Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 25 Víkingar enn á toppnum VÍKINGAR eru nú enn á toppi 1. deildarinnar eftir öruKKan si«ur. 3—0. (1—0) yfir Þór í Laugardal síöastliöinn laiu'ardat'. Nú má þvi telja möKuleika þeirra til sÍKurs mjöK mikla. þar sem þeir hafa alls hlotiÓ 19 stÍK. eöa 2 meira en na'sta lið, sem er Fram. MöKuleikar Þórs til áframhald- andi setu í 1. deild hafa art sama skapi minnkart mert þessu tapi, en lirtirt er nú nertst ásamt FII. Lirtirt leikur ekki veruIeKa sannfærandi knattspyrnu ok virðist hvart K<“tu snertir vera á mörkum 1. oj? 2. deildar. Leikurinn var ekki sér- lega vel leikinn þe^ar á heildina er litið. en oft hrá fyrir latúeKum samleikskoflum. einkum þó hjá VíkinKum. en færi þau, sem Þórsarar fenKU voru fremur til- viljanakennd. VíkinRar skora úr vítaspyrnu Víkingar voru sterkari aðilinn í upphafi leiksins og strax á 1. mínútu bjargaði Eiríkur, mark- vörður Þórs, laglega eftir að Þórð- ur Marelsson hafði komizt í sæmi- legt færi. Sókn Víkinga hélt áfram og þegar leikið hafði verið í 12 mínútur felldi Þórarinn Jóhann- esson Heimi Karlsson inni í víta- teig Þórs eftir að Heimir hafði leikið á hann. Eysteinn Guð- mundsson, dómari leiksins dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu og úr henni skoraði Ómar Torfason af öryggi. Þórsarar gáfust þó ekki upp og reyndu að sækja að marki Víkings og náðu að skapa sér nokkur færi og komast í gegn um fremur óörugga vörn Víkings. Á 18. mínútu komst Guðjón Guð- mundsson einn inn fyrir vörn Víkinga eftir að henni hafði mis- tekizt að koma hárri fyrirgjöf frá markinu, en skalli Guðjóns rataði í utanverða stöngina og aftur fyrir. Aðeins 2 mínútum síðar missti Sigurjón markvörður fyrir- gjöf yfir sig, Óskar Gunnarsson skallaði að markinu, en þar var Gunnar Gunnarsson kominn og náði að bjarga á marklínu. Næstu m Víkingur — Þór A 3:0 • Ómar Torfason átti góðan leik gegn Þór og skoraði tvö mörk. færi voru svo Víkinga, þó ekki væru þau jafn opin og norðan- manna, Á 29. mínútu brauzt Lárus upp að marki Þórs og skaut frá markteigshorninu, en Eiríkur varði vel og aðeins 2 mínútum síðar lék Heimir sama leikinn við hitt markteigshornið, en enn varði Eiríkur. Á 36 mínútu sendi Lárus knöttinn fyrir mark Þórs, Eiríkur sló hann í slána og út í teiginn og skapaðist nokkur hætta áður en Þórsurum tókst að hreinsa frá. Undir lok leiksins varði Eiríkur svo enn gott skot frá Heimi. Þórsarar voru óheppnir að nýta ekki betur færi sín í fyrri hálfleik og er óvíst hvernig farið hefði, hefði þeim tekizt svo og miðað við færin væri ekki ósanngjarnt að segja að jafntefli hefði talizt sanngjarnt í leikhléi, en það eru mörkin sem telja ekki færin Enn tvö VíkinKsmörk Þórsarar byrjuðu seinni hálf- leikinn nokkuð vel og ætluðu greinilega ekki að gefa sig, en mörk þeirra sáu ekki dagsins ljós þrátt fyrir þokkaleg