Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 29 Alan Moray Williams Síöari hluti I GREIPUM hálsbindi, þannig að hann var greinilega frjáls maður en ekki fangi. Loks spiluðu þeir út trompi sínu, en það var sam- safn af úrklippum úr norskum blöðum um fangelsun mína. Safnið var þannig úr garði gert, að það átti að sannfæra mig um, að ég hefði almenningsálit- ið í Noregi gersamlega á móti mér. Jafnvel blöð sem ég hafði unnið fyrir skrifuðu um mig sem handbendi ábyrgðarlausra öfgasamtaka. Þegar maður er daglega ásakaður um að hafa framið Hundrað daöarí sovésku fangelsi Scandinavian Features Service. Fyrstu vikuna, sem Eidsvig dvaldist í rússneska fangels- inu var hann afar einmana og að sjálfsogðu niðurdreginn. Rússarnir höfðu gefið honum til kynna, að hann ætti að vera i fangelsi i 7 ár. Á nóttunni og snemma á morgnana skiptist hann á kveðjum við mann sem var i næsta fangaklefa með þvi að slá í vegginn, en hann kunni ekki Morse-kerfið og gat þvi ekki farið að dæmi Ruhashov i skáldsögu Koestl- ers, Myrkur um miðjan dag. Föngunum var leyft að ganga um fangelsisgarðinn i eina klukkustund á degi hverjum, en garðinum var skipt i 6 hluta og aðeins einn var á ferð i hverjum hluta hverju sinni. Þess vegna hitti hann aldrei samfanga sina. Nokkrum sinn- um þóttist hann heyra talað á ensku eða amerisku, og á einum eða tveimur stöðum á fangelsisvegginn höfðu fangar krotað á ensku. Það var bann- að að krota á veggina, en Eidsvig hafði gaman af að gera það þegar enginn sá til. Hann var aðeins um stundar- sakir í algerri einangrun, en fyrsti klefafélagi hans var hon- um álíkur aufúsugestur og Stalín hefur verið Lenín í grafhýsinu á Rauða torginu. „Þegar ég hafði verið einn í vikutíma var klefadyrunum skyndilega hrundið upp og ann- ar fangi látinn inn. Ég vissi ekki, að Lefortovo var öryggis- fangelsi og hélt í fyrstu að klefafélagi minn væri ótíndur glæpamaður eða eitthvað álíka. En hann reyndist vera eða sagðist vera sovézkur diplómat, sem hefði verið dæmdur til refsingar fyrir að hafa glatað leyniskjölum í Djakarta. Hann kvaðst heita Kashkin, sem mér er sagt að sé mjög fyndið nafn á rússnesku, því að krakkar hafa það orð um hafragraut. Mér var lítið gefið um nær- veru félaga Hafragrauts. Hann þrástagaðist á því, hversu illt það væri, sem ég hefði aðhafzt og vakti mig í býtið á morgn- ana með hávaðasömum sálræn- um æfingum. Á daginn þvældi hann mér inn í linnulausar samræður. Augljóst var, að hann hafði verið látinn inn í klefann í því skyni að veiða mig. Hann fór raunar ekkert í felur með það. Hann reyndi jafnvel að flækja mér inn í sitt eigið sakamál. Hann þóttist hafa verið drukkinn í sam- kvæmi, þegar umrædd skjöl hurfu og taldi að þeim hefði verið stolið. Hann vildi, að ég segði mönnum þeim, sem yfir- heyrðu mig, að ég hefði vitn- eskju um ákveðið heimilisfang í Moskvu. Hann sagði, að ef ég gerði það, myndu þeir gera þar húsleit, finna skjölin og hann yrði látinn laus. Hann lagði mjög hart að mér að gera þetta og sagði í sífellu: „Viltu vera áfram í fangelsi í stað þess að verða frjáls maður?“ En mér kom þetta fyrir sjónir sem klaufaleg aðferð við að koma sök á mig og sagði, að ég gæti ekki bakað sjálfum mér slæma samvizku með því að halda fram ósannindum. Þessar stöð- ugu og heimskulegu spurningar hans fóru í taugarnar á mér og ég gat aldrei slakað á í nærveru hans. Ég gerði mér ljóst, að allt sem ég segði honum myndi fara beinustu leið til KGB. Loks kvartaði ég yfir honum við mennina, sem yfirheyrðu mig og eitthvað varð til þess að þeir létu hann í annan klefa. í upphafi voru Rússarnir afar vingjarnlegir. Smám sam- an urðu þeir þó dálítið kald- ranalegri. Eigi að síður var Lefortovo ekkert líkt þeim öm- urlegu fangelsum, sem aðrir fangar KGB höfðu skrifað um í bókum. Til dæmis báru fanga- verðirnir ekki vopn og voru á ýmsan hátt borgaralegir. Ég álít nú, að Lefortovo sé ein- hvers konar sýningarstaður, einkum ætlað erlendum föng- um, sem fyrr eða síðar verða sendir heim. Þeir geti þá skýrt frá því í sínum heimalöndum, að rússnesk fangelsi séu í raun réttri ekki eins slæm og