Morgunblaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981
39
jafn ágætan mann og Inga hlýtur
að vera. Guð varðveiti sálu hans.
Tengdasynir
Fáein kveðjuorð til tengdaföður
míns, sem nú hefur loksins fengið
hvíid.
Dauðinn er það eina sem við
vitum að við eigum vísan, hvort
sem við erum ung eða gömul. Við
hryggjumst þegar ungt fólk fellur
frá og það gerum við líka þegar
gamalt fólk deyr, en á annan hátt.
Tengdafaðir minn hafði lokið sínu
dagsverki og vel það, útslitinn og
farinn að kröftum hefur hann nú
losnað úr veikindum sínum þar
sem hann tók mikið út. Ailt var
gert sem hægt var til að létta
honum síðustu mánuðina. Hans
góða eiginkona Elísabet Ólafs-
dóttir annaðist um hann heima
eins lengi og hægt var, síðan kom
tveggja mánaða erfið sjúkrahús-
dvöl. Það voru vinnulúnar og
knýttar hendur sem hvíldu að-
gerðarlausar í kjöltu hans eftir að
hann þurfti að hætta vinnu. Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi kveður
svo í ljóði sínu: Einn kemur, þá
annar fer, „en svo fer þó að
lokum,/að árin bakið beygja/og
bægja þeim frá störfum,/einn
góðan veðurdag." Við unga fólkið
getum ekki gert okkur í hugarlund
hve það er erfitt að setjast í
helgan stein fyrir mann sem var
búinn að vinna svona mikið til að
sjá sér og sínum stóra barnahóp
farborða. „Og fæsta þeirra grun-
ar,/sem fellur þyngst að hverfa,/
hve fáir leggja á minnið,/að þeir
hafi verið til./Þeir gleyma hverjir
sáðu,/sem uppskeruna erfa,/og
æskan hirðir lítið um gömul
reikningsskil."
Elísabet og Ingimundur eignuð-
ust 7 börn, Olaf, kvæntan Hrefnu
Carlsson, Ólöfu, gifta Steingrími
Kára Pálssyni, Guðmund, kvænt-
an Betty Snæfeld, Svölu, gifta
Gesti Sigurgeirssyni, Þuríði, gifta
Gretti Gunnlaugssyni, Gylfa,
kvæntan undirritaðri og yngstur
er Ómar ókvæntur og bjó hann
með foreldrum sínum og reyndist
þeim stoð og stytta. Hann var
óþreytandi að fara með pabba
sinn niður á höfn þar sem þeir
störfuðu báðir hjá sama fyrirtæk-
inu, Eimskip.
Barnabörnin eru 21 og 1 barna-
barnabarn.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég tengdaföður minn með
þakklæti fyrir allt. Hvili hann í
friði.
Þorgerður Tryggvadóttir.
Kirkiuhátíð á Staðarfelli
Sunnudaginn 23. ágúst sl. var
þess minnst við hátiðarguðs-
þjónustu i Staðarfellskirkju á
Feilsströnd. að 90 ár eru á þessu
ári liðin síðan kirkjan var vígð,
en vígslan fór fram 11. októbcr
árið 1891.
Biskup íslands, hr. Sigurbjörn
Einarsson, prédikaði og þjónaði
fyrir altari ásamt sóknarprestin-
um, sr. Ingiberg J. Hannessyni,
prófasti á Hvoli. Tíu prestar af
Vesturlandi voru viðstaddir at-
höfnina auk biskups. Kirkjan var
þétt skipuð og athöfnin í heild
hin hátíðlegasta. Kirkjukór safn-
aðarins söng undir stjórn organ-
istans, Halldórs Þórðarsonar,
Breiðabólsstað og Sigrún Hall-
dórsdóttir lék á klarinett. Hauk-
ur Guðlaugsson, söngmálastjóri
þjóðkirkjunnar, hafði og hönd í
bagga með undirbúning og fram-
kvæmd söngsins.
A eftir messu var komið saman
í félagsheimilinu á Staðarfelli,
þar sem kirkjugestir þágu veit-
ingar í boði sóknarnefndar, en
prófastur stjórnaði hófinu. Þar
flutti Einar G. Pétursson, cand.
mag. frá Stóru-Tungu, ítarlegt og
fróðlegt erindi um sögu staðar og
kirkju á Staðarfelli.
