Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 AFGREIÐSLUTÍMI VERZLANA - AFGREIÐSLUTÍMI VERZLANA — AFGREIÐSLUTÍMI VERZLANA — Hverjir hrósa nú sigri í afgTeiöslutí mamálinu? -eftir Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúa Mælirinn fylltist. þegar ég las Krein formanns Kaupmannasam- taka íslands um afKreiðslutimamál- irt hér í hlaAinu i siðustu viku. Fram að þeim lestri hafði ók einsett mér að láta oðrum eftir að ræða af- greiðslutíma verzlana i þessari lotu svo mjoK sem ég hef látiö það mál til min taka á liðnum árum og marKt saiít til stuðninKS þeirri skoðun minni að leyfa beri athafna- frelsi kaupmanna ok samkeppni þeirra um að veita neytendum sem bezta þjónustu með þvi að borgar- stþirn hætti að skipta sér af af- Kreiðslutímanum með boðum ok bOnnum. Rökin hafa verið hin sömu æ ofan í æ, þeKar málið hefur komið til kasta borgarstjórnarinnar, í þrígang að ég hygg þann tíma sem ég hef átt sæti í henni. Það er óþarfi að fara að rekja í öllum einstökum atriðum það sem sagt hefur verið þessu máli til stuðnings en hins vegar get ég ekki annað en látið í ljós ánægju mína með þá greinilegu hugarfarsbreyt- ingu, sem orðið hefur innan borgar- stjórnarinnar og þá einkanlega með- al borgarfuiltrúa Sjálfstæðisflokks- ins frá því að þetta mál bar fyrst á góma eftir að ég fékk sæti á þeim vettvangi. Lengst af hef ég verið einn á báti í þeim hópi varðandi hugmyndir um frjálsan opnunar- tíma, sem segja má að hafi orðið nokkurs konar hugsjón í tímans rás, allavega svo nátengt ýmsum kjarna- hugsjónum sjálfstæðistefnunnar að þar hefur mér ekki fundizt vera hægt að skilja á milli. Þau gleðilegu teikn hafa orðið merkjanleg nú í seinni tíð að ýmsir flokksbræður mínir hafa fengið sama skilning á grundvallareðli málsins og því fagna ég. Ekki rétt frá sagt Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtakanna, gerir störf nefndar borgarstjórnar í lokunar- tímamálinu að sérstöku umtalsefni í grein sinni og segir: Nefndin varð sammála um niðurstöður. Á for- maður Kaupmannasamtakanna þar við tillögur nefndarinnar til borgar- stjórnar um breyttan afgreiðslutíma verzlana í þá veru sem að undan- förnu hefur sætt slíkri gagnrýni að segja má að laugardagsverzlun hafi verið í hers höndum, í eiginlegri merkingu. Þar sem ég átti sæti í þessari nefnd leyfi ég mér að fullyrða að formaður Kaupmannasamtakanna fer með rangt mál og er það ekki í fyrsta skipti sem vissir talsmenn hinnar frjálsu verzlunar gera sig seka um slíkt athæfi þegar þetta tiltekna mál er annars vegar. í Ijósi reynslunnar að undanförnu stendur náttúrulega ekki steinn yfir steini í þeim málflutningi fulltrúa Kaup- mannasamtakanna og Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur að kaup- menn vilji ekki frelsi til að hafa opið og þurfi að njóta vinnuverndar í reglugerðarákvæðum borgarstjórn- ar og að neytendur vilji ekkert rýmri verzlunartíma en þann sem fulltrúar Kaupmannasamtaka og Verzlunar- mannafélags eru tilbúnir að skammta þeim. I nafni þessara samtaka hafa fulltrúar þeirra gefið borgarstjórn mjög villandi upplýsingar um ástand verzlunar í höfuðborginni og gert sig seka um ótrúlegan þvergirðingshátt í þessu máli öllu. Er það ákaflega bagalegt hvað hinir ötulu talsmenn frjálsra viðskiptahátta, sem nú hafa komið fram í dagsljósið vegna laug- ardagslokunarinnar, hafa lítið látið til sín heyra þegar málin hafa verið á undirbúnings- og viðræðustigi hjá borgaryfirvöldum. Ekki er ólíklegt að niðurstöður umræddrar nefndar borgarinnar og borgarstjórnar sjálfrar hefðu orðið aðrar ef fleiri raddir hefðu heyrzt en þeirra, sem taka andköf í