af sé látið. Maturinn var betri en ég hafði átt von á. Oftast var á borðum hafragrautur og kál- súpa. Stundum fékk maður líka kartöflustöppu. Þetta var þreytandi saðning til lengdar, en maður fékk þó alltaf fylli sína og vel það. Ég gat samt ekki boröað rúgbrauðið, sem okkur var borið. Það var vond lykt af því og það truflaði meltinguna. Ég kvaðst hafa meltingar- truflanir og var sendur til fangelsislæknisins, en það var kona. Hún sagði að þetta væri vitleysa í mér. Ef ég hefði meltingartruflanir væri það meðfæddur kvilli. Ég kvaðst einnig vera haldinn gigtar- verkjum í öðrum fótlegg. Hún sagði mér að það gæti ekki átt sér stað. Fólk fengi ekki gigt fyrr en það væri fertugt eða eldra. Ég ætti að fara aftur í klefann minn og borða þann mat, sem mér væri færður af örlæti þeirra, sem fangelsinu stjórnuðu. Stundum fengum við líka spaghetti, sem var hræðilega bragðvont, eiginlega ekkert annað en vatn. En þeir fangar, sem gátu sannfært læknana um, að þeir væru með magasár, gátu fengið nokkru betri viður- gjörning, þar á meðal fransk- brauð. Okkur var leyft að kaupa okkur aukabita frá fangelsis- verzluninni fyrir 10 rúblur á mánuði. Þegar maður er daglega ásakaö- ur um að hafa framið glæpaverk, fer maður smám saman aö trúa því sjálfur. Og nú var mér gerö grein fyrir því aö landar mínir væru mér einnig andvígir W Þar var einkum á boðstólum franskbrauð, smjör og þýzkar pylsur. Ég hafði nægilegt fé til að kaupa þetta, en rússneskir fangar urðu að fá peninga frá ættingjum og vinum. Eftir að norski ræðismaðurinn heim- sótti mig fékk ég leyfi til að taka við dálitlum matarpökk- um frá sendiráðinu og þar fékk ég t.d. súkkulaði. En á meðan Kashkin var í klefanum með mér borðaði hann ríflega helm- inginn af því sem í pökkunum var. Strax í upphafi fór ég þess á leit að fá eitthvert lesefni. Fangelsisbókasafnið var opið á 10 daga fresti og þar voru aðeins tvær bækur á ensku: Hard Times eftir Dickens og indíánasaga, sem hét The Lost Frontier. Eg gleypti þær báðar í mig. Einnig voru mér látnar í té bækur sem ég hafði haft í farangri mínum á hótelinu. Það var m.a. saga eftir P.G. Wode- house og endurminningar Hail- sham lávarðar. Það var mér mikill léttir að fá að lesa þessi rit. Bezt af öllu var þó, að þeir létu mig fá biblíuna mína og bænabókina. Rússunum var ekki alveg sama hvaða bækur maður fékk lánaðar úr safninu. Einu sinni leyfðu þeir mér að hafa eina bók í þrjár vikur, en það var þýzka bókin Uppskeran, sem hafði hlotið Stalín-verðlaun. I ágústlok var farið að verða kalt á næturnar og ég þurfti að hafa öll fötin mín ofan á teppinu til að halda á mér hita. Um þessar mundir fékk ég nokkur bréf að heiman og tvö bréf, sem ég hafði sent foreldr- um mínum — ritskoðuð að sjálfsögðu — komust til Nor- egs. En auðvitað var ég mjög niðurdreginn. Þeir sem yfirheyrðu mig beittu öllum þeim brögðum, sem þeir kunnu til að fá fanga til þess að láta undan og taka upp samvinnu við þá. Þeir höfðu gert tilraun til að setja njósnara inn í klefann minn. Næsta bragð þeirra var að leiða mig til fundar við mann, sem kvaðst vera Dirjugin til að sanna að ég hefði verið að vernda hann. Hann var með glæpaverk, fer maður smám saman að trúa því sjálfur. Og nú var mér gerð grein fyrir því, að landar mínir væru mér einnig andvígir. Þetta dró úr mér allan mátt, svo að ekki sé meira sagt. Ég var undir miklu álagi. Nokkrum sinnum var ég kom- inn á fremsta hlunn með að gefast upp. Segja þeim allt sem ég vissi. Það er trú minni að þakka að ég lét ekki bugast. Þegar ég var að kikna undir álaginu vandi ég mig á að fara með allar þær bænir sem ég kunni og hafði fingur mína fyrir talnaband. Jesúbænina, Faðirvorið og Trú- arjátninguna. Ég hafði þær yfir aftur og aftur. Þá leið mér miklu betur, svo að ég gat sofið á eftir. Ég reyndi einnig að rifja upp fyrir mér alla þá sálma, sem ég þekkti. Og þegar mánuðir voru liðnir frá því að ég hafði hlýtt á tónlist rifjaði ég upp fyrir sjálfum mér helztu kaflana úr Messíasi eftir Hándel og öðrum tónverkum, sem ég þekkti. Að lokum lét ég að einni þrábeiðni Rússanna. Ég leyfði að höfð yrðu við