Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 13 AFGREIÐSLUTÍMI VERZLANA - AFGREIÐSLUTÍMI VERZLANA - AFGREIÐSLUTÍMI VERZLANA - ■» o ___________o____________________ Þr>ggja manna tali með þeim á klíkufundum, þar sem lamin var saman sú reglugerðarbreyting, sem síðan var lögð fyrir borgarstjórn. Það plagg var ekki í raun niðurstaða nefndarinnar heldur óskaliti Kaup- mannasamtakanna og Verzlunar- mannafélagsins, sem Björgvin Guð- mundsson bognaði fyrir. Þegar leit- að var atkvæða formsins vegna í nefndinni um þá tillögu sat ég hjá og lét bóka eftirfarandi afstöðu mína: „í fljótu bragði virðast ákvæði um opnunartima i þessari tillögu bjóða upp á nokkra rýmkun frá þvi sem núgildandi reglugerð gerir ráð fyrir. Hins vegar mun af fram- kvæmd þessarar tillögu fyrst og fremst hljótast aukið skrifræði þar sem borgarráði og samtökum verzl- unarmanna og kaupmanna er ætlað að veita heimildir um rýmkaðan opnunartíma i sumum tilfellum, eða taka á móti tilkynningum verzlana þar um i öðrum. Auk þess á að skipa sérstaka nefnd tii að fylgjast með þvi að hinar breyttu reglur séu virtar. Horfa þær þvi augljóslega ekki til einföldunar. Reynslan sýnir að sum ákvæði um opnunartíma i núgildandi sam- þykkt borgarstjórnar hafa alls ekki verið framkvæmd og fram hafa komið itrekuð tilmæli ein- stakra verzlana um rýmkaðar hcimildir ti) að hafa opið. Ég tel það ekki i verkahring borgarstjórn- ar að setja regiur um opnunartima verzlana heldur eigi hann fyrst og fremst að ráðast af frjálsri sam- keppni kaupmanna um að veita viðskiptavinum sinum sem mesta þjónustu.“ Rýmkunarákvæðih, sem ég átti við, eru nýju reglurnar um valtíma verzlana til að hafa opið átta stundir á tveimur dögum, frá mánudegi til föstudags á tímabilinu kl. 18.00 til 22.00. Ef vel væri að staðið yrði þetta talsverð viðbótarþjónusta við borg- arbúa. Hins vegar er svo ákvæðið um að hafa megi 1—2 verzlanir í hverri grein opnar síðdegis á laugardögum yfir vetrarmánuðina, frá kl. 12.00 til 16.00. Þetta er þó háð samþykki borgarráðs, Kaupmannasamtaka og Verzlunarmannafélags. Breyttar þarfir neytenda Þó að þetta horfi í fljótu bragði til rýmkunar má spyrja: Hvers vegna má ekki kaupmaður hafa opið öll kvöld vikunnar til kl. 22.00 ef hann kærir sig um að þjóna sínum við- skiptavinum? Hvers vegna má hann ekki hafa opið til kl. 22.00 á laugardagskvöldum og ráðstafa sín- um laugardagstíma án þess að leita sérstaklega leyfis til borgarráðs og Kaupmannasamtaka, sem eru hon- um ef til vill fjandsamleg? Hvað um sunnudagsmorgna? Sannleikurinn er sá, að svo miklar breytingar hafa orðið á vinnutíma og fjölskyldulífi fólks, að verzlunar- eigandi, sem vill fylgjast með tíman- um, gæti hugsanlega séð grundvöll fyrir að veita sína þjónustu á öðrum tímum en nú tíðkast almennt. Hann gæti metið stöðuna þannig að það hentaði sjálfum sér og viðskiptavin- unum betur að hann hefði opið fyrir hádegi, lokaði hins vegar búðinni frá hádegi til kl. 16.00 eða 17.00 en hefði þess í stað opið fram eftir kvöldi. Allt þetta undirstrikar enn, að borgarstjórn á ekki að binda hendur verzlunarinnar með því að setja ófrávíkjanlegar reglur um opnunar- tima, sem lögreglu er síðan uppálagt að framfylgja með umsátursástandi við sölubúðir. Þegar endurskoðuð reglugerð var lögð fyrir borgarstjórn til fyrri umræðu fluttum