Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 17 5. — ISAL hefur ætíð staðið við öll ákvæði kjarasamninga. Þar hefur engu verið rift eftir á og samningarnir milli fyrirtækisins og starfsmannanna því ávallt ver- ið í fullu gildi allt samningstima- bilið. 6. — Framkvæmdastjórn ISAL hefur lagt sig alla fram og kapp- kostað að hafa hollustu-, heil- brigðis- og öryggismál á vinnu- staðnunrí eins góðu lagi og unnt er. Eftirlit af hálfu ISAL með þessum þáttum er mikið og miklu kostað þar til. Læknisskoðun á starfsmönnum fer reglulega fram. Er hún, sem annað tilheyrandi þessum málum, kostuð af fyrir- tækinu sjálfu. 7. — Öryggismálin hjá ISAL, slysa- og brunavarnir, eru til fyrirmyndar. Hefur ISAL haft forgöngu um á því sviði, sem vakið hefur eftirtekt ýmissa innlendra og jafnvel erlendra fyrirtækja, sem kynnt hafa sér þessi mál í Straumsvík og sótt þangað fyrir- myndir, vegna sinna eigin örygg- ismála. ISAL er með sérþjálfað lið, sem getur brugðið skjótt og fyrirvaralítið við, ef slys ber að höndum eða bruna. Lið þetta er reglulega þjálfað og endurhæft, eftir því sem þurfa þykir. Hefur fyrirtækið oft sent menn úr liði þessu til annarra landa til þess að kynnast því sem bezt er þar að gerast í öryggismálum. 8. — ISAL hefur lagt gífurlegt fé af mörkum til mengunarvarna, sem nú þegar nemur milljörðum króna, og mun halda áfram að kosta þar miklu til, svo að þau mál verði í því lagi sem tök eru á og í mannlegu vaídi stendur að ráða við. 9. — Framkvæmdastjórn ISAL hefur frá upphafi leitazt við af alefli að skapa starfsmönnum sínum sem bezt félags- og starfs- skilyrði. Hefur ISAL lagt til félagsmála starfsmanna sinna drjúga styrki í beinum og óaft- urkræfum fjárframlögum ogeinn- ig með hagkvæmum lánum, eins og t.d. til orlofs- og sumarbúða ISAL-manna við Hæðargarðsvatn hjá Klaustri á Síðu og í Brekku- landi í Biskupstungum. 10. — I Straumsvík hafa sprottið upp mörg félög, sem öll starfa af krafti. Svo nokkur séu nefnd, þá eru þar t.d. Starfsmannafélag ISAL (STÍS), pöntunarfélag, byggingarsamvinnufélag, bridge- og taflfélag, íþróttaklúbbur, veiði- mannafélag (er með Krossá á Skarðsströnd á leigu), steinasafn- araklúbbur, ljósmyndaklúbbur, radíóklúbbur o.fl. Húsnæði og ýmsa aðra aðstöðu vegna starf- semi sinnar hafa þessi félög og klúbbar fengið endurgjaldslaust hjá ISAL. 9 Þau atriði, sem drepið var á, bæði í fyrri og síðari hluta þessar- ar greinar, ber öll að einum og sama brunni og undirstrika þá staðreynd, að „íslenzka álfélagið hfer mikilvægur og traustur hlekkur í efnahagskerfi þjóðar- innar. Og bersýnilegt er, þegar litið er yfir þróun atvinnu- og framfaramála eftir miðja öldina, að Álverið í Straumsvík og Búr- fellsvirkjun valda mestum straumhvörfum í framfarasókn landsmanna á síðari tímum. Að unnt yrði á sinni tíð að ráðast í svo mikla vatnsaflsvirkj- un sem Búrfellsvirkjun er, þurfti að vera tryggt að stóriðja með mikla orkuþörf yrði hér reist. Stóriðjusamningurinn milli ís- lands og Alusuisse, — álsamning- urinn — var meginforsendan fyrir því að fært þótti að leggja í stórvirkjunarframkvæmdir við Búrfell. Og með þeim miklu fram- kvæmdum, sem hófust samtímis árið 1967, við Búrfell og í Straumsvík, verða þáttaskil — aldahvörf — í iðnaðarmálum ís- lendinga. — Öld stóriðju var runnin upp á