Morgunblaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981
Pílagrímaflug Flugleiða:
Tvær áttur og 90 starfs-
menn vinna við flugið
sem hefst á fimmtudag
I’ílatírímaílutninKar FIuxioiAa
hefjast na'stkomandi fimmtudaK
þann 10. september. ÍYIaKÍð hef-
ur tvær DC-8-63-fluKvéIar í flutn-
iniiunum. hvora um sij? med sæti
fyrir 252 farþe>;a. Aðallejfa verð-
ur flojfið frá tveim hortcum í
Alsír til Jeddah í Saudi Arabíu.
frá Constantine og Annaha. en
einnÍK frá Ghardaia ok Tlemoen.
Pílagrímaflug það, sem að ofan
greinir, er framkvæmt fyrir ríkis-
flugfélagið í Alsir, Air Algerie.
Atta flugáhafnir taka þátt í
Lézt í
bílslysi
ALDRAÐUR maður lézt í bílslysi
skammt frá Ilólmavík sl. fimmtu-
dag.
Maðurinn, sem var á leið frá
Hólmavík að Staðará skammt
fyrir utan Hólmavík, mun hafa
misst stjórn á bílnum og honum
hvolfdi utan vegar.
Maðurinn, sem fæddur var 1908
og hét Benedikt Sæmundsson,
mun hafa látizt samstundis.
pílagrímafluginu, alis 72 flugliðar.
Að auki eru átta starfsmenn
félagsins staðsettir í Jeddah,
Constantine og Annaba þannig að
alls verða um 90 Flugleiðastarfs-
menn við fyrri hluta pílagríma-
flugsins.
Flugáhafnir hafa heimahöfn í
Annaba, en áhafnaskipti verða
einnig í Jeddah, þannig að þar
verða jafnan tvær áhafnir.
Flugtími milli alsírsku borg-
anna og Jeddah eru tæpar fimm
klukkustundir. Til samanburðar
má geta þess, að venjulegur flug-
tími milli Islands og New York er
fimm og hálf klukkustund.
Jóhannes Oskarsson, flug-
rekstrarstjóri, stjórnar fluginu, en
fulltrúi hans og sá sem sér um
daglegan rekstur flugsins á staðn-
um er Baldur Maríusson. Yfirflug-
stjóri þessa verkefnis verður Guð-
laugur Helgason.
Fyrri hluti pílagrímaflugsins
stendur frá 9. september til 5.
október. Síðan verður hlé í 10
daga, en úr því hefst heimflutn-
ingur pílagrímanna, sem standa
mun í 4 vikur. Nokkrir starfsmenn
Flugleiða eru þegar komnir til
Alsír, en aðalhópurinn mun fara
af landi brott á morgun, þriðju-
daginn 8. september.
I.jósm. Mbl. Kristján.
IMS
1.354 GARÐB/EINGAR rituðu
nöfn sín á sunnudag á áskorun-
arlista til samgönguráðherra
um að hann sjái til þess að
Vegagerð rikisins ljúki fyrir-
huguðum framkvæmdum við
Ilafnarfjarðarveg í samræmi
við fyrirliggjandi teikningar og
framkvæmdaáætlun sem bæjar-
stjórn Garðabæjar hefur sam-
þykkt. Fulltrúar meirihluta
báejarstjórnar afhentu Stein-
grími Hermannssyni sam-
gönguráðherra lista þessa i
gærmorgun, en undirskrifta-
söfnunin mun standa yfir alla
þessa viku.
Við forsetakosningar í fyrra
voru um 2.700 á kjörskrá í
Garðabæ. bað er því meira en
helmingur þeirra kjósenda. sem
ritaði undir þessa áskorun á
fyrsta degi söfnunarinnar. Á
myndinni hér að ofan afhendir
Jón Sveinsson forseti bæjar-
stjórnar Garðabæjar sam-
gönguráðherra listana í gær-
morgun. Með á myndinni eru
bajarstjóri Garðabæjar og full-
trúar meirihlutans.
