Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 35 varð hann stundakennari við Flensborgarskóla og var það til 1945, að hann hlaut fulla stöðu við skólann. Tíu árum síðar, er Bene- dikt Tómass^n lét af starfi skóla- stjóra, var Ólafur ráðinn í emb- ættið. Skólastjórastarfinu gegndi hann til 1972 og vantaði þá ár til að ná hámarksstarfsaldri embætt- ismanna. í hans tíð var skólinn gagnfræðaskóli. í lok sjöunda ára- tugsins er farið að huga að breyttri skipan framhaldsrpennt- unar í þeim tilgangi að útvíkka svið hennar og koma til móts við auknar þarfir, tæknir og tíðar- anda. í tíð Ólafs var stofnuð framhaldsdeild við skólann og menntadeild árið 1971. Síðar var svo skipan framhaldsnámsins breytt við skólann yfir í fjöl- brautakerfi. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í sambandi við kennslu Ólafs og skólastjórn. En áhugamál hans náðu langt út fyrir skólann. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum: stjórnmálum, samvinnustarfsemi og bindindismálum. Flokksmaður var hann í Alþýðuflokknum og ávallt talinn í röðum vinstrimann- anna innan hans. Bæjarfulltrúi var hann 1938—1942 og aftur 1950—1958, og um margra ára skeið átti hann sæti í miðstjórn Alþýðuflokksins. Áhugi Ólafs fyrir hugsjónum samvinnustefnunnar var mikill og einlægur. Hann gegndi for- mennsku í Pöntunarfélagi Verka- mannafélagsins Hlífar, og í stjórn Kaupfélags Reykjavíkur og ná- grennis var hann frá 1937—1945, en þá var Kaupfélag Hafnfirðinga stofnað upp úr hinni hafnfirsku Kron-deild. Tók Ólafur þá við stjórnarformennsku hins nýstofn- aða kaupfélags og gegndi henni í 8 ár. Hann bar umhyggju fyrir hag og velferð kaupfélags síns, en þar var stundum við mótbyr og erfið- leika að etja. Árið 1968 var Ólafur kosinn í stjórn Sambands ís- lenskra samvinnufélaga og sat í henni til 1976, að hann baðst undan endurkosningu. Ólafur var alla ævi bindindis- maður og mun snemma hafa gengið í góðtemplarastúku, enda komst hann til æðstu áhrifa og metorða innan góðtemplararegl- unnar. Lítt minnist ég þess þó, að hann ræddi þau mál að fyrra bragði og aldrei í predikunartón. Fjarri var það skaplyndi hans að tíunda ávirðingar annarra og dómgjarn var hann ekki. Hann var félagi í stúkunni Danélsher og var æðsti templar hennar, er hann lést. Mörg ár var hann þingtempL ar stúknanna í Hafnarfirði. í framkvæmdanefnd stórstúku ís- lands var hann frá 1958 og varð þá stórkanslari reglunnar. Arið 1963 varð hann stórtemplar, en Bene- dikt Bjarklind, forveri hans, lést í embætti, en árið eftir var hann kosinn stórtemplar á 63. þingi reglunnar, sem haldið var á Akur- eyri, og gegndi hann því embætti til 1976. Síðustu árin var hann umboðsmaður hátemplars í stór- stúku Islands. Af þessu má sjá, að þar sem Ólafur haslaði sér völl á sviði félagsmála var tillit til hans tekið, enda var maðurinn þannig að allri gerð, að erfitt var að komast hjá því. Hann var með afburðum röggsamur fundarstjóri og vel að sér í fundarsköpum, enda stund- um kvaddur til að stjórna fundum og þingum, þar sem miklu þótti varða, að mál næðu rétt og lögformlega fram að ganga. En þá er ónefnt