Margir góðir gestir voru við-
staddir kirkjuhátíðina, m.a. Frið-
jón Þórðarson, kirkjumálaráð-
herra, og frú, auk ýmissa brott-
fluttra Fellsstrendinga og ann-
arra velunnara kirkjunnar, og
bárust kirkjunni ágætar gjafir í
tilefni afmælisins, m.a. kom bisk-
up færandi hendi með eintak af
hinni nýju útgáfu Biblíunnar,
systkinin frá Skógum á Fells-
strönd stofnuðu sjóð með tuttugu
þúsund króna framlagi til stuðn-
ings og umhirðu kirkjugarðanna
á staðnum og Hallgrímsdeild
Prestafélags Islands færði kirkj-
unni rykkilín að gjöf.
Þótti kirkjuhátíðin í heild tak-
ast með ágætum og vera hin
ánægjulegasta, veðrið hefði að
vísu mátt vera betra og bjartara,
en sólardagarnir hér í Dölum á
þessu sumri eru ekki ýkja margir,
og er vonandi, að úr því rætist
senn.
Að undanförnu hafa farið fram
allmiklar endurbætur á kirkjunni
og umhverfi hennar, og hefur
sóknarnefndin fullan vilja á að
unnið verði áfram á sömu braut. I
sóknarnefnd Staðarfellssóknar
eru Þorsteinn Pétursson, Ytra-
Felli, formaður, Ólafía Ólafsdótt-
ir, Breiðabólsstað, og Jóhann
Pétursson, Stóru-Tungu.
I tilefni afmælisins var gefinn
út veggskjöldur með mynd af
kirkjunni í 400 tölusettum eintök-
um, og geta þeir, sem óska eftir
að eignast hann, snúið sér til
sóknarprests eða sóknarnefnd-
armanna.
í tengslum við kirkjuhátíðina á
Staðarfelli hófst aðalfundur í
Hallgrímsdeild Prestafélags ís-
lands, og var fundurinn haldinn
að Laugum í Sælingsdal, en þar
hefur í sumar verið rekið sumar-
hótel í húsakynnum Laugaskóla.
Þar hafði kirkjumálaráðherra,
Friðjón Þórðarson, framsögu um
aðalmál fundarins, sem var
„Samskipti ríkis og kirkju", og
urðu um þetta mál fjörugar og
gagnlegar umræður.
Fréttaritari
Minning:
Filippus Guðmunds-
son múrarameistari
Kveðja frá knattspyrnufé-
latíinu Val.
Látinn er í Reykjavík, Filippus
Guðmundsson, múrarameistari,
87 ára gamall.
Það var fyrir röskum 70 árum
að nokkrir drengir í unglingadeild
KFUM í Reykjavík léku sér að því
að sparka bolta í portinu bak við
hús KFUM við Amtmannsstíg.
Hinn 11. maí 1911 komu sex
þessara drengja saman til fundar,
til að stofna með sér félag um
boltann. Einn þessara drengja var
Filippus Guðmundsson. Við frá-
fa.ll hans nú er aðeins einn eftirlif-
andi af þessum drengjum, Guð-
björn Guðmundsson, prentari.
Guðbjörn hefur sagt frá því,
hvernig nafn þessa félags þeirra
varð til: „Það er skerr.mtileg saga
frá því að segja. Einhverju sinni
vorum við á æfingu eða vorum að
ryðja völlinn, ... að fálki og
svífandi og sveimaði nokkra
hringi yfir höfðum okkar. Einn
félagi okkar, Filippus Guðmunds-
son, múrarameistari, segir þá: Hví
ekki að nefna félagið Val? Það féll
þegar í góðan jarðveg. Félagið var
nefnt VALUR og hlaut hið nýja
nafn með fullu samþykki séra
Friðriks Friðrikssonar." Við
Valsmenn höfum ætíð hugsað með
hlýjum hug til þessara upphafs-
manna félagsins, sem varla hefur
órað fyrir því að á þeim tíma, að
þeir væru að leggja grunninn að
einu öflugasta íþróttafélagi lands-
ins í dag.
Filippus Guðmundsson er nú
horfinn úr hinum stóra hópi okkar
Valsmanna og genginn á vit leið-
togans mikla, séra Friðriks og
annarra fallinna brautryðjenda úr
okkar röðum.
Á þessari stundu færa Vals-
menn Filippusi Guðmundssyni
hugheilar þakkir fyrir hans mikla
framlag til félagsins. Fjölskyldu
hans færum við okkar samúðar-
kveðjur.
Ól. Gústafsson, varaform.
Dánarfregn
I marsmánuði síðastl. lést í
borginni Portland í Oregon-fylki í
Bandaríkjunum, Sigríður Lára
Arnason, en hún var fædd í Akra í
N-Dakóta 2. desember árið 1883.