færi. Á 56. mínútu skaut Magnús Helgason framhjá Víkingsmarkinu úr góðu færi í vítateignum eftir að knött- urinn hafði hrokkið fyrir fætur hans eftir talsverðan barning í teignum og 2 mínútum síðar hitti Guðjón ekki knöttinn í góðu færi við markteig Þórs. Það voru hins vegar Víkingar sem skoruðu næsta mark á 61. mínútu. Þá náði Lárus knettinum á vallarhelmingi Þórs og þeir Heimir léku laglega í gegn um vörn Þórs og renndi Heimir knettinum fallega fram hjá Eiríki í tómt markið er hann fékk sendingu frá Lárusi rétt utan markteigs. Rétt á eftir fékk Lárus fallega stungu inn fyrir vörn Þórs, en var of lengi að athafna sig svo Þórarinn náði að bægja hættunni frá. Á 71. mínútu gerði Víkingar svo endanlega út um leikinn er Ómar Torfason skoraði annað mark sitt. Víkingar léku þá mjög laglega saman. Ómar sendi knött- in til Heimis upp að endamörkum, hann sendi aftur fyrir sig til Þórðar, sem sendi knöttin ínn í vítateig Þórs og þar var Ómar á réttum stað og renndi knettinum laust í mark Þórs, án þess að Eiríkur kæmi vörnum við. Eftir þetta var vindurinn að mestu úr Þórsurum og Víkingar virtust vilja láta sér þetta nægja því fátt var um færi það sem eftir var leiksins og lauk honum því með sigri Víkings, 3—0. Eins og fyrr sagði var leikurinn ekki sérlega vel leikinn og til þess að tryggja sér sigur í deildinni þurfa Víkingar að gera betur gegn sterkari liðunum, vörnin var fremur óörugg, en þess ber að gæta að Helgi Helgason og Diðrik voru báðir meiddir og munar um minna. Hjá Víkingum bar mest á Heimi, Þórði, Ragnari og Ómari. Þórsarar voru á heildina litið fremur slakir, en hjá þeim bar mest á Eiríki, Árna og Guðjóni. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild, Víkingur — Þór, 3:0 (1:0). Mörk Víkings: Ómar Torfason á 12. og 71. mínútu og Heimir Karlsson á 61. mínútu. H.G. LIÐ KR hlaut tvö kærkominn stig á Kópavogsvellinum á laug- ardag. er liðið sigraði Breiðablik 2—1. í miklum haráttuleik. Með sigri sinum lyíti KR sér af hotninum og á enn mjög góða moguleika á að halda sæti sínu i deildinni. Sér í lagi ef leikmenn Lið ÍBV: Páll Pálmason 6 Guðmundur Erlingsson 6 Ingólfur Sveinsson 6 Valþór Sigþórsson fi Gústaf Baldvinsson fi Jóhann Gerorgsson 7 Viðar Elíasson 6 Ómar Jóhanncsson 7 Sigurlás Þorleifsson 8 Kári Þorlcifsson 7 Þórður Ilallgrímsson 7 Lið FII: Hreggviður Ágústsson 7 Guðmundur Ililmarsson 5 Atli Alexandersson 5 Guðmundur Kjartansson fi Gunnar Bjarnason G Magnús Teitsson fi Ingi Björn Albcrtsson 4 Ólafur Danivalsson 3 Pálmi Jónsson G Tómas Pálsson 5 Sigurþór Þórólfsson 5 Helgi Ragnarsson (vm) 5 VíkinKur: Lið KA: Lið UBK: Sigurjón Elíasson fi Aðalsteinn Jóhannsson 7 Guðmundur Ásgeirsson fi Þórður Marelsson 7 Steinþór Þórarinsson 5 Ólafur Björnsson 8 Magnús Þorvaldsson fi Erlingur Kristjánsson 5 Valdimar Valdimarsson fi Ragnar Gíslason 7 Gunnar Gíslason 6 