Morgunblaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981 ... ad yledjast yfir foreldrahlutverkinu. TM R«g. U.S. Pat Off -all right# reservoö • 1979 Los Angeles Times Syndicate Gv<>ð! — Ék hef sont honum vitlausa köku! HÖGNI HREKKVÍSI Um landgræðslu og skógrækt: Alaskalúpínur um allt land! Kæri velvakandi. Nú hallar sumri og haustið fer í hönd. Gróður er fyrir löngu fullsprottinn og blómin farin að láta á sjá, enda búin að þjóna sínum tilgangi — að mynda fræ sem munu springa út og auðga og fegra jörðina á næsta sumri. Og þetta er einmitt tilefni þessa bréfs. Við búum nefnilega í landi þar sem gróður á víðast hvar erfitt uppdráttar og er viðkvæmur. Allt síðan á landnámsöld höfum við Islendingar gengið nærri gróðri landsins með skefjalausri beit og röngu viðhorfi, áður af nauðsyn en nú eiginlega af heimsku fyrst og fremst. Afleið- ingin er uppblástur stórra land- svæða og stórkostleg rýrnun landsins bæði í fegurð og land- gæðum. Þótt mikið starf sé nú unnið í landgræðslu þá skilst manni á þeim sem þessi mál þekkja bezt að hvergi nærri dugi til, og blási meira upp en það sem grætt er — þó að á einstök- um landsvæðum náist auðvitað mikill og ótvíræður árangur. Er þarna fyrst og fremst ofbeit um að kenna en því máli gerði ég nokkur skil í bréfi er Velvakandi birti frá mér í sumar. Allir hljóta að sjá að við svo búið má ekki standa. Landsmenn verða að taka höndum saman og leggja fram hver sinn skerf þannig að við getum í nálægri framtíð orðið ofaná í þessari baráttu, sjálfum okkur og kom- andi kynslóðum til gagns og ánægju. Mikið hefur þegar verið gert og nægir þar að benda á skógræktarátak undanfarinna áratuga — hefur það orðið til þess að landið hefur víða skipt um svip og gróskumiklir skógar eru nú viða þar sem áður voru örfoka melar. Sýnir þetta hversu miklum árangri má ná ef unnið er af atorku og hendurnar eru margar og samtaka. Og þá kem ég loks að aðalefn- inu. Manni finnst stundum að skógræktaráhugamenn hafi sett markið full hátt, séu helst til of uppteknir af trjágróðri en láti aðrar plöntur alveg fara var- hluta af áhuga sínum. Það er mikið verk og dýrt að koma upp skógi jafnvel þó um tiltölulega lítið landsvæði sé að ræða og því ekki að vænta mikils árangurs af skógrækt nema hugsað sé í mörgum áratugum. Það er eins og menn gleymi því stundum að til eru aðrar plöntur sem miklu auðveldara og ódýrara er að sá til eða planta — og verða fullsprottnar þegar á næsta sumri. Alaskalúpinan er ein slík. Ég skrifaði um hana smá pistil í bréfi sem Velvakandi birti fyrr í sumar, en mér finnst hún svo merkileg jurt að vel megi endur- taka sumt af því hér. Það sem kannski er merkilegast við Al- askalúpínuna, fyrir utan það hve lífseig hún er og þolin, er hversu mjög hún bætir jarðveginn þar sem hún er, auðgar hann af nitri (köfnunarefni) sem annars þyrfti að bera á dýrum dómum. Flestir munu þekkja þessa þlöntu í sjón — hún er hávaxin, getur orðið rúmlega metri á hæð, og er því skemmtileg til- breyting frá lággróðrinum sem er svo algengur hérlendis. Eins og ég kom að í upphafi þessa bréfs eru nú flestar plönt- ur búnar að mynda fræ og þar með Alaskalúpínan. Því er rétti tíminn núna að ná sér í fræ fyrir þá sem áhuga hafa á að stuðla að því að lúpinan breiðist út. Nóg er af sárum og lífvana melum sem gjarnan vildu þyggja slík fræ og fóstra gróskumiklar plöntur næsta sumar. Það sést t.d. hvergi lúpína meðfram Keflavík- urveginum þó mikið sé af þeim í stórum breiðum í grennd við Hafnarfjörð. En nú er einmitt tækifærið til að bæta úr þessu, þar og allstaðar annarstaðar sem land