Islandi. Ágæt spretta á grænmeti Litið til nokkurra garðyrkjubænda Jóhannes Helgason I Hvammi II ásamt konu sinni Kristrúnu Karlsdóttur i kálakrinum. Kjartan Helgason i Hvammi I að pakka gulrótum ásamt heimafólki og gestum IIÉR í IIRUNAMANNAIIREPPI er rétt á annan tug garðyrkjubamda sem byggja afkomu sína að mest öllu eða öllu leyti á ra'ktun grænmetis og gróður- húsaafurða. Jarðhiti er mestur á Flúðum og í nágrenni en einnig hefur verið borað eftir heitu vatni á ýmsum öðrum stöðum með ágætum árangri. I»ar sem nýtt grænmeti er fyrir nokkru komið í" verslanir fannst fréttaritara rétt að bregða sér í heimsókn til nokkurra garðyrkjuhænda i nágrenni við Flúðir og spyrja þá um uppskeruhorfur. Mánudagar eru um þetta leyti árs mestu annadagar vikunnar hjá garðyrkjumönnum hér um slóðir við uppskerustörf og frágang á grænmetinu, en flutn- ingabíllinn fer á þriðjudögum til Reykjavíkur með aðalsendingu vikunnar. Einnig er sent grænmeti tvo aðra daga vikunnar um mesta annatímann, en áhersla er lögð á að grænmetið komi sem nýjast og ferskast á markað. Á mánudaginn þegar meirihluti landsmanna var í fríi og verslunarstéttin hélt dag sinn hátíðlegan voru garðyrkjumennirnir í önnum. Fyrst var litið til Georgs Ottóssonar sem býr á Flúðum þar sem hann kennir íþróttir við Flúðaskóla á veturna. Hann var að skera hvítkál í garðlandi sinu í nágrenni Flúða ásamt mági sinum Heimi Runólfssyni. Georg kvaðst vera með hvorutveggja inni- og útiræktun eins og flestir garðyrkjubændur. Agúrkuuppskeran í gróðurhúsinu hefði verið allgóð en mikil afföll hefðu orðið á sölunni vegna mikillar offramleiðslu. Úti er Georg með blómkál og hvítkál og hann taldi uppskeruhorfur í meðallagi góðar en ekki væri hægt að bera þetta ár saman við árið í fyrra sem var með bestu árum sem kæmu en þá var metuppskera. Jóhannes Helgason í Hvammi II var að skera hvítkál eins og Georg ásamt konu sinni. og börnum. Hann taldi sprettuna á grænmetinu vera í góðu meðallagi. Engin afföll hefðu orðið í vor eins og oft vill verða en kuldi og þurrkar hefðu þó tafið eitthvað fvrir sprettunni. Skjólbelti og upphitun garðlandsins flýttu hinsvegar fyrir, en nokkrir garðyrkjubændur hefðu komið fyrir heitum lögnum í garðlöndum sínum sem flýttu að sjálfsögðu mjög fyrir sprettunni. Kjartan bróðir Jóhannesar sem býr í Hvammi I var að pakka gulrótum ásamt fólki sínu þegar litið var inn í pökkunarskúrinn hjá honum. Hann tók undir þau orð hjá bróður sínum að vöxturinn á grænmetinu væri í góðu meðallagi, þetta væri önnur sendingin sem færi frá sér af gulrótunum á markaðinn í sumar. Einar Hallgrímsson í Garði var úti í miðjum garði að skera kál en hann er nágranni þeirra Hvammsbræðra er einn reyndasti garðyrkjubóndi landsins og stofnaði sitt garðyrkjubýli árið 1944. Einar taldi uppskeru- horfur ágætar í ár þrátt fyrir þurrk og kulda en mikill munur væri á hvort garðlöndin væru upphituð eða ekki en hans garðland er allt hitað upp. Markaðurinn fyrir grænmeti hefur stóraukist á síðustu árum ekki síst með tilkomu allra nýju grillstaðanna á Faxaflóa- svæðinu. Sig. Sigm. Daði Jóhannesson hnýtir fyrir og merkir kálpokana. Georg Ottósson og Heimir Runólfsson. Einar Hallgrímsson i Garði með fulla korfu af fallegu káli. Ljó>m: Sík. SÍKm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.