Gunnlaugur Helgason 5 Jóhannes Bárðarson fi Guðjón Guðjónsson 6 Ómar Rafnsson fi Gunnar Gunnarsson 6 Jóhann Jakobsson 5 Vignir Baldursson 7 Heimir Karlsson 7 Eyjólfur Ágústsson fi Jóhann Grétarsson 6 Ómar Torfason 7 Hinrik Þórhallsson 6 liákon Gunnarsson fi Jóhann Þorvarðarson fi Gunnar Blöndal 5 Jón Einarsson fi Lárus Guðmundsson fi Elmar Geirsson 8 Sigurjón Kristjánsson 7 Gunnlaugur Kristfinnsson fi Ásbjörn Björnsson 7 Sigurður Grétarsson G Óskar Tómasson (vm) 5 Ormarr örlygsson (vm) 5 Helgi Bentsson (vm) fi Þór Ilreiðarsson (vm) 5 Þór: Lið KR: Eiríkur Eiriksson 6 Lið Vals: Stefán Jóhannsson 7 Hilmar Baldvinsson 5 Ólafur Magnússon 5 Guðjón Hilmarsson fi Sigurbjörn Viðarsson 5 Óttar Sveinsson 5 Börkur Ingvarsson G Nói Björnsson fi Grímur Sæmundsson 5 Ottó Guðmundsson 7 Þórarinn Jóhannsson 5 Þorsteinn Sigurðsson 5 Sigurður Pétursson 7 Árni Stefánsson 7 Dýri Guðmundsson 6 Birgir Guðjónsson (vm) 5 Guðmundur Skarphéðinsson 6 Sævar Jónsson fi Sa-björn Guðmundsson 5 Guðjón Guðmundsson 7 Magni Pétursson 7 ÓskarIngimundarson fi Óskar Gunnarsson 4 Njáíl Eiðsson 6 Jósteinn Einarsson 5 Jónas Róbertsson 4 Valur Valsson 5 Elías Guðmundsson 7 Magnús Helgason 5 Guðmundur Þorbjörnsson 5 Hálfdán Örygsson fi Jón Marínósson (vm) 4 Hilmar Sighvatsson 6 Helgi Þorbjörnsson 5 Jón Lárusson (vm) 4 Þorgrímur Þráinsspn (vm) 5 Sigurður Indriðason (vm) 5 liðsins sýna sömu baráttu og leikgleði og þeir gerðu í fyrri hálflcik gegn Breiðablik. Leikmenn KR mættu mjög ákveðnir til leiks, og strax í upphafi leiksins voru þeir fljótari á svo til alla bolta og gáfu leikmönnum Breiðabliks lítinn tíma til þess að byggja upp samspil og sóknarlotur. Leikmenn léku strax í upphafi leiksins óþarf- lega fast, og einkenndist leikur liðanna nokkuð af því. Strax í upphafi leiksins átti Vignir Bald- ursson gott skot á mark KR, en Stefán varði vel. Jafnræði var með liðunum lengst af í fyrri hálfleikn- um, þrátt fyrir að KR-ingar væru ívið grimmari og ákveðnari. Fyrsta mark leiksins kom á 28. mínútu. Elías gaf fallegan stungu- bolta inn á Óskar Ingimundarson sem brunaði að marki UBK og gerði enginn mistök. Óskar sýndi öryggi er hann sendi boltann framhjá Guðmundi markverði sem reyndi úthlaup til bjargar. Mark þetta kom eftir fallegan undirbúning, og var vel að því staðið. Mark þetta hleypti lífi í leikinn. Hart var barist og leik- menn Breiðabliks sóttu af krafti. Vignir var mjög óheppinn að ná ekki að jafna á 34. mínútu. Þá átti hann gott skot frá markteig, sem small undir þverslánni og niður á marklínuna. Þar náði Stefán KR markvörður til boltanns á síðustu stundu. Skömmu síðar átti Sigurð- ur Grétarsson gott skot framhjá. Jöfnunarmark Breiðabliks kom skömmu síðar. Þeir bræður Sig- urður Grétarsson og Jóhann léku laglega saman inn í vítateig. Þar sendi Sigurður boltann á milli fóta eins varnarmanns KR til Sigur- jóns