við þrír borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson og Elín Pálmadóttir auk mín, eftirfarandi tillögu: „Borgarstjórn samþykkir að af- greiðslutimi smávöruverzlana og annarra sölustaða. sem reglugerð nr. 137/1971 tekur til, skuli vera frjáls með þeim takmörkunum ein- „í kringum afmæli Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur í vetur gat formaður Kaupmannasamtak- anna þess sérstak- lega, að þessi tvö félög ættu oft samleið og nefndi sem dæmi, að þau fögnuðu sameig- inlegum „sigri“ í lok- unartímamálinu. Af þeim „sigri“ verður skammgóður vermir, því að út frá grund- vallarsjónarmiðunum mun baráttu haldið áfram í þessu máli þar til frelsið sigrar.“ um, sem fram koma i 6„ 7„ 9„ 10., 11. og 12. gr. reglugerðarinnar. Felur borgarstjórn borgarlög- manni að undirbúa hreytingartil- lögur í samræmi við framansagt og skulu þær lagðar fram við siðari umræðu um reglugerðarbreyting- una.“ Til skýringar skal tekið fram að tilvitnaðar greinar í reglugerðinni taka til helgidaga þjóðkirkjunnar, sölu í kvikmyndahúsum, á íþrótta- völlum o.þ.h. Fimm fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins á borgarstjórnarfundinum greiddu atkvæði með tillögunni, flutningsmennirnir auk Sigurjóns Fjeldsted og Ragnars Júlíussonar. Tveir voru á móti, þeir Albert Guðmundsson og Magnús L. Sveins- son. Einn fulltrúi meirihlutans, Guð- rún Helgádóttir, var meðmælt. Aðr- ir borgarfulltrúar meirihlutans voru á móti og var tillagan því felld með 9—6 atkvæðum. Kratar gugnuðu Það vakti sérstaka athygli, að Björgvin Guðmundsson og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, borgarfulltrúar Alþýðuflokksins, greiddu atkvæði á móti. Kom það mönnum mjög spánskt fyrir sjónir, því að á liðnum árum hefur Björgvin Guðmundsson leikið málsvara frjálsra viðskipta og viljað farga öllum reglugerðar- ákvæðum og gera opnunartímann frjálsan. Lagðist nú lítið fyrir kapp- ann. Að þessari tillögu felldri þurftu flutningsmenn hennar að taka af- stöðu til þess hvort þeir greiddu atkvæði með reglugerðarbreytingum eins og þær komu frá nefndinni eða stuðluðu ef til vill að óbreyttu ástandi og að gamla reglugerðin yrði látin gilda óbreytt. Við vandlega íhugun þótti mönnum eðlilegra að láta reyna á framkvæmd þeirra rýmkunarákvæða, sem reglugerðar- breytingin gerði ráð fyrir, þ.e. val- tíma á kvöldin og laugardagsopnun, enda þótt sá böggull fylgdi skamm- rifi að í breytingum fólst ennfremur lokun á laugardagsmorgnum yfir sumartímann. Sprengingin, sem sjá mátti fyrir Ljóst var, að lengra yrði alls ekki komizt í þessari lotu. Eg orðaði það svo í umræðum í borgarstjórninni að reglugerðin myndi sprengd með miklum hávaða, þegar kaupmenn gerðu uppreisn gegn henni. Það lá nefnilega fyrir að miklu meira frjálsræði ríkir í þessum efnum hér í nágrannasveitarfélögunum og við- skipti úr Reykjavík beinast þangað í auknum mæli. Síðast fengum við vitneskju um að húsgagnaverzlunum í Kópavogi væri heimilt að hafa vörusýningar hjá sér að vild um helgar. Allir vita að bezti tíminn fyrir fjölskylduna til að skoða og velja sér húsgögn er um helgar. Lögreglan hefur til skamms tíma verið að meina húsgagnakaup- mönnum i Reykjavík að veita þessa þjónustu. Samkvæmt nýju reglu- gerðinni geta smásöluverzlanir að vísu sótt um leyfi til borgarráðs, Kaupmannasamtaka