Morgunblaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1981 45 VELVAKANDI ÍTs SVARAR í SÍMA I0100KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI tvisvar og allt sett í vothey — jafnt þótt þurrkatíð væri. Og geymslukostnaður er enginn, því heyið er allt sett í stóra hauga, dráttarvélin látin pressa þá niður og plast breytt yfir, „punktur og basta". Maður sem ég þekki að stálheið- arleika, sagði mér að bóndi sem hann dvaldi hjá á Jótlandi hefði sagt sér að danskir bændur rækju upp skellihlátur þegar þeim væri sagt af hinum geysidýru votheys- geymslum sem byggðar væru á Islandi. Þessi danski bóndi notaði sömu aðferð við heyverkunina og hinn fyrrnefndi þýzki starfsbróðir hans. Að lokum smáskrítla um sam- anburð íslenzkra og danskra bænda: „Danskir bændur kunna ekkert nema að búa, en íslenzkir bændur kunna ailt nema að búa.“ Ég er ekki frá því að einhver sannleikur felist í þessu, um nokkurn hluta íslenzkrar bænda- stéttar, því miður. Ingjaldur Tómasson Pétur frábær í morgunútvarpi „Ein 67 ára á Selfossi“ hringdi og bað Velvakanda að birta þennan pistil. „Ég vil senda Pétri Péturs- syni þul innilegt þakklæti mitt fyrir allar góðu morgunstund- irnar sem hann hefur í útvarp- inu,“ sagði hún. „Ég er sextíu og sjö ára en þegar Pétur er að spila lögin á morgnana verð ég tvítug í anda. Hann er frábær." Þessir hringdu . . . Plötusnúður? — hið afmánar- legasta orðskrípi Öldungur hringdi og gerði ný- yrðið plötusnúður að umtalsefni. „Mér finnst þetta orð „plötusnúð- ur“, • hið afmánarlegasta orð- skrípi," sagði hann. „Og aldrei veit ég hvað aumingja fólkið gerir sem kallar sig þetta. í mínu ungdæmi var oft sagt um einhvern í gamni að hann spilaði ágætlega á gramó- fón — það var ekki talað að það þyrfti neina tónlistarhæfileika til þess. En nú er verið að tala um að hinn og þessi sé góður plötusnúð- ur, rétt eins og það sé ekki alveg sama hvernig platan er sett á giymskrattann, kunni menn það á annað borð. Ég skil þetta ekki, enda er ég víst orðinn gamall." Orlög þjóða Gráta þjóðir fallna syni sína, svikin lifa hátt þar austantjaldsmegin. Geðveikrahælin geyma þá og pína, sem ganga ekki með þeim friðsama veginn. Sá friðarvegur er að ráða ríkjum, ræna frjálsum andans velgjörðarmönnum. Við bandamenn alla samningana svíkj- um, segir hróðugur Brezhnev mitt í þeim önnum. Reistu múr á milli fals og friðar, fela skyldi þjóð og brjóta smátt niður. Því Rússaforkólfur allan mátt sinn miðar við morðtólin sín og öskrar: Hér er það friður. Pólland — Afganistan — Ungverjaland, örlög þeirra móta blóðugar hendur. Ekki sigla þeir kommakarlar í strand, sem klækina læra og gista rússneskar lendur. Og hér á landi kommakarlarnir væla: kaupið er nógu hátt, svo réttlátt er stjórnað. Við viljum að blómgist hérna sovésk sæla þótt sjálfstæði landsins verði til Rússíá fórnað. Kristinn Magnússon Kristinn Magnússon SIEMENS SIWAMAT þvottavélin frá Siemens • Vönduð. • Sparneytin. SMITH & NORLAND HF., Nóatúni 4, sími 28300. BLIKKSMIDJANHF. auglýsir: Erum fluttir af Kársnesbraut 124 á Smiöshöföa 9, Reykjavík. Nýtt símanúmer: 85699. Óskum aö ráöa eftirtalda starfsmenn: Blikksmiöi, nema í blikksmíði, járnsmiö eöa vélvirkja. Menn vana járniönaöi. Smiðshöfða 9. Sími 85699. EF ÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁER ÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.