Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 48
4 krónur eintakið 4 krónur eintakið ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 Sextán feta skútu hvolfdi við Seltjarnarnes BjórKunarsveitirnar Albert á Seltjarnarnesi og Injíólfur úr Reykjavík komu fljótlega á slysstað ásamt lögreglunni, en þá var búið að bjarga fóikinu um borð i trillu sem kom fólkinu til hjálpar. Þá var þaö búið að vera um þrjá stundarfjórðunga i köldum sjónum. Ljósm.: Júllus. ÞAÐ ÓHAPP varð laust eftir kiukkan niu á laugardags- kvoldið að sextán feta segl- skútu hvolfdi fyrir utan Ilrólfskálavör á Seltjarnarnesi. Um borð i skútunni voru hjón á sextugsaldri ásamt syni sinum á þrítugsaldri, en hann átti skútuna. Skútunni höfðu þau siglt frá Engey í blíðskaparveðri, en þeg- ar komið var á móts við Gróttu hvessti skyndilega og fór þá skútan á hiiðina. Tókst fólkinu þá að reisa hana við, en þá var skútan orðin svo full af sjó að hún fór aftur á hliðina. Skútan var þá stödd tæpa hundrað metra frá landi, og ákvað sonur hjónanna þá að synda til lands eftir hjálp. Áhöfn á nærstaddri trillu sá óhappið og kom fólkinu til hjálpar, en þá voru lögregla og björgunarsveit- ir lagðar af stað til hjálpar. Er fólkinu var bjargað var það búið að vera í sjónum í um það bil þrjá stundarfjórðunga. Það var flutt beint á slysadeildina, en fékk að fara heim fljótlega. Er Mbl. hafði samband við fólkið í gær taidi það ekki frá neinu að segja, þar sem það hefði aldrei verið í neinni lífshættu. Neyðarástand ríkjandi á húsaleigumarkaðinum 1.500 manns á biðlistum hjá borginni og Leigjendasamtökunum Á SKRÁ Leigjendasamtakanna eru nú um 600 manns, sem biða eftir húsna'ði, hjá Félagsmála- stofnun Reykjavikurborgar biða um 500 manns 67 ára og eldri og um 400 aðrir samkvæmt þeim upplýsingum. sem fengust hjá Leigjendasamtökunum og Fé- lagsmálastofnun Reykjavikur- borgar. Þá mun nánast ekkert um það, að þarna sé um sama fólkið að ræða. Gunnar Þorláksson, húsnæðis- fulltrúi Reykjavíkurborgar, sagði ástandiö vera mjög slæmt og hann myndi varla eftir því verra. Búast mætti við því, að annar eins hópur sg skráður væri hjá Félagsmála- jtofnun, væri í húsnæðisleit á öðrum vettvangi. Það sem ylli þessu væri helzt það, að lítið framboð væri á leiguíbúðum og að ekki hefði nýlega /erið tekið í notkun leiguhúsnæði á vegum borgarinnar nema fyrir aldr- iða. Það virtist vera svo, að menn læju sér ekki lengur hag í því að Kartöflukíló- ið á 10,60 kr. VEKIÐ var að taka upp fyrstu sendinguna af nýjum isienskum kartöfium f Grænmetisversiun rikisins f gærkvöldi, en þá bárust V/t tonn frá Auðsholti í Hrepp- um. Kartöflurnar eru ófiokkaðar fyrst i stað og aðeins seldar í 2V-i kg pokum. Verðið er 10,60 krón- ur hvert kiló, eða 26,50 kr. fyrir pokann. þangað til sex manna nefndin kemur saman i iok vik- unnar og ákvarðar endanlegt verð á kartöflum i haust. ávaxta fé sitt með leigu íbúða og einnig, að húsaleigulögin drægju úr framboði á íbúðum. Eigendum þeirra þætti sér of þröngur stakkur skorinn, hvað varðaði uppsagnar- tíma. Gunnar sagðist telja, að heizta lausnin á þessum vanda væri stór- aukin bygging ódýrra söluíbúða, svipuðum og verkamannaíbúðunum, með viðráðanlegum greiðslukjörum. Það hefði alltaf grynnkað á biðlista hjá Félagsmálastofnun, þegar slík- um íbúðum væri úthlutað, þó alltaf ALÞÝÐUSAMBAND Vestfjarða hefur gert þær tillögur til aðild- arfélaga sinna, að aðalkröfurnar í næstu kjarasamningum verði þær, að kaupmáttur samning- anna frá 1977 náist og að laun fyrir almenna fiskvinnu verði greidd samkvæmt 13. launaflokki f stað 8. launaflokks áður, en það hefur um 10% launahækkun i för með sér. Á kjaramálaráðstefnu ASV, sem haldin var um helgina, voru þessar kröfur mótaðar og var niðurstaða ráðstcfnunnar á þá leið, að ASV hygðist ekki hlyti að vera þörf á leiguhúsnæði. Talsmaður Leigjendasamtakanna, Gunnar Smári Egilsson, sagði, að á leigjendamarkaðinum ríkti nú nán- ast neyðarástand og það væri nokk- uð víst að annar eins fjöldi fólks, og væri á biðlistum hjá Leigjendasam- tökunum, væri að leita sér húsnæðis annars staðar. Þá færi nú að líða að því að skólafólkið kæmi inn á markaðinn og þá versnaði ástandið enn frekar. Orsökin væri einfaldlega sú að það vantaði íbúðir, þær virtust varla vera til, þó nokkur brögð væru semja í samfloti við heildarsam- tökin, heldur eitt sér. I samtali við Morgunblaðið í dag segir Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða, að -þetta samflot hafi ekki verið samflot, það hefur ekki verið heilsteypt, heldur hefur útúr- boruháttur verið meira og minna í þvi alla tíð.