Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 31 Gera ráð fyrir 0,5% aukningu þjóðar- framleiðslu í ár SAMKVÆMT upplýsingum frá hagdeild EFTA, Frí- verzlunarsamtaka Evrópu, mun þjóðarframleiðsla hér á landi standa í stað á þessu ári, en á síðasta ári var um 2% aukningu að ræða. Gert er ráð fyrir, að þjóðar- framleiðsla í Austurríki, dragist saman um nærri 0,5% á þessu ári, en þar var 3,5% aukning á síðasta ári. í Finnlandi er gert ráð fyrir, að þjóðarframleiðsla muni aukast um 2,5% á þessu ári, en á síðasta ári varð um 5% aukning. í Noregi er gert ráð yfir 1% aukningu í ár á móti 4% aukningu á síðasta ári. I Portúgal er gert ráð fyrir um 3,5% aukningu, en hún var um 5,5% í fyrra. Áð síðustu er gert ráð fyrir um 0,5% aukningu þjóðarfram- leiðslu hjá Svisslendingum, en þar var aukningin í fyrra um 4%. Meðaltalsaukning þjóðarfram- leiðslu aðildarríkja EFTA er talin verða um 0,5% í ár, en á síðast ári Starfsemi fyrirtækisins hófst fyrir alvöru sex vikum síðar, þegar flug var hafið á DC-4 milli Skandinavíu og New York. Skömmu síðar var ennfremur tek- ið upp flug milli Skandinavíu og Suður-Ameríku. Á sínu fyrsta starfsári flutti SAS liðlega 21 þúsund farþega og um 300 tonn af vörum. Sjö DC-4 vélar voru í förum og starfsmenn fyrirtækisins voru um 1100. 35 árum síðar hefur SAS alls flutt 124.000.000 farþega, en það jafngildir því, að allir íbúar Skandinavíu hafi flogið með félag- inu sjö sinnum á þessu tímabili. Alls hefur félagið flogið með liðlega 1,9 milljón tonn af vörum var um 3,5% aukning frá fyrra ári. í ríkjum EBE, Efnahags- bandalags Evrópu er gert ráð fyrir, að þjóðarframleiðslan muni minnka um sem næst 1%, en þar var aukning á síðast ári um 1,25%. Að síðustu er gert ráð fyrir um 0,5% aukningu þjóðarframleiðslu ríkja OECD, Efnahags- og fram- farastofnunar Evrópu. Þá kemur fram í upplýsingum hagdeildar EFTA, að neytenda- verð hafi hækkað um sem næst 58% á Islandi á tímabilinu febrú- ar 1980 til febrúar 1981. Á sama tíma hækkaði neytendaverð í Austurríki um 6,7%, um 12,8% í Finnlandi, um 14,2% í Noregi, um 15,0% í Portúgal, um 12,9% í Svíþjóð og um 6,0% í Sviss. og pósti og í dag nær net félagsins til 101 borgar í 46 þjóðlöndum. Starfsmenn SAS eru í dag 16.400 og á félagið 76 farþegaþotur. Starfsemi SAS tekur reyndar til fleiri þátta heldur en flugrekstur, því í dag á SAS hlut í yfir 20 fyrirtækjum, sem á einn eða annan hátt tengjast flugmálum. Félagið á fjölda hótela víðs vegar um Skandinaviu. Eignarhlutföllin í félaginu eru þannig að Norðmenn eiga 2/7 hluta, sömuleiðis Danir, en Svíar eiga 3/7 hluta. Skráðir eigendur í hverju landi fyrir sig eru Danish Airlines, Norwegian Airlines og Swedish Airlines, en þau félög eru eign viðkomandi ríkja að hálfu og einstaklinga að hálfu. í dag 11. ágúst, er ömmusystir mín, Helga Þorvaldsdóttir níutíu ára gömul. Á þessum merku tíma- mótum er mér bæði ljúft og skylt að senda henni kveðju mína og minna og þakka áratugalöng kynni. Helga Geirþrúður Þorvaldsdótt- ir fæddist að Bitrugerði í Glæsi- bæjarhreppi. Foreldrar hennar voru Sigríður María Sigfúsdóttir og Þorvaldur Árnason frá Vill- ingadal í Eyjafirði. Systkini henn- ar voru 6 og var