Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 Olafur Þ. Krístjánsson - Minning Önundarfirði. Þetta var sumarið 1937 og við vorum átta daga á leiðinni. Þá kynntist ég Ólafi best. Ég hafði að sjálfsögðu vitað áður að hann var lesinn og lærður, minnugur og fróður en samt kom mér með degi hverjum á óvart þau ókjör sem hann vissi og kunni um bæi, ættir og örnefni. Allt þetta tengdi hann utan bókar íslend- ingasögum, Sturlungu, þjóðsögum og annálum svo ég mátti hafa mig allan við að fylgjast með. Þessi ferð var mér heilt námskeið og ekki skorti á skop eða kímni. Samt er mér minnisstæðara núna hvað Ólafur var góður ferðafélagi, sí- kátur og tillitssamur. Þar bar aldrei skugga á, hvort sem helli- rigndi á okkur á Kaldadal í fyrsta áfanganum, sólin skein í Borgar- firði, Dölum og Djúpi, eða skellti yfir okkur niðaþoku um miðnættið á hátindi Glámu í síðasta áfang- anum. Alltaf var Ólafur samur og jafn, hress í bragði og úrræðagóð- ur. Og þannig hefur samfylgd okkar verið um ævina. Þótt hann væri skapríkur og ör að eðlisfari og gæti verið aðsópsmikill á vest- firska vísu ef því var að skipta var hann alla jafna hinn mesti hugljúfi, hýr og gamansamur. Þegar ég kom heim frá námi vestan um haf haustið 1943 var ég eiginlega að mér óvörum gerður að yfirkennara barnaskólans. Suraum samkennurum mínum þótti nú skörin vera farin að færast upp í bekkinn þegar strák- urinn var settur yfir þá. En ekki Ólafi Þ. Hann tók þessu sem sjálfsögðum hlut, gladdist meira en ég sjálfur yfir þessari ráða- breytni og bað mig að taka son sinn í bekk sem ég kenndi. Þannig var drengskapur Ólafs og mann- eskjulund; hann var laus við öfundsýki og sýtingssemi. Rangs- leitni þoldi hann illa en óvild ól hann ekki með sér og hann var of stór til að hýsa kala til meðbræðra sinna. Ólafur Þ. gerðist alfarið kennari við Flensborgarskólann árið 1945 og atvikin höguðu því svo að árið 1955 fylgdi ég í fótspor hans og varð þar kennari. Ékki svo að skilja að við ynnum ekki margt saman á þessu tíu ára tímabili sem við vorum ekki beinlínis samstarfsmenn. Við unnum margt og mikið að félagsmálum þau árin. Auk þess hafði það komið af sjálfu sér þegar ég ungur fór að stinga niður penna að sýna Ólafi handrit mín áður en þau fóru í prent- smiðju. Þessu fór fram um áratugi og ekki þurfti ég að efa kostgæfn- ina og vandvirknina. Ég þurfti ekki að bera kvíðboga fyrir því á prenti sem Ólafur Þ. hafði lesið yfir. Ólafur Þ. Kristjánsson varð skólastjóri Flensborgarskólans sama árið og ég gerðist þar kennari. Þremur árum seinna varð ég yfirkennari hjá honum og var það í fimm ár. Svo náin var samvinna okkar við stjórn og störf þessi árin að heita mátti að annar vissi jafnan til hins hvort sem var á nótt eða degi. Alfrei bar skugga á þetta samstarf og það var ekki síður honum að þakka. Á þessum árum vann Ólafur að Kennaratal- inu jafnhliða skólastjórninni. Kennaratalið er þrekvirki út af fyrir sig enda mun það lengi halda nafni hans á lofti. Mig tók það sárt að segja Ólafi frá því þegar ég hafði tekið þá ákvörðun að segja skilið við skól- ann vorið 1963. Honum þótti það miður en hafði ekki um það mörg orð. Hann skildi að ég þurfti að brjóta í blað og margt hefði þá verið breytt um hug hans í minn