“ Ekki kvaðst Pétur þó Ifta svo á, að um vantraust á ASI-forystuna væri að ræða með að vísu að því að íbúðir stæðu auðar. Fólk virtist vera tregt til að leigja þær og virtist gera sér þær hug- myndir að leigjendur væru óæskilegt fólk, fremur en að húsaleigulögin yllu því að fólk vildi ekki leigja. Gunnar Smári sagði einnig, að þó gæti það verið, að húseigendur vildu ekki gera þá samninga við leigjend- ur, sem fælu það í sér, að þeir gætu ekki rekið leigutaka út hvenær sem væri, eða hækkað leiguna að eigin vild. En þess bæri að gæta að þetta væru sanngjörn lög, sem tryggðu rétt beggja aðila og hlytu að vera báðum til góðs. þessari niðurstöðu. í samtali við Morgunblaðið í dag, segir Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands Islands, að kröfu- gerð ASV sé ekki byggð á raun- hæfum forsendum, enda sé hún ekki byggð á auknum þjóðartekj- um. í sama streng tekur Jón Páll Halldórsson, formaður Vinnuveit- endafélags Vestfjarða, en hann segir, að ekki sé svigrúm til Raufarhöfn: Starfsfólk frysti- húss Jökuls lagði niður vinnu Raufarhöfn. 10. ái;úst. STARFSFÓLK Hraðfrystihúss Jökuls hf. hér á Raufarhöfn, alls um 50 manns, lagði i dag niður vinnu. þar sem það hafði ekki fengið greidd laun i fjórar vikur og mun ekki mæta til vinnu aftur fyrr en laun verða greidd. Starfsfólkið lagði niður vinnu í dag klukkan 5, en venjulega er unnið í frystihúsinu til 7, þar sem ekki hafði verið staðið við loforð frá því á föstudaginn um að laun yrðu greidd út í dag. Fjárhagsleg staða Jökuls hefur verið mjög erfið að undanförnu og því hefur ekki verið hægt að greiða fólkinu laun. Nú er unnið að lausn þessa máls, því nokkuð af fiski er í húsinu og liggur hann undir skemmdum, hefjist vinna ekki mjög fljótlega, en seint í gær lá lausn málsins ekki fyrir. Helgi Erfiðleikar i Atlantshafsflugi ÞRÁTT íyrir verkföll flugum- fcrðarstjóra í Bandarikjunum tókst að fá leyfi fyrir eitt flug Flugleiða vestur um i gær- kvöldi gegnum kanadiskt flug- umferðarsvæði, en ekki er Ijóst hvert framhaldið verður, þar sem flugumferðarstjórar bæði i Kanada og á Nýfundnalandi höfðu neitað að hleypa flugvél- um á leið til Bandarikjanna i gegnum umráðasvæði sitt. Blaðafulltrúi Flugleiða, Sveinn Sæmundsson, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þó leyfi hefði fengizt fyrir þessu flugi, væri alls óráðið með framtíðina. Möguleiki væri að fljúga um portúgalskt flugumferðarsvæði, en þá þyrfti að byrja á því að fljúga beint til suðurs, á móts við Portúgal og síðan beint í vestur til Bandaríkj- anna. Ef sú leið yrði farin, myndi það lengja flugið um tvo og hálfan tíma, sem vissulega væri óheppi- legt, bæði fyrir farþega og Flug- leiðir. Þetta ástand hefði þegar valdið Flugleiðum erfiðleikum og næstu daga væru allar vélar vestur um fullbókaðar, svo alls ekki væri séð fyrir endann á þessum vandræðum. kauphækkana, enda hafi frysti- iðnaðurinn á Vestfjörðum verið rekinn með halla á síðasta ári. Þorsteinn Pálsson segir, að við- miðun ASV við samningana frá 1977 sé óraunhæf, þeir kjarasamn- ingar hafi verið óraunhæfir og kauphækkanir muni einungis leiða til aukinnar verðbólgu. Þá segir Þorsteinn einnig að VSÍ muni „að sjálfsögðu semja sem ein heild, þó Alþýðusambandið riðl- ist“. Sjá viðtöl við Jón Pál, Pétur og Þorstein á bls. 3. Alþýðusamband Vestfjarða markar launastefnu sina: Ætlar að ná kaupmætti sólstöðusamninganna Óraunhæf krafa, segir VSÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.