amma mín,. Sigrún Ágústa síðar húsfreyja í Víðikeri í Bárðardal þeirra elst. Hin voru Margrét, Jóhann, Sóley, Guðrún og Sigurbjörn. Til Reykjavíkur fluttist Helga með hjónunum Hallgrími Krist- inssyni, síðar forstjóra Sambands íslenskra samvinnufélaga, og konu hans, Maríu frá Reykhúsum í Níræðisafmæli: Eyjafirði, ásamt börnum þeirra, Tryggð og vinátta hefur haldist með þeim alla tíð síðan. Þann 18. október 1925 giftist Helga Hannesi Kristinssyni. Hannes fæddist á Brjánsstöðum á Skeiðum þann 8. apríl 1894 og voru foreldrar hans Olafía Sigríð- ur Jónsdóttir frá Seli í Grímsnesi og Kristinn Ásgrímsson frá Reykjum í Ölfusi. Börn þeirra Helgu og Hannesar eru fjögur. Elstur er Kristinn, sem kvæntur var Dóru Jóhannsdóttur og átti með henni fjögur börn. Þau slitu samvistum. Seinni kona hans var Kristín Engilbertsdóttir, sem lést sl. vetur. Sigríður er næstelst barnanna. Hún var gift Sveini Jónssyni og átti með honum þrjú börn. Þau slitu samvistum. Seinni maður hennar er Ólafur Magnús- son og eiga þau tvö börn. Næstur kemur Þorvaldur, sem kvæntur er Guðmundu Oddsdóttur og eiga þau þrjú börn. Yngst barnanna er Sigurlaug sem gift er Jóhanni Guðmundssyni og eiga þau tvö börn. Langömmubörnin eru orðin 5 talsins. Hannes var starfsmaður hjá hreinsunardeild Reykjavíkurborg- ar í rúm þrjátíu ár. Hann slasaðist illa í bílslysi í nóvember 1950 og hefur verið bæklaður síðan. Þrátt fyrir það stundaði hann vinnu við símavörslu fram á níræðisaldur. í endurminningabók Vilhjálms S. Vilhjálmssonar, „Við sem byggðum þessa borg,“ sem út kom 1957 er að finna þessa skemmti- legu lýsingu á Hannesi: — Hann var alltaf léttur á sér, ekki við eina fjölina felldur, lifði á líðandi stund, stundaði margt og reyndi allt: klauf grjót, sprengdi klappir, mokaði sandi og möl, rölti um atvinnulaus á eyrinni, vann „myrkraverk" fyir bæjarbúa, gerðist „vert“ blaðamaður hjá Oddi hinum sterka Sigurgeirssyni af Skaganum, kolanámumaður, garðyrkjumaður og steinsmiður og slasaðist og mölbrotnaði, geng- ur við tvo stafi og er „kontoristi" hjá borgarlækni, háttar snemma og fer eldsnemma á fætur, hlustar ekki á útvarp, rétt lítur yfir það markverðasta í blöðunum, en les mjög gamlar bækur og rit um liðna tíð. Þau Helga og Hannes bjuggu í tæplega þrjátíu ár hjá Guðmundi Jóhannssyni og Guðnýju Bjarna- dóttur að Miðstræti 8a og hafa þau og börn þeirra reynst þeim frábærlega vel í alla staði, bæði þar heima og annarsstaðar. - O — Kynni okkar Helgu Þorvalds- dóttur hófust sumarið 1945. Ég hafði slasast illa vorið áður og varð að liggja á Landspítalanum i rösklega fimm mánuði og þar bar fundum okkar fyrst saman. Ekki var tilveran björt fyrir 9 ára krakka, að vera kominn til lang- dvalar á sjúkrahús í öðrum lands- hluta, þar sem ég þekkti engan. Nokkra ættingja og venslamenn átti ég samt hér, sem litu til mín og í þeim hóp var Helga. Oft voru yngri börnin, Þorvaldur og Sigur- laug, með henni sem sýndu mér langtum meiri ræktarsemi, en búast hefði mátt við þegar í hlut átti ókunnugur ættingi. Að jafn- aði kom Helga færandi hendi með bækur úr bókaskáp bónda síns sem þá strax taldi mikinn fjölda úrvalsbóka um þjóðlegan fróðleik. Þótt gott væri að