Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.08.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1981 Hvar eru KRON-búðim- íbúðahverfunum? ar í „IIVAR eru Kron-búðirnar í íbúðahverfunum, búðirnar sem fólkið átti sjálft? — Fyrir 25 árum var um það bil hálfur annar tugur Kron-búða dreifðar um íbúðahverfin til að veita eigendum sínum ok öðrum þjónustu. í kringum þessar búðir var traustur viðskiptamannahópur, sem taldi han sínum bezt borxió með þvi að verzla i sinni eijfin búð, og hlaut þvi að njóta hajínaðarins af viðskiptunum. Nú eru all flestar þessar búðir Áfram heldur Óskar: „Þar sem það er ekki hagur neytendanna, að reka verzlanirnar með tapi, þá gat stjórn félagsins ekki annað en hætt rekstri þeirra. En hvers vegna geta einstakl- ingar frekar haldið áfram rekstri slíkra verzlana? Ástæðan er ein- faldlega sú, að þeir leggja á sig og sitt fólk meiri og meiri vinnu. Þótt ótrúlegt sé, þá er erfiðara að hætta rekstri þegar illa gengur, en þegar allt er í blóma, því þótt reksturinn skili ekki þeim launum, sem kaupmaðurinn og fjölskylda hans ætti að fá, er hægt að halda áfram með því að safna skuldum, í þeirri von að úr rætist. Nú er það hins vegar orðið þannig, að með nýjum skattalög- um, mega menn ekki vinna kaup- laust, og þeir mega heldur ekki fá kaup fyrir sína vinnu. í 59. grein skattalaganna, segir að menn skuli greiða skatt af þeim tekjum, sem þeir hefðu fengið, sem laun- þegar í starfi hjá öðrum. Sú skýring hefur verið gefin, að tilgangur 59. greinar hinna nýju skattalaga sé m.a. sá, að útrýma þeim atvinnurekstri sem ekki skili hagnaði. Við kaupmenn teljum okkur hins vegar gegna þýðingarmiklu þjónustuhlutverki fyrir íþúa borg- arhverfanna, sem búðir okkar eru í. Okkur er ekki gefinn kostur á, að semja um kaup og kjör eins og flestum öðrum þegnum þjóðfé- lagsins. Það er ekki við okkur að sakast þótt reksturinn skili ekki þeim tekjum, sem skattayfirvöld- um þykja eðlilegar fyrir vinnu okkar, en tekjur kaupmannsins geta aldrei orðið meiri en það sem af gengur þegar allir hafa fengið sitt. Við erum sannfærðir um, að neytendur ætlast til þess af þeim mönnum, sem þeir hafa kosið til borgarstjórnar og Alþingis, að þeir tryggi áframhaldandi og bætta þjónustu litlu búðanna, en ekki að grafa undan tilveru þeirra með aðgerðum, sem ekki geta talizt sanngjarnar, eðlilegar né löglegar. horfnar. Meira að segja Kron á Skólavörðustign- um, sem var ein stærsta ug glæsilegasta verzlun borgarinnar á sínum tíma. Hvers vegna er búið að loka þessum búðum? Vegna þess, að rekstur þeirra bar sig ekki, þar sem greiða þurfti öllum starfsmönnum full laun fyrir sína vinnu.“ Það, sem hér að ofan segir, er upphaf leiðara Verzlunartíð- inda, sem Kaupmannasamtök Islands gefa út, og er hann ritaður af óskari Jóhannssyni, kaupmanni. með skattlagning vegna ársins 1979 ásamt vaxtakostnaði." Morgunblaðið innti Óskar nán- ar eftir þessum málum kaup- manna, og kom fram í upphafi, að um 70% allra innkaupa litlu verzlananna eru vísitöluvörur, sem standa eins og áður sagði ekki undir dreifingarkostnaði. mmrn—Jm Hinir nýju skrifstofuskápar. Ennfremur má sjá á myndinni bókavagn og afgreiðsluborð. Það er ekki sanngjarnt, að ósamræmið í verðlagningarmálum hefur orðið til þess, að litlu búðirnar í íbúðahverfunum selja að