Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 39 Sigríður Pálsdóttir, sem bæði eru nú löngu látin. Af systkinum Kristins eru nú fimm eftir á lífi. Kristinn ólst upp við leiki og störf þar í Þykkvabænum. Stundaði ungur vertíðarróðra í Eyjum. Gerðist vélstjóri á styrjaldarárun- um, fyrst á fiskiskipum, en síðar á flutningaskipum, og starfaði við það óslitið uns yfir lauk. Árið 1958 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Guðríði Jó- hannsdóttur, sem þá var með tvö börn ung, Olgu og Konráð. Saman eignuðust þau Kristin Ómar og Elísabetu. Heimilið var einstak- lega farsælt. Hamingjan bjó í húsinu, og hópinn sinn annaðist Kristinn með þeirri sívakandi umhyggju, sem honum var svo eðlileg. Hann var einstakur heim- ilisfaðir. Einu skuggarnir voru fjarvera hans við störfin á sjón- um. Gleðin varð þá þeim mun stærri þær strjálu stundir, er hann var í landi. Þessi fátæklegu minningarorð eru kveðja til „Kidda frænda" frá okkur. Þó að við hittum hann ekki oft, var hann samt fastur og skýr dráttur í hópmynd vina og vanda- manna. — Eitt síðkvöld fyrir mörgum árum sat Kiddi frændi drjúga stund í stofunni okkar. Hann kom óvænt, er skipið hans kom við til að lesta fisk í litlu sjóplássi. Vélstjórinn skrapp í land til að eyða einni kvöldstund hjá frænku sinni og börnum henn- ar. Hún hafði reyndar sjálf verið barn á æskuheimili hans, fyrst sem örlítil afastelpa, sem ungum móðurbróður gekk erfiðlega að mata, sagði Kiddi. Þetta kvöld færði hann okkur fallega mynda- styttu, sem lengi prýddi eitt horn- ið í stofunni. Slíkar minningar ylja lengi. Sá hlýi hugur, sem gjöfinni fylgdi, gleymist ekki. Þannig viljum við muna Kristin Þórðarson. Guð gefi fjölskyldu hans og systkinum trú og von, vissu um að sólin skín að skýjabaki, en Drott- inn lífsins er líka nálægur í skýinu dimma. Friður Guðs geymi ykkur öil. Nanna og Lárus. í dag fer fram útför Kristins Þórðarsonar vélstjóra. Hann fæddist í Hávarðarkoti, Þykkvabæ þann 24. maí 1913. Foreldrar hans voru Þórður Kristinn Ólafsson og Sigríður Pálsdóttir. Kristin byrjaði snemma sjó- róðra frá Vestmannaeyjum, en lauk vélstjóraprófi árið 1945. Má segja að hann hafi verið til sjós alla tíð síðan. Árið 1958 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni Guðríði Jó- hannesdóttur. Þau eignuðust tvö börn, Elísabetu og Kristinn Ómar. Auk þess ól hann upp tvö börn Guðríðar frá fyrra hjónabandi, Olgu og Konráð. Fyrir rúmum tveimur árum réðst hann til Skipafélagsins Vík- ur hf. og var vélstjóri á m/s Eldvík. Þegar hann fór í frí síðastliðið vor, var búist við að hann færi aftur um borð næstu ferð eins og hans var vani, en okkur til undr- unar sagðist hann verða að vera áfram í fríi. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu Neshaga 17, 29. júlí síðastliðinn. Kristinn lærði til vélstjóra á þeim árum, er vélarrúm skipa voru með allt öðru sniði og útbúnaði en í dag. Þetta gerði honum sum verk erfiðari. Kynni okkar Kristins urðu aldrei náin, þótt sambandið væri gott. Við sigldum saman eina ferð síðastliðið sumar og komst ég að raun um það að hann var dulur maður en átti trygga vini. Jafnaðargeð og prúðmannleg framkoma hans var einstök. Eg votta eftirlifandi konu, börn- um og skyldmönnum mína dýpstu samúð. Kristni óska ég alls hins bezta á nýrri braut. Ólafur Thorarensen í dag er gerð útför Kristins Þórðarsonar, vélstjóra. Fráfall hans bar brátt að og var eigi til þess vitað, að hann hefði kennt sér meins. Hann hafði alla ævi verið heilsugóður og hinsta kvöldið virt- ist hann hress og kátur. Var því erfitt að vakna til þess veruleika að morgni, að hann hefði það kvöld lagst til hinnar eilífu hvíld- ar. Yfir andláti hans hvíldi þannig sú friðsæld sem einkennt hafði allt hans líf. Kristinn fæddist í Hávarðarkoti í Þykkvabæ 24. maí 1913, sonur hjónanna Sigríðar Pálsdóttur frá Vestmannaeyjum og Þórðar Kristins Ólafssonar, bónda, úr ÞYkkvabæ. Hann var þriðji yngst- ur 9 systkina sem á legg komust, en foreldrar hans misstu fyrsta barn sitt við fæðingu. Af systkin- um Kristins eru 5 á lífi og búa þau öll í Reykjavík. Kristinn ólst upp í fjölmennum systkinahópi í Há- varðarkoti uns fjölskylda hans flutti til Reykjavíkur árið 1934. Réði trúlega miklu um þann bú- ferlaflutning að yngsta systir Kristins er blind og þurfti því á sérkennslu að halda. Hinn 1. september 1958 gekk Kristinn að eiga Guðríði Jóhanns- dóttur. Foreldrar hennar voru Jóhann Árnason, ættaður af Kjal- arnesi og Helga Bjarnadóttir, ætt- - uð úr Garðahreppi. Kristinn og Guðríður eignuðust tvö börn, Elísabetu, f. 22. október 1950 og Kristinn Ómar, f. 1. febrúar 1957. Ennfremur ól Kristinn upp tvö börn af fyrra hjónabandi konu sinnar, Olgu Þórdísi Beck og Konráð Beck, og reyndist þeim sem eigin faðir. Við kynni Guðríð- ar og Kristins verða þáttaskil í lífi hans og við tekur ánægjulegasti kafli lífsins, er menn stofna eigið heimili og eignast börn. Að leið- arlokum voru barnabörnin sjö og ber eitt þeirra nafn hans. Ungur að árum fór Kristinn til sjós og varð sjómennskan hans lífsstarf. Lengst af var hann vélstjóri á fiskiskipum og síðar á flutningaskipum. Var hann því oft fjarri heimili og ástvinum. Hann var þó mikill fjölskyldumaður og naut ríkulegu samverustundanna með henni. Heimili sjómannsins er um margt sérstætt og frábrugð- ið öðrum heimilum. Þar ríkir hin mikla tilhlökkun og eftirvænting barnanna ' vegna væntanlegrar heimkomu föðursins, söknuður og tár þegar hann fer og enn á ný tilhlökkun og eftirvænting. Sam- bandið er því þeim mun nánara sem hinar sameiginlegu stundir sem gefast eru færri. Þá er og mikið lagt á sjómannskonuna sem auk mikils vinnuálags hefur áhyggjur af öryggi bóndans í vályndum veðrum. En gæfan var hliðholl og ætíð kom Kristinn heill heim af hafi. Kristinn var ekki einn þeirra manna sem lét mikið á sér bera. Hann var mjög vandaður maður til orðs og æðis og vann öll sín störf af mikilli alúð og samvisku- semi. Hann var maður dulur og flíkaði lítt tilfinningum sínum og skoðunum, en undir niðri bjó festa og bjargföst lífsskoðun. Einn þátt- ur hennar var trú á einstaklings- framtakið sem driffjöður þjóðfé- lagslegra framfara og vafðist því ekki fyrir honum hvaða flokki hann ætti að fylgja í þjóðmálum. Kristinn hafði mjög fallega söngrödd og hafði unun af því að hlusta