það, sem ég hygg, að hafi staðið hjarta hans næst, en það var fræðimennskan: ættfræðin og sagan. Ritskrá Ólafs Þ. Kristjánssonar yrði býsna löng, ef þar væri öllu til haga haldið, sem úr penna hans draup. Hann þýddi töluvert af bókum bæði fyrir börn og full- orðna, skrifaði í blöð og tímarit o.s.frv. Áhugi hans á ættfræði og ættfræðirannsóknum var óhemju- mikill, enda var hann stórvirkur á þeim vettvangi og svo gjörhugull, að fáir munu eftir leika. Það sagði mér Jón Guðnason, þjóðskjala- vörður, að engan mann vissi hann vinna fræðistörf af meira kappi og elju en Ólaf Þ. Kristjánsson. Vinur hans einn kunnugur á þjóðskjalasafni, og þekkti til vinnubragða Ólafs, líkti kappi hans og vinnuafköstum við tiltekt- ir bónda, sem snarlega þarf að bjarga grænum töðuflekk undan bráðri regnskúr. Verk Ólafs á sviði ættfræði og sögu verða ekki tíunduð hér, það gera aðrir kunnugri. Hitt er víst, að þau eru mikil að vöxtum og vandlega unnin. Ber þar sennilega hæst Kennaratal á íslandi, sem er æviágrip 4184 kennara. Vann hann að endurútgáfu þess mikla verks, þegar þau veikindi tóku að hrjá hann, sem urðu honum að aldurtila. í félagsskap áhuga- manna um ættfræði — Ættfræð- ifélaginu — var hann driffjöður og átti góðan og merkan þátt í útgáfustarfsemi þess. Ólafur hafði lifandi áhuga á hvers konar sagnfræði og sögu. Var sama hvar niður var borið,' hvort heldur um var að ræða Islandssögu, mannkynssögu eða sögu þjóðfélagshreyfinga og stjórnmálastefna. Alls staðar var hann heima. Hann kenndi og sögu líklega allra greina mest og skrif- aði kennslubók: Mannkynssaga handa framhaldsskólum, er út kom árin 1948 og 1949. Á þeirri bók er vissulega handbragð kenn- arans, þess manns, sem reynslu hefur af því að miðla öðrum þekkingu og fróðleik. Er bókin skrifuð á látlausu og einföldu máli og ákaflega aðgengileg sem náms- og kennslubók, textinn hnitmiðað- ur og glöggur og aðalatriði dregin fram með feitu letri. Ekki naut ég þess beinlinis að sitja í kennslustund hjá Ólafi Þ. Kristjánssyni, en það veit ég, að margur nemandi hans á góðar minningar frá þeim stundum. Hann bjó yfir hafsjó af fróðleik, minni hans og næmi var með eindæmum, hafði ríka frásagnar- gáfu og unun af að beita henni, fór á kostum, þegar honum tókst best upp. Oft kryddaði hann frásagnir sínar með skarplegum athuga- semdum eða litríkri kímni. Málfar hans var alþýðlegt, auðugt og kjarnyrt og allt sem hann lét frá sér fara í rituðu máli var einkar skýrt, laust við skrautyrði og skrúðmælgi, svo að kjarni hvers máls, er hann fjallaði um, var auðsær. En þótt hann byggi yfir mál- næmi og málauögi, beitti hann hófsemi í málnotkun við börn og unglinga, enda var hann glöggur á málþroska þeirra. Ég kynntist Ólafi Þ. Kristjáns- syni fljótlega eftir að ég hóf kennslustörf í Hafnarfirði, en þó mest og best eftir að ég varð kennari við Flensborgarskólann. Fannst mér strax mikið til um persónuleika hans og öryggi í málflutningi og störfum. Ávallt var hann hressilegur í viðmóti, þéttur á velli og yfirbragsðmikill, og var hverjum auðsætt, að þar fór enginn veifiskati. Það sópaði að honum við hvert verk og hverja