langmestu leyti vísitöluvörur, en allir viðurkenna að leyfð álagn- ing þeirra hrekkur ekki fyrir dreifingarkostnaði. En stórverzl- anir hafa náð til sín mest allri sölu á þeim vörum, sem ódýrasta eru í dreifingu, en mest álagning er á. Það er ekki eðlilegt, að ráðu- neyti skipi mönnum, að selja vörur með vísvitandi tapi, en annað ráðuneyti heimti síðan tekjuskatt af þeim viðskiptum. Þótt ársuppgjör, sem skattstjóri sér enga ástæðu til að vefengja leiði í ljós, að tekjur hrökkva ekki fyrir gjöldum, er honum skylt, að áætla kaupmanni tekjur, sem aldrei urðu til og innheimta skatta af þeim. Það getur ekki talizt skattheimta heldur fjársektir fyrir að veita fólki atvinnu og neytendum þjónustu. Við teljum þetta ekki samrýmast réttarvit- und þjóðarinnar. Við kaupmenn mótmælum ein- dregið því ranglæti, sem við höf- um verið beittir með framkvæmd 59. greinar hinna nýju skattalaga. Við trúum því ekki ennþá öðru, en að hér hafi verið um mistök að ræða, og treystum því, að þau verði leiðrétt hið bráðasta, og þar „Ég tel það alveg óhjákvæmi- legt, að jafna álagninguna á allar vörur til þess, að litlu verzlanirnar leggist ekki hreinlega niður. Þótt álagningu yrði jafnað út þýddi það ekki aukin útgjöld fyrir neytend- ur, eins og sumir kynnu eflaust að halda. Verðið myndi ekkert hækka að meðaltali. Þetta þýddi það einfaldlega, að fólkið fengi þá þjónustu, sem það á heimtingu á,“ sagði Óskar Jóhannsson. „Reyndar má minnast á það, að í nágrannaglöndum okkar er kaupmaðurinn á horninu að koma aftur inn í myndina og það færi vel á því, að við fylgdum í kjölfarið," sagði Óskar Jóhanns- son ennfremur. Nýju raðborðin, en þeim er hægt að raða upp á mjög mismunandi ---------- vegu. Ný skrifctofuhúsgagnalína frá Kristjáni Siggeirssyni VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón: SIGHVATUR BLÖNDAHL Kristján Siggeirsson hf. kynnti nú i vor nýja línu i skrifstofuhúsgögnum, en eidri lina fyrirtækisins hafði þá verið á markaðnum óslitið um árabil. í samtali við Hjalta Geir Krist- jánsson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, kom fram að starfsmenn þess hafa síðasta ár einbeitt sér að hönnun og þróun á nýjum húsgögnum fyrir skrifstofur og bókasöfn. Hluti af hinni nýju línu er þegar kominn á markaðinn, en stöðugt er verið að þróa nýjar vörur inn í línuna. Húsgöngin er hönnuð af Gunnari Magnússyni, arkitekt, í samvinnu við starfsmenn fyrir- tækisins. Á markaðinn eru þegar komin ný og endurhönnuð skrifborð, en aðalbreytingin þar eru stærri og traustari hliðarborð og í allar skúffur hefur verið komið renni- brautum, sem gera þær léttari og þægilegri í notkun. Þá eru nokkur útlitsbreyting á borðunum frá því Skrifstofustóllinn,' sem Kristján Siggeirsson hf. sendi til gæða- prófunar til dönsku iðntækni- stofnunarinnar og fékk þar mjög góða dóma, m.a. fyrir styrk og endingu. Hægarí efnahagsbati rikja OECD framundan: Vísitölubinding launa er eng- in lausn á verðbólguvandanum - segir m.a. í efnahagsmálayfirliti OECD og er bent á ísland í því sambandi AÐALINNTAKIÐ i sfðasta efna- hagsmálayfirliti OECD, Efna- hags- og framfarastofnunar Evr- ópu, er að efnahagsbati aðildar- ríkjanna verði hægari en gert hafði verið ráð fyrir og lengri tími muni liða þar til rikin geti gert sér vonir um að koma verðbólgu niður i