garð ef hann hefði tekið því illa að ég breytti til á þann veg sem ég taldi til hins betra. Vinátta okkar var sú sama alla tíð. En lengi mun ég minnast þessarar nánu sam- vinnu okkar. Ólafur Þ. Kristjánsson var ekki langskólagenginn maður þótt hann lyki embættisferli sínum sem skólastjóri annars elsta gagn- fræðaskóla landsins. Hann var aðeins einn og hálfan vetur í kennaraskólanum. Önnur var hans skólaganga ekki. Enginn brá honum þó um menntunarleysi enda var hann víðlesinn í íslensk- um bókmenntum og sögu, lær- dómsmaður í mannkynssögu og prýðilega að sér í reikningslist- inni. Hann las mörg tungumál og þýddi bækur úr ýmsum málum. Hann var í rauninni alltaf að nema. Hann var að vonum ágætur kennari og skólamaður og farsæll stjórnandi. Helstu vandkvæði hans í skólastjórninni voru þau að manngæska hans og greiðvikni vildu stundum rekast á við stjórn- semina. Hann vildi jafnan hvers manns vanda leysa og átti afar erfitt með að beita hörku ef nokkur önnur úrræði voru til. En þegar á reyndi kom greindin til skjalanna, skóla verður aldrei stjórnað án tiltekins aga, og far- sæl lausn var fundin. Hann var vinsæll í starfi af nemendum og kennurum. Ólafur Þ. Kristjánsson var hörkugreindur og hamhleypa til andlegrar iðju, örfljótur að átta sig á kjarna máls, ritfær í besta lagi og hagmæltur ef hann vildi það við hafa, flugmælskur í ræðu- stóli og prýðilegur fyrirlesari. Hann var sívinnandi eftir að hann lét af skólastjórn árið 1972, flutti fyrirlestra, vann að félagsmálum, samdi sögu, — minninga- og ættfræðirit og kenndi ættfræði. En aðalstarf hans síðustu árin var þó endurskoðun og samning nýs kennaratals og að því vann hann fram undir síðasta vor. Þá skyggði snögglega. Það er mótsagnakennt að meinsemd skyldi grafa um sig í svo klárum heila. En enginn má sköpum renna og enginn ræður sínum næturstað. Ragna mín góð. Ólafur Þ. er allur og við fáum ekkert við því gert. Þar er skarð fyrir skildi. Sagt er að maður komi í manns stað. En við vitum bæði að svo er ekki. Enginn kemur í stað Ólafs Þ. En við leiðarlok er það einlæg ósk mín að ykkar mörgu afkomendur erfi og rækti í ríkum mæli gáfur, drenglund og manngæsku ykkar beggja. Þá mun þeim vel farnast og samfélagið verða betra og heillaríkara. Stefán Júliusson í bernsku minni og æsku fyrir vestan hafði ég aldrei séð Ólaf Þ. Kristjánsson. Minnist ekki, að hann kæmi til Súgandafjarðar á þeim árum, eins og yngri bræður hans gerðu þeir Guðmundur Ingi og Halldór, en á Suðureyri bjuggu tveir móðurbræður þeirra bræðra, Guðmundur og Guðjón Halldórs- synir, báðir öndvegismenn og vin- sælir í plássinu. Ólafur var þá fluttur suður. Hafði lokið kenn- araprófi og var búsettur í Hafnar- firði, þar sem hann var kennari, fyrst við Barnaskóla Hafnarfjarð- ar 1929—1945, en alfarið eftir það við Flensborgarskóla, en þar tók hann við skólastjórn af Benedikt Tómasson haustið 1955, þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Tók þá við stjórn skólans sonur hans, Kristján Bersi, skólameist- ari. Það er ekki fyrr en ég kom í Kennaraskólann laust innan við tvítugt haustið 1936, að fundum okkar ólafs bar saman. Það æxl- aðist þannig, að nokkrir nemendur skólans höfðu áhuga á að læra esperanto og fengu þá Ólaf