Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 Úrsögn úr hvalveiði- ráðinu ekki í bígerð — segir Steingrímur Hermannson „MÁLEFNI Alþjóða hvalveiðiráðsins eru komin í hreina vitleysu, ef nota má það orðalaj{,“ sagði Steingrimur Hermannsson sjávarútvegs- ráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, er hann var spurður álits á þeirri skoðun, er fram hefur komið að undanförnu, að íslendingar eigi að segja sig úr ráðinu. Gunnar Guðbjartsson Gunnar Guðbjarts- son lætur af störf- um sem form. Stéttar- sambands bænda „ÉG GERÐI kunnuga þá ákvörð- un mína að láta af störfum formanns Stéttarsambands bænda á siðasta aðaifundi sam- handsins i fyrra og sú ákvörðun stendur óbreytt. Eg læt þvi af störfum frá og með næsta aðal- fundi, sem verður að Laugum i Þingeyjarsýsiu dagana 3.-5. september nk.,“ sagði Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttar- sambands bænda, i samtali við Mbl. í gær. Gunnar Guðbjartsson hefur gegnt starfi formanns Stéttar- sambands bænda sl. 18 ár, frá árinu 1963. Steingrímur sagði, að sú þróun hefði orðið á undanförnum árum, að þjóðum er ekki stunduðu hval- veiðar, hefði mjög fjölgað í Al- þjóða hvalveiðiráðinu, jafnvel væru þar á meðal þjóðir er ekki ættu land að sjó. Sagði ráðherr- ann, að svo virtist sem skipulega hefði verið unnið að því að koma slíkum þjóðum inn í ráðið, og hefði það orsakað breytt viðhorf. Of snemmt sagði hann þó að taka ákvörðun um úrsögn, og hefði slíkt ekki verið rætt, og hann væri ekki með slíka tillögu í undirbún- ingi. „En við íslendingar höfum alltaf lagt áherslu á að fara að niðurstöðum vísindanefndarinn- ar,“ sagði Steingrímur ennfremur, „og munum gera það áfram. Svo virðist hins vegar sem hin vísinda- legu sjónarmið séu ekki lengur þau sem gengið er út frá, og það hefur á vissan hátt kallað fram ný viðhorf." Sýnir í Eden GUNNAR HALLDÓR Sigurjónsson hefur opnað málverkasýningu í Eden i Hveragerði. Á sýningunni eru 40 myndir og eru þær flestar til sölu. Þetta er niunda einkasýning Gunnars Halldórs en auk þess hefur hann tekið þátt i samsýningum. Sýningin verður opin til 23. þ.m. Sölustofnun lagmetis: Um 37% aukning í útflutn- ingi fyrstu sex mánuðina TÖLUVERÐ söluaukning varð á útflutningsvörum Sölustofnunar lagmetis fyrstu sex mánuði þessa Minntust 100 ára af- mælis Fellskirkju Bap. Hófða-strond. 10. ágúxt. SUNNUDAGINN 9. ágúst var 100 ára afmælis Fellskirkju i Skagafirði minnst með veglegri hátiðarguðsþjónustu. Biskup Is- lands. vígslubiskup og allir þjón- andi prestar í héraðinu, voru mættir. Biskup flutti sköruglega stólræðu. Alls munu um 150 manns hafa sótt þessa athöfn, en margir þurftu að vera utandyra þar sem kirkjan rúmar aðeins milli 60—70 manns. Auk hátíðlegrar messuathafnar, þar sem skírð voru tvö bðrn, fluttu í kirkjunni, Pétur Jóhannsson og Stefán Gestsson, mjög greinargóð erindi um kirkjuna. Fjöldamargar gjafir voru kirkj- unni færðar, frá velunnurum hennar innan hrepps og utan, bæði munir og peningar. Eftir gagngera viðgerð á Fellskirkju nú, er guðshúsið hið prýðilegasta og má söfnuðurinn vera stoltur af. Vegleg veizla var gerð á kirkju- staðnum að Felli í tengslum við þessa athöfn. Veður var sæmilegt, en það rigndi þó annað slagið, eins og nú er daglegur viðburður. Björn Blaðburðarfólk óskast AUSTURBÆR KARFAVOGUR HRÍSATEIGUR HRAUNTEIGUR KOPAVOGUR HAVEGUR JHorötmbXabib Hringiö í síma 35408 árs miðað við sama tíma í fyrra eða rúmlega tvöföldun sé miðað við verðmæti i innlendri mynt, en um 37% aukning i magni. Verðmæti nam um 22 milljón- um króna miðað við 9,9 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Magnið fyrstu sex mánuðina varð 677 tonn af fullunnum útflutningsvörum. í frétt frá Sölustofnun segir, að þrátt fyrir þennan árangur fyrri hluta ársins, aukna markaðssókn stofnunarinnar og erlendra um- boðsmanna og vaxandi eftirspurn á ýmsum mörkuðum, er ekki annað að sjá en framundan sé fyrirsjáanlegur samdráttur á ýmsum helztu mörkuðum Vestur- Evrópu, sem stofnar í voða út- flutningi stofnunarinnar síðari hluta ársins. — Helzta orsök þessarar þró- unar er hin óvenjulega gengis- þróun frá áramótum, en eins og alkunna er hefur þessi þróun verið lagmetisiðnaðinum ásamt öðrum útflutningsiðnaði afar óhagstæð. Þrátt fyrir að innlendur tilkostn- aður hafi hækkað á tímabilinu um