Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 19 Ákvörðun Reagans fálega tekið í bandalagsríkjum RÍKISSTJÓRNIR bandalagsríkja Bandaríkjanna tóku fálega þeirri ákvörðun Ronald Reagans forseta að hefja smíði nifteindasprengju og bentu á loforð Bandaríkjamanna þess efnis að vopnin verði geymd í Bandaríkjunum, en ekki staðsett utan þeirra. Rússar og baráttumenn afvopn- unar létu hins vegar reiði sína óspart í ljós. „Omannúðlegt," „villimannlegt," „mannhatur," voru orðin sem sovézka fréttastof- an Tass notaði og hún sagði að Moskvu-stjórnin „mundi ekki halda að sér höndum". Á heims- ráðstefnu gegn kjarnorku- og vetnissprengjum í Tokyo var sagt að „hjörtu þeirra sem þráðu heimsfrið hefðu verið fótum troð- in“. Opinberir talsmenn í vestræn- um ríkjum vildu sem minnst um málið segja. Talsmaður frú Marg- aret Thatchers forsætisráðherra sagði: „Ég vil ekkert láta hafa eftir mér. Þetta er bandarískt mál.“ Talsmaður Bonn-stjórnar- innar sagði að þetta væri „ein- göngu mál Bandaríkjastjórnar". Embættismenn í Frakklandi og á Ítalíu voru álíka fámálir. Hins vegar er ljóst að ákvörðun Reagans mun auka umræður um líkur á því að meginland Evrópu verði vígvöllur í kjarnorkustríði, enda er almenningur í Evrópu enn klofinn í afstöðu sinni til þeirrar ákvörðunar NATO að staðsetja bandarískar Pershing- og stýris- eldflaugar í álfunni. I Frankfurt reyndu nokkrir tugir mótmælenda, þar af margir „pönkararar", að ryðjast inn í bandarísk hernaðarmannvirki í gær. Þrjátíu voru teknir höndum, en engan sakaði. Einna harkalegust voru við- brögð á Norðurlöndum. Forsætis- ráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, sagði að stjórn Verkamannaflokksins hefði form- lega mótmælt ákvörðuninni. í Svíþjóð sagði Ola Ullsten utanrík- isráðherra: „Ákvörðun Bandarikjanna ... táknar enn eina hættulega og uggvekjandi stigmögnun vígbúnaðarkapp- hlaups risaveldanna." Hann bætti við: „Ef menn raunverulega vilja frið má ekki eingöngu undirbúa stríð.“ Utanríkisráðherra Dana, Kjeld Oleson, sagði: „Andstaða Dana gegn framleiðslu nifteindavopna er óbreytt." Max van der Stoel, verðandi utanríkisráðherra Hollands, sagði: „Ég harma að Bandaríkin hafa talið nauðsynlegt að taka þessa ákvörðun." Ánnar hollenzk- ur embættismaður sagði að ráð- stöfunin „væri til þess eins fallin að torvelda" NATO að leysa eldflaugadeiluna. ítalska stjórnin kvað ákvörðunina bandarískt innanlandsmál og gagnrýndi að ekkert samráð hefði verið haft við bandalagsþjóðirnar. Borgastjór- inn í Nagasaki, annarri tveggja borga í Japan, sem urðu fyrir bandarískri kjarnorkuárás, kvað borgarbúa hneykslaða á ákvörðun Reagans, sem hann hefði tekið á 36 ára afmæli kjarnorkuárásar Bandaríkj amanna. Meira að segja í Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi virtust emb- ættismenn vilja fjarlægja sig frá ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Talsmaður Bonn-stjórnarinnar flýtti sér að benda á að geyma ætti vopnin á bandarískri grund. „Að því er sambandsstjórnin bezt veit liggja ekki fyrir nokkrar bandariskar áætlanir um að geyma vopnin í Evrópu," sagði hann. Flokkur vestur-þýzkra sósíal- demókrata varaði við því í dag að ákvörðun Reagans forseta mundi kynda undir andúð í garð Banda- ríkjamanna og hvatti Bonn- stjórnina til að koma í veg fyrir staðsetningu vopnanna á þýzkri grund. Flokkurinn sagði í yfirlýsingu að smíði sprengjunnar mundi torvelda árangur í vigbúnaðarvið- ræðum austurs og vesturs. Yfir- lýsinguna undirritaði varafor- maður flokksins, Hans Júrgen Wischnewski, trúnaðarmaður Helmut Schmidts kanzlara. Brezkur embættismaður sagði: „Komi einhvern tíma til mála að tefla fram vopnunum verða að fara fram umræður, hafa verður samráð." Hópar stjórnarandstæðinga í Bretlandi búa sig undir baráttu gegn vopnunum. „Verkamanna- flokkurinn er eindregið mótfall- inn smíði nifteindasprengjunnar," sagði Michael Foot, leiðtogi flokksins, sem er hlynntur ein- hliða afvopnun. „Eitt hættu- legasta og viðurstyggilegasta ein- kenni nifteindasprengjunnar er að hún eykur líkurnar á kjarn- orkustríði og gæti fært okkur nær þeirri brjálæðislegu hugmynd að hægt sé að heyja svokallað tak- markað kjarnorkustríð," sagði hann. Frank Allaun, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði: „Jafnvel þótt þessar sprengjur verði geymdar í Bandaríkjunum eru þær ætlaðar til nota í Evr- ópu.