til þess að kenna sér þetta alheimsmál. Ég slæddist í þann hóp fremur af áhuga á að kynnast þeim bróðurn- um frá Kirkjubóli í Bjarnadal, sem ég hafði aldrei augum barið og margar góðar sagnir gengu um, en tileinka mér kunnáttu í al- heimsmáli Zamenhofs. Var þar aðeins nokkra tíma, því að önnur áhugamal glöptu fyrir. Einn var þó sá úr þessum hópi, sem varð lærimeistara sínum jafnvígur í alheimsmálinu og stóð honum þar fyllilega á sporði, en það var Ólafur S. Magnússon, einn af beztu og kunnustu esperantistum þessa lands. Var þetta sammerkt með þeim nöfnum báðum. Um langa hríð eftir þetta, lágu leiðir okkar Ólafs lítið sem ekkert saman, nema stöku sinnum á fundum og þingum kennarasam- taka. — Það var ekki fyrr en um haustið 1955, er ég tók við stjórn Barnaskóla Hafnarfjarðar (Lækj- arskóla), að kynni okkar Ólafs hófust fyrir alvöru. Virðist í fyrstu sem við ættum ekki skap saman. Bar þar ýmislegt til sem fremur mátti finna mér til foráttu en honum. Ólafur var kappsfullur og hafði ríkan metnað fyrir hönd síns skóla og ég reyndi að láta ekki mitt eftir liggja fyrir hönd míns skóla. Var stundum við ramman reip að draga. Man ég að eitt sinn deildum við á fræðsluráðsfundi nokkuð fast um atriði þar sem hagsmunir beggja skóla rákust nokkuð á. Var ég all þungorður í Ólafs garð, en hann lét sér hvergi bregða og svaraði litlu til. Einn Samhent voru þau Katrín og Jón og gestkvæmt á heimili þeirra því að húsfreyjan var sannur gestgjafi ásamt manni sínum, er ætíð stóð við hlið hennar. Veikind- um sínum mætti hún eins og hetja, kjarkurinn óbilandi, lét hvergi bugast þótt hún vissi svo glöggt að hverju dró, lyfti hugan- um á æðra svið. Megum við er eftir stöndum enn á ströndu, draga af því nokkurn lærdóm. Verður hún mér ætíð minn- istæð, enda spanna kynni okkar um þrjá áratugi. Jón á nú um sárt að binda, hann sér nú á bak góðri eiginkonu sem hvarf svo skjótt inn í sumardýrð Drottins langt fyrir aldur fram og dæturnar ungu syrgja gða móður og sonurinn Jóhannes harmar lát móður sinnar. Ég votta Jóni og dætrunum ungu inniiega samúð og Jóhannesi syni hennar. Elsu, Dagmar og fræðsluráðsmanna tók upp þykkj- una fyrir Ólaf og taldi ósvinnu, hversu harkalega og ómaklega væri að honum vegið. Ólafur sagði þá með hægð og brosti kankvís- lega: „Lofið bara piltinum að tala og tala eins og hann vill, því meira sem hann talar því betra fyrir mig.“ Ekki var furða, eftir slíka föðurlega áminningu og ádrepu með háðskum broddi í, að mér yrði orðsvant. Fyrr á öldum hafði einhver spekingur, mig minnir Sigurður blindi, þetta að orðtaki: „Allt jafnar sig.“ Orð þessi sönn- uðust brátt á okkur Ólafi, því að fyrr en varði urðum við ekki einasta góðkunningjar heldur og beztu vinir og létum ekki undir höfuð leggjast þegar mikið var í húfi fyrir skóla okkar beggja að bera saman ráð okkar og fá það bezta út úr hlutunum. Ólafur var svo hreinskiptinn og heill í öllu sem hann tók að sér og trúað var fyrir, að honum mátti treysta í hvívetna. Undirhyggja fannst ekki í fari hans. Hann var hreinn og beinn og kom ætíð til dyranna eins og hann var klædd- ur. Hann villti aldrei á sér heim- ildir og var svo hreinskilinn og opinskár að oft kom hann flatt upp á menn. Hann var hamhleypa til