Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 15 texti: Jóhanna Kristjónsdóttir að hún takist vel til að allir þrífist og feldurinn verði sem beztur. Við fengum mikið af sláturúrgangi fyrir lítið hjá Kaupfélaginu síðasta haust og þetta blöndum við fiskimjöli. Sigurjón Bláfeld hefur líka gefið okkur margar góðar „mataruppskriftir", og bæta má í þetta mysu og grasamjöli svo að eitthvað sé nefnt. Læð- urnar eru ekki matfrekar fyrr en eftir pörun, éta um 400 g á dag og kallarnir milli 400— 500 g. Á sumrin er því yfirleitt nægjanlegt að gefa einu sinni til tvisvar á dag, en meira seinni hluta vetrar. Svo eru hvolparnir aldir fram í nóv- ember. Hugmyndin hjá okkur er að selja hluta af þeim til lífs, fimmtíu hafa þegar verið pantaðir norður í Hrútafjörð. Alls erum við með um 200 hvolpa og óljóst hversu marga okkur tekst að selja til viðbót- ar. Síðan ætlum við að kaupa 50 dýr í haust, stækka sem sagt stofninn og húsnæðið um helming og þar með held ég að þetta sé gott í bili. Við ætlum að komast á námskeið til að læra rétta aflífun og reyna svo að slátra sjálfir og annast skinnaverkunina sem er tölu- verð kúnst. — Jú, mér líkar að mörgu leyti vel við þessi dýr, segir Sigurður aðspurður. — Maður kemst fljótlega að því að hvert dýr hefur sín persónulegu ein- kenni og geðslagið er upp og ofan eins og hjá mönnum. Fullorðnu dýrin eru töluvert tortryggin og vör um sig gagnvart manninum, en þau láta mann samt finna það undra fljótt að þau bera kennsl á þá sem hirða um þau að staðaldri. Læðurnar sýna hvolpunum afar mismunandi umhyggju. Refir eru mjög eigingjörn dýr og það sér maður til dæmis við matar- gjafir, þá kemur það fyrir að læðurnar ryðja hvolpunum frá með illsku til að komast að matnum. Aftur á móti eru þó stöku læður, sem láta hvolp- ana hafa allt fyrst og virðast bíða rólegar þar til röðin kemur að þeim. Það er fróð- legt að kynna sér skaphöfn dýranna, og eiginlega nauð- synlegt að átta sig á því t.d. hvernig læðurnar muni hugs: anlega kom fram við hvolpana sína, því að þá kann stundum að vera nauðsynlegt að taka hvolpana fyrr frá þeim, ef þær sýna þeim litla umhyggju. Flestar eru þó þannig að þær sýna leiða og eftirsjá þegar hvolparnir eru teknir 42 daga gamlir og hafðir í sér búri. Yfirleitt fer bezt á því að láta hana hafa einn eða tvo hjá sér í smátíma og taka ekki alla frá henni í einu. — Jú, stofnkostnaður var óhjákvæmilega býsna mikill. Við fengum framlag úr Byggðasjóði og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Svo eru við með slatta af vaxtaaukalánum og verðum að treysta á að skinnaverkunin takist vel og við komum meirihlutanum í fyrsta flokk. I fyrra var verð á skinnum um 400 kr. í fyrsta flokki, en nú milli 500—600 krónur. Auðvitað tekur sinn tíma að vinna þessu sess, en okkur þykir gaman af að fást við þetta og það er fyrir mestu. Við rennum svo út í refabú- ið. Þar er Nanna Baldursdótt- ir, kona Svavars, í óða önn að hreinsa og undirbúa fyrir gjöf. Hún segist líta til með dýrun- um a.m.k. einu sinni á dag og stundum oftar. Með Sigurði eru synir hans tveir tíu og fjórtán ára, en þeir hefa báðir mikinn áhuga á þessum bú- sakap og sækja í að fara með föður sínum og aðstoða. Þeir eiga auðvitað hver sína læð- una — ef þeir eiga hana ekki hafa þeir að minnsta kosti helgað sér hana. Búið er afar snyrtilegt og lyktin ekki nándar nærri eins sterk og ég hélt, enda prýðileg loftræsting. Það verður uppi fótur og fit í búrunum, þegar dýrin sjá Sigurð, gera sér augsýnilega góðar matarvon- ir. Svo fá allir sinn skammt, brúnt gums, sem mun vera sláturúrgangur og mjöl. Illa- þefjandi en augsýnilega mikið lostæti íbúunum hér. OfiðrnR VINNINGAR ÚR J-PI£WU 06ÓITIR VINNINGAR 0R 2. PBtm 15. JtMÍ 1978 VPHWGSUPPHIBD 10.000 kr. 71212 VntíINGSUPPHHÐ 5.000 kr. 87280 VINNINGSUPPllÆ) 1.000 kr. 14260 17267 47641 60459 65114 66413 98239 98572 15616 VINNING3UPPHSE 100 kr'. 861 18293 44532 47770 64473 76363 30281 96936 3457 19163 45032 49239 65505 77423 80784 87981 4205 19440 46491 49240 66457 78364 32450 83937 7904 22557 47366 61112 66564 79186 32456 88948 8400 30541 47395 61491 68345 79553 82595 93804 10990 41737 47674 61938 68794 79893 32599 97005 17635 42840 47734 62981 69058 80147 85707 93149 18058 ÖSÖmR VIWINGAR 0R 3. DHCITI 15. JtNl 1979 VINNINGSUPPHÆÐ 10.000 kr. 5891 26447 VINNINGSUPPHg) 5.000 kr. 98606 VIHmiGBUPPKB) 1.000 kr. 10227 44309 56866 58175 64470 67124 82600 88793 28724 46025 57748 Fann ótrúlegustu hluti grafna í garðinum ... Castleford. KnKlandi. 7. ágúst. AP. John Thompson. námu- verkamanni í Yorkshire í Knglandi. brá heldur í brún í vikunni þegar hann ætlaði að grafa litla tjörn í garðinum hjá sér og fann þar ótrúlegustu hluti grafna. Upp úr hol- unni dró hann 2 rúm, þvottavél, postulínsmuni, kvenmannsföt, hræ af hundi. eldhúsvaska og fjögradyra Ford Anglia Saloon. sem hafði verið ekið 117.380 km. Bíllinn fór í gang, en yfir- byggingin brotnaði saman, þegar reynt var að ná bílnum úr gröfinni. „Bíllinn hefur lík- lega legið þarna í um 15 ár,“ sagði Thompson. „Einhver hlýtur að hafa grafið djúpa holu og keyrt niður i hana og síðan mokað aftur yfir bílinn. Guð má vita, hvað ég hefði fundið, ef ég hefði haldið áfram að grafa. Holan hjá mér varð alltaf stærri og stærri — í hvert skipti, sem ég stakk niður skóflu, fann ég eitthvað nýtt.“ Nágranni Thompsons sagði, að sá, sem bjó í húsinu áður, hefði haft gaman af að vinna í garðinum. „Hann var alltaf eitthvað að moka þarna úti, en enginn vissi hver tilgangurinn var. hann var heldur fálátur maður.“ Tjörn Thompsons átti í upp- hafi aðeins að vera tæpan meter á lengd og eins metra djúp. Á endanum varð gryfjan rúmlega 5 metra löng og um 2 metra á dýpt. Bankastrætí7 Símí 2 9122 TILB0Ð Bjóöum staka jakka og buxur á sérstöku tilboósverði. Stendur aðeins í nokkra daga. 7.151 L A&alstrætí4 Sími 150 05

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.