fá lestrarefnið, og það hafi reynst mér gott vegarnesti æ síðar, hefur mér aldrei komið til hugar að flokka væntumþykju á Helgu frænku til „bókarástar" heldur lærðist mér fljótt að meta hana vegna hennar eigin mannkosta. Hún var hisp- urslaus og ræðin í heimsóknartím- anum, sem ekki ól á einmanaleik- anum með vorkunnsemi heldur ræddi um alla heima og geima. Gat ég ekki merkt að heimsóknir hennar væru runnar undan rótum meðfæddrar frændrækni eða skyldurækni, heldur fannst mér henni finnst þær sjálfsagðar, og því beið ég þeirra með tilhlökkun. Að endaðri spítalavistinni lá leið mín á ný í heimahagana fyrir norðan og liðu tíu ár þar til ég hitti Helgu á ný. Þá voru þau Helga og Hannes flutt í Miðstræt- Frá Kenýu kom bréf frá 21 árs pilti, sem safnar frímerkjum, póstkortum og T-skyrtum. Hann óskar eftir pennavinum á aldrin- um 18—25, helzt stúlkum: Mohamed AIi Osman Sumar. P.O. Box 82176. Mombasa. Kenya. Vestfirsk bóndadóttir skrifar, segist vera „réttu“ megin við tvítugt og óskar eftir pennavinum á öllum aldri, og gildir einu af hvoru kyni þpir eru. Helztu áhugamál hennar eru íþróttir: Fjóla J. Þorbjarnar, Bakka, 380 Króksfjarðarnes. Svissneskur 25 ára piltur, sem hefur íþróttir, ferðalög, landa- fræði að áhugamálum, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur. Skrifar á ensku: René Schindelholz, Claragraben 136, CH-4057 Basel, Switzerland. ið og þangað lá leið mín og síðar konu minnar æði oft næstu ára- tugina, bæði á búsetuárum mínum í Reykjavík og í tíðum heimsókn- um til Reykjavíkur meðan ég starfaði í heimahéraði. Þá varð eftirlætisstaðurinn eldhússkrók- urinn í Miðstrætinu, þar sem margt orðið féll yfir rjúkandi kaffibolla og heimabökuðu með- læti. Þar kynntist ég trúarhneigð Helgu og áhuga fyrir andlegum efnum. Helga hélt heimili fyrir þau Hannes fram á níræðisaldur, en hefur nú um nokkurra ára skeið dvalið að Elliheimilinu Grund. Þar hefur hún eignast nýtt heim- ili, sem hún er sátt við. Hún hefur enn fótaferð, tekur vel á móti gestum sínum og leggur mikla áherslu á að fylgja þeim til dyra. Er aðdáunarvert hversu dugleg hún er enn að ganga, ekki síst þegar haft er í huga að hún brotnaði illa fyrir nokkrum árum. Lét hún sér ekki muna um að fylgja okkur hjónunum alla leið fram að útidyrum síðast er við heimsóttum hana á Grund og veifa okkur glaðlega í kveðjuskyni, með gamla glettnissvipinn á and- litinu. Hún heldur enn sinni and- legu heilsu óskertri, les og fylgist með daglega lífinu og rabbar um alla heima og geima við gesti sína. Einkanlega verður henni tíðrætt um hin andlegu verðmæti og er ekki vafi, á að hún heldur sem fyrr góðu sambandi við guð sinn og trúir á annað tilverustig að loknu jarðlífi. Hafa þær bollaleggingar ósjaldan vakið undirritaðan til umhugsunar um málefni, sem allt of oft vilja gleymast í brauðstriti hversdagslífsins. Kannske er það í og með þess vegna, sem heimsókn- ir okkar hjónanna til Helgu á elliheimilinu hafa í æ ríkari mæli orðið mér eins konar andleg endurnæring, sem ég hlakka til á líkan máta og þegar hún var að heimsækja mig á Landspitalann forðum daga. Og enda þótt hún hafi ekki sagt það berum orðum, hef ég það á tilfinningunni, að