á söng og tónlist. Hafði hann viðað að sér miklu efni til að hlusta á á næðisstundum í næstu sjóferð. Örlögin höfðu þá ætlað honum annað skip og annað föru- neyti. Kynni mín og Kristins voru ekki löng, en fundum okkar bar fyrst saman fyrir tæpum 3 árum. Hann mun þó verða mér hugstæður og margra notalegra stunda er að minnast þegar afi og amma voru sótt heim með barnabörnin. Er mér þá ofarlega í huga blítt bros hans þegar hann tók barnabörnin í fangið. Þannig sá ég hann síðasta Rut Guðmundsdótt- ir - Minningarorð Fædd 23. júní 1972. Dáin 5. ágúst 1981. I dag kveðjum við hinztu kveðju elskulega litla stúlku, sem hefur í 16 mánuði háð hetjulega baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Allt, sem í mannlegu valdi stendur hefur verið reynt til a vinna bug á sjúkdómnum, tvær ferðir farnar á Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn og ótal ferðir á sjúkrahúsin hér, en sá sem öllu ræður hefur ætlað Rut litlu annað hlutskipti, en að ílengjast hér á jörðu niðri og annað verkefni beðið hennar í ríki hans. Nú kemur ekki lengur iítil stúlka í vinnuna með mömmu sinni með skólabækurnar sínar, því hún vildi læra að lesa og reikna, þótt hún hefði ekki heilsu til að sækja skólann og aldrei þreyttist mamma á að leiðbeina og hjálpa litlu stúlkunni sinni og skildi hana aldrei við sig. Það gætu margir fullorðnir lært af æðruleysi þessarar yndislegu stúl ’i, aldrei heyrði maður hana kvar. yfir örlögum sínum. Hún tók ödum geislameðferðum og sprautum sem sjálfsögðum hlut og jafnvel þótt mátturinn færi að þverra, fyrst í fótum og síðan gat hún ekki hreyft handleggina sína og hendur. Öllu var tekið með jafnaðargeði og mamma sat alltaf við rúmið tilbúin að gera það sem með þurfti. Á Landakotsspítala leið Rut litlu vel. Þar voru allir svo góðir og Sævar Halldórsson læknir upp- örvaði hana allan tímann og henni þótti hann svo sérstaklega skemmtilegur. Hann gerði að gamni sínu við hana fram á síðasta dag og hann og allir sem starfa á Landakotsspítala eiga miklar þakkir skildar fyrir sér- staklega góða umönnun á þessum langa tíma. Mér dettur í hug þegar ég hugsa um þessi níu ár, sem Rut litla var á meðal okkar, að það er ekki aðalatriðið að árin sem okkur eru skömmtuð séu svo mörg. Heldur er meira virði, hvernig við notum þau. Að vera öðrum til ánægju og gleði og láta gott af sér leiða hlýtur að vera það sem við eigum að reyna að temja okkur. í slíkri fjölskyldu ólst Rut upp. Allir eins og einn maður. Eigin- girni ekki til. Eg veit líka að núna þegar mamma hefur sleppt hendinni af litlu stúlkunni sinni, stendur afi tilbúinn að taka á móti henni og leiðir hana og sýnir henni dá- semdir himnaföðurins. Megi fjölskyldan öll hafa styrk og trú um góða endurfundi. Ilvrrsu dýrmat er miskunn þin. ú Guð Mannanna hnrn leita halis i skuKKa va'nKÍa þinna. hvi að hjá þér er uppspretta lifsins <>K í þinu Ijúsi sjáum vér ljús. (Sálm. 36.8.10.) Erla Wigelund. kvöldið sem við hittumst og þann- ig mun minningin um hann lifa eftir. Guð blessi minningu Kristins Þórðársonar. Sigmundur Stefánsson Mortir. ók síkIí minn sjó fram á haust. til suóurs hvor íold or í kafi/ En