Morgunblaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981 í þessari viku fara níu- tíu starfsmenn Flugleiða til Alsír og Saudi-Arabíu til þess að flytja um fjór- tán þúsund Alsírbúa í pílagrímsför til hinnar helRU borgar múhameðs- trúarmanna, Mekka í Saudi-Arabíu. t>ar dvelur pílagrímurinn eða helgi- farinn i um það bil fjórar vikur þar til hann heldur heim á ný, hólpinn, sam- kvæmt boði Kóransins. Að þcssu sinni munu Flugleið- ir fljúga frá fjórum stöðum í Alsír, Konstant- ín, Anaba, Ghardia og Tlemcen, eða alls 52 ferðir með 252 farþega í hverri ferð, en alls fara um þrjár milljónir manna árlega í pílagrímsferð til Mekka og þar af fer um ein milljón manna flugleiðis. Fyrstu pílagrímarnir með Flugleiðum í haust fara 10. september af stað og heim aftur 13. okt. Eftir- farandi grein auk annarr- ar gefur mynd af því fyrirbæri sem kallast píla- grímaflug og er um þá útgerð Flugleiða sl. haust frá Nígeríu til Jedda. Pílagjímaflug ■4* FlUgleiða Fyrri grein og myndin Árni Johnsen pílagrímanna var von úr „sæl- unni“ að austan. A leiðinni í SAS-vélinni furðaði ég mig á þeim áhyggjum sem danskur kaup- sýslumaður í Lagos hafði af ferð- um mínum, en við ræddum málin á leiðinni og honum leizt alls ekki á blikuna þegar hann spurði mig hvar ég myndi gista og ég sagði að slíkt væri allt á huldu, hann hristi höfuðið yfir íslendingnum, en ég skildi síðar hvað hann óttaðist. Þrisvar sinnu þustu hermenn að leigubílnum sem ók mér í nætur- kyrrðinni á innanlandsflugvöllinn, þeir beindu vélbyssum að hinum föla manni og skoðuðu farangur í krók og kring. Ég var heppinn að hitta á sanngjarna hermenn, því leigubílstjórinn sagði mér að fyrr um daginn hefði flokkur her- manna stöðvað rútu með áhöfn af breiðþotu frá Sabena. Hermenn- irnir, eða ræningjarnir, hirtu all- an farangur flugliðanna og öll gögn. Flokkar stigamanna vaða uppi í Lagos og fáum dögum fyrr hafði bófaflokkur rænt stórt vöru- flutningaskip á höfninni í Lagos og drepið tvo skipverja í leiðinni. Særingar med umli, kviðlingum og rímnatakti Hvítur maður sást ekki í byggingarræflinum á innanlands- flugvellinum, flugstjórn vissi ekk- ert um Flugleiðavél, en gaf þær upplýsingar að þeir hefðu verið á ferðinni og hlytu að koma aftur. Samkvæmt áætlun voru nokkrar ferðir eftir. Ég fann mér stað innan um þessi hundruð svartra skugga sem liðu um, sýnilega að símskeyti barst frá Flugleiðum á íslandi til umboðsmanns Cargo- lux í Lagos þar sem hann var beðinn að hafa upp á mér ein- hversstaðar á innanlandsstöðinni og tilkynna mér að búið væri að fella niður síðustu ferðirnar til Lagos. Þá var það á hreinu og þá var að finna aðra leið til þess að komast til Maiduguri. Kunnugir sögðu að það gæti tekið marga daga, fullbókað væri í allar flug- ferðir á innanlandsleiðum og rútu- ferð gæti tekið heila viku. Næsta flug til Maiduguri í áætlun Níg- eríuflugsins var kl 6.30 næsta morgun. Ég kannaði möguleika á hótelherbergi í Lagos, það var hugsanlega hægt að fá herbergi fyrir 250 USA-dollara, en ekkert öruggt, svo ég tók mína tösku og tölti aftur í ævintýri innan- landsflugstöðvarinnar til þess að þrauka þar nóttina og freista þess að ná flugvél. Ekki örlaði á hvítum manni frekar en fyrri daginn. Það var eins og allt liðið héngi þarna af gömlum vana. Æði margir vildu ráða sig í þjónustu mína þá þegar, en mér þótti lífvænlegast að sigla einskipa. Einn spurði mig snemma kvölds hvort ég hefði verið lengi í Afríku. „I ein 15 ár,“ svaraði ég að bragði. „Það hlaut að vera,“ sagði náunginn þá, „ég hef aldrei séð hvítan mann sofa hér úti á flugvellinum innan um allt það lið sem er hér tilbúið í hvað sem er.