Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 Stórsigur hjá Bayern VESTUR ÞÝSKA 1. deildin i knattspyrnu hófst um siðustu heÍKÍ- Bayern Miinchen hóf titil- vörn sina glæsileKa, sigraði Leverkusen 6—2. Það var »reini- le^t á leik liðsins að það verður erfitt að leRgja snillinKanna af velli á tímahilinu. Enda spá flestir af knattspyrnusérfræðing- um Þýskalands iiðinu sigri i deildinni. Paul Breitner skoraði tvö mörk í leiknum. En hann var kjörinn knattspyrnumaður V-Þýskalands síðasta keppnis- tímabil. Rummenigge, Dremml- er, Hoeness og Niedermaier skor- uðu eitt mark hver. Fyrsta mark keppnistíambilsins skoraði Júgóslóvakinn Ilya Zavisic fyrir lið sitt Brunnchweig. En liðið tapaði 4—2 fyrir Hamburger SV. Það var Horst Hrubesch sem jafnaði metin með skalla, og Daninn Lars Bastrup kom Ham- burger yfir 2—1, með fallegu marki. Hrubesch skoraði svo ann- að mark og Milewski það fjórða. Bastrup og Hrubesch þóttu báðir sýna snilldarleik. Helstu úrslit í deildinni urðu þessi: Bochum— Nurnberg 2—0, Duisburg— Karlsruhe 1—1, Stuttgart— Díisseldorf 3—2, Armenia Biele- feld—Darmstad 1—0, Mönch- engladbach—Werder Bremen 2— 4. Komu þessi úrslit mjög á óvart, þar sem Bremen er nýliði í deildinni. Köln sigraði Dortmund 1—0. Rainer Bonhoff skoraði sig- urmarkið með skoti beint úr aukaspyrnu af um 25 metra færi. En það er jú sérgrein hans. Eintracht Frankfurt og Kaiser- lautern gerðu jafntefli 2—2 í Frankfurt. Þýsku dagblöðin kalla þetta dýrasta varamannabekkinn í „ Bundesligunni“. Þetta eru leikmenn Bayern Munchen. Frá vinstri: Beierlorzer, Dieter Hoenss, Ásgeir Sigurvinsson og Junghans. Ásgeir og Atli léku ekki með um helgina ÁSGEIR Sigurvinsson lék ekki með liði sínu Bayern Miinchen um helgina. Eins og kunnugt er hefur Ásgeir átt við slæm meiðsii að stríða en hefur verið að ná sér á strik að undanförnu og er óðum að ná sér tii fulls. Ásgeir hefur staðið sig vel með Bayern i æfingaleikjum og þess verður varla langt að biða að hann verði fastur maður i liðinu. En þó er alveg ljóst að það verður erfitt fyrir Ásgeir að komast inn í iiðið. Það eru nefnilega tómar stór- stjörnur sem leika á miðju vallar ins hjá Bayern. óskauppstiiiing þjálfarans þessa stundina er þessi: Kurt Niedermayer, Bernd Durnberger, Paul Breitner og Wolfgang Kraus. Engin smá- nöín. En á því ieikur enginn vafi að Ásgeir Sigurvinsson hefur allt það til að bera til að komast í liðið og leika við hlið þessara stóru stjarna. Ýmsir eru á því að það eigi að koma i hlut Ásgeirs að taka við hiutverki Paul Breitners á miðjunni. Breitner er nú rúmlega þritugur, en Ásgeir 26 ára gamall og á þvi framtiðina fyrir sér hjá þessu fræga félagi. Atli Eðvaldsson var á vara- mannabekknum hjá liði sinu Bor- ussia Dortmund um helgina og fór ekki inná. Magnús Bergs var hinsvegar ekki i hópnum. Janus Guðlaugsson lék hinsvegar með liði sínu Fortuna Köln gegn Hertu frá Berlin og tapaði 4—0. Lið Janusar Fortuna Köln hóf keppnistimabilið vel og sigraði i tveimur fyrstu ieikjum sinum. Janus hefur átt við slæm meiðsli að stríða i mjöðminni, og háði það honum i siðasta ieik. Janus hefur leikið mjög vei með liði sinu i haust og sjaldan verið betri. Verður hann án efa undir smásjá útsendara stóru félag- anna, sem fylgjast grannt með leikmönnum 2. deildar. Alls eru það átta Norðurlanda- búar sem ieika i 1. deildinni i V-Þýskaiandi. Frægastur þeirra er Sviinn Ronnie Hellström, markvörður Kaiserlautern. Tal- inn einn sá besti i deiidinni um margra ára skeið. Hasse Borg leikur fyrir Braunschweig, Dan- inn Jens Steffensen leikur fyrir Armenia Bielefeld, og Lars Barstrup fyrir Hamborg S.V. Hann átti stórleik um helgina i sinum fyrsta leik með liðinu. Arne Larsen Okland Ieikur með Leverkusen, og Finninn Passi Rautiainen leikur með Werder Bremen. Og svo þeir Atli og Ásgeir Sigurvinsson. — ÞR. Rummenigge og Paul Breitner höfðu ástæðu til þess að fagna sigri um helgina þar sem lið þeirra hóf titilvörnina með miklum glæsibrag. Sigraði Bayern lið Leverkusen 6—2. Keflvíkingar sigruðu 3—1 Keflvíkingar sóttu tvö stig i Borgarnes um helgina þegar þeir unnu heimamenn, lið Skalla- grims, 3—1 i skemmtilegum bar- áttuleik sem fram