Kristjánssonar sem skoraði UBK — KR 1:2 að stuttu færi. Snyrtilega gert. KR-ingar náðu forystunni rétt áður en flautað var til hálfleiks. Ómar Rafnsson bakvörður gerði sig sekan um bakhrindingu á Börk inn í teig. Börkur féll og Róbert dómari dæmdi vítaspyrnu. Fyrir- liði KR Ottó Guðmundsson kom svo rólegur og yfirvegaður og skoraði örugglega úr vítinu. Fyrri hálfleikur var mjög líflegur og oft sáust góð tilþrif hjá leikmönnum beggja liða. I síðari hálfleik dofnaði nokkuð yfir leiknum. KR-ingar léku þá ekki eins vel, og virtust gera sig ánægða ef hægt væri að halda mörkunum tveimur og ná í bæði stigin. Leikmenn gerðu um of að kýla boltann fram völlinn óhugs- að. Þetta varð til þess að leikmenn UBK náðu völdum á miðju vallar- ins og sóttu ákaft. Sigurður Grét- arsson meiddist á 56. mínútu og varð að yfirgefa völlinn. í hans stað kom Helgi Bentsson. Vörn KR og markvörður höfðu nóg að gera i síðari hálfleiknum og vörð- ust vel. Hákon Gunnarsson skaut yfir í dauðafæri á 65. mínútu eftir góða sendingu frá Helga Bents- syni. Annað slagið náðu KR-ingar hættulegum skyndisóknum. Úr einni slíkri áttu þeir að fá óum- deilanlega vítspyrnu. Óskar Ingi- mundarson fékk góða sendingu fram völlinn komst einn inn í vítateig en var felldur þar gróf- lega. Óskar var með boltann um það bil einn metra fyrir framan IBV rúllaði FH léttilega upp FII-INGAR eru nú á fremsta barmi í fallbaráttunni í 1. deild eftir slæmt tap fyrir ÍBV í Eyjum á laugardaginn. Eyjamenn höfðu mikla yfirburði i þessum leik og sigruðu 4—1. ÍBV siglir því þöndum seglum þessa dagana og býður rólegt eftir að toppliðunum verði á í messunni, þá munu Eyjamenn skella sér í slaginn um meistaratitilinn. FH-ingar eiga hins vegar ekki sjö dagana sæla framundan. leiki við Breiðahlik. Fram, Þór og íA og verða heldur betur að taka sig á ef forðast á fallið niður i 2. deild. IBV — FH 4:1 ___ __ _ __ _________________ IjPPP.. ...... óskar Ingimundarson KR felldur inn í vítateig Breiðabliks. Róbert dómari sá ekki ástæðu til þess að nota flautuna að þessu sinni. Uó«m. Gu«jón b. Barátta færði KR tvö dýrmæt stig sig er hann var gróflega hindrað- ur. Þannig að ekki var boltinn á milli leikmannanna. Og greinilega sást hvar varnarmaður Breiða- bliks setti fótinn fyrir Óskar. (Sjá á myndinni hér að ofan með textanum.) Þarna voru Breiða- bliksmenn heppnir. Þrátt fyrir mikla pressu undir lok leiksins tókst UBK ekki að jafna metin. Og mikil urðu fagn- aðarlæti KR-inga er leiknum lauk með sigri þeirra. Lið KR barðist vel í Ieiknum og lék oft á tíðum vel í fyrri hálfleiknum. En i þeim síðari var leikur þeirra ekki eins sterkur. Elías átti góðan leik í framlínunni. Gerði mikin usla í vörn UBK. Ottó var sterkur í vörninni og Stefán öruggur í markinu. Sigurður Pétursson sýndi mikin dugnað og lék vel í vörninni. í heildina stóð lið KR sig nokkuð vel. Og