og Verzlunar- mannafélags til að halda vörusýn- ingu einn laugardag í mánuði. Ef Reykjavíkurkaupmenn verða þess þannig varir í vaxandi mæli að verzlun færist af þeirra viðskipta- svæði í nágrannabyggðirnar vegna óskiljanlegrar íhaldssemi í reglu- gerðarsetningu, munu þeir vafalaust rísa upp gegn þeirri forneskju og brjóta af sér okið. Því miður hefur þröngsýni ákveð- inna forystumanna Kaupmanna- samtaka og Verzlunarmannafélags ráðið allt of miklu um afstöðu borgarstjórnar til þessa máls. Þegar í óefni er komið fara þeir sumir hverjir að ræða möguleika á að fjórar eða fimm verzlanir í borginni séu opnar á kvöldin og um helgar. Gegn slíkum hugmyndum hafa þeir alla tíð lagzt af mikilli hörku og aldrei ljáð máls á neinu slíku. Þeir vilja nú sverja nýju reglugerðina af sér. Það hljómar falskt þegar rifjuð eru upp ummæli forystumanna Kaupmannasamtakanna og Verzlun- armannafélagsins á hátíðlegum stundum. I kringum afmæli Verzlun- armannafélags Reykjavíkur í vetur gat formaður Kaupmannasamtak- anna þess sérstaklega, að þessi tvö félög ættu oft samleið og nefndi sem dæmi að þau fögnuðu sameigin- legum „sigri“ í lokunartímamálinu. Af þeim „sigri“ verður skammgóð- ur vermir, því að út frá grundvall- arsjónarmiðum mun baráttu haldið áfram í þessu máli þar til frelsið sigrar. Reykjavík, 6. ágúst 1981. augum að réttlæta brot þeirra, en gera forystumenn Kaupmanna- samtakanna tortryggilega í aug- um almennings. Hlutur lögreglunnar Ekki veit ég hvort blaðamenn hafa rangtúlkað orð sumra hátt- settra lögreglumanna, þegar haft er eftir þeim að þetta sé viðkvæmt mál og leiðinlegt að þurfa að standa í að loka búðunum. Ef lögreglumenn eru orðnir svo við- kvæmir að þeir treysta sér ekki til að framfylgja lögum þá ættu þeir við fyrsta tækifæri að skipta um starf. Mitt álit er að nær öll störf lögreglumanna séu viðkvæm að meira eða minna leyti en þó kannski einna síst auðgunarbrot eins og virðist vera um að ræða i þessu sambandi þar sem hlutað- eigendur lýsa því yfir að þeir þurfi að brjóta lög til að geta haldið fyrirtækinu gangandi. Ég sé í anda lögreglumann sem kemur að manni við innbrot og klappar á öxlina á honum og segir: „Heyrðu góði, hann Óskar sagði mér að þú værir að brjótast inn. Heldurður að þú vildir ekki hætta því, góði.“ Maðurinn heldur nú ekki. Það sé brot á mannréttind- um að meina honum verknaðinn. Lögregluþjónninn segist þá verða að skrifa hann upp og hann verði kærður þar sem þetta sé brot á lögum. Þannig hefur þetta gerst í þessu svokallaða lokunarmáli. Það virð- ist ganga illa að koma fólki í skilning um að lög eru lög og þau ber að halda. Það ætti að minnsta kosti ekki að vefjast fyrir lög- reglumönnum með spakmæli Þorgeirs Ljósvetningagoða á skjaldarmerki sínu: „Með lögum skal land byggja.“ Hlutur Verslunarráðs íslands Verslunarráð íslands hefur undanfarin ár átt við vaxandi verkefnaskort að stríða. Byggist það á því að þegar það var stofnað voru hvorki til Kaupmannasam- tök Islands eða Félag ísl. stór- kaupmanna. Þessi félög urðu bæði til vegna þess að Verslunarráð Islands vann ekki að málefnum þessara stétta sem skyldi, heldur lét oft á tíðum annarleg sjónarmið sitja í fyrirrúmi. Með tilkomu og auknum umsvifum þessara félaga, minnkaði hlutur og hlutverk Verslunarráðsins svo mjög að segja má að það hafi dagað uppi