Morgunblaðið - 03.10.1981, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981
Korchnoi hyggst sigra
bæði Karpov og kerfið
Viktor Korchnoi fæddist i
Lcningrad 23. júlí 1931 og hélt
þvi upp á fimmtuKsafmælið sitt
fyrir aðeins tveimur mánuðum.
Fullmikill aldur til að taka þátt
i jafn langri og erfiðri keppni
og heimsmeistaraeinvíginu i
skák, en slíkt á sér þó samt
da'mi. Mikhail Botvinnik stóð
þannÍK á fimmtuKU árið 1961
þegar hann endurheimti heims-
meistaratitilinn úr höndum
Tals, sem var þ<> helmingi
ynRri.
, Korchnoi var ekki bráðþroska
sem skákmaður og var kominn
yfir tvítugt þegar hann fór fyrst
. að vekja athygli á sér. A sovézka
meistaramótinu 1954 náði hann
, óvænt öðru sæti og þar með
opnaðist honum leið til að fá að
‘ taka þátt í skákmótum á alþjóða-
vettvangi. Þar lét árangurinn
ekki á sér standa og hann náði
efsta sæti í tveimur sterkum mót-
um. Fyrst í Búkarest þar sem
hann var m.a. á undan Furman,
Holmov og Pachman og síðan í
Hastings þar sem hann deildi
efsta sætinu með öðrum ungum
manni sem var að hefja feril sinn,
Friðriki Ólafssyni.
Árið 1956 var Korchnoi því út-
nefndur stórmeistari af Alþjóða-
skáksambandinu en honum tókst
samt ekki strax að fylgja þessum
ágæta árangri sínum eftir. Á
þessum árum stóð hann í skugg-
anum af ungum meisturum sem
hafði skotið með leifturhraða upp
á stjörnuhimininn, þeim Boris
Spassky og Mikhail Tal. Frami
Korchnois varð miklu hægari og
1960, þá 29 ára gamall, varð hann
skákmeistari Sovétríkjanna í
fyrsta skipti.
í íyrsta sinn í heims-
j meistarakeppni
f Næsta ár var Sovétmeístara-
I mótið einnig úrtökumót fyrir
j millisvæðamótið. Þá varð
j Korchnoi í öðru sæti á eftir Petr-
I osjan og þar með hófst klif hans
j upp að hinum bratta tindi,
heimsmeistaratitlinum í skák, í
fyrsta skipti.
Á millisvæðamótinu 1962, sem
haldið var í Stokkhólmi, gilti sú
regla að aðeins þrír skákmenn frá
sama landi gætu komist áfram í
áskorendakeppnina. Korchnoi og
Stein börðust um það hvor yrði
þriðji Sovétbúinn og úrslitin réð-
ust ekki fyrr en í síðustu umferð.
Þá vann Friðrik Ólafsson Stein,
en Korchnoi hélt naumlega jafn-
tefli og komst því áfram.
Allt gekk Korchnoi í haginn í
upphafi áskorendamótsins í
Curacao og óvænt náði hann for-
ystunni. En þá ætlaði hann sér
• ekki af og andstæðingar hans
j notfærðu sér ofmetnað hans eft-
irminnilega. Fyrstu vonbrigði
* Korchnois í 20 ára baráttu hans í
I heimsmeistarakeppninni sáu
, dagsins ljós. Hann tapaði fjórum
i skákum í röð og keppinautar
hans skriðu fram úr, hver á fætur
öðrum.
Það var Korchnoi sárabót að í
árslok 1962 vann hann Sovét-
meistaratitilinn í annað sinn og
það var orðið greinilegt, þrátt
fyrir áfallið í Curacao, að næst-
um ómannleg seigla, baráttuvilji
og vinnuharka myndi tryggja
Korchnoi sæti meðal hinna
i'remstu í langan tíma.
Samt tókst honum ekki að
■mdurvinna sæti sitt sem fulltrúi
-ovétmanna í heimsmeistara-
''eppninni og hann varð að bíða
f.il 1967 eftir að fá aftur sæti á
lillisvæðamótinu, sem þá fór
am í Sousse í Alsír. í millitíð-
ni hafði honum þó tekist að
nna meistaratitil Sovétríkjanna
þriðja skipti.