hugaræsingi í hvert skipti sem orðið „frelsi" er nefnt eins og reyndin hefur því miður verið með fulltrúa Kaupmannasamtak- anna og Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hingað til. Menn geta svo spurt sig hverra fulltrúar þeir séu í raun og veru, sérstaklega hlýtur sú spurning að leita á hina dugandi kaupmenn, sem ekki hafa viljað láta beygja sig í átökunum um laugardagsopnunina. Grundvallarágrein- ingur í nefndinni í störfum nefndarinnar, sem fjall- aði um opnunartímann, kom þegar upp augljós ágreiningur, sem hélzt meðan hún starfaði. Það var því enginn einhugur um niðurstöður eins og formaður Kaupmannasam- takanna lætur í veðri vaka. Auk mín áttu sæti í nefndinni borgarfulltrú- arnir Björgvin Guðmundsson, for- maður, og Adda Bára Sigfúsdóttir, en einnig fulltrúar tilnefndir af Kaupmannasamtökum íslands, Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur, Neytendasamtökunum og Hús- mæðrafélagi Reykjavíkur. Fulltrúar Kaupmannasamtakanna voru ýmist Magnús Finnsson, framkvæmda- stjóri þeirra, eða Jónas Gunnarsson, kaupmaður. Fyrir Verzlunarmanna- félagið starfaði Böðvar Pétursson í nefndinni, Árni Bergur Eiríksson fyrir Neytendasamtökin og Margrét Einarsdóttir fyrir Húsmæðrafélagið. Þegar á fyrsta fundi lýsti ég sjón- armiðum um misheppnaðar fyrri tilraunir borgarstjórnar til að setja reglur um opnunartíma sem neyt- endur og kaupmenn sættu sig al- mennt við. Vegna gagnrýninnar á ríkjandi fyrirkomulag voru nú til- lögurnar um endurskoðun einu sinni fluttar í borgarstjórn. (Fulltrúar Kaupmannasamtakanna og Verzlun- armannafélagsins hafa auðvitað haldið því fram að alls engin gagn- rýni á reglugerðina hafi verið til staðar.) Því væri fráleitt að borgar- stjórnin færi enn að setja reglur sem ekki fengju staðizt. Eðli málsins samkvæmt ætti afgreiðslutími verzl- ana að helgast af viðleitni kaup- manna til að veita þjónustu, og þeim samningum, sem kaupmenn hafa gert við starfsfólk sitt. Vegna samn- inga við verzlunarfólk myndu kaup- menn eiga um það að velja að hafa lokað utan hins samningsbundna vinnutíma, ellegar borga fólkinu yfirvinnukaup eða standa í búðinni sjálfir án aðstoðar félagsmanna í Verzlunarmannafélaginu. Björgvin bognaði Öllum hugmyndum um frjálsan opnunartíma var eindregið hafnað í nefndinni án verulegrar umræðu. Á þessu stigi reyndi maður nýja leið og viðraði hugmynd um að í borginni yrðu leyfðar sérstakar kvöld- og helgarverzlanir sem eingöngu hefðu opið utan almenns opnunartíma verzlana. Fulltrúar Kaupmanna- samtaka og Verzlunarmannafélags höfnuðu þeirri hugmynd gjörsam- lega. Þannig lét formaður nefndarinn- ar, Björgvin Guðmundsson, þessa fulltrúa tréhestanna úr Kaup- mannasamtökunum og Verzlunar- mannafélaginu leiða störf nefndar- innar og endaði svo á tveggja eða Reglugerð um afgreiðslu- tíma verslana eftir Jónas Gunnars- son kaupmann Blekking og þekking Hingað til hefi ég ekki blandað mér í þá umræðu, sem undanfarið hefur átt sér stað um þá reglu- gerðarbreytingu á afgreiðslutíma verslana, er Borgarstjórn Reykja- víkur samþykkti samhljóða í janú- armánuði sl. En þegar umræðurn- ar eru komnar á það stig að opinberir aðilar, eins og borgar- lögmaður eru farnir að halda fram algjörum fjarstæðum í málinu, get ég ekki lengur orða bundist, þar sem að ég tel að ég sé betur inni í þessu máli en flestir af þeim, sem hæst hafa haft að undanförnu. Það vill svo til að ég hefi unnið að þessu máli, bæði sem launþegi og þar með fyrrverandi stjórnarmað- ur í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur og einnig sem kaup- maður á þeim 24 árum sem ég hef rekið verslun og m.a. gegnt