mig viðtöl í Kosmomolskaya Pravda og sjónvarpinu í Moskvu. Ástæðan fyrir því að ég lét undan var sú, að 15 frétta- og tæknimenn höfðu verið kvaddir á vettvang og ég bjóst við, að ekki yrði tekið á mér með neinum silki- hönskum, ef ég neitaði. Sjálfs- agt hefur mótstöðuafl mitt einnig verið farið að veikjast eftir 15 mánaða heilaþvott. Ég minnist þess einnig að skömmu áður en fréttamennirnir komu var mér boðinn tebolli og ef til vill hefur einhverjum lyfjum verið blandað út í drykkinn. Ég var staðráðinn í því að segja einungis það sem ég áleit vera sannleikanum samkvæmt. En þeir sem viðtölin tóku skrifuðu ekkert hjá sér og styttu svör mín þannig að inntak þeirra brenglaðist. Þeir spurðu mig til dæmis, hvort ég hefði dregið nokkurn lærdóm af veru minni í fangels- inu. Ég svaraði: — Já, á vissan hátt og átti þá við, að ég hefði komizt að raun um, hvað biði Rússa, er gagnrýndu stjórnar- farið í landinu. Þetta var hins vegar túlkað sem sektarviður- kenning. I annan stað sagði ég, að í norskum blöðum væri meira skrifað um hinar neikvæðu hliðar á ástandinu í Sovétríkj- unum en þær jákvæðu. Þetta var þýtt þannig: — Öll blöðin okkar skrifa gegn Sovétríkjun- um. Viðtölin áttu sér stað í októ- ber. Ef til vill hafa Rússarnir verið orðnir úrkula vonar um að þeir gætu fengið nokkuð skárra út úr mér. Einnig hafði norska sendiráðið gert tilraun til að fá mig látinn lausan og aðilar í Noregi og öðrum lönd- um beitt sér fyrir því líka. Þessu fólki er ég mjög þakklát- ur. A.m.k. var sent eftir mér laugardaginn 23. október kl. 9 fyrir hádegi. Ég varð mjög undrandi því að venjulega fóru engar yfirheyrslur fram um helgar. Ég velti því fyrir mér, hvað þeir væru nú að bralla. En þeir sögðust færa mér góðar fréttir. — Þú ferð heim með fyrstu flugvél í fyrramálið. Og daginn eftir var mér ekið í stórum svörtum bíl eins og háttsettir sovézkir embættis- menn nota, alla leið út á flugvöll. Landvistarleyfi mitt var löngu útrunnið, en fylgd- armenn mínir fóru með mig í gegnum vegabréfaeftirlitið og alla leið út að flugvélinni. Ég neyddist til að segja þeim, að NTS-samtökin hefðu haft mig að ginningarfífli og þeir kvöddu mig með hinum mestu virktum. Þeir lögðu ríkt á við mig, að segja allan sannleikann þegar heim kæmi og það hef ég svo sannarlega reynt að gera.“ Þannig var frásögn Eidsvig af þessari lífsreynslu. Á þeim stutta tíma, sem við ræddumst við gat ég aðeins fengið mjög yfirborðslega mynd af persónu- leika hans, en mér kom hann fyrir sjónir sem óvenjulega hugsjónaríkur og einlægur. Hann virtist einnig mjög um- burðarlyndur og þegar hann ræddi um Rússana sem yfir- heyrðu hann komst hann svo að orði: „Ég varð að reyna að sjá málið frá sjónarhóli þeirra líka. Þeir elska ættjörð sína og hún er í þeirra augum nokkurn veginn það sama og það stjórn- kerfi, sem þeir búa við. í augum þeirra eru landflótta Rússar nokkurs konar svikahrappar. Þeir telja það ljótt athæfi að smygla áróðri frá þeim til rússnesku þjóðarinnar. Að sjálfsögðu vilja þeir ekki heldur að útlendingar séu að blanda sér inn í innanríkismálefni Rússa. I sérhverjum manni býr eitt- hvað gott. Ég efa ekki, að þessir menn hafa hugsjónir og fyrir þær eru þeir reiðubúnir að leggja sitthvað í sölurnar. En siðfræði þeirra er svipuð og hjá jesúítum. Þeir telja að tilgang- urinn helgi meðalið. Ég fyrir mitt leyti get ekki trúað því að lygi geti þjónað sannleikanum. Því er haldið fram að rússn- eskir útlagar séu öfgasinnar. Ef til vill eru ýmsir leiðtogar NTS erlendis ekki sérlega hugsjóna- ríkir, en ég ber mikla virðingu fyrir aðiljum þessara samtaka í Sovétríkjunum og treysti þeim fyllilega. Ég vildi sýna þeim samstöðu í baráttu þeirra fyrir frelsi og því var ég reiðubúinn að fara í fangelsi. En ef maður ætlar að ganga til liðs við andófssamtök í Rússlandi verður maður að vera viðbúinn því sem getur gerzt. Maður á ekki aðeins yfir höfði sér að fara í fangelsi. Það er miklu verra að eiga á hættu að kikna undir álagi við yfir- heyrslur og svíkja þar með þá, sem maður ætlaði í rauninni að hjálpa."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.