I Sousse byrjaði Korchnoi illa,
en lét það þó ekki á sig fá og að
lokum náði hann fjórða sæti sem
dugði honum til þátttöku í áskor-
endamótinu, sem var nú i annað
sinn háð með einvígjum. Fyrst
náði hann að vinna Reshevsky
fremur auðveldlega, en síðan
mætti hann Tal. Þrátt fyrir gíf-
urlega hæfileika sína og sókn-
dirfsku hefur Tal yfirleitt vegnað
illa gegn varnar- og gagnsókn-
armeistaranum Korchnoi, sem
hefur jafnan haft einstakt lag á
að sjá við brellum „galdramanns-
ins frá Riga“. Einvígi þeirra varð
æsispennandi og úrslitin réðust
ekki fyrr en í síðustu skákinni,
þar sem Korchnoi hafði tapað
tafl, en tókst að hanga á jafntefli.
I einvíginu um áskorunarrétt-
inn á Petrosjan, þáverandi
heimsmeistara átti Korchnoi ekki
sjö dagana sæla. Boris Spassky,
andstæðingur hans, var þá upp á
sitt bezta og vann 6Vfe — 3!&. Níu
árum seinna, er þeir mættust af-
tur í einvígi um áskorunarréttinn
höfðu styrkleikahlutföllin hins
vegar gerbreytt. Tími Korchnois
var enn ekki nærri kominn þótt
hann nálgaðist óðum fertugt.
Keppni við Karpov
og yfirvöldin
Hann grét ekki lengi tapið fyrir
Spassky og á þessu sama ári,
1968, vann hann yfirburðasigur á
tveimur stórmótum, fyrst Wijk
aan Zee og síðan Palma de Mall-
orca. 1970 varð hann síðan
skákmeistari Sovétríkjanna í
fjórða sinn og gat því horft björt-
um augum fram til næstu áskor-
endakeppni, sem fram fór 1971.
í henni byrjaði hann á að yfir-
buga Geller sannfærandi, en síð-
an kom hið fræga jafnteflaeinvígi
við Petrosjan. Þetta var í fyrsta
en ekki síðasta skiptið sem þeir
mættust í einvígi, því þessum
gömlu erkiféndum hefur lent
saman í öllum áskorendakeppn-
um síðan þá. í þessu fyrsta ein-
vígi þeirra tókst Petrosjan að
stýra einvíginu inn á brautir þar
sem hann var í essinu sínu. Bar-
áttan var róleg og eftir að hafa
svæft Korchnoi með jafnteflum i
fyrstu átta skákunum vann
heimsmeistarinn fyrrverandi ní-
undu skákina og þar með einvíg-
ið.
Enn einu sinni varð Korchnoi
að byrja á nýjan leik og nú tókst
honum í fyrsta sinn að vinna sig-
ur á millisvæðamóti er hann varð
efstur í Leningrad árið 1973
ásamt Karpov. í áskorenda-
keppninni árið eftir vann hann
siðan fyrst hinn kornunga Brasil-
íubúa Mecking og í undanúrslit-
unum var stund ■ hefndarinnar
runnin upp. Nú einkenndist ein-
vígi þeirra Petrosjans ekki af
jafnteflum heldur af því að þeir
unnu og töpuðu á víxl. Loks hætti
Petrosjan í miðjum klíðum og
sakaði Korchnoi um að hafa brot-
ið reglur keppninnar, en var síð-
an sjálfur skaður um ámóta
hegðun. Það hefur aldrei komið
fullkomlega í ljós hvers vegna
allt fór í loft upp í þessu einvígi,
en sjaldan veldur einn þá tveir
deila.
Um haustið átti úrslitaeinvígi
þeirra Karpovs og Korchnois um
áskorunarréttinn á Fischer að
fara fram, en áður fór sovézka
sveitin til Suður-Frakklands til
að taka þátt í Ólympíumótinu.
Þar tefldi Karpov á fyrsta borði
þó Korchnoi væri miklu reyndari.