“ Brezk blöð lýstu yfir stuðningi við ákvörðunina með tveimur undantekningum, lögðu áherzlu á óbeit sína á vopnunum, en kváð- ust fylgjandi smíði þeirra til þess að hræða Sovétríkin og koma í veg fyrir útþenslu þeirra og hvöttu Evrópumenn til að gera slíkt hið sama. „Reagan forseti tók rétta ákvörðun," sagði Daily Mail. „Bandamenn hans á meginland- inu ættu að sýna hugrekki og skilning á því hvað þeim er sjálfum fyrir beztu með því að styðja við bakið á honum.“ Blaðið fordæmdi ótta fólks við sprengj- una, sagði að hún væri ekki smíðuð til að henni yrði varpað á stóra þéttbýliskjarna og kvað hafa hafa þann eina tilgang að hræða Rússa frá því að gera stórfellda innrás með skriðdrek- um í Mið-Evrópu. „Nifteinda- sprengjan er hræðilegt hernaðar- legt mótvægi gegn hræðilegri og sívaxandi rússneskri hernaðar- ógnun," sagði Mail. Blaðið Sun hrósaði Reagan fyrir „festu“ og sagði að nift- eindasprengjan yrði skjöldur gegn hvers konar skyndiárás Kremlverja á Evrópu. Daily Express sagði í fyrirsögn: „Þessi hræðilega en illa nauðsyn" og Daily Telegraph kvað Reagan hafa sýnt „dæmigerða dirfsku og forystuhæfileika.“ The Guardian varaði við sprengjunni og Morn- ing Star, málgagn kommúnista, fordæmdi hana. Peking-stjórnin tók ekki undir stór orð Kremlverja. Kínverska fréttastofan birti fréttina án at- hugasemda. Bandaríkin eru ekki eina land heimsins er ræður yfir tækni til að framleiða nifteindavopn. Val- ery Giscard d’Estaing fyrrum forseti tilkynnti í fyrrasumar að Frakkar hefðu gert tilraun með nifteindasprengju. En hann tók aldrei um það ákvörðun hvort framleiðsla skyldi hafin og eftir- maður hans, Francois Mitterrand, hefur heldur ekki tekið ákvörðun. Sýrlenskir hermenn og kristnir falangistar skiptust á stórskotahríð í hafnarhverfi Beirút blossa Beirút Beirút. 10. ágúst. AP. MIKLIR eldar loguðu i morgun i hafnarhverfi Beirút eftir átök kristinna falangista og sýr- lenskra hermanna i gærkvöldi. Beitt var stórskotaliði og eld- flaugum og loguðu eldar i að minnsta kosti 14 vöruskemmum. Yfirvöld i Libanon sögðu skemmdir miklar, en höfnin i Beirút er ein helsta tekjulind stjórnvalda. Átökin i Beirút um helgina eru hin mestu eftir að friðarnefnd Araba lýsti yfir vopnahléi milli kristinna manna og Sýrlendinga þann 9. júni síðastliðinn. Castró í Mexíkó (’ozuoel, Mexikó. 10. ágúst. AP. FÍDEL Castró, forseti Kúbu. var i opinberri heimsókn i Mexikó um helgina. Castró rseddi við Jose Ijopez Portillo, forseta Mexfkó, i borginni Cozuoel. Castró var sagð- ur hafa þrýst á Portillo, að hann heitti sér fyrir því, að Kúbu verði hoðin þátttaka I viðræðum 22 rikja; þróunarrikja og iðnrikja, sem fyrirhugaðar eru f Cancun i Mexi- kó i október næstkomandi. Ronald Reagan, forseti Banda- ríkjanna, verður meðal þjóðarleið- toga á ráðstefnunni en hann hefur Mótatímbur Hagstætt verð/góð greiðslukjör Höfnin í Beirút er skammt frá miðborginni, sem hefur orðið illa úti í borgarastyrjöldinni í Líban- on. ísraelskar orustuþotur rufu hljóðmúrinn yfir borginni í gær, annan daginn í röð. Á laugardag skýrðu ísraelsk yfirvöld frá því, að skæruliðar PLO hefðu ráðist á kristna falang- ista skammt fyrir norðan landa- mæri ísraels í Líbanon. Engar fréttir hafa borist af mannfalli en kristnir menn svöruðu skothríð PLO. Samtök PLO í Beirút segja, að á ferðinni séu smáir flokkar palestínskra skæruliða, sem ekki séu innan raða PLO og samtökin geti ekki spornað við vopnahlés- brotum þeirra. Shafik Wazzan, forsætisráð- herra Líbanon, átti í gærkvöldi viðræður við Hafez Assad, Sýr- landsforseta, í Damaskus, höfuð- borg Sýrlands. Flugumferðarstjórar úr heraflanum koma til Washington til að taka við störfum flugumferðarstjóra sem eru i verkalli. Átök uppí gert að skilyrði fyrir nærveru sinni, að Kúba verði ekki meðal þátttöku- þjóða á ráðstefnunni. Beiðni Kúbu um þátttöku hefur þrívegis verið hafnað. Fréttaskýrendur segja, að Castró hafi ekki haft árangur sem erfiði í Cozuoel. Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTÍG 1 S. 18430

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.