Ráðherranefnd ályktar um NORDSAT:
Ingibjörg Rafnar
1. varaformaður SUS
- Erlendur Kristjánsson 2. varaformaður
NÝKJÖRIN stjórn Sambands
ungra sjálfstæðismanna hélt
fyrsta fund sinn sl. laugardag og
skipti m.a. með sér verkum.
Ingibjörg Rafnar var kjörin 1.
varaformaður sambandsins, Er-
lendur Kristjánsson 2. varafor-
maður, Árni Sv. Mathiesen gjald-
keri og Ólafur ísleifsson ritari.
Gunnar Þorsteinsson, sem verið
hefur framkvæmdastjóri sam-
bandsins að undanförnu, var
endurráðinn um óákveðinn tíma
og Hreinn Loftsson var ráðinn
ritstjóri tímaritsins Stefnis.
Eindagi ákvarðana þjóðanna
um aðild 23. nóvember nk.
SAMNORRÆN ráðherranefnd
mennta-, iðnaðar- og samgöngu-
mála gekk frá ályktun um
NORDSAT-málið á fundi sínum í
Kaupmannahöfn í gær. Ifjörleif-
ur Guttormsson iðnaðarráð-
herra, sem sat fundi nefndarinn-
ar. sagði í viðtali við Mbl. í gær,
að meginniðurstaða nefndarinn-
ar væri sú, að Svíar væru enn
inni i dæminu um sameiginlegt
sjónvarps- og útvarpskerfi Norð-
urlandaþjóðanna. Einnig sagði
hann. að samþykkt hcfði verið að
eindagi ákvarðana þjóðanna um
þátttöku hefði verið ákveðinn 23.
nóvember nk.
Hjörleifur sagði, að Svíar hefðu
í ágústmánuði sl. komið fram með
hugmyndir um annað kerfi, en
rætt hefði verið um í sambandi við
NORDSAT fram að því, og hefði
þá verið látið að því liggja, að þeir
hygðust ekki taka þátt í áfram-
haldandi viðræðum milli land-
anna. „Þessi fundur í dag dró úr
líkum á því, að það þurfi að verða
niðurstaðan, því þar var samið
yfirlit, sem felur í sér möguleika á
Grundvöllur skapast til
samninga um eigendaskipti
r
- segir í fréttatilkynningu SIS um kaup á Fiskiðjunni Freyju, Suðureyri
IIÉR FER á eftir orðrétt frétta-
tilkynning sú. sem afhent var á
hlaðamannafundi. sem sjávaraf-
urðadeild SÍS hélt i gær:
„Að frumkvæði hluthafa í Fisk-
iðjunni Freyju hf. á Suðureyri við
Súgandafjörð hafa að undanförnu
staðið yfir viðræður milli þeirra
og Sjávarafurðadeildar Sam-
bandsins um kaup á hlutabréfum í
Fiskiðjunni Freyju.
Nokkrir af stærstu hluthöfum í
Fiskiðjunni Freyju óska að draga
sig út úr rekstri fyrirtækisins.
Þeir leggja jafnframt á það
áherslu að tryggja áframhaldandi
rekstur og uppbyggingu fyrirtæk-
isins og uppbyggingu byggðarlags-
ins.
Af hálfu Sjávarafurðadeildar
hefur verið lögð áhersla á að
heimamenn á Suðureyri teldu al-
mennt, að ofangreindum mark-
miðum væri betur náð áþann hátt
að Sambandið gerðist aðili að
rekstrinum.
Sjávarafurðadeild leggur einnig
áherslu á að heimamenn taki sem
stærstan þátt í fyrirtækinu og í
því sambandi hefur verið rætt við
félagasamtök á Suðureyri um
verulega þátttöku þeirra í kaupun-
um. Aðilar hafa orðið sammála
um að Sjávarafurðadeild hefði
forystu um samninga.