er gróðurvana, með litlum sem engum tilkostnaði. Skógarb<'>ndi Kal og rosaraunir Ég held það hafi verið um miðgóu á síðastliðnum vetri að hinn mikli kalsöngur bænda fór að glymja næstum hvern dag í fjöl- miðlum. Og reyndin varð sú að nokkurt kal varð í túnum, mis- jafnt eftir landshlutum — frá sveit til sveitar og jafnvel frá bæ til bæjar. Mig minnir að það hafi verið árið 1949 eða ’50 að mjög mikið kal var í túnum um allt Suðurland, allt uppí helmings töðubrestur. Ég var einn þeirra sem fékk % minni töðu en í meðalári. Ekki man ég eftir að bændur rækju þá upp neitt rammakvein, og engum datt í hug að knékrjúpa ríkisvaldinu með styrkbeiðni vagna kalsins. Bændur fóru bara á útjörðina, mýrar og flæðiengi, og heyjuðu þar það sem þurfti til viðbótar litlum töðufeng. Nú er mér sagt að engum bónda detti í hug að nýta ágæt flæðiengi, enda ekki hirt um að veita á þau. I stað þess hafa túnin verið stækkuð mjög, en víst er að mýrlend nýræktartún verða oft mjög illa úti í kalárum. Og nú, seinnihluta ágúst, upp- hófst hinn gamalkunni rosasöng- ur, sérstaklega þeirra bænda sem neita að taka í notkun þá tækni sem nú er alþekkt við votheys- verkun. Það eru oftast sömu bændurnir sem nær alltaf eru í rassi með heyskapinn ef eitthvað ber út af með heyþurrk. Formaður bændasamtakanna sagði nýlega að fjöldi bænda næði ætíð öllu heyi óskemmdu hvernig sem viðr- aði og það væri „í lófa lagið" ef menn bara vildu. Oft hef ég áður skrifað um ágæti votheys, bæði af minni reynslu og annara. Tveir bændur búa á jörðum sem liggja saman. Annar verkar nær allt sitt hey í vothey, en hinn þurrkar og vél- bindur allt. Hinn fyrrnefndi nær alltaf öllu sínu heyi meðan fóður- gildi þess er mest, og þarf því lítið erlent fóður að kaupa. Hjá hinum síðarnefnda getur allt gengið bærilega í einmuna tíð, en þó ekki rigni nema í eina til tvær vikur fer allt í hönk — heyið stórskemmist annað hvort fast eða laust og fóðurbætisreikningurinn verður svimhár og afrakstur búsins því í lágmarki. Einu sinni enn ætla ég að telja upp helztu kosti vorheysverkunar. Grasið er slegið og hirt samdæg- urs, þegar sæmilega „tekur af jörð“ og grasið hefir mest fóður- gildi. Geymslurými votheys er ekki nema brot af því sem þurrhey þarf Reynslan hefir sýnt og sann- að að ekkert fóður jafnast á við gott vothey, og má segja að búfénaðurinn hafi gefið því fyrstu einkunn með því að neita að „taka í“ þurrheyið fyrr en votheyið er komið á jötur. Olíueyðsla og um- ferð um tún í lágmarki — það þarf ekki að endasendast oft dag eftir dag um túnið með snúningsvélar án þess að heyið þorni til bind- ingar. (Mig grunar að hinn mikli umferðarþungi um túnin sé mikill orsakavaldur kals, og víst er að hið fjölbreytta lífríki jarðvegsins stórspillist af honum.) Allt „stress“ og rosakvíðavæl hverfur eins og dögg fyrir sólu úr hugum bænda, öll afkoma búanna stór- batnað og engar heybrunaáhyggj- ur. Fleira mætti telja upp. Páll Bergþórsson veðurfræðing- ur benti bændum nýlega á hina miklu yfirburði votheys í saman- burði við hina vonlausu þurrheys- verkun í rosatíð. Litlu síðar skeð- ur það ólíklega, að sunnlenskur bóndi kemur í útvarpið, en vægast sagt færði hann Páli litlar þakkir fyrir hans þörfu ábendingu. Bónd- inn sagði að þótt þeir á Vestfjörð- um verkuðu allt í vothey, þá væru aðstæður allt aðrar á Suðurlandi!! Páll benti réttilega á að í öllum nálægum landbúnaðarlöndum væru bændur búnir að tileinka sér votheysverkun. Ég þekki ungan mann, sem starfaði á vestur-þýzku meðalbúi. Þar voru túnin slegin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.