eins og tröll, vegna þess að það neitaði að aðhæfa sig breyttum aðstæðum. í stað þess að sætta sig við orðinn hlut og reyna að halda skynsamlegri verkaskiptingu og samstarfi við þessa aðila, hefur sá háttur of oft verið viðhafður hjá Verslunarráði íslands að reyna að rangfæra málstað Kaupmanna- samtakanna og túlka eða spilla fyrir málstað smásölukaupmanna. Má þar nefna sem dæmi þegar fulltrúi Verslunarráðsins greiddi atkvæði í Verðlagsnefnd gegn lag- færingu á smásöluálagningu 1978. Og nú heldur einhver ráðamað- ur Verslunarráðs íslands, sem af skiljanlegum ástæðum vill ekki láta nafns síns getið, að orkað gæti tvímælis um lagagildi reglu- gerðar um afgreiðslutíma versl- ana í Reykjavík. Jónas Gunnarsson Hvar er endurhæfingarstöð Guðrúnar Helgadóttur? Ein af fyrstu yfirlýsingum Guð- rúnar Helgadóttur, eftir síðustu borgarstjórnarkosningar, var að komið yrði á stofn Endurhæf- ingarstöð fyrir staðnaða starfs- menn borgarinnar. Síðan hefur lítið frést af þessu máli og eftir síðustu yfirlýsingu borgarlög- manns, Jóns G. Tómassonar er mér nær að halda að Guðrún hafi ekki staðið við fyrirheitið. Það er sem sagt haft eftir Jóni G. Tóm- assyni borgarlögmanni, bæði af forseta borgarstjórnar, Sigurjóni Péturssyni, og Davíð Oddssyni að það orki tvímælis hvort borgar- stjórn geti sett í reglugerð að loka skuli á laugardögum. Hér eru endurtekin ummæli og skoðun fyrrgreinds Verslunarráðs ís- lands-manns, sem ekki vill láta nafns síns getið. í lögum nr. 7 frá 1936 er hins vegar svo skýrt á kveðið um þetta atriði að jafnvel barnaskólanem- andi gæti skilið að bæjarfélög geta sett reglugerðir sem takmarka afgreiðslutíma verslana á vissum tímum sólarhringsins og vissum dögum vikunnar og er þá laugar- dagur sannariega ekki undanskil- inn. Til þess að slíkar reglugerðir öðlist lagagildi þarf staðfestingu ráðuneytis og birtingu í Stjórnar- tíðindum. Öllu þessu hefur verið fullnægt og ætti því ekki að leika vafi á lagagildinu. Auk þessa máls rekur borgin nú, að undirlagi þessa sama lögmanns, Jóns G. Tómassonar, mál fyrir hæstarétti, sem þegar hefur tapast í undir- rétti vegna ákvörðunar Ríkis- skattanefndar um að ekki skuli innheimta aðstöðugjald af mjólk og verður að telja mjög hæpið að hann vinni það mál, og mun þessi málarekstur og upphlaðinn vandi, vegna endurgreiðslu á aðstöðu- gjaldi, sem lagt er á áfram, á meðan á réttarhöldunum stendur, geta orðið erfður biti fyrir meiri- hluta borgarstjórnar i lok kjör- tímabilsins. Að lokum þessi varnaðarorð til borgarstjórnarmanna: Látið ekki háværan minnihluta kaupmanna glepja ykkur til að gera verulegar breytingar á núgildandi reglugerð eða afnema hana án samráðs við aðila vinnumarkaðarins, þ.e.a.s. Kaupmannasamtök íslands og Verslunarmannafélag Reykjavík- ur. í meira en áratug höfum við sérhæft okkur í þjófavörnum. Viðskiptavinir okkar eru einstaklingar, verslanir, iðnfyrirtæki, bankar og opinberar stofnanir —'og fjölgar stöðugt. Nú höfum við gert ýtarlegan bækling til að kynna þjónustu okkar. Þar er fjallað um aðvörunarkerfi, peningaskápa, hurðaskrár, öryggisnet, sjónvarpskerfi ofl. ofl. Hringdu og við munum með ánægju senda þér ókeypis eintak. Og þegar þú vilt ræða málin erum við að sjálfsögðu tilbúnir. „ÖRYGGI YÐAR ER SÉRGREIN OKKAR“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.