Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 Með morgunkaffinu Það er ljóst ad sjúkdómur yðar eru mjöK sérstæður, en kemur OrunKlega íram við krufninn- una! HÖGNI HREKKVÍSI ^ Asrr* V£/?£>c/y? óý/v/ArfA/A/öLA" Pólverjar og formaður Islenzk-pólska menningarfélagsins Pétur skrifar bréf um ofan- greint efni, sem vegna lengdar verður birt í tvennu lagi í Velvak- anda. Fyrri hlutinn: „Haukur Helgason hagfræðing- ur skrifar í Morgunblaðið 21. júlí sl.: „Lítil hugleiðing um Pólverja í tilefni af þjóðhátíð þeirra 22. júlí.“ Hann gefur þar stutt yfirlit um frelsisbaráttu Pólverja allt frá árinu 963. Greinin er hógværlega skrifuð, enda er maðurinn sjálfur hinn prúðasti. Sögufölsun? Ég, sem þessar línur rita, er á svipuðum aldri og Haukur Helga- son. Báðum mun því í nokkuð fersku minni styrjaldarárin síð- ari, en að sjálfsögðu munum við ekki báðir allt hið sama. Ég man söguna um Pólland með nokkuð öðrum hætti en fram kemur hjá Hauki; mér finnst vanta eitthvað í frásögn hans. Er það minnisleysi eða viljandi fölsun? Hver var og er þáttur Rússa í harmsögu Pólverja eins og hún hófst með innrás Þjóðverja 1939, og er langt frá því að vera enn lokið? Ég fullyrði, að Haukur Helgason veit betur en hann lætur, hver svo sem ástæðan er, að sagan er einfölduð svo mjög. Hann segir í grein sinni: „I lok heimsstyrjaldarinnar fyrri, árið 1918, endurheimti Pólland loks sjálfstæði sitt á nýjan leik.“ (Við íslendingar hlutum þá einnig sjálfstæði á nýjan leik.) Og áfram segir hann: „Eins og allir vita, réðust hersveitir Hitlers á landið í september 1939 og lögðu það undir sig og réðu því til loka heimsstyrj- aldarinnar síðari árið 1945.“ Efn- isiega ekkert annað um það mál. (Bretar hernámu ísland í maí 1940 og Ameríkanar tóku við skömmu síðar.) „IHaupið í skarðið“ Séra Kári Valsson, sóknarprest- ur í Hrísey, man atburðina í Póllandi eitthvað fyllra en Hauk- ur Helgason. Hann skrifar stutta grein í Morgunblaðið 28. júlí undir ofangreindri fyrirsögn, en tilefnið er grein formanns „Islenzk-pólska Þess skal getið sem vel er gert S.Ó. skrifar: Föstudaginn 17. júlí fór hópur á vegum kvenfélags eiginkvenna málarameist- ara í stutta ferð til Þing- valla, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. Var ætlunin að borða kvöldverð á Hótel Valhöll og hafði matur verið pant- aður fyrir 60 manns. Er skemmst frá því að segja að allur viðgerningur og þjónusta var til sóma og kunnum við hótelstjóra og starfsfólki bestu þakkir fyrir. Okkur finnst ástæða til að láta þess getið sem vel er gert. Ákvað ég og ákváðum við í stjórninni að koma þessu á framfæri. Þessir hringdu . . . Bændur ættu að vera bóta- skyldir Sumarbústaðareigandi hringdi og bað velvakanda að koma eftirfarandi á framfæri: „Ég keypti mér tvoggja hektara sumarbú- staðaland í Borgarfirði," sagði hann. „Landið er ekki á skipulögðu sumarbú- staðasvæði og er reyndar nokkuð afskekkt og langt frá þjóðvegi. Ég ætlaði að byrja á því að rækta landið upp — áður en ég reisti á því sumarbústað og girti það af — en sé núna að ég hef farið heldur óviturlega að ráði mínu. Ég byrjaði á að bera á landið í vor og lagði, ásamt fjölskyldu minni, mikla vinnu í að sá í það trjám, lúpínu o.fl. plöntum. Þetta gekk út af fyrir sig ágæt- lega og hefði áreiðanlega borið ríkulegan árangur ef ekki hefði annað komið til. Rollurnar af bæjunum neð- ar í dalnum kunnu semsé ekki að meta framtakið. Þegar ég kom á staðinn í lok sðasta mánaðar brá mér heldur en ekki í brún. Nokkrar kindur voru þá á beit í landi mínu og í kring um það — höfðu greinilega gert því heimsókn reglu- lega um nokkurt skeið því hér um bil allt sem ég og fjölskylda mín höfðum komið til leiðar í ræktun landsins hafði verið eyði- lagt. Tilefni þessa pistils er ekki að ráðast á neinn, því að mér skilst að bændur hér á íslandi hafi fullan rétt til að beita á annara manna lönd séu þau ógirt, svo furðulegt sem það nú er. Tilefnið er hins vegar að vekja athygli á því hver skaðvaldur sauðkindin er og hvernig hún eyðileggur allan gróður sem hún kemst að. Ég vil líka benda mönnum á að ekkert þýðir að hefja ræktun á sumar- bústaðlöndum fyrr en eftir að þau hafa verið girt af —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.