enn nefni hún stundum mig og mína, þegar hún talar við guð sinn og ég er ekki í nokkrum vafa um að nú sem fyrr megi orð hennar á þeim vettvangi sín nokkurs. Kæra frænka. Við hjónin send- um þér okkar innilegustu ham- ingjuóskir á afmælidaginn með þökk fyrir fölskvalaus kynni, sem við vonumst eftir að haldist enn um hríð. Guð veri með þér. Ilaukur Harðarson frá Svartárkoti. Tólf ára v-þýzkur piltur óskar eftir pennavinum. Virðist aðeins skrifa á þýzku: Michael Theobald. Luweilerstrasse 9, 6633 Wadgassen/Werbeln. Deutschland. Fimmtán ára sænsk stúlka óskar eftir pennavinum á svipuðu reki. Skrifar einnig á ensku: Beatrice Rodhe, Lilltorpsvágen 15. S-43900. Onsala. Sverige. Sextán ára piltur frá Ghana með knattspyrnu og póstkorta- söfnun að áhugamáli: George Emma Peterson, P.O. Box 10. New Estatc E/D 49, Breman Essian. C/R Ghana. Átján ára japönsk stúlka, sem safnar póstkortum og frímerkjum: Rieko Momiyama. 3—10. 2-chome, Ote-machi. Maebashi-shi, Gunma, 371 Japan. Tvítug sænsk stúlka með frí- merkja- og póstkortasöfnum, ferðalög, bókalestur og tónlist meðal áhugamála. Skrifar á ensku eða sænsku: Marina West, Box 121, S-920 14 Hállnás, Sverige. Fimmtán ára japönsk stúlka: Yumi Miyamoto, Kurinoura. Yawatahama-si. Ehime, 7% Japan. Saga Islandsbanka hf. og Utvegsbanka Islands 1904—1980 - eftir ólaf Björnsson, prófessor á markað FYRIR skömmu kom á markað- inn, Saga tslandsbanka hf. og Útvegshanka tslands 1904 — 1980, eftir ólaf Björnsson, próf- essor. Hér er um að ræða vandað rit upp á liðlega 160 hlaðsiður. I formála bókarinnar segir Ólafur Björnsson, að sumarið 1978 hafi bankaráð og banka- stjórn Útvegsbanka íslands ákveðið, að 50 ára afmælis bank- ans yrði minnst á þann hátt að skrifuð yrði saga bankans allt frá stofnun íslandsbanka hf. árið 1904. — Er það að mínum dómi ekki álitamál, að hér er um sömu stofnun að ræða, því að þó skipt væri um nafn og yfirstjórn stofnunarinnar og nokkur fjár- hagsleg endurskipulagning ætti sér stað við endurreisn íslands- banka hf. sem Útvegsbanka ís- lands hf., þá gegndi stofnunin áfram sama hlutverki og því, sem íslandsbanka hafði verið ætlað að gegna samkvæmt lög- um þeim frá 1921 er ákváðu að seðlaútgáfuréttur íslandsbanka skyldi falla niður frá árslokum 1933 og hann starfaði síðan eingöngu sem viðskiptabanki. Olafur segir ennfremur, að mun meiri áherzla sé lögð á sögu íslandsbanka af þeirri ástæðu fyrst og fremst, að starfsemi Islandsbanka hafi verið miklu mikilvægari þáttur í banka- starfsemi hér á landi meðan hann starfaði, en starfsemi Út- vegsbanka íslands nokkru sinni hefur verið. — í öðru lagi er saga íslandsbanka fyrstu tvo áratugi starfsemi hans mjög nátengd stökkbreytingum, sem breytir Islandi úr frumstæðu bænda- samfélagi í iðnvætt samfélag með þeirri stórfelldu breytingu lífskjara og allra þjóðfélags- hátta, sem af slíku leiðir. SAS 35 ára: Um 124 milljónir farþega hafa flog- ið með félaginu FYRSTA dag ágústmánaðar 1946, þ.e. fyrir 35 árum, var skandinavíska flugfélagið SAS stofnað, en það voru löndin Danmörk, Noregur og Svíþjóð, sem undirrituðu samning þess efnis. Helga Geirþrúður Þorvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.