Meðal núverandi hluthafa í
Fiskiðjunni Freyju eru Suðureyr-
arhreppur og Súgandafjarðardeild
Kaupfélags Isfirðinga. Þessir aðil-
ar hyggjast ekki selja sína hluti.
Sjávarafurðadeild telur að
hagsmunir þeirra sem við hana
skipta séu betur tryggðir en áður
með því að auka hlutdeild deildar-
innar í útflutningi sem nemur
framleiðslu Fiskiðjunnar Freyju.
Aðilar eru sammála um að
ofannefndar viðræður hafi nú leitt
til þess að grundvöllur hafi skap-
ast til samninga um eigendaskipti
á hlutabréfunum i Fiskiðjunni
Freyju.
Fyrir Fiskiðjuna Freyju hafa
aðallega tekið þátt í þessum við-
ræðum þeir Óskar Kristjánsson og
Páll Friðbertsson, en fyrir Sam-
bandið þeir Sigurður Markússon,
Árni Benediktsson og Kjartan P.
Kjartansson."
málamiðlun á milli þessara sjón-
armiða. Það verða margir fundir á
næstunni og það á að gera dæmið
upp 23. nóvember nk. Þá má segja,
að eindagi málsins verði til að
þetta geti legið skilmerkilega fyrir
á næsta fundi Norðurlandaráðs í
Helsinki í marzmánuði," sagði
hann.
Aðspurður sagði Hjörleifur, að
ekki hefði endanlega reynt á hver
kostnaðarhlið okkar yrði, ef við
ákvæðum að gerast aðilar. „Það
hefur eingöngu verið óskað eftir
því af okkar hálfu að þar gildi
sömu tölur og í sambandi við
önnur norræn samskipti á sviði
menningarmála." Sú tala mun
vera um 0,9%.
Hjörleifur sagði í lokin, að mál
þetta yrði lagt fyrir ríkisstjórn
hér heima og yrði á næstunni til
umfjöllunar hjá einstökum stjórn-
málaflokkum og ríkisstjórn.
Pétur Sumarliðason
kennari er látinn
PÉTUR Sumarliðason. kennari, cr
látinn í Reykjavík 65 ára að aldri,
en hann var fæddur 24.júlí 1916 i
Bolungarvík.
Pétur var kennari við Fróðár-
skóla á Snæfellsnesi 1940—1941, og
kenndi síðan við barnaskólann að
Drangsnesi í Strandasýslu 1942—
1943, við Vestur-Eyjafjallaskóla í
Rangárvallasýslu 1943—1944. Hann
var síðan kennari við Austurbæj-
arskóla 1944—1947. Pétur kenndi
síðan við Fljótshlíðarskóla 1948—
1950. Pétur lagði kennarastörf á
hilluna árin 1950—1955, en varð
síðan skólastjóri að Barna- og
unglingaskólanum að Búðum
1955—1957. Pétur sneri síðan aftur
til kennslu við Austurbæjarskóla
1957.
Pétur Sumarliðason skrifaði
margar blaðagreinar og flutti fjöl-
marga þætti í útvarpi.
Umfangsmikið fíkniefnamál:
Tveirnt í gæsluvarðhald
gæsluvarðhaldsvist, en maðurinn
20 daga. Mál þetta hófst þegar
maður nokkur var gripinn á
Keflavíkurflugvelli með 200
grömm af kannabisefni og úr-
skurðaður í gæsluvarðhald, en
síðan var annar maður úrskurðað-
ur í síðustu viku. Nú sitja því
fjórir aðilar í gæslu vegna þessa
máls, sem er orðið nokkuð um-
fangsmikið, samkvæmt upplýsing-
um lögreglunnar.
TVENNT var á laugardag úr-
skurðað í gæsluvarðhald. vcgna
gruns um aðild að fíkniefnamáli
scm að undanförnu hafur verið i
rannsókn, samkvæmt upplýsing-
um sem Morgunblaðið fékk hjá
fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík.
Fólkið sem úrskurðað var, eru
stúlka á tvítugsaldri og maður um
tvítugt. Stúlkan hlaut 7 daga