Stiloy or úti svoipuð laust í SvollKljá ok kvoldroóatrafi. Hór á aó draKa nokkvann í naust nú or ók kominn af hafi. E.B. Þessar ljóðlínur úr kvæðinu „Móðir mín“ eftir Einar Bene- diktsson komu mér í hug, þegar ég heyrði lát Kristins Þórðarsonar, svo óvænt sem það bar að, en hann lézt í svefni aðfaranótt 29. júlli sl. Oft var hann búinn að mæta til skips á sínum sjómannsferli, sem var orðinn meiri en 50 ár. Það er mikið starf að stunda sjó meira en hálfa öld og ekki á færi þeirra, sem ekki þekkja til sjó- mennsku, að gera sér grein fyrir því hvílíkt þrek og staðfestu þarf til þess að skila slíku ævistarfi og gera það með slíkum ágætum sem Kristinn gerði. Árið 1928 byrjaði Kristinn á vetrarvertíð í Vestmannaeyjum, og alla tíð síðan hefur hann mætt á hina hefðbundnu vertíðir, vetur, sumar og haust, lengst af sem vélstjóri á hinum hefðbundna vertíðarflota, en nokkur síðustu árin á fraktskipum, þar sem hann hefur að vísu haft heldur hægari vinnu á stundum, en þar á móti oft mjög langar útivistir. Þó var ekki á honum að skilja, að hann væri farinn að hugsa til landgöngu fyrir fullt og allt. Kristinn var fæddur og uppal- inn í Þykkvabænum, kominn af kjarnafólki þar um slóðir. Eftirlif- andi kona hans er Guðríður Jó- hannsdóttir og eignuðust þau tvö börn, Ómar og Elsu. > Þegar við nú kveðjum Kristin þá þökkum við hjónin honum áratuga vináttu og samfylgd, en við höfðum vonað að hann ætti mikið ólifað, þar sem hann hafði sjaldan kennt sér nokkurs meins. En enginn ræður sínum nætur- stað. Við biðjum Guð að styrkja alla aðstandendur hans og vitum, að það verður þeim huggun harmi gegn að eiga fagrar minningar um slíkan öðlingsmann. „Far þú í íriói FriAur (íuós þÍK bleíksi llafóu þokk fyrir allt ok allt.“ Vinir t Fööursystir mín, MARÍA SALÓMONSDÓTTIR, veröur jarösungin trá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 13. ágúst kl. 10.30 f.h. Tryggvi Hjörvar. t Minningarathöfn um móöur okkar og tengdamóöur, SIGRÍÐI KRISTJÁNSDÓTTUR, Borgarnesi, fer fram í Borgarneskirkju miövikudaginn 12. ágúst kl. 14.00. Jarösett verður frá Flateyrarkirkju laugardaginn 15. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guömundur Kristjónsson, Sara Vilbergsdóttir, Þóröur Kristjánsson, Guðrún Jónsdóttir. t Ötför eiginmanns míns og fööur okkar, SNORRA GUÐMUNDSSONAR leigubílstjóra, Eiríksgötu 9, Reykjavík, er lézt í Landspítalanum hinn 5. ágúst sl., fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 12. ágúst kl. 16.30. Þórey Eiríksdóttir og börn. t GUÐMUNDUR SIGUROSSON trésmíöameistari, áöur til heímilis aö Barónsstíg 18, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 12. ágúst klukkan 10.30. Örn Guömundsson. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, SVEINN J. ASMUNDSSON bifreióarstjóri, Dalbraut 27, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 12. ágúst kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarsjóö Oddfellowstúkunnar Þorfinnur karlsefni nr. 10 eöa aörar líknarstofnanir. Ellen Sveinsdóttir, Ástvaldur Kristmundsson, Jóhann Sveinsson, Hulda Randrup, Pétur Sveinsson, Aslaug Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.