fór i góðu veðri á laugardaginn. Staðan í hálfleik var 1—0 fyrir Skallagrím. Björn Jónsson greiddi úr þvögu við mark Keflvíkinga rétt fyrir leikhlé með því að skora fyrsta mark leiksins. Forystu sinni héldu heimamenn ekki lengi því Óli Þór Magnússon skoraði jöfnunarmark ÍBK í byrj- un síðari hálfleiks, og var það af ódýru gerðinni. Á 78. mínútu náðu Keflvíkingar forystunni með marki Magnúsar Garðarssonar. Eftir varnarmistök barst knöttur- inn til Ragnars Margeirssonar sem skaut á markið en Júlíus markvörður Skallagríms varði, hélt knettinum ekki og Magnús sem fylgdi vel eftir og skoraði, 2-1. Á 88. mínútu réðust úrslit leiksins. Úr þvögu við mark ÍBK barst knötturinn til Björns Jóns- sonar sem skoraði fallegt mark með góðri spyrnu frá vítateigs- línu. Dómarinn dæmdi fyrst mark, en dæmdi það síðan af eftir að hafa ráðfært sig við línuvörðinn sem taldi að um rangstöðu hefði verið að ræða. Var þetta mjög umdeilanlegur dómur, Skalla- grímsmaður var sennilega fyrir innan en var langt frá því að geta haft nokkur áhrif á leikinn eða markið. Skallagrímsmenn voru að vonum mjög ósáttir við úrskurð dómarans, en dómarinn hafði síð- asta orðið. I ringulreiðinni eftir þetta umdeilda atvik tók ÍBK rangstöðuna og Ragnar Margeirs- son hljóp af sér vörnina og skoraði, 3—1 fyrir Keflvíkinga, urðu það lokatölur leiksins. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur á að horfa, mikil barátta í leikmönnum en knatt- spyrnan í meðallagi góð. Keflvíkingar voru ekki sannfær- andi í þessum leik, þeim gekk illa aö brjóta niður baráttuglaða heimamennina. Þorsteinn Bjarna- son í markinu og Sigurður Björg- vinsson áttu einna bestan leik að þessu sinni, sérstaklega var Þor- steinn góður. Þessi leikur var sá besti hjá Skallagrími á heimavelli í háu herrans tíð, leikmenn sívinnandi og baráttugleðin í góðu lagi. Sann- gjarnt eftir gangi leiksins, hefði verið jafntefli 2—2, en ólánið var mikið hjá þeim núna, fyrir utan markið sem var dæmt var af t.d. Garðar Jónsson gróflega stöðvað- ur í tvö skipti þegar hann hafði snúið Keflavíkurvörnina af sér. Einna bestan leik að þessu sinni áttu Sigurgeir Erlendsson fyrir- liði, Björn Jónsson og Garðar Jónsson. Leikinn dæmdi Birgir Óskars- son og hafði hann ekki nægilega góð tök á leiknum á þessu sinni, jafnvel þótt landsliðsþjálfarinn Guðni Kjartansson sem jafnframt er þjálfari ÍBK tæki dómaratríóið á dómaranámskeið í hálfleik og oftar þegar tækifæri gafst. HBj. Vel heppnaó golfmót í Borgarnesi STÆRSTA golfmót sumarsins hjá Goiíklúbbi Borgarness var haldið á velli klúbbsins, Hamars- vellinum við Borgarnes, á laugar- daginn. Var það hið áriega Ping- Open golfmót. Frábær þátttaka var, um 80 kylfingar allsstaðar að af landinu tóku þátt i mótinu og hefðu ekki öllu fleiri komist að á Hamri. Ping-Open var mjög vel mannað að þessu sinni og voru m.a. fjórir unglingalandsliðsmenn meðal þátttakenda, auk fleiri þekktra kappa. Veðrið lék við keppendur og mótshaldara og stuðlaði það að vel heppnuðu móti auk góðrar skipulagningar heimamanna og frábærlega góðrar aðstöðu að Hamri. í keppninni án forgjafar sigraði Jón Haukur Guðlaugsson NK með yfirburðum á 70 höggum sem er jafnt pari vallarins og nýtt vall- armet. í öðrum efstu sætunum urðu: högg 2. Frans P. Sigurðsson GR 76 3. Gylfi Kristinsson GS 78 4. Óskar Friðþjófsson NK 78 5. -6. Sigurður Már Gestss. GB 79 5.-6. Páll Kristinsson GS 79 I keppninni með forgjöf sigraði hinn 59 ára smiður, Einar Jónsson GB, á 68 höggum, næstir á eftir komu: högg 2. Samúel Hreggviðsson GOS 70 3. Óskar Friðþjófsson NK 70 4. -5. Henry Gránz GB 71 Jón Haukur Guðlaugsson NK sigraði með yfirburðum og setti vallarmet. 4.-5. Sveinn Þórðarson GL 71 íslensk-erlenda verslunarfélag- ið gaf þau verðlaun sem um var keppt á Ping-Open. HBj. fslandsmútlð 2. delld Staðan í 1. deild STAÐAN í 1. deild að loknum leikjum helgarinnar er nú þessi: Víkingur 14 833 22- -15 19 Valur 14 734 27- -16 17 Fram 14 572 19- -16 17 KA 14 644 18- -13 16 Akranes 14 563 16- -11 16 Breiðablik 14 482 19- -15 16 ÍBV 14 635 25- -18 15 KR 14 257 10- -20 9 Þór 14 167 11- -29 8 FH 14 239 17- -31 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.