“ Ég hélt áfram að krækja mér í kríur, en um miðja nótt sá ég að nokkrir kolsvartir voru farnir að reka menn sem voru nálægt mér í burtu. Það virtist ríkja þarna þegjandi samkomulag og þegar ég var viss hvert stefndi voru góð ráð \ Að selja aleigima og hljóta virðingartitilinn helgifari Þrír hávaxnir og reffilegir Níg- eríumenn örkuðu í gegn um biðsal nýju millilandaflugstöðvarinnar í Lagos, búnir síðum kirtlum með hefðbundin pottlok á höfði og svo voru þeir hásigldir að það var eins og þær væru á síðasta hnykk til þess að snýta sér á skýjunum á heiðskírum himni. Það var auðséð að heimamenn sóttu þessa nýju glæsilegu byggingu heim til að skemmta sér, þeir virtust líta á staðinn sem eins konar rúnt. Ég var að velta því fyrir mér þar sem ég beið hvort þremenningarnir væru lífsglaðir auðkýfingar í hópi hinna fáu útvöldu í þessu auðuga landi, því svo sópaði að þeim, plussaðir í bak og fyrir. Allt í einu kom sá fjórði á harðahlaupum í veg fyrir þremenningana, fórnaði höndum, talaði tungum og stapp- aði fótum á hraðferðinni. Þeir litu allir út um risastóra gluggaveggi byggingarinnar og málið virtist snúast um Volkswagen all gamal- legan að sjá, en með æpandi litaskellum og bandspottum á víð og dréif til styrkingar farkostin- um. Kranabíll var að hífa bjölluna til brottflutnings, líklega á þeirri forsendu að í hinum feikilegu þrengslum fyrir bíla á svæðinu hafði umræddum bíl verið ekið þvert inn í glufu, stungið inn á milli bíla þannig, að afturhlutinn stóð beint út í umferðargötuna. I sömu andrá tóku fjórmenn- ingarnir til fótanna svo kirtlarnir lyftust og sviptust. Fyrst þurftu þeir að þeysa hála marmaragang- ana í átt að útidyrunum, eina 50 metra og síðan aðra 50 að bíl þeirra sem afsannaði allar hug- myndir um að þar væru höfðingj- ar á ferð. Þegar þeir komu að fólksvagninum var afturendinn kominn um einn metra á loft aftan í kranabílnum og upphófst nú mikill stríðsdans þeirra prúð- búnu og rifrildi við kranabílsmenn og skyndilega þustu allir rumarnir inn t fólksvagninn og skipti þá engum togum að spil kranabílsins hafð ekki undan og hinn útúrfulli fólksvagn byrjaði að síga til jarð- ar á ný. Spilstjórinn herti á spilinu en vindan lét ekki að stjórn og rétt áður en afturhjólin snertu götuna var forystumaður- inn í kvartettinum, liðlega tveggja metra maður, búinn að ræsa bifreiðina og hjólin snerust á fullri ferð í lausu lofti. Síðan skeði allt í einni svipan. Kranabílsmað- ur rauk að bílstjóradyrunum og svipti þeim upp, en svo óhöndug- lega vildi til að hann fékk hurðina í fangið í heilu og í sömu andrá námu drifhjólin við jörð, benzín- gjöfin í botni, og fólksvagninn í öllum regnbogans litum með jafn mörgum sluffum, þaut í burtu. Eftir dinglaði stuðarinn af bílnum í kranabílskróknum og hurðin í hönd embættismannsins. Stríðs- öskur heyrðist úr mest hlaðna fólksvagni sem ég hef séð og það skein í eins margar tennur og voru uppi í hinum baráttuglöðu Nígerí- umönnum í bíldruslunni. Það var auðséð að ég var kominn til Afríku. Svartara en allt sem er svart Slík atvik eru daglegt brauð í Lagos, einhverri trekktustu borg á jarðríki þar sem glæpir eru al- gengari en daglegt brauð. Fyrir utan vandamálin í mannlífinu virðist tækninni ekki síður ofauk- ið í þessu samfélagi og sem dæmi um örtröðina má nefna að einn daginn mega allir bílar í Lagos með oddatölu í enda númers keyra um göturnar en hinn daginn þeir sem geta státað af jafnritölu. Bílnúmer ganga því kaupum og sölum á svörtum markaði. En það er fleira svart en markaðurinn, fólkið er svart og suðræna myrkrið sem legst yfir her svartara en ailt sem svart er. Bið í flugstöðinni eftir týndri tösku var árangurslaus og þá var ekkert annað að gera en hypja sig af stað til þess sem stefnt var að, fylgjast með pílagrímaflugi Flug- leiða milli Nígeríu og Jedda í Saudi-Arabíu með þúsundir píla- gríma í beit, brot af þeim hundr- uðum þúsunda pilagríma sem heimsækja Mekka og Medína, að- allega frá ýmsum löndum Afríku og Asíu, ár hvert. Starfsfólk Flugleiða er rómað á öllum leiðum pílagríma sem það hefur flogið á og er þó við æði misjafnar aðstæður að búa, allt frá fólki sem byggir á svipuðu fasi og Evrópubúar og líku hreinlæti og svo fólki sem hefur, eins og við segjum, allt að því siði dýra merkurinnar. Þetta var