ákvörðun, sem hann tók, enda geðríkur maður og þótti sumum hann hrjúfur í framkomu. En undir yfirborðinu var ljúflingur hinn mesti, sáttfúst og hreint hjarta með listamannstilfinn- ingar. Hvers manns vanda vildi hann leysa og lagði sig í líma við lausnir á vandkvæðum nemenda sinna, kennara og annarra sam- starfsmanna, þegar þess var beiðst og þess þurfti með. Ólafur átti erfitt með að þola óstundvísi og slugs við vinnu. Það var regla hans að mæta alltaf góðri stundu.fyrir boðaðan tíma, og lítið fannst honum til um afsakanir manna á óstundvísi, nema gildar og augljósar ástæður lægju að baki. í skólastjórn sinni framfylgdi hann samþykktum og settum reglum af ýtrustu ná- kvæmni, en lítilsigldar aðdróttan- ir frá mönnum, sem lítt eða ekki þekktu til skólastarfsins og þess mikla vanda, sem því var samfara að stjórna fjölmennum gagn- fræðaskóla við mikil húsnæðis- þrengsli og erfiðar aðstæður — eins og lengst af voru í skóla- stjóratíð hans í Flensborg — reyndu á skapsmuni hans. Þótt störf Ólafs við skólastjórn og kennslu væru erilsöm og krefj- andi, og þótt hann hefði alla tíð mörg önnur járn í eldinum og lægi á að ljúka verkum, virtist hann aldrei vera í tímahraki og alltaf hafa nógan tíma til að spjalla um landsins gagn og nauðsynjar, eins og stundum er komist að orði. Hann var og nágranni minni og fjölskyldu minnar í nær 20 ár. Spja.ll við hann yfir lóðarvegginn á góðviðriskvöldum, þegar tími gafst til að sinna fegrun og snyrtingu í garðinum, er mér minnisstætt: skrafhreifinn og skemmtilegur maður, miðlandi fróðleik um sín hugstæðustu við- fangsefni. I einkalífi sínu var Ólafur gæfu- maður. Hann kvæntist Ragnhildi Gíslu Gísladóttur frá Króki í Selárdal í Arnarfirði 7. sept. 1931. Hjónaband þeirra var farsælt og skilningsríkt á báða bóga, og minnist' ég þess, að Ólafur fór fögrum orðum um þátt Ragnhild- ar í störfum sínum, er hann sleit Flensborgarskóla í síðasta sinn. Börn þeirra eru þrjú: Ásthildur skólaritari, Kristján Bersi skóla- meistari og Ingileif Steinunn hjúkrunarfræðingur. Ólafur Þ. Kristjánsson var lif- andi dæmi þess, að löng seta á skólabekk er ekki prófsteinn á menntun og getu, heldur vakandi fróðleikslöngun, framtak og hæfni til að fullnægja þeirri löngun, opinn hugur, eftirtekt og næmi til að bergja úr viskubrunnum fortíð- ar og nútíðar, lifandi sál í storm- sveipum aldarfarsins. Allt þetta hafði Ólafur til að bera í fari sínu. Og því er mér ljúft að minnst hans, að af honum lærði ég margt. Ég votta Ragnhildi konu hans og fjölskyldu hans allri mína dýpstu samúð. Snorri Jónsson Eitt sinn skal hver deyja. Ólafur Þ. Kristjánsson er allur. Um það tjóar ekki að tala. Samt er það svo að þótt ég hafi vitað um skeiö að hverju dró er ég harla varbúinn að mæla eftir hann. Svo lifandi er hann í hugskoti mínu, svo ötull var hann í framgöngu og störfum, svo hress var hann jafnan í máli og viðmóti. Hann var sívinnandi að vandasömu verkefni þar til skugginn lagðist yfir hann fyrir um það bil þremur mánuðum. Enginn var meira lifandi en Ólaf- ur Þ. Samskipti mín og samstarf við Ólaf Þ. hafa verið meiri um ævina en við nokkurn