Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 Áviraiingur af álverinu í Eftir Þorgeir Ibsen íslendinga Straumsvík Samkvæmt því sem hér segir, er starfsfólk ISAL með hæstu meðal- launin og þar næst starfsfólk Flugleiða hf. En mismunurinn á meðallaunum hjá þessum tveim fyrirtækjum er verulegur, þar sem meðallaun starfsfólks Flugleiða eru 1 milljón króna lægri en hjá starfsfólki ISAL. Hjá Samband- inu, sem er umfangsmesta fyrir- tæki landsins, eru meðallaun starfsfólksins 1,8 millj. króna SEINNIHLUTI lægri en hjá ISAL. „Stóriðjusamning- urinn milli íslands og Alusuisse — ál- samningurinn — var meginforsend- an fyrir því, að fært þótti að leggja í stórvirkjunar- framkvæmdir við Búrfell. Og með þeim miklu fram- kvæmdum, sem hófust samtímis ár- ið 1967 við Búrfell og í Straumsvik, verða þáttaskil — aldahvörf — i iðn- aðarmálum Islend- inga. — Öld stór- iðju var runnin upp á Islandi.“ I 7 Avinningurinn. sem íslend- ingar hafa haft af álverinu í Straumsvík, er margþættur. Auk i hinnar tryggu og góðu atvinnu, sem það veitir fjölda fólks, beint og óbeint, — skattgreiðslu þess til hins opinbera og gjaldeyristekn- anna, sem frá því streyma í ríkisbúið, — hefur það haft í för með sér hingað margvíslega ný- lundu, þekkingu og reynslu á sviði tæknimenningar, sem íslending- um var framandi og þekktu lítið sem ekkert til áður, nema af afspurn. Fyrir daga ISAL höfðu Islend- ingar enga reynslu af stóriðju, þegar undan er skilin sú reynsla, ! sem þeir voru búnir að öðlast af Sementsverksmiðjunni á Akranesi og Áburðarverksmiðjunni í Gufu- nesi, ef flokka má þær undir stóriðjuhugtakið, sem verður þó tæpast gert, eins og það hugtak er að jafnaði túlkað. Eru þó báðar þessar verksmiðjur hið ágætasta framtak og hvor þeirra um sig merkir áfangar í þróuninni til meiriháttar iðnaðar hérlendis. Hinn umdeildi álsamningur. öll hans margbrotna og umfangs- mikla gerð, veitti Islendingum líka nýja sýn og þeim áður óþekkta reynslu, lærdóm, sem koma mun j að góðu gagni síðar meir, þegar j semja þarf um orku, aðstöðu, i skatta og skyldur við önnur stór- iðjufyrirtæki, sem eiga fyrir sér að rísa hér í framtíðinni. Líta má því á samning þennan sem vörðu á leiðinni, vegvísi, sem seinnitíma- menn, við álíka samningagerð, geta haft til hliðsjónar og tekið mið af. Um það verður ekki deilt, að álsamningurinn er tímamótaverk. Og miðað við það, að hann er frumraun íslendinga og alger frumsmíð á sínu sviði af þeirra hálfu, hefur hann í megindráttum komið vel út og reynzt hagstæðari , fyrir ísiand en ýmsir vilja viður- I kenna. En það er' með þennan samning, eins og með öll önnur mannanna verk, að ekki er hann f alfullkominn. Allt orkar tvímælis þá gert er, enda enginn hlutur svo I____________________________________ góður að ekki megi finna á honum einhverja þá agnúa, sem hengja má hatt sinn á og gagnrýna. Hefur það verið gert ósleitilega og oft að ófyrirsynju. Iðulega hefur þessi gagnrýni verið grunnfærnisleg og fremur beitt af kappi til niðrunar samningnum en forsjá til þess að bæta þar um. Án efa eru í samningnum ákvæði, sem orka tvímælis og eru umdeilanleg, en engin þeirra eru þó alvarlegri og