Síðan átti eftir að koma enn bet-
ur í ljós hvorn þeirra sovézka
miðstjórnarvaldið kysi sér frem-
ur sem heimsmeistara og þar með
fyrirmynd milljóna sovézkra
unglinga, miðaldra Leningradbúa
af gyðingaættum sem þegar hafði
orðið til vandræða, eða ungan og
áreiðanlegan alþýðupilt frá Úr-
alfjöllum.
Nokkrum árum áður hafði
þjálfari Korchnois, Semjon
Furman verið fenginn til að
hætta því starfi sínu, en þjálfa
Karpov í staðinn. Þessi skipan
mála varð Karpov auðvitað ómet-
anleg síðar, því Furman hafði
þjálfað Korchnoi í mörg ár og
gjörþekkti hann. Síðan, þegar
einvígið nálgaðist, varð Korchnoi
ljóst að flestallir stórmeistarar
þar eystra forðuðust hann og
vildu ekki eða gátu ekki hjálpað
honum við undirbúning nema í
Skák
eftir Margeir
Pétursson
leyni. Aðstoðarmenn sína varð
hann því að velja úr röðum
óbreyttra meistara og jafnvel
þeim gat hann ekki treyst full-
komlega. Karpov fékk aftur á
móti þann bezta undirbúning sem
völ var á.
Áhrif þessarar mismununar
koma glögglega í ljós þegar skák-
ir einvígisins eru skoðaðar. í Mbl.
síðastliðinn sunnudag voru rakin
dæmi þess hvernig staðan í upp-
hafi mótaðist af aðstöðumunin-
um og Karpov náði öruggri for-
ystu.
í blaðaviðtölum eftir einvígið
lét Korchnoi í ljós óánægju með
ýmislegt varðandi framkvæmd
þess og fyrir það var hann í sov-
ézkum blöðum fordæmdur sem
maður sem ekki kynni að taka
ósigri. í ofanálag var Korchnoi,
þá a.m.k., þriðji sterkasti skák-
maður heims, settur í árs skák-
bann af sovézka skáksamband-
inu.
Þá varð
mælirinn fullur
Endalaust var ekki hægt að
hafa Korchnoi í banni frá alþjóð-
legum mótum og hann fór í kyrr-
þey að undirbúa brottför sína.
Árið 1976, að loknu skákmóti í
Amsterdam, baðst hann hælis
sem pólitískur flóttamaður í
Hollandi. Að sögn Korchnois var
þetta hans eina úrræði til að fá
að stunda list sína og íþrótt,
skákina, en samt hlýtur ákvörð-
unin að hafa verið afar erfið því
hann varð að skilja konu sína og
son eftir í Leningrad.
Sovézka skáksambandið reyndi
árangurslaust að fá Korchnoi úti-
lokaðan frá áskorendakeppninni
1977 og andstæðingur hans í
fyrstu umferð var gamall kunn-
ingi, Tigran Petrosjan. Einvígið
fór fram í skugga gagnkvæms
haturs, en þrátt fyrir að Petrosj-
an fengi alla þá aöstoð frá sov-
ézka skáksambandinu sem hægt
var að láta honum í té laut hann í
lægra haldi. Jafnvel einföld byrj-
endamistök komu stundum fyrir í
þessu einvígi og báðir keppendur
tefldu langt undir styrkleika.
En nú var sem Korchnoi hefði
öðlast nýtt og aukið sjálfstraust
og næsti andstæðingur hans, sov-
ézki stórmeistarinn Lev Polugaj-
evsky fékk aldrei rönd við reist.
Þótt Korchnoi væri aðeins flótta-
maður, sem var að laga sig að
nýju umhverfi, stóð hann samt að
vissu leyti sálfræðilega betur að
vígi og það þrátt fyrir alla þá
hjálp sem andstæðingar hans
nutu. Þeim var af yfirboðurum
sínum lögð sú byrði á herðar að
refsa svikaranum með því að
leggja hann að velli. Ef það mis-
tækist gætu þeir sjálfir átt á
hættu að vera agaðir.