verða án efa erfiðir við að eiga í næstu leikjum sínum. Lið Breiðabliks lék ekki eins vel og þeir geta gert. Um of voru sóknir þeirra á miðju vallarins en breidd vallarins ekki nýtt nægi- lega vel. Besti maður liðsins var Ólafur Björnsson. Þá átti Vignir ágætan leik. í stuttu máli: Kópavogsvöllur Is- landsmótið 1. deild. UBK—KR 1-2 (1-2) Mark UBK. Sigurjón Kristjáns- son. Mörk KR. Óskar Ingimundarson og Ótto Guðmundsson úr víti. Gul spjöld. Sigurður Grétarsson UBK og Börkur Ingvarsson KR. Áhorfendur. 950. Dómari Róbert Jónsson, og hafði hann nokkuð góð tök á leiknum. En yfisást illilega er hann dæmdi ekki víti er brotið var á Óskari. - ÞR. FH-ingar byrjuðu leikinn með miklum látum og fyrstu 10 mín. leiksins var bókstaflega allt i hers höndum í vörn ÍBV. Á fyrstu þremur mín. bjargaði Guðmundur Erlingsson tvívegis á marklínu eftir að FH-ingarnir höfðu splundrað vörn ÍBV og á 5. mín. lá boltinn í netinu hjá Páli Pálma- syni í marki ÍBV. Pálmi Jónsson komst allt í einu á frían sjó fyrir innan vörn IBV og þrumuskot hans hafnaði í bláhorninu niðri. Miklar æsingar urðu á áhorfenda- pöllunum vegna þessa marks því fólk sá ekki betur en Pálmi hefði verið þrjá—fjóra metra innan varnar ÍBV þegar boltanum var spyrnt til hans, en línuvörður gerði engar athugasemdir og átti eftir það ekki ofsælt á línunni. Eyjamenn létu þetta hins vegar ekkert á sig fá og tóku nú leikinn í sínar hendur. Léku mjög vel sam- an úti á vellinum gegn storminum en sóknaraðgerðir þeirra gengu ekki upp þrátt fyrir góða tilburði. FH-ingar stíluðu allt upp á lang- sendingar fram völlinn en vindur- inn sá til þess að langflestar slikar sendingar höfnuðu í fangi Páls Pálmasonar. Það var því lítið um markverð tækifæri en oft laglega spilað úti á vellinum. Eyjamenn höfðu síðan vindinn í bakið í síðari hálfleiknum og má segja að aðeins eitt lið hafi verið á vellinum. Hálfleikurinn var ein löng sókn ÍBV með smá hléum. FH-ingar lögðust í vörn, hugðust hanga á þessu eina marki sínu. Aðeins af og til reyndu þeir skyndisóknir en allt án nokkurs árangurs. FH-ingar héldu það út í 25 mín. að verjast stórsókn ÍBV, þá gaf undan og það svo um munaði, fjögur glæsimörk sáu um að afgreiða Hafnfirðingana og ýta þeim fram á brún fallbaráttunnar. 65. mín.: Þórður Hallgrímsson framkvæmir aukaspyrnu og gefur á Kára Þorleifsson. Kári lagði boltann vel fyrir sig, sneri sér í hálfhring og skaut þrumuskoti í bláhornið niðri, 1—1. 71. mín.: Kári Þorleifsson leiluir í gegn vinstra megin og gefur á Jóhann Georgsson sem var fyrir utan teig fyrir miðju marki. Hreggviður Ágústsson kom út úr markinu en Jóhann sendi boltann af miklu öryggi yfir Hreggvið og í markið, 2—1. 85. mín.: Sigurlás Þorleifsson leikur einu sinni sem oftar í gegnum FH-vörnina og gefur vel fyrir markið til Jóhanns Georgss., hann rennir strax boltanum á Ómar Jóhannsson sem kom að á fullri ferð og þrumar boltanum í netið. Glæsileg sóknarlota IBV, 3-1. 