veigameiri en svo, að þau megi ekki lagfæra, ef rétt og skynsam- lega er að málunum staðið. En það, sem skiptir mestu máli í samningi þessum og er þyngst á metunum, er, að í honum eru ákvæði, sem tryggja rétt og hags- muni íslands til hins ýtrasta gagnvart hinum erlenda aðila. Nokkur helztu ákvæðin þar að lútandi, eru þessi: — Rétturinn til þess að fylgjast með öllum rekstrarþáttum Ál- félagsins og allri afkomu þess. — Rétturinn til þess að fylgjast með allri annarri starfsemi félagsins. Þar með talið eftirlit með heilbrigðis- og hollustu- háttum á vinnusvæðinu, slysa- vörnum og öryggisbúnaði, mengun og mengunarvörnum o.s.frv. — Rétturinn til endurskoðunar á reikningsuppgjöri og afkomu félagsins frá ári til árs, svo og orkuverði og framleiðslugjaldi að loknum 25 ára samnings- tíma, ef ákveðin er framleng- ing á honum, þ.e. samnings- tímanum. — Rétturinn til þess að skjóta málum til hlutlauss aðila, til álits og úrskurðar, komi samn- ingsaðilar sér ekki saman. Að þessu leyti er samningurinn með afbrigðum góður og sama má segja um flest önnur atriði hans. En þótt hann sé góður og í honum margir varnaglar, sem tryggja hagsmuni Islands, er hann ekki betri en svo, að íslendingar sjálfir verða að standa vörð um þau ákvæði hans, sem tilgreind voru og önnur, sem í honum felast, og virða rétt sinn til raunhæfs eftir- lits, endurskoðunar og mats á framkvæmd hans frá ári til árs. Hér er um grundvallaratriði að ræða, sem ávallt ber að hafa í heiðri. 8 Fyrir ísland hefur áhættan af álsamningnum reynzt vera lítil sem engin, en ávinningurinn hins vegar mikill. Hér er ekki of djúpt í árinni tekið, því að margt rennir stoðum undir sannindi þeirra orða sem sögð voru. Skal vikið að því hér á eftir: Þrátt fyrir, að ÍSAL hafi ekki verið með mesta veltu, en verið 3. til 5. í röð þeirra fyrirtækja, sem þar ber hæst, hefir það borið hæsta skatta í landinu frá 1970 til 1979. Og enn árið 1979, þegar það er 6. í röð fyrirtækjanna með mesta veltu, greiðir það hærri skatta til hins opinbera en hvert hinna. Þar að auki eru meðalárs- laun starfsmanna þess hærri en meðalárslaun starfsmanna hinna fyrirtækjanna, eins og sjá má á eftirfarandi töflu, sem gildir fyrir árið 1979: Um launakjörin hjá ISAL hefur aldrei staðið neinn styrr. Allir samningar um þau farið friðsam- lega fram, og því aldrei komið til verkfalla þar eða uppsagnar starfsmanna vegna lélegra kjara. Aðra sögu er að segja af fjölmörg- um fyrirtækjum öðrum í landinu, bæði á vegum hins opinbera og í eigu einstaklinga eða hlutafélaga, en millum þeirra og starfsfólksins hafa oft risið upp illskeyttar og hatrammar deilur um kjaramálin, sem leitt hafa til verkfalla um lengri eða skemmri tíma. Hafa deilur þessar stundum orðið svo harðsvíraðar og óbilgirnin svo takmarkalaus, að ekki greri fylli- lega um heilt milli samningsaðila í langan tíma eftir að staðið var upp frá samningaborðinu. Þá hefur ISAL haft á sér gott orð sem áreiðanlegur og skilvís launagreiðandi og allar kaup- greiðslur til starfsmanna reiddar af hendi umyrða- og refjalaust og að öðru leyti staðið við öll ákvæði þess kjarasamnings, hverju sinni, þá samþykktur var. Hjá ISAL