í úrslitum þessarar áskorenda-
keppni mætti Korchnoi öðrum
Sovétbúa búsettum á Vesturlönd-
um, gömlum vini sínum og ná-
granna frá Leningrad, Boris
Spassky. Þótt Spassky hefði kom-
ist upp á kant við sovézka kerfið
eins og Korchnoi var hann þó í
augum Sovétmanna sem hvít-
þveginn engill í samanburði við
svikarann. Að auki mátti búast
við því að Korchnoi yrði Karpov
öllu meiri þrándur í götu en
Spassky, a.m.k. eftir einvíginu
1974 að dæma. Heimsmeistarinn
fyrrverandi var því undir vernd-
arvæng Sovétmanna í þessu ein-
vígi á sama hátt og þeir Petrosj-
an og Polugajevsky áður. Það
dugði þó skammt því af fyrstu tíu
skákunum vann Korchnoi fimm,
en Spassky enga. En skyndilega
virtist sem stíflugarður þrysti og
Korchnoi tapaði fjórum skákum í
röð. Hann og fylgismenn hans
sökuðu andstæðinga sína um að
beita dáleiðslu til að hafa áhrif á
Korchnoi. Hvort sem sú ásökun
er úr lausu lofti gripin eða ekki
var hegðun Spasskys meðan á
einvíginu stóð vægast sagt ein-
kennileg. Hann sat ekki við
skákborðið sjálft heldur á stól
nokkru frá því og horfði á sýn-
ingartaflið á veggnum. Hann kom
síðan aðeins að borðinu til að
leika, nema þegar um tímahrak
var að ræða.
Eftir þetta var auðvitað ekki
um frekari vinskap að ræða á
milli Spasskys og Korchnois og
taflmennskan í einviginu var
langt fyrir neðan venjulegan
styrkleika þeirra. Sumir afleik-
irnir voru hreint ótrúlegir, sér-
staklega í skákunum sem
Korchnoi tapaði. Einvíginu lauk
með því að Korchnoi tókst að ná
sér aftur á strik og vinna tvær
síðustu skákirnar.
Loksins í heims-
meistaraeinvígi
Þar með hafði Korchnoi í
fyrsta sinn tekist að sigra í
keppninni um áskorunarréttinn á
heimsmeistarann og sumarið eft-
ir fór maraþoneinvígi hans við
Karpov fram. Það verður ekki tí-
undað hér, en Korchnoi tapaði
naumlega eftir að hafa tekið mik-
inn sprett undir lokin.
Tíma sínum fram að næstu
áskorendakeppni varði Korchnoi
aðallega til þátttöku í ýmiss kon-
ar skákmótum þar sem hann fór
oftast með öruggan sigur af
hólmi. En í fyrra er hann hóf enn
einu sinni þátttöku í keppninni
var taflmennska hans ekki eins
sannfærandi og oft áður. Enn
einu sinni varð Petrosjan and-
stæðingur hans og þótti mörgum
hann sýna betri taflmennsku en
Korchnoi. En í þriðja sinn í röð
varð heimsmeistarinn fyrrver-
andi að lýsa sig sigraðan af
Korchnoi, í þetta sinn án þess að
vinna skák.
Andstæðingur Korchnois í
undanúrslitunum, Lev Polugaj-
evsky, sýndi honum nú miklu
meiri mótstöðu en er þeir mætt-
ust þremur árum áður. Eftir tólf
skákir stóðu leikar jafnir og tvær
aukaskákir þurfti til að fá fram
úrslit. Með hvítu náði Korchnoi
aðeins jafntefli, en vann síðan á
svart eftir að hafa komið Polu-
gajevsky á óvart í byrjuninni.
I úrslitaeinvíginu kom Robert
Húbner frá V-Þýzkalandi á óvart
með því að ná forystunni í upp-
hafi. En Korchnoi er þekktur
fyrir að geta bjargað sér úr erf-
iðri aðstöðu og eftir að heppnin
gekk í lið með honum gaf Hubner
einvígið. Aftur er því Korchnoi
kominn í eldlínuna og andstæð-
ingur hans er sem fyrr í augum
hans fulltrúi sovézka kerfisins
sem enn hefur ekki leyft konu
hans og syni að fara úr landi.
I því máli hillir að vísu undir
lausn, en það aftrar því þó varla
að Korchnoi sjái rautt og beiti sér
af alefli. Til að ná ekki aðeins
takmarki lífs síns sem stórmeist-
ari í skák, heldur einnig til að ná
sér niðri á því kerfi sem í huga
hans er tákn mannvonsku og mis-
mununar.