allrar vinnu og afkastamikill. Aldrei kastaði hann þó höndunum til þess sem hann var að gera hverju sinni, en vann öll sín verk með afbrigðum vel. Á meðan hann var kennari í Flensborgarskóla og eftir að hann varð skólastjóri þar, var hann prófdómari við barna- og unglingapróf í Barnaskóla Hafn- arfjarðar. Með ólíkindum var hve hann var hraðvirkur, og hversu vel og nákvæmlega hann leysti þau störf af hendi. Þar skeikaði í engu. Dómum hans mátti ætíð treysta. Nákvæmnin og vand- virknin komu sér einnig vel fyrir hann sem ættfræðing. Snemma gat hann sér orð á sviði þeirra fræða og var kominn í fremstu röð ættfræðinga landsins, sökum þess, hversu öruggt og traust það var sem hann lét frá sér fara í þeim efnum. Sérfræðingur var hann í vestfirzkum ættum og hafsjór af fróðleik í sögu og öllum greinum þjóðlegra fræða. „Þá fyrst", sagði hann eitt sinn við mig, „er hægt að kalla mann sögufróðan og segja hann kunna sæmilega Islandssögu sína, þegar hann veit góð deili á ættum landsins." Oft var gengið í smiðju til Ólafs og hann beðinn um leiðbeiningar í ættfræði eða taka að sér vandasamt verk á því sviði. Kann ég eina sögu, ekki ómerka, sem dæmi þar um: Þann 17. júní 1964 héldu Hafn- firðingar upp á tuttugu ára af- mæli lýðveldisins með myndar- brag. Sigurður Nordal var aðal- ræðumaður dagsins. Flutti hann ræðu sína á útihátíðinni á Hörðu- völlum og var þar mikill mann- safnaður í fögru veðri. í ræðu sinni fór Sigurður á kostum og kom víða við í menningarsögu þjóðarinnar að fornu og nýju. Ræða þessi, sem enn er ekki til á prenti svo ég viti var nokkru seinna hljóðrituð og er varðveitt í Bókasafni Hafnarfjarðar. Þegar Nordal hafði flutt ræðu sína, kom Guðlaugi og öðrum aðstandendum hennar bið ég gúðs blessunar í þeirra sáru sorg. Hví svo skjótt er hún horfin til hæða okkur svo fjarri. Drottinn nú líkn sína leggi litlu börnunum hennar og honum er syrgjandi situr. Veri hún svo Guðin falin um alla eilífð. Sigrún B. „i hrndl (íiiAn er hver ein tið. i hendi Guðs er ailt vort strið, hið minnxta happ. hið mesta (ár. hið mikla djúp. hið litla tár." (Matthias JoehumNMon) Okkur setti hljóð, þegar fregnin um andlát Katrínar barst okkur. Katrín hafði átt við illvígan sjúk- dóm að etja síðustu þrjá mánuði og reyndar lengur. Hún dvaldi því á Landspítalanum sl. mánuði, þar sem allt var gert fyrir hana sem mögulegt var og tjáði hún okkur, að betri umönnun hefði hún ekki hann til mín og benti á mann í mannþrönginni og sagði: „Er þetta ekki Ölafur Þ. Kristjánsson." Ég leit þangað, sem Sigurður benti og þar glóði á skalla Ólafs í sólskin- inu og andlitið festulegt og svip- mikið. „Jú,“ ansaði ég. „þetta er Ólafur Þ. Hann sker sig oftast úr, þar sem hann er meðal fólks.“ Þá segir Sigurður, eins og meir við sjálfan sig en mig: „Líklega er hann beztur, í það minnsta með þeim allra beztu.