestrarhefti. Ólafur sat alþjóðlega esper- anto-þingið í Edinborg 1926 fyrir Islands hönd og einnig alþjóða- þingið í Oxford 1930. Ólafur var ritari esperanto-fé- lagsins í Reykjavík frá stofnun þess 1927 í nokkur ár og einnig ritari Sambands íslenskra esper- antista (eldra sambandsins) frá stofnun þess 1931. I Hafnarfirði stofnaði Ólafur esperanto-félag, Kvarfolia trifolio (Fjögrablaða smári), sem starfaði um nokkurra ára skeið. Árið 1930 kom út eftir Ólaf fjörlega skrifuð bók á esperanto, Islando — Lando, vivo, literaturo (ísland — land, líf, bókmenntir). Var sú bók að nokkru leyti gefin út í tilefni af 1000 ára afmæli Alþingis. Varð bókin vinsæl meðal esperantista, bæði hér innanlands og erlendis. Árið 1939 kom út esperanto- íslenskt orðasafn eftir Ólaf, mjög vandað rit, þó að ekki sé það stórt í sniðum. Önnur útgáfa orðasafns- ins kom út 1952. Því miður munu nú báðar útgáfur af orðasafni þessu vera uppseldar, og er það verðugt og nauðsynlegt verkefni fyrir íslensku esperanto-hreyfing- una að gefa það út í þriðja sinn, ef til vill með nokkuð auknum fjölda uppsláttarorða. Islenska esperanto-sambandið gaf út um skeið bókmennta- og landkynningarritið Vocho de Is- lando (Rödd íslands). Ólafur var meðritstjóri þess á árunum 1949-1950. Ólafur þýddi allmikið úr ís- lenskum bókmenntum á alþjóða- málið; má þar m.a. nefna „Kirkjan við hafið" eftir Huldu skáldkonu, „Dagur dómsins" eftir Þórberg Þórðarson, „Fyrirgefning" eftir Einar H. Kvaran og „Tófuskinnið" eftir Guðmund G. Hagalín. Tvær þær síðasttöldu birtust í Vocho de Islando. — Einnig mun Ólafur eitthvað hafa ort af smákvæðum á esperanto. Árið 1977 rættist gamall draumur margra íslenskra esper- antista er Alþjóðlega esperanto- þingið — hið 62. í röðinni — var haldið í Reykjavík. Ólafur var auðvitað sjálfkjörinn í undirbún- ingsnefnd þingsins og fram- kvæmdanefnd þess meðan þingið starfaði. Innti hann þar af hendi mikilvægt starf með góðum ár- angri. Ölafur sat marga fundi í Auroro — félagi esperantista í Reykjavík og nágrenni —, oft með konu sinni, frú Ragnhildi G. Gísladótt- ur, einkum í seinni tíð, þegar skólastjórnin tók ekki lengur upp tíma hans. Var hann jafnan ljúfur og skemmtilegur á fundum, eins og reyndar hvar sem hann kom, enda var hann maður fróður með afbrigðum. Ekki létu þau hjón, Ólafur og Ragnhildur, sig vanta á síðasta fund í Auroro á starfsárinu 1980 til 1981, en sá fundur var haldinn í maímánuði síðastliðnum. Mátti þó sjá þess nokkur merki að sjúk- dómur sá, sem nú hefur leitt til dauða Ólafs, hafði þá þegar að nokkru búið um sig í líkama hans. Þannig var Ólafur Þ. Kristjáns- son — trúr æskuhugsjón sinni allt til hinstu stundar. Ég leyfi mér fyrir hönd íslensku esperanto-hreyfingarinnar að votta Ólafi Þ. Kristjánssyni, látn- um, alúðarþakkír fyrir fórnfúst og árangursríkt starf í þágu hreyf- ingar okkar. Megi esperanto-hreyfingin eign- ast marga jafnötula liðsmenn sem hann. Eiginkonu Ólafs, frú Ragnhildi G. Gísladóttur, börnum þeirra hjóna, tengdabörnum og öðrum vandamönnum votta ég okkar dýpstu samúð. Ólafur S. Magnússon Þegar Flensborgarskóla var slitið sl. vor virtist fljótt á litið allt vera með hefðbundnum hætti. Og þó. Einhver breyting var á orðin, sem ekki var hægt að komast hjá að skynja. Þegar betur var skyggnst um kom í ljós að fyrrverandi skólastjóri, Ólafur Þ. Kristjánsson, sem lét sig aldrei vanta við hátíðarstundir skólans, var ekki viðstaddur. Hann var þá orðinn sjúkur og gat ekki mætt. Hátíðin hafði því ekki sama svip og áður. Ólafur Þ. Kristjánsson var fæddur 26. ág. 1903 í Hjarðardal ytri í Önundarfirði, sonur hjón- anna Kristjáns Guðjóns Guð- mundssonar og Bessabe Halldórs- dóttur, er síðar bjuggu að Kirkju- bóli í Bjarnardal í Önundarfirði. Ólafur flutti til Hafnarfjarðar árið 1929. Hann kvongaðist Ragn- hildi Gísladóttur bónda á Króki í Selárdal við Arnarfjörð árið 1931. Þau hjón eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi og eiga heimili sín í Hafnarfirði og Garðabæ. Ólafur var mikill félagsmála- maður og tók virkan þátt í marg- þættu félagslífi. Hann átti sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar árin 1938-1942 og 1950—1958 fyrir Alþýðuflokkinn og gegndi hann ýmsum fleiri trúnaðarstörfum fyrir flokk sinn. Ólafur var mjög fróður maður og minnugur vel og var gaman og uppbyggilegt að heyra hann segja frá. Það var ekki hægt að komast hjá því að taka eftir Ólafi Þ. Kristjánssyni, þar sem hann fór. Og svip setti hann á byggðarlag sitt í rúma hálfa öld. Hann réðist kennari