Morgunblaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981 Slapp betur en á horfðist eftir meiðsli í Moskvu UNGUR handknattleiksmaður úr Val. Brynjar Harðarson. slasaðist á afinjín með félögum sínum í Moskvu fyrir viku síðan. en Vals- monn hafa undanfarið verið á æfinga ii« kcppnisfcrðalagi i Rúss- landi. Lenti Brynjar í árekstri við einn félatja sinn og skall síðan í gólfið. Æð sprakk í höfði hans og blæddi inn á augnbotna og mænu. Brynjar missti meðvitund við slysið. Læknar í Moskvu vildu að Brynjar yrði á sjúkrahúsi þar fram undir mánaða- mót, en Valsmenn ákváðu hins vegar, í samráði við sendiráðið, að flytja Brynjar heim. Kom hann til landsins á sunnudag og var lagður inn á Borgarsjúkrahúsið. Nú hefur komið í ljós, að meiðslin voru ekki eins alvarleg og óttast var í upphafi og fær Brynjar að fara heim í dag eða á morgun. Læknar telja, að hann muni ná sér að fullu. Létust í um- ferðarslysi MÆDGININ sem létust í umferð- arslysi á Grindavíkurvegi á laug- ardagsmorgun hétu Jóna Auður Guðmundsdóttir og Viktor Sig- urð.sson. Jóna Auður var fædd þann 14. júlí 1962 og var því 19 ára gömul er hún lést, en sonur hennar, Viktor, var hálfs annars árs. Keflavík: Ekið á barn á hjóli ÞAÐ SLYS varð í Keflavík á sunnudag, að ekið var á 5 ára gamalt barn á hjóli á gatnamót- um Sunnubrautar og Faxabraut- ar. Slysið varð með þeim hætti að bifreið var ekið norður Sunnu- braut og á gatnamótunum lenti bíllinn á barninu á hjólinu. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík er ekki talið að barnið sé aivarlega slasað, en þó var það flutt til skoðunar á Landspítalan- um í gær, að lokinni skoðun á sjúkrahúsinu í Keflavík. Lífshlaupið: fyrst Lífsins ólgu sjór, þá Sveitalíf, svo Borgalíf, loks Atvinnulíf. I.jósra. Mbl. (llafur K. MaKnusMin. Lífshlaup Kjarvals Listaverkin á veggjunum í Austurstræti sýnd á Kjarvalsstöðum ÞAÐ var brekka hjá Kjarval í kreppunni, eins og flcirum. Hann átti sór vinnustofu í Austurstrœti 12 og þar teiknaði hann á veggi. þegar enginn var eyririnn fyrir litum og léreíti. Arið 1934 efndi hann svo til sýningar í vinnustofu sinni, og kallaði Lífshlaupið. Þakti Lífs- hlaupið þrjá veggi vinnustof- unnar og skiptist í Lifsins ólgu sjó. Sveitalíf, Borgalíf og At- vinnulif. Á fjórða veggnum var svo Eilífðin. Svo sem Morgun- blaðið hefur greint frá, kcypti Guðmundur Axelsson í Klaust- urhólum myndirnar úr vinnu- stofunni. sendi þær til Dan- merkur í hendur Stcen Bjarn- hofs. sem nú hefur lokið við- gcrðum sinum á Lífshlaupinu, og það er nú komið til landsins og er uppistaðan i sýningu á Kjarvalsstöðum. sem opnar í dag kl. 14, og Guðmundur Axelsson stendur fyrir. Lífshlaupinu hefur verið kom- ið fyrir í norðurenda Kjarvals- sals, eins og það var í vinnustof- unni, með hurð og körmum og gólflistum og tveimur miðstöðv- arofnum, þá er þar gamall stóll úr vinnustofunni, nokkrir munir og einnig litaspjald málarans, og skeifan hangir enn yfir dyrun- um. I suðurhluta Kjarvalssals eru ýmis verk Kjarvals úr einka- eign, flest talin máluð í vinnu- stofunni — og einnig nokkur verk samtímamálara: Asgríms, Jóns Stefánssonar og Blöndals. Halldór Runólfsson, starfs- maður Klausturhóla, sagði hug- myndina að gefa almenningi kost á að sjá þetta umtalaða listaverk, Lífshlaupið, en alls væri óráðið hvað svo yrði af því. Sýning þessi mun standa til 22. september og verður opin milli klukkan 14 og 22 daglega, og opnar semsé í dag, þriðjudag, kl. 14. Bundið slitlag komið á Þrengslaveg NÝLEGA var lokið við lagningu bundins slitlags á Þrengslavcg frá Suðurlandsvegi. í sumar var, að sögn Rognvaldar Jónssonar, umda'misverkfræðings hjá Vega- gerð ríkisins, lagt slitlag á um 14 kílómctra kafla frá Suðurlands- vegi og væri nú hundið slitlag allt austur til Þorlákshafnar. Starfsmenn Vegagerðarinnar lagfærðu veginn og lögðu muln- inginn undir slitlagið, en verk- takafyrirtækið Hegranes lagði síðan sjálfa klæðninguna. Aðspurður um slitþol klæðn- ingarinnar, sagði Rögnvaldur, að ekki væri hægt að fullyrða neitt um það ennþá, þar sem reynslan væri ekki fengin. Hér á landi var byrjað að leggja klæðningu á árið 1978. Þá kom það fram hjá Rögnvaldi, að lagning klæðningar á vegi væri til muna ódýrari aðferð en að leggja olíumöl, eins og gert var áður fyrr. Aðspurður um aðrar fram- kvæmdir, sagði Rögnvaldur Jóns- son, að í sumar hefðu verið lagðir 10 km af slitlagi við Höfn í Hornafirði, 2,5 km á Þingvalla- vegi, 7 km undir Hafnarfjalli og norðan við Borgarnes, um 16 km á Vestfjórðum, um 10 km er verið að klæða í Hrútafirði, auk 4 km til viðbótar á Hólmavíkurvegi. Vm 15 km voru lagðir í Langadal í Húnavatnssýslu, um 9 km á Reyð- arfirði og Norðfirði. Frá DAIHA TSUUMBOMU ''£**22fc± w\ww MeröP ev^e eir* Til afgreiðslu strax í fjölbreyttu litaúrvali. DAIHATSUUMBOÐIÐ Ármúla 23, símar 85870—39179.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.