a.m.k. 20% hefur gengi íslenzku krónunnar verið hækkað gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum í Evópu um allt að 10% vegna hinnar miklu hækkunar dollarans. Til viðbótar við þessa þróun í gengismálum er þess að geta, að þrátt fyrir að ráð væri gert fyrir verulega auknum kaupum Sovét- ríkjanna á lagmeti, m.a. gaffalbit- um, í gagnkvæmum viðskipta- Samdráttur fyrir- sjáanlegur á helztu mörkuðum í Evrópu á seinni hluta ársins samningi þjóðanna á síðasta ári, eða aukningu upp á 4—6.5 milljón- ir dollara, hafa lagmetiskaup Sovétmanna verið lítil enn sem komið er á þessu ári. Þá segir í frétt Sölustofnunar, að þess megi geta í sambandi við þessa útflutningsgrein, að æ strangari reglur um innflutning á matvælum með tilliti til umbúða- merkinga geri lagmetisútflutning- inn einn vandasamasta útflutning landsins. — Þess er vænzt, að brautryðj- endastarf, sem nú þegar er búið að vinna á helztu mörkuðum í Evr- ópu og var áætlað að muni skila töluverðum söluárangri á þessu ári, verði ekki gert að engu. Það er skylda stjórnvalda, að tryggja samkeppnisstöðu útflutningsiðn- aðarins og efna þau fyrirheit er gefin hafa verið um stuðning við útflutningsiðnað landsmanna. Að öðrum kosti er ljóst, að innan tíðar mun síga á ógæfuhliðina í þessum málum og of seint er að grípa til ráðstafana, þegar svo kann að vera komið, að markaðir hafa glatazt til samkeppnisaðila. Stóðhestsdrápið enn óupplýst ENN HEFUR ekki tekist að upplýsa drápið á stóðhestinum Rauð 618 frá Koikuósi, eða Stokkhólma-Rauð, eins og hann var oft nefndur, en hesturinn var skotinn i haga í Stokkhólma i Skagafirði í síðustu viku, sem kunnugt er af fréttum. Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður Skagfirðinga, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að rannsókn væri haldið áfram, og væru nokkur atriði enn ókönnuð. Samráð sagði hann haft við Rann- sóknarlögreglu ríkisins, en ekki hefði þó enn þótt ástæða til að menn kæmu úr Kópavogi norður í Skagafjörð vegna málsins. Jóhann sagði ekki gott að segja til um, hvort tækist að upplýsa málið, en benti þó á, að slíkt væri erfitt, er hvorki fyndist kúla né patróna skotvopns þess er notað hefur verið við verknaðinn. Albert Guðmundsson í utanrikisnefnd: ítarleg rannsókn á handf æra- og laxveiðum Færeyinga Á FUNDI utanrikismálanefndar Alþingis i gærmorgun lagði Ai- bert Guðmundsson, alþm., einn af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins i nefndinni, fram svohijóðandi til- lögu, sem vísað var til frekari umræðu á næsta fundi nefndar- innar og athugunar á milli funda: „Fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga tvennt, sem hlýtur að varða hagsmuni íslands verulega og snertir samskipti og samninga ís- lands við nágranna okkar Færey- inga: Upplýst er, að fiskibátar frá Akranesi hafa verið hraktir af miðum sínum af færeyskum hand- færabátum. Hefur þetta leitt til þess að fiskibátarnir frá Akranesi hafa orðið að hætta arðbærum veiðum á Reykjaneshryggnum. Þá er einnig upplýst í fjölmiðlum — og hefur reyndar lengi verið — að Færeyingar stórauki laxaveiði sína á norðanverðu Atlantshafi á línu og í net ár frá ári og hafi þessi laxveiði þeirra aukizt síðustu 3—5 árin úr 100—200 tonnum allt upp í áætlað og fyrirhugað magn af laxi á þessu ári, minnst 1500 tonn. Vart fer á milli mála að þessi gífurlega úthafsveiði Færeyinga á laxi komi hart niður á þá stórauknu og rándýru fiskiræktarstarfsemi á laxfiskum, sem stunduð er á íslandi í vaxandi mæli undanfarin 10 ár. Almælt er, að þær embættis- mannastofnanir íslenzkar, sem fyrst og fremst ættu að vera hér á verði, hafa lítt látið i sér heyra í þessum efnum og ef nokkuð er, þá á neikvæðan hátt fyrir hagsmuni ís- lendinga. Fyrir því skorar utanríkismála- nefnd Alþingis á ríkisstjórnina að skipa nú þegar nefnd fróðra manna til rannsóknar á málum þessum og fleiri hugsanlegum atburðum og tilvikum, sem um er að ræða í þessum efnum. í því sambandi má nefna lúðuveiðar Norðmanna við strendur landsins, einkum á Reykja- neshryggnum. Jafnframt skorar utanríkismála- nefnd Alþingis á ríkisstjórnina að Ijá ekki eyra við samningum um fiskveiðar við strendur íslands við umræddar þjóðir, fyrr en að undan- genginni mjög ítarlegri rannsókn { málum þessum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.