Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 41
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 41 Móðurást • Sophia Loren dekrar við börnin sín eins og ítalir eru þekktir fyrir að gera og nýlega festi leikkonan kaup á húsi i Florida i Bandarikjunum til þess að börn hennar gætu haft greiðari aðgang að Disneylandi. Börnin hafa oft komið i Disneyland og fengu enn eitt tækifæri til þess þegar móðir þeirra flaug með þau til Bandarikjanna til að gera kaupsamninginn. Á myndinni sjáum við auk Soffiu drengina tvo, Carlo og Eduardo, ásamt föður þeirra, Carlo Ponti. Teddy Kennedy jr. á þingmanns skrifstofu + „Það er löng hefð fyrir því í fjölskyldu minn aö starfa fyrir hiö opinbera,“ segir Teddy Kennedy jr. í samtali við blaöamenn, en hann er nú nýbyrjaður að vinna á skrifstofu John King, þingmanns Massachusettsfylkis. Þetta er aö- eins sumarstarf og Teddy vinnur kauplaust. „Ég ætla aö einbeita mér aö því aö kanna löggjöf fylkisins varöandi fatlaöa," segir hann. Teddy missti fótinn fyrir nokkrum árum vegna krabbameins. Teddy var spuröur aö því hvort hann hyggöist fara út í stjórnmál, en hann svaraði því til að hann væri aðeins 19 ára og allt of snemmt væri aö ákveöa neitt um það, enda ætti hann margt eftir ólært. Teddy Kennedy jr. • Þegar Peter Sellers lést upphófust miklar deilur milli erfingja hans um það hve mikið skyldi koma í hvers hlut. Börn hans af tveimur hjónaböndum kröfðust þess að Lynn Frederick, síðasta kona Peter Sellers yrði gerð arflaus, enda hefðu þau slitið samvistum löngu áður en Sellers fékk hjartaáfallið, sem leiddi hann til dauða. Allt kom þó fyrir ekki og Lynn Frederick, 26 ára, hafði 5 milljónir punda upp úr hjónabandinu, en börnin fengu ekkert. Börn Sellers, Michael, Victoria og Sandra, hafa nú ákveðið að gefa út bók til þess að leiða í ljós hvert samband hjónanna raunverulega var og vonast þau til þess að klekkja á stjúpmóður sinni með því. Lynn las bókina áður en útgáfurétturinn var seldur, en hún er óhagganleg og ætlar ekki að láta eyri af hendi rakna til barnanna. Útgefendur búast við að bókin muni seljast í að minnsta kosti 500 þúsund eintökum. Hugleiðing um hunda- hald í París Sjálfsagt væri ég ennþá hlynnt hundahaldi í öllum borg- um og bæjum ef ég hefði ekki eytt þremur árum í Parísarborg, þar sem allt úir og grúir af hundum og köttum. Það fyrsta sem ég varð áþreif- anlega vör við, er ég kom fyrst til Parísar var hundaskítur, mestmegnis þó á gangstéttunum sjálfum. Mátti ég hafa mig alla við að renna ekki í hundaskít. París er falleg borg, en þetta er einn af hennar stóru löstum. í París búa flest allir í fjölbýlis- húsum, og er hver fermetri það rækilega nýttur, að ekkert pláss er eftir fyrir garða kring um þau. Þar af leiðandi koma al- menningsgarðarnir að góðu gagni fyrir þá sem losna vilja frá stórborgarhávaðanum í smá- tíma. Það er bannað að fara með hunda inn í almenningsgarða nema á ákveðin svæði, en því miður eru eigendur hundanna oft það illa uppaldir, að þessar reglur eru brotnar. Mæður taka gjarnan börn sín í almennings- garða til þess að þau geti leikið sér úti, minnstu börnin vilja náttúrlega leika sér í sandkass- anum, já í sandkassanum sem hægt er að finna hundaskít í. Hvað skeður síðan er þessi litlu börn stinga puttanum í munn- inn? I stórborg, þar sem einmana- leikinn getur verið hvað ægi- legastur, er að mörgu leyti skiljanlegt að fólk fái sér gælu- dýr til félagsskapar. Franska hundavinafélagið SPA gaf út aðvörun ekki alls fyrir löngu. Þar sagði eftirfar- andi: Það fólk sem lifir í borgum hefur of mörg gæludýr, og þau vandamál sem þeim fylgir eru að vaxa okkur yfir höfuð. Auk þess fjallaði hundavinafé- lagið um þann stóra hóp fólks, sem tæki að sér gæludýr, yrði síðan leitt á þeim, keyrði þau út fyrir borgina eða í næsta skóg og skildi þau eftir. Á hverju ári eru 350.000 hundar og kettir skildir eftir á víðavangi. Þess má geta að í París skilja hundar eftir sig fimmtán tonn af skít og 200.000 lítra af þvagi daglega. Það er ekki tekið út með sælunni að eiga hund í París. Það er bannað að taka hund með sér í neðanjarðarlest (metró) nema hundurinn sé í körfu eða tösku sem hann kemst ekki upp úr. Þessum reglum er fylgt út enda gott eftirlit haft með lest- unum. Það getur verið erfitt að bera tveggja ára labradorhund í körfu ... Hér í París fara hunda- eigendur oft út að versla með hundana með sér í bandi. Flestar verslanir leyfa ekki hundum að koma inn og er þá ekki um annað að ræða en tjóðra hundinn við næsta staur. Oft er ekki pláss fyrir alla þá hunda sem þarf að tjóðra, og er þá ekki annað ráð vænna en að bíða eftir lausum staur. Ætli hundaeig- endur þurfi að bíða lengi eftir hundamælum til að tjóðra hunda sína við, er þeir gera innkaup? Það er aðeins einn hópur fólks, að mínum dómi, sem ætti að fá að hafa hunda. Það er blint fólk. Þau eru ekki ófá slysin sem orðið hafa hér á fólki sem hefur runnið til í hundaskít. Frakkar segja að það boði lukku ef vinstri fóturinn lendir í hundaskít, en sá hægri eins gott að halda sig við rúmið þann daginn. Þetta á náttúrlega við þá, sem ekki eru svo óheppnir að brjóta sig. Frakkar geta verið hjátrúafullir eins og íslendingar ... I öllum pulsuendum er rúsína. Eitt sinn er ég bjó á Montparn- asse, og var rétt komin út fyrir dyrnar, fór framhjá mér kona á miðjum aldri akandi dýrindis barnavagni. Hún talaði í sifellu við barnið sem ég áleit vera í vagninum, elsku krúttið mitt og svo framvegis. Ég kyngdi er ég sá hvað var í vagninum stærðar hundur sem slefaði í ábreiðuna sem var ofaná honum. í þetta eina sinn bölvaði ég yfir því að hafa ekki myndavélina mína til taks. Anna Nissels. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.