eðlilega tölu. I yfirlitinu er þvi spáð, að heildarþjóðarframleiðsla rikj- anna muni að öllum likindum aukast um sem næst 1% á yfir- standandi ári, en muni hins vegar aukast um nærri 2% á þvi næsta. þ.e. 1982. í lok ársins 1982 er gert ráð fyrir, að um 7,5% af öllu vinnufæru fólki i aðildar- löndunum verði án vinnu, en i dag eru það um 7%. Það þýðir, að um 28 milljónir manna muni verða án vinnu i lok næsta árs. Meðaltalsverðbólga í OECD- löndunum er rétt ofan við 10%, en sérfræðingar stofnunarinnar gera þó ráð fyrir, að Jiægt verði að koma henni niður í um 8,0% fyrir árslok 1982. Það kemur fram í efnahagsmálayfirlitinu, að til þess að ná tökum á verðbólgunni þýði ekki fyrir stjórnvöld í aðildarríkj- unum, að halda áfram á þeirri braut, sem þau eru á nú, þ.e. að skrifa undir ótímabærar verð- og launahækkanir. Þá er rætt um hvort vísitðlu- binding t.d. launa geti komið að gagni og komast sérfræðingar stofnunarinnar að því, að það sé ekki gæfuleg leið og benda í því sambandi á ísland, en þar er verðbólga hæst í aðildarríkjum OECD, eða um 55%. — Þar er um nær algera vísitölubindingu að ræða, en íslendingar telja ekki að bindingin sé nein lausn á verð- bólguvandanum. Það eina sem framundan er segir í yfirlitinu, er að halda þessu krabbameini innan 5% markanna. Stjórnvöld aðildarríkjanna verða að snúa sér í auknum mæli að því að beita alvöruráðum í baráttunni við verðbólguna. sem var. Skrifborðin, eins og reyndar önnur húsgögn í línunni er hægt að fá í beyki og tveimur litum af eik, dökkri og ljósri. í sambandi við skrifstofuskáp- ana kom það fram í samtalinu, að þeir væru nýjung hér á landi. — Þeir eru settir saman á staðnum og bjóða upp á mikla möguleika í útfærslu. Skápar sem standa hlið við hlið og eru tengdir saman og sparast með því allt að 20% í verði, auk þess sem útlitið verður stílhreinna. Skáparnir geta staðið við vegg eða sjálfstætt á gólfi, þar sem þeir eru frágengnir að aftan. Önnur ný vara sem þeir bjóða upp á eru raðborð í tveimur stærðum. Við þau er hægt að fá þrjár tegundir af hornum, sem auka notagildi þeirra. Þau eru hönnuð fyrir kaffistöfur, funda- sali, skrifstofur, vinnuherbergi, kennslustofur og fleira. Sömu borðin eru notuð í mismunandi tilgangi, þar sem uppröðuninni má breyta með lítilli fyrirhöfn. Þá kom það fram, að skrifstofu- stóllinn í nýju línunni hefur feng- ið mjög góðar viðtökur. — Stóllinn var sendur í gæðaprófun til dönsku iðntæknistofnunarinnar, sem er sjaldgæft með íslenzk húsgögn. Hann stóðst allar kröfur, sem til hans voru gerðar, m.a. fékk hann hæstu einkunn hvað varðar styrkleika og endingu. íslenzkt áklæði bjóðum þeir á stólinn. í stíl við stólinn eru svo boðnir lágir raðstólar og borð fyrir bið- og setustofur. Kristján Siggeirsson hf, hefur einnig hafið framleiðslu á ýmsum húsgögnum fyrir bókasöfn. Má þar nefna bóka- og blaðahillur, bókavagna, lesborð, afgreiðslu- borð og stóla, en auk þess mun fyrirtækið bjóða ýmsa aðra hluti fyrir bókasöfn, sem það framleiðir ekki sjálft. — Erlendir framleið- endur hafa verið nær alveg ein- ráðir á markaðinum hér, en á vorfundi bókasafnsfræðinga og sveitarstjórnarmanna fyrir skömmu voru húsgögn fyrirtækis- ins kynnt og er óhætt að segja, að þau hafi fengið góðar viðtökur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.