að Barnaskóla Hafnar- fjarðar árið 1929, kenndi þar til ársins 1945 og síðan í Flensborg- arskóla til ársins 1955, en þá varð hann skólastjóri þess skóla og gegndi þeirri stöðu þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 1972. í sambandi við fræðslumálin lágu leiðir okkar Ólafs saman. Var mikið hægt að læra af reynslu hans og þekkingu á þeim sviðum. Og þótt fyrir kæmi að skoðana- munur væri kom jafnan í ljós, þegar málin voru rædd að mark- miðin voru ekki svo ólík. Það tókst því vel að vinna saman. En leiðir okkar Ólafs lágu saman á fleiri sviðum. Við unnum saman bæði í Áfengisvarnarráði og Landssam- bandinu gegn áfengisbölinu. Ólaf- ur var einlægur og heill bindindis- maður og vann mikið starf á þeim vettvangi. Voru bindindismálin og bindindishugsjónin honum mjög hjartfólgin og stóð aldrei á honum að fórna bæði tíma og fyrirhöfn til að vinna þeim málum gagn. Launa var ekki krafist heldur unnið í þeirri von og trú að treysta mætti hamingju fólksins með því að forða því frá böli áfengisneyslunn- ar. Slík störf krefjast alltaf mik- illar fórnfýsi en um leið eru þau öðrum hvatning til að leggja góðum málum lið. Fræðimaðurinn Ólafur Þ. Kristjansson var stór og afkasta- mikill, það sýna þau verk sem eftir hann liggja. Hann var með af- brigðum ættfróður og minnist ég þess, þegar hann fór að spyrja mig um ákveðin atriði í sambandi við ættfólk mitt, þá var hann, sem fræddi mig en ég ekki hann. Við þökkum Ölafi Þ. Kristjánssyni mikil og heilladrjúg störf á lífs- leiðinni. Þótt í slóðir fjúki verður gata hans sporræk um langa framtíð. Við biðjum Ólafi velfarnaðar á nýjum vegum og sendum eftirlif- andi eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Páll V. Daníclsson Ólafur Þ. Kristjánsson, fyrrver- andi skólastjóri Flensborgarskól- ans, lést að St. Jósefsspítala í Hafnarfirði mánudaginn 3. þ.m. eftir dvöl á sjúkrahúsi um nær þriggja mánaða skeið. Með honum er fallinn í valinn mikill persónu- leiki, sem sett hefur svip á um- hverfi sitt og samtíð um áratuga- skeið. Ólafur Þórður, eins og hann hét fullu nafni, var önfirskrar ættar, fæddur 26. ágúst árið 1903 að Hjarðardal ytri í Önundarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Bess- abe Halldórsdóttir frá Hóli á Hvilftarströnd í Öndunarfirði og maður hennar, Kristján Guðjón Guðmundsson. Bjuggu þau á föð- urleifð hans, Kirkjubóli í Bjarnar- dal, þar sem Ólafur ólst upp ásamt þremur systkinum sínum, sem öll eru á lífi: systurinni Jóhönnu og tveimur þjóðkunnum bræðrum, skáldinu og kennaranum Guð- mundi Inga og Halldóri, fyrrver- andi bónda og ritastjóra og núver- andi starfsmanni Alþingis. Um æskuheimili Ólafs er mér lítið kunnugt. Hann var jafnan fátalaður um ævi sína og eigin hag það best ég vissi, en hitt er víst, að Kirkjubólsheimilið stóð föstum fótum í þjóðlegri búskaparerfð. Mátti þar sjá forna búskaparhætti lengur fram eftir öldinni en víða annars staðar, svo sem kvikmynd þeirra Ósvaldar Knudsen og Kristjáns Eldjárns, Fráfærur, ber nokkurn vott um. Er sú kvikmynd tekin á Kirkjubóli, enda var þar síðast fært frá á íslandi og ær mjólkaðar í kvíum til ársins 1951. Kristján, faðir Ólafs, lést eftir langvarandi og erfið veikindi, þeg- ar börn hans voru á uppvaxtar- skeiði. Var Ólafur elstur systkin- anna og ekki ólíklegt, að föður- missirinn hafi á ýmsan hátt haft áhrif á líf hans og framtíð. Það var vissulega ekki um auðugan garð að gresja fyrir fátæka bændasyni á íslandi í afskekktri sveit að afla sér mennt- unar á fyrstu áratugum aldarinn- ar. Fáir voru skólarnir og dýrt var þá að sækja um langan veg. En þegar saman fór mikil greind, menntunarlöngun, dungaður og atorka, fékk ekkert staðist ásókn unglingsins, sem þyrsti eftir menntun, þótt ytri aðstæður drægju úr ferðinni eða yllu kyrr- stöðu um sinn. Og þannig var það með Ólaf Þ. Kristjánsson. Með sjálfsnámi tókst honum, unglingn- um, að afla sér mikillar þekkingar á ýmsum sviðum, ekki síst tungu- málakunnáttu, áður en hann hóf nám í Kennaraskólanum, og má sem dæmi um það nefna, að árið 1926 sótti hann þing esperantista í Edinborg. Úr Kennaraskólanum útskrifað- ist hann vorið 1928 og hóf þá um haustið kennslu við Alþýðuskól- ann á Hvítárbakka, en kenndi þar ekki utan þann vetur. Haustið 1929 fékk hann kennarastöðu við Barnaskóla Hafnarfjarðar — nú Lækjarskóla — og átti hann heima í Hafnarfirði upp frá því. Ferill Ólafs í Hafnarfirði í stöðu kennara og skólastjóra er því bæði langur og samfelldur. Árið 1931

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.