for- mannsstörfum í Félagi kjöt- verslana og Félagi matvörukaup- manna, auk þess hefi ég setið í framkvæmdarstjórn Kaupmanna- samtaka íslands. Afgreiðslutíma- málin hafa ávallt af og til komið upp á yfirborðið og valdið nokkr- um deilum, en þrátt fyrir það hefur aldrei verið álitamál hver hefur verið meirihlutavilji kaup- manna og samkvæmt því hafa forráðamenn þeirra ávallt unnið. Hitt er svo annað mál að valdið er ekki þeirra, heldur borgaryfir- valda og hefur því oft orðið að semja um að reglugerðir yrðu eitthvað öðruvísi en kaupmenn hefðu helst kosið, m.a. nú, varð- andi laugardaga sem valtíma. Hins ber þó að gæta, að enda þótt það hefði fengist, gæti aldrei orðið um valtíma að ræða þá laugardaga yfir sumarið, sem samningar við V.R. kveða á um að verslanir skuli vera lokaðar. Reglugerð sem kvæði á um eitt- hvað annað, kallaði einungis á ósætti á vinnumarkaðinum. Það eru því hreinar blekkingar að kaupmenn hafi verið sviptir ein- hverju sem þeir höfðu áður. Hér var einungis um samræmingu lokunartímareglugerðarinnar og launakjarasamninga að ræða. Kaupmaöurinn á horninu Það eru ný og gömul sannindi, að í hvert sinn sem launafólk fer fram á kjarabætur, er dregið fram í dagsljósið hvað kjör hinna lægst launuðu séu léleg. Þá vilja allir rétta þeirra hag. Raunin hefur þó jafnan orðið sú að við gerð nýrra kjarasamninga bera þeir jafnan minnst úr bítum. Nú hafa nokkrir háværir hornakaupmenn rekið upp mikið óp vegna sinna kjara og er það sannarlega ekki að ófyrir- synju. Það er hins vegar staðreynd að það eru ekki hömlur á af- greiðslutíma sem valda hinni lé- legu afkomu, heldur fyrst og fremst óraunhæf verðlagsákvæði vegna hinna svokölluðu vísitölu- vara, þar sem álagning er skömmtuð langt undir sannan- legum dreifingarkostnaði, en aðr- ar vörur hins vegar með óþarflega hárri álagningu, ef vísitöluverðið væri ákveðið á eðlilegan hátt. Þessi óréttláta verðlagning veldur því að sumar stórverslanir hafa undirboðið álagningarhæstu vörurnar, sem aftur veldur því að hverfisverslanirnar selja óeðlilega mikið af vísitöluvörum. Það hlýtur því að vera verkefni númer eitt að verðlagsákvæðin verði endurskoð- uð og álagning jöfnuð. Þá þarf kaupmaðurinn á horninu engu að kvíða. Það er furðuleg röksemd- arfærsla að fimmtudags- og föstu- dagstenging á afgreiðslutíma markaðsverslana kalli á laugar- dagsverslun hjá smærri verslun- um. Staðreyndin er sú að þau viðskipti sem markaðirnir hafa þá ekki fengið eru fyrst og fremst mjólk og aðrar þjónustuvörur sem eins og áður sagði standa ekki undir dreifingarkostnaði. Við sem rákum verslanir á árunum 1968—1971 munum eftir því ófremdarástandi sem ríkti varðandi afgreiðslutíma matvöru- verslana. Til annarra greina náði vitleysan ekki þá. Við munum eftir þeirri martröð þegar samkeppnin rak menn út í að hafa opið til klukkan 22.00 öll kvöld vikunnar. Þetta svokallaða frjálsræði getur því orðið að hinu mesta ófrelsi. Frelsið er ákaflega fallegt hugtak en í rauninni er enginn frjáls og getur aldrei orðið. Óheft frjálsræði getur valdið miklum glundroða og stórskaða fyrir einstaklinga og samfélag. Að slá tvær flugur i einu höggi Sumir menn hafa það fyrir sið að ef þeir eru óánægðir með eitthvað þá skammast þeir ekki yfir því, heldur einhverju allt öðru. Þetta eru hálfgerðir vand- ræðamenn sem geta stundum komið mjög illu til leiðar bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Þannig er með marga af þeim háværu og herskáu horna-kaup- mönnum sem nú láta gamminn geisa í árásum á Kaupmanna- samtök íslands. Það eina sem þessar árásir geta orsakað er að Borgarstjórn Reykjavíkur hreinlega afnemi reglugerðina eins og forseti Borg- arstjórnar hefur hótað og við fáum yfir okkur ringulreiðina frá 1968, jafnframt því að þessir menn stefna að því að veikja eða „Látið ekki hávær- an minnihluta kaupmanna glepja ykkur til að gera verulegar breyt- ingar á núgildandi reglugerð eða af- nema hana ...