hafa samningarnir ávallt verið í gildi undanbragðalaust viðkom- andi samningstímabil, gagnstætt því sem átt hefur sér stað hjá hinu opinbera á síðari árum. En þetta með ríkið og launþega þess er saga fyrir sig, raunasaga, sem ekki verður rædd hér. , | þeim efnum, sem hér hefur verið drepið á, hefur ISAL komið úrtölumönnunum mjög á óvart. Það hefur staðið sig betur en þeir gerðu ráð fyrir og gert fordóma þeirra í garð þess og hrakspár að engu. En eftir standa þær óhagg- anlegu staðreyndir, sem hér eru dregnar saman í megindráttum: 1. — ISAL greiðir hærri skatta til hins opinbera, bæði hlutfalls- lega hærri og í heild en önnur fyrirtæki gera, sem eru með svip- aða veltu og meiri. 2. — ISAL greiðir starfs- mönnum sínum hærri laun að jafnaði, þ.e. meðaltekjur starfs- manna ISAL eru hærri en meðal- tekjur starfsmanna hinna fyrir- tækjanna. I flestum tilfellunum er launamunurinn mikill. lloildar volta Sl.tr. vinnu- vikur Moðal- fjoldi starfsm. Boinar launa- Kroidslur MoAal- árslaun starfsm. 1. Samh. ísl. samv.fól. 107.17« 71.178 1132 7033.670 1.9 millj. 2. SolumiAst. hrartfr.h. 7fi.r>fio 3.808 75 3fi2.311 1.8 millj 3. FluifloiAir hf. 30.177 00.807 1312 7581.738 5.7 millj 1. Landsh. ísl. 3fi.«72 10.615 055 110fi.l05 1.6 millj 5. Olíuíól. hf. 3B.780 11.502 270 1121.0K8 5.1 millj fi. ISAL 35.107 36.118 701 1678.068 6.7 millj. Allir kostnaðarliðir ISAL hér heima, þar á meðal laun starfs- manna, eru greiddir með bein- hörðum gjaldeyri. Kaupið sitt fá starfsmennirnir þó ekki öðruvísi en í íslenzkum peningum. 3. — Samningar um laun og kjör starfsmanna ISAL hafa ætíð farið friðsamlega fram og tekizt að semja án milligöngu sáttasemj- ara. 4. — Til verkfalla hefur aldrei komið í Straumsvík vegna ágrein- ings í kjaramálum. Ekki heldur til uppsagnar starfsmanna þar af sömu ástæðu. Aðeins eitt sinn var boðað til samúðarverkfalls hjá ISAL. Stóð það í einn dag. Var þetta vegna allsherjar kjaradeil- unnar 1977, en sú deila leystist áður en ISAL drægist inn í þá hringiðu og til alvarlegs verkfalls kæmi í Straumsvík. I S A L GREI0SLUR TIL INNLENORA AOILA 1,10.1969 - 31,12.1980 FIROAR UPR TIL GENGIS 8AN0ARTKJAD0LLARS 31.12.1980. (T NITTj. GKR). Str»u»*vfk, 4 August 1981, bl/MVK/nhf. * 1969 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 Saatals Fp»»1»1ðslugj ald 13,2 397, A Al 1,1 390,5 636,5 t.946,8 A55,0 929,9 925,7 >.955,8 1.653,3 1.442,9 9.918,1 R«fork« 361,1 U70.5 1.297,2 1.455,3 2.301,8 2.227,5 1.985,8 2.534,8 3.066,0 3.651,0 A. 069,6 5.036,2 29.126,8 V«*tir og »fb. «f h»fn»rkostn. - - 451,7 246,7 305,8 330,5 1.233,1 1.229,4 1.259,0 1.878,8 1.762,7 1.609,3 10.307,0 Launagr. og 1»>jn»t»ngd gjðld A?3,7 1.311,3 l.75',9 2.145,1 3.360,2 4.904,9 4.454,6 5.299,7 6.615,6 7.107,2 8.319,6 10.602,6 56.366,2 p»r»gjð1d t1l E.f. 363,0 310,1 548,6 A33,l 5?9,0 706,7 484,1 883,4 865,7 961,8 1.631,6 1.699,6 9.216,3 Ttsar graiðslur Z-751.8 967.) 939.3 1.347.4 U09.5 2.173.0 2.499.1 2.286.5 2.52A.6 1.972.7 4.7H.4 2-811.5 26.073.9 4.002,8 A.I36.A 5.399,8 6.028,1 8.242,8 12.189, A 11.111,7 13.163,7 15.256,6 16.527,3 21.727,8 23.201,9 140.988,3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.