“ „í hverju,“ ansaði ég. „í ættfræði," svaraði Sigurður og bætti við: „Viltu kynna mig fyrir honum. Ég þarf að biðja hann að vinna fyrir mig verk í sambandi við ættartölu." Við vorum truflaðir og einhvern veginn varð ekki af kynningu þeirra Ólafs þennan daginn. Nokkru seinna, eftir þessi hátíðar- höld, hringdi Sigurður til mín og bað mig að fylgja sér á fund Ólafs Þ. Kristjánssonr. Varð það úr, að upp úr hádegi þennan dag kom Nordal og gengum við á fund Ólafs upp í Flensborg. Þetta átti að vera stutt viðtal um tiltekið efni, en úr því tognaði, því að brátt lentu þeir í hrókaviðræðum um allt milli himins og jarðar, einkum þó um þjóðmenningarsögu Islendinga. Kom hvorugur að tómum kofanum hjá hinum. Dagur leið að kveldi og ekki höfðu þeir samt lokið sér af. Seinna sagði Sigurður við mig, eftir að Ölafur hafði lokið því verki sem þeir sömdu um: „Ekki varð ég fyrir vonbrigðum með hann Ólaf. Hann er alveg einstak- ur.“ Og sannast sagná er það, að Ólafur Þ. Kristjánsson var um flest „alveg einstakur“ maður, stórbrotinn persónuleiki og eftir- minnilegur hverjum þeim manni sem honum kynntist. — Vinnu- þrekið ótrúlegt og afköstin í rit- mennsku fádæma mikil. Þar var enginn meðalmannsbragur á. Undrunarefni var það mörgum vinum hans, hversu mörg járn hann hafði í eldinum í einu, en tókst samt að gera þeim góð og trúverðug skil og ljúka þeim af. Fjör hans og elja virtist óbilandi. Okkur brá því mjög í brún á sýningunni í Lækjarskóla í vor að leið, þar sem hann var gestur okkar, hversu illilega honum var brugðið. Eldurinn og áhuginn, sem oftast skein úr augum hans, virt- ist nú að mestu kulnaður. Öllum mátti ljóst verða að hverju dró. Hann hafði í áraraðir verið tíður gestur í skóla okkar og lífgað þar upp á tilveruna með fjörlegu og skemmtilegu tali sínu og frá- sögnum. Fjölfróður var hann og margir nutu þess þegar þessi haukur íslenzkra fræða, sögu og sagna, lét gamminn geisa og sagði frá. — Ekki aðeins fyrir okkur í Iækjarskóla heldur og allan Hafnarfjarðarbæ er mikill sjón- arsviptir að þessum góða fræðaþul og skólamanni. Fyrir hönd Lækjarskóla, og allra sem þar starfa, færi ég hinni góðu konu, Ragnhildi Gísladóttur ekkju Ólafs, börnum þeirra hjóna, öðrum ættingjum og nánum vin- um þeirra dýpstu samúðarkveðj- ur. Þorgeir Ibsen getað hugsað sér, bæði af læknum og hjúkrunarfólki. En því miður eru læknavísindin ekki lengra á veg komin en það, að í þessi tilfelli Katrín Jóhannesdótt- ir - Minningarorð Fædd: 24. júlí 1943. Dáin: 1. ágúst 1981. Vina mín elsku frá æsku, eigin- kona væn og móðir. Kvödd er með kærum þökkum, Kristur yfir henni vaki. Hún var í heiminn borin þegar sumarið skartaði sínu fegursta, ásamt tvíburasystur sinni Dag- mar, gleðigjafi foreldrum sínum og eldri systur Elsu. Hún var dóttir hjónanna Jó- hannesar Helgasonar kaupmanns og konu hans Eirnýjar, en þau hjón eru látin fyrir nokkrum árum. Elst er systirin Elsa svo Dagmar og yngstur er bróðirinn Guðlaugur, er sjá nú á bak elskulegri systur. Katrín var gift Jóni Sigurðs- syni, og áttu þau tvær dætur Berglindi og Brynju, elstur er Jóhannes sem heitir eftir afa sínum. Katrín var vel gerð til munns og handa, smekkvís og höndin hög, börnum sínum var hún góð móðir og manni sínum hlý. Heimili þeirra var prýtt falleg- um munum, raðað saman af smekkvísi. Hlýleiki sem ávallt fylgdi hanni hvar sem hún fór og vinamörg var hún, kunni að gleðj- ast með glöðum og hugga þá er sárt áttu um að binda. Hún var kona í meðallagi há og hana prýddu augu sem greindu margt er aðrir eigi sáu. Hún hafði hýra lund og öra og hlýtt hjarta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.