“ jafnvel ganga af sínum eigin samtökum dauðum. Ef svo yrði þá hefðu þeir slegið tvær flugur í einu höggi. Trúi því hver sem vill að þá yrði hag kaupmanna betur borgið. Þó að einstaka kaupmenn telji samtök lítils megnug og fátt náist fram og að ekki svari kostnaði að vera i'nnan þeirra, þá mega þeir góðu menn vita, að ef ekki hefði ávallt verið leitast við að standa á móti árásum á smásöluverslunina, sem gerðar hafa verið eða fyrir- hugaðar hafa verið, þá væru engir af okkur litlu körlunum með opnar verslanir í dag. Kaup- mannasamtökin hafa ennfremur fengið ýmsu áorkað sem horft hefur til bóta, en ég læt ógert að telja það hér og nú. En þar sem engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn og eins og sjá má eru margir veikir hlekkir í keðju Kaupmannasamtakanna í dag, má telja að árangur okkar kjarabar- áttu sé viðunandi. Hlutur neytenda Sumir hafa haldið því fram að hagsmunir neytenda í Reykjavík séu fyrir borð bornir með tak- mörkun á starfstíma verslana. Því er tii að svara að þeir hafa átt kost á að láta sína rödd heyrast og komið sínum sjónarmiðum á framfæri í nefnd þeirri sem Borg- arstjórn Reykjavíkur setti á lagg- irnar vegna breytinga á reglu- gerðinni nú. Húsmæðrafélag Reykjavíkur átti fulltrúa í nefndinni sem taldi núgildandi tíma algjörlega full- nægjandi, en hefði gjarnan viljað hafa valtímann eitthvað öðruvísi eins og fulltrúi Kaupmannasam- taka íslands vildi, hvorugur aðil- inn vildi þó ganga á gerða kjara- samninga við Verslunarmannafé- lag Reykjavíkur. Fulltrúi Neytendasamtakanna taldi það stefnu Neytendasamtak- anna að gefa allt frjálst. Það hefur hins vegar komið í ljós að formað- ur Neytendasamtakanna gerir sér ljóst að lenging afgreiðslutíma hljóti að hafa hækkað vöruverð í för með sér og virðast því vera skiptar skoðanir á því heimili. Kannanir sem nokkrir kaup- menn gerðu meðal viðskiptavina sinna benda í sömu átt, þ.e.a.s. mikill meirihluti eða nær allir telja ástandið gott eða allavega vel viðunandi. Hasarblöðin, Al- þýðublaðið, Dagblaðið og Vísir, sem virðast byggja afkomu sína á stórum fyrirsögnum og ýktum frásögnum af smámálum, hafa reynt að gera mikið úr ósamkomu- lagi í þessu máli. Vilmundur Gylfason, sem nú hefur tekist að gera Alþýðuflokkinn að ennþá meiri pínulitla flokki en hann var áður en hann kom til sögunnar, hefur látið gamminn geisa í leið- urum Alþýðublaðsins, enda eini möguleikinn til að einhver fái að heyra boðskapinn, ekki er lesenda- fjöldi Alþýðublaðsins svo mikill. Hefur þessi fyrrverandi dóms- málaráðherra Islands að vanda tekið málstað lögbrjótanna í mál- inu og fordæmt að settum lögum væri fylgt. Jónas Kristjánsson og Ellert Schram hafa einnig skrifað leið- ara í sín blöð og komið með margar „gáfulegar" uppástungur um aðra tilhögun. Þeir sem þekkja þessi mál, geta auðvitað ekki annað en brosað að fáfræði þess- ara manna, eins og oft áður í sambandi við leiðaraskrif. Rit- stjórarnir ræða um mál, sem þeir hafa ekkert vit á og hafa ekki vilja eða getu til að kynna sér til hlýtar. Þá hafa þeir einnig látið blaða- menn sína túlka dag eftir dag villandi og ósannar fréttir af afgreiðslu þessara mála, auk þess sem blöðin hafa flutt samtöl við kaupmenn, sem brotið hafa lögin, sem öll eru skrifuð með það fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.