annan mann mér óskyldan eða óvandabundinn. Eig- inlega má ég ekki segja að hann hafi ekki verið mér vandabundinn, svo traust var vinátta hans og umhyggja fyrir mínum hag. Meira en hálf öld er liðin síðan kynni okkar hófust. Ég var þá tánings- tetur, harla óráðinn um mitt far og ónógur sjálfum mér; hann var þá orðinn kunnur maður og kenn- ari við Barnaskóla Hafnarfjarðar. Hann lét sér annt um mig frá fyrstu kynnum, stappaði í mig stálinu, hljóp undir bagga með mér, talaði við mig eins og jafn- ingja. Ég skil núna að hann vissi miklu betur en ég sjálfur hvers vænta mætti af þessum tvílráða unglingi og hvað í honum bjó og hann sparaði ekki að heimta það fram. Hann vr stundakennari í Flensborg haustið 1931 jafnhliða kennarastöðu sinni við barnaskól- ann. Hann kenndi mannkynssögu sem alla stund var hans eftirlætis- grein eins og kennslubækur hans eru til vitnis um. Ég var þá í þriðja bekk í Flensborg. Á gagn- fræðaprófi tók ég hæstu einkunn í mannkynssögu. Ég er viss um að kennarinn varð miklu glaðari við en nemandinn; þannig brást hann jafnan við ef ég rækti verkefni eins og hann ætlaðist til og hann taldi mig geta. Ólafur staðfesti ráð sitt haustið 1931 og kvæntist unnustu smni Ragnhildi Gísladóttur úr Selárdal í Arnarfirði. Ég varð heimagang- ur á heimili þeirra frá fyrstu tíð og jafnan tekið tveim höndum. Var sama hvort hjónanna átti þar hlut að máli, hlýjan var ávallt sú sama, alúðin og gestrisnin. Þau voru samhent hjón og höfðu bæði yndi af að umgangast fólk og ræða við það. Þótt árin liðu og margt breyttist um minn hag fannst mér ég alltaf eins og heima þegar ég kom til þeirra. Haustið 1936 urðum við Ólafur Þ. samkennarar við barnaskólann. Ég var þá um tvítugt en hann orðinn reyndur og fær kennari. Hann tók mér undir eins sem jafningja, ræddi við mig eins og fullgildan í faginu og fékk mig til að kenna lítilli dóttur sinni að lesa. Auðvitað gat ég ekki neitað því en þá fannst mér ég takast ábyrgðarstarf á hendur. Við höfð- um mikið saman að sælda næstu árin og lögðumst á eitt um ýmsa hluti. Við vorum samherjar í stjórnmálum og oftast skoðana- bræður ef í odda skarst við félaga í flokknum en það kom stundum fyrir því að hvorugur okkar var neinn sérstakur jámaður. Við unn- um í sameiningu aö skipulagningu og endurreisn bókasafnsins í Hafnarfirði þegar það loks fékk viðunandi húsnæði haustið 1938 og störfuðum þar saman í tvö ár; hann var bókavörðurinn, ég að- stoðarmaðurinn. Á helgum fórum við oft í langar gönguferðir og ræddum landsins gagn og nauð- synjar. Eftirminnilegasta ferðalag okkar Ólafs saman er gönguferð okkar frá Þingvöllum og allar götur vestur í átthaga hans í SJÁ NÆSTU SÍÐU Ef þu gerir hröfur um gæói fljósritun, en tehur fá eintöh á ári, er nýja u-bix 90 ijösritunarvélin fyrir þig U-BIX 90 notar eina tegund af dufti ftonerj. U-BIX 90 Ijósritar á allan venjulegan pappír, einnig þitt eigið brófsefni. U-BIX 90 skilar fyrsta afriti eftir 6 sekúntur. U-BIX 90 kostar 25.780.- „lft, % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. ÓSA + ~~x~ Hverfisgötu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.