síðasta haustúthald pílagrímaflugsins sem ég sigldi þarna inn í og nú er eitt úthaldið enn að hefjast milli Alsír og Jedda. I þetta skiptið voru flug- leiðirnar milli tveggja borga í Nígeriu og Jedda. Annars vegar var flogið til Lagos og hins vegar til Maiduguri í austurhluta Níg- eríu. Ég fór með SAS-vél til Kaupmannahafnar og síðan beint til Lagos til móts við aðra af pílagríma„áttum“ Flugleiða, en ferð minni var heitið til Maidug- uri þar sem Flugleiðir höfðu aðalbækistöð fyrir sitt fólk. Sam- kvæmt skipulagðri áætlun lenti SAS-vélin síðla dags í Lagos, en um miðnætti átti Flugleiðavél að koma með pílagríma á ákveðinn stað á innanlandsflugvellinum í Lagos. Gallinn var sá að í þessum heimshluta er litlar upplýsingar að fá og það er ekkert vitað um komutíma fyrr en vélar eru svo gott seni lentar. Ég varð því að drífa mig á svæðið þar sem mannskapur sem átti ekki höfði að halla á vísum samastað. Nokkr- ir vildu ráða sig í þjónustu mína, misfullir. Afríkunóttin grúfði sig yfir. Ég dottaði í sæti mínu með töskurnar innan seilingar. Einn og einn gerði sig liklegan til að komast óséður að töskunum og um kl. þrjú þegar ekkert bólaði á Flugleiðavélinni ennþá nennti ég ekki að standa í þessu vafstri gegn aumingja mönnunum sem renndu löngunaraugum til farangurs míns, ruddist á fætur beint að töskunum og upphóf yfir þeim mikið handapat og særingar með umli og kviðlingum í rímnatakti. Þetta hreif. Óttinn skein úr aug- um allt um kring og ég minntist orða Ásdísar Sveinsdóttur á Egils- stöðum og Þráins Jónssonar sama stað þegar þeim kom saman um, að það eina sem gilti væri að bera sig vel, sama hver andskotinn gengi á. Ég krækti mér í óslitna kríu til klukkan sex er hreifing fór að komast á mannlífið í innan- landsstöðinni sem minnti á rými- lega fjárrétt norður á íslandi. Töskurnar voru á sínum stað. Valdbeiting mín hafði tryggt mig um nóttina, en pílagrímavélin var ókomin. „Ég hef aldrei séö hvítan mann sofa hér“ Ég lallaði út í ljósaskiptunum og viti menn, langt í burtu á annarri braut grillti í tvær vélar með merki Cargolux. Það var heimilisleg sjón í þessu helvíti og ég tölti þangað með mítt hafur- task gegn hitabylgjunni. Ég fékk hlýlegar móttökur hjá Islending- unum um borð og dvaldi dagstund í Júmbóþotunni, en enginn vissi af pílagrímavél Flugleiða. Það var ekki fyrr en síðdegis þennan dag dýr. Skyndilega þaut ég á fætur, þreif hafurtask mitt tveim hönd- um og tók á rás í ljósræmu stöðvarinnar að grindverki sem skildi að mannfólksréttina og flugvallarplanið sem var baðað ljósum. Það skipti engum togum að á eftir mér hljóp flokkurinn grunsamlegi og einn sá ég örugg- lega með hníf. Ég býst við að ég hafi slagað upp í gamla tímann minn í 100 metra hlaupi, 11 sek., og yfir mannhæðarhátt grind- verkið fór ég í einum hnykk með því að vega mig upp á töskunum sem ég slengdi yfir grindverkið á fullri ferð. Þeir stönzuðu þegar ljósið kom á móti þeim en ég hljóp aðra 100 metra að Boeing 727-flugvél sem stóð auð á stæð- inu. Þar staldraði ég við hjóla- stellið og lagði á ráðin eins og kellingin sagði. Hugmyndin fædd- ist, úr handtöskunni dró ég skyrtu sem einn af Cargolux-mönnum hafði lánað mér með flugstjóra- borðum á. Hann hafði sagt að það gæti verið gott að hafa slíkt til taks. Það var vígalegur flugstjóri sem arkaði stundarkorni síðar inní flugstjórnarherbergi sem engum var heimilt að koma í nema flugstjórum. Þar vissu menn ekk- ert um Flugleiðavél frá Jedda en trúðu því að ég ætti að taka við slíkri vé! og því fékk ég athugas- emdalaust kort og fleiri trúverðug gögn sem ég bað um til þess að tryggja mér stað unz birti á ný. 50 dollara þrufti til að múta tollverði til þess að koma mér inn í vél Flugfélags Nígeríu til Maid- uguri. F'ramundan var opin leið til þess að kynnast pílagrímafluginu frá kyrrlátari stað. íslenzku flugliðarnir hafa getið sér mjög gott orð Á flugvellinum í Maiduguri stóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.