86. mín.: IBV strax komið í sókn. Ómar Jóhannsson hirðir boltann af tám FH-ings og gefur viðstöðu- laust fyrir til Sigurlásar. Sigurlás leikur léttilega á tvo varnarmenn FH og síðan á Hreggvið markvörð og skorar. Glæsilega framkvæmt hjá Sigurlási, 4—1. Svona endaði þetta. Stórsigur IBV og ef nokkuð var var IBV nær því að bæta við mörkum en FH að minnka muninn. Eyjamenn vildu ólmir fá vítaspyrnu þegar Sigur- lási var skellt all harkalega í vítateignum en dómarinn vildi ekki hlusta á neitt slíkt. Þá má til að geta um frábæra markvörslu Hreggviðs Ágústssonar þegar hann sló boltann yfir eftir þrumu- skot Þórðar Hallgrímssonar og úr horninu bjargaði FH-ingur á línu. Svona var þetta. Yfirburðir IBV. Þetta var ljómandi góður leikur hjá ÍBV-liðinu. Allan tímann var reynt að halda boltanum niðri og spila saman. Þrátt fyrir rokið féllu þeir .aldrei í þá freistni að kýla fram eða þruma á markið úr vonlausum færum. Þeir héldu all- an tímann haus, biðu þolinmóðir eftir því að FH-ingar gæfu á sér færi og létu síðan höggin ríða á þeim með þunga. Knattspyrnu- legur sigur hjá þeim Eyja- mönnum. Sigurlás Þorleifsson er í aldeilis góðu formi þessa dagana, oft á tíðum mátti sjá tvo og þrjá andstæðinga á honum en þrátt fyrir það lék Lási við hvern sinn fingur og FH-ingar réðu ekkert við hann. Kári Þorleifsson átti góðan leik og sama má segja um ðmar Jóhannsson. Jóhann Georgsson lék sinn besta leik í langan tíma, afgerandi á miðj- unni. Þórður Hallgrímsson óhemju duglegur og fórnfús. Varnarmenn IBV áttu náðugan dag og lítið reyndi á þá nema fyrstu 10 mín. leiksins. Eftir það var þetta bara létt. FH-liðið olli mér miklum von- brigðum, ég bjóst við liðinu mun sterkara en á gaf að líta í þessum leik. Liðið byrjaði með látum en gaf síðan jafnt og þétt eftir og lagði hreinlega upp laupana í síðari hálfleik. Liðið varð fyrir áfalli strax á 20. mín. þegar Ólafur Danivalsson varð að yfirgefa völl- inn vegna meiðsla. Besti maður liðsins var markvörðurinn Hreggviður Ágústsson sem oft á tíðum varði glæsilega og hann átti ekki minnstu möguleika í öllum mörkunum. Eyjamenn voru ánægðir með sinn mann í FH-lið- inu. Annars var enginn öðrum betri í liði FH. Já, ég óttast að það séu framundan dimmir dagar í Hafnarfirði hjá þessu mesta jójó- liði 1. deildar. Dómari var Guðmundur Sigur- björnsson og dæmdi ágætlega þegar á heildina er litið. I stuttu máli: Helgafellsvöllur 1. deild. ÍBV — FH 4-1 (0—1). Mörk IBV: Kári Þorleifsson, Jóhann Georgsson, Ómar Jó- hannsson, Sigurlás Þorleifsson. Mark FH: Pálmi Jónsson. Áminning: Ómar Jóhannsson ÍBV, gult spjald. — hkj. Kári Þorleifsson skoraði fallegt Ilreggviður stóð sig vel í marki Pálmi Jónsson skoraði greinilegt mark. I‘ II. rangstöðumark.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.