Foreldrar hennar voru Jón Frí-
manns Jónssonar og kona hans
Helga Jakobína Ólafsdóttir. For-
eldrar Jakobínu voru Ólafur Jó-
hannes Einarsson og Ragnheiður
Ólafsdóttir, en þau fluttu vestur
um haf frá Hofsstöðum í Staf-
holtstungum árið 1882. Foreldrar
Jóns Frímanns voru þau Jón
Jónsson, Köldukinn í Haukadal og
kona hans, Sigríður Eyvindsdótt-
ir.
Sigríður Lára giftist Sigurði
Guðna Arnasyni, en foreldrar
hans voru Arni Jónsson og Sigríð-
ur Sigurðardóttir. Þeim varð 10
barna auðið og eru nú fimm þeirra
á lífi og eru þau þessi: Rinka
Havig, búsett í Seattle í Wash-
ington, Kristen Arnason í Port-
land Oregon, Fjola Thorfinnsson,
Richmond B.C. Kanada, Lilja
Mccaffrey Portland í Oregon og
Unnur Palanuk í Springfield
Oregon.
Sigríður Lára og Sigurður Guð-
ni bjuggu í bænum Upham í
N-Dakota, en árið 1924 fluttust
þau til Wynyard í Saskatchewan-
fylki, einnig í Kanada, en fyrir 40
árum flutti hún til Oregon-fylkis
ásamt börnum sínum og átti þar
heima upp frá því.
Grunnskólastig:
Skólastjórar og yfirkennarar þinga
1»ING Félags skólastjóra og yfir-
kennara á grunnskólastigi verft-
ur haldið að Ilótel Sögu í Iteykja-
vík helgina 12. —13. september.
Þingið verður sett laugardaginn
12. september kl. 10 og mun
menntamálaráðherra ávarpa
þinggesti.
Tvö aðalmál verða tekin til
meðferðar.
Notkun myndsegulbanda í
kennslu, en erindi um það efni
flytur Karl J. Jeppesen, deildar-
stjóri í kennslumiðstöð Náms-
gagnastofnunar.
Þá verður fjallað um niðurstöð-
ur könnunar á búnaði og aðstöðu í
grunnskólum landsins sem gerð
var á sl. vetri. í úrvinnslu er
gerður samanburður á búnaði og
aðstöðu skóla í fræðsluumdæmum
og einnig í mismunandi skólagerð-
um. \
Könnunin sýnir m.a. að skólar
landsins hafa mismunandi búnað
og aðstæður allar eru mjög breyti-
legar. Kemur þar vel fram að
aðstöðumunur nemenda og kenn-
ara til starfa er mikill milli skóla
og landshluta.
Fundarmenn munu fjalla um
skýrsluna og tekin verður ákvörð-
un um hvernig hún verður notuð.
Sunnudaginn 13. september verð-
ur síðan haldinn aðalfundur fé-
lagsins.
Þinginu lýkur síðdegis á sunnu-
dag.
+
Eiginmaður minn og faöir okkar,
ÞÓRÐUR ÓLAFSSON,
Brekku, Norðurárdal,
sem lést 5. september, veröur jarösunginn frá Hvammskirkju,
föstudaginn 11. september, kl. 2.
Þórhildur Þorsteinsdóttir,
Erna Þóröardóttir,
Olafur Þóröarson,
Þorsteinn Þóröarson,
Guörún Þórðardóttir.
Útför föður okkar,
FILIPPUSAR GUDMUNDSSONAR,
múrarameistar a
Selási 3,
fer fram frá Dómkirkjunni miövikudaginn 9. september kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Árbæjarkirkju.
Helgi Filippusson, Sigríður Einarsdóttir,
Hulda Filippusdóttir, Árni Kjartansson,
Pétur Filippusson, Þórhallur Filippusson, Guöjóna Guðjónsdóttir,
Þóra Filippusdóttir, Þórmundur Sigurbjarnason,
Þórey Sigurbjörnsdóttir, og barnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför móður
okkar og tengdamóöur,
KRISTÍNAR EINARSDÓTTUR,
Elliheimlilnu Grund.
Siguröur Jónsson, Hólmfríöur Jónsdóttir,
Erna Jónsdóttir, Dagbjartur Grímsson,
Birna Jónsdóttir, Haraldur Ólafsson,
barnaborn og barnabarnabörn.
t
Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö' andlát og
útför sonar okkar og barnabarns,
MARGEIRS EINARSSONAR,
Hólabraut 11, Keflavík.
Ragnhildur Margeirsdóttir, Einar Sigurðsson,
Ásthildur Arnadóttir, Margeir Ásgeirsson,
María Pálmadóttir.
Afmælis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.