Morgunblaðið - 03.10.1981, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981
17
Listasafn Islands:
Yfirlitssýning á verkum
Kristjáns Davíðssonar
í DAG, laugardaginn 3. október,
kiukkan 14.00 verður opnuð yfir-
litssýninK á verkum Kristjáns
Ilavíðssonar listmála i Lidtasafni
Islands. Á sýningunni eru 209
verk, valin af Jóhannesi Jóhann-
essyni. o>? eru elstu myndirnar
frá 1932, en nýjustu myndirnar
eru hinsvejíar frá þessu ári.
Flestar myndirnar eru i eigu
safnsins, um 10 myndir eru eii?n
listamannsins »k afKangurinn er
i einkaeÍKn.
Kristján Davíðsson þarf vart að
kynna, því hann er einn af kunn-
ustu listmálurum landsins. Hann
byrjaði ungur að mála, og elstu
myndina sem á sýningunni er
málar hann aðeins 15 ára gamall,
en hann er fæddur 28. júlí í
Reykjavík. 1932—33 og 1935—36
stundar hann myndlistarnám í
einkaskóla Finns Jónssonar og Jó-
hanns Briem. Að lokinni siðari
heimsstyrjöldinni heldur Kristján
utan til náms í Bandaríkjunum, og
nemur á árunum 1945—47 við
Barnes Foundation í Merion,
Pennsylvania, og University of
Pennsylvania. Fyrstu sérsýningu
sína heldur Kristján í Internat-
ional Student House Philadelphia
árið 1946. 1949 heldur hann síðan
utan aftur til framhaldsnáms í
París og London. Fyrstu sérsýn-
ingu sína á Íslandi í Listamanna-
skálanum heldur hann síðan 1950.
í veglegri sýningarskrá sem
Listasafnið hefur látið gera í til-
efni sýningarinnar segir Selma
Jónsdóttir m.a.:
„Yfirlitssýning þessi á verkum
Kristjáns Davíðssonar ber með
sér sköpunargáfu og sköpunar-
gleði hans, fjölbreytni viðfangs-
efnanna og ólík viðbrögð við þeim.
Það er ævintýri að ferðast með
listamanninum um þann heim,
sem hann hefur skapað í verkum
sínum og hér blasir við í sölum
Listasafns íslands. Það sem fyrir
augun ber gefur til kynna margt í
senn: hárvissa meðferð og næmi í
beitingu litar, og tækni sem oftast
er létt og leikandi, eins og pensill-
inn dansi yfir léreftið. Eftir ferð-
ina má ljóst vera að Kristján er
sannur málari."
Alúðarþakkir fyrir heimsóknir, gjafir og hlý-
hug mér sýndan á 70 ára afmæli mínu 21.
september.
Kær kveðja,
Stefán G. Sigurðsson.
Vinningar í happdrætti
Hjartaverndar 1981
Vinningar eru:
1. Lancer Gl. 1600 á miöa nr. 95656.
2. Mazda 323 á miöa nr. 49999.
3.-6. 4 myndsegulbandstæki á miöa nr. 8504,
25625, 37056 og 95889.
7.-11. 5 utanlandsferðir á miöa nr. 4771, 19095,
36514, 62335 og 81107.
12.-26. 15 reiðhjól á miöa nr. 7353, 11500, 13687,
16120, 33940, 42419, 45036, 56589,
62048, 68753, 74780, 75128, 87983, 89354
og 92367.
Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar aö Lág-
múla 9, 3. hæö.
Húsbyggjendur
Verkfræðingar
Pípulagningamenn
Tæknifræðingar
Viö kynnum MELTAWAY snjóbræöslukerfi, gólf-
hitakerfi og pexplaströr aö Smiðjuvegi 28 D,
Kópavogi í dag laugardaginn 3. október kl.
13—18.
Pípulagnir sf.
Sími 77400.
Söfnun til safnaðar-
heimilis í Kársnessókn
Kársnesprestakall I Kópavogi
hefur gert samning um kaup á
íbúðarhúsi, sem stcndur i ná-
ígrenni kirkjunnar, i þvi skyni að
nota það sem safnaðarheimili.
Stofnuð hefur verið húsakaupa-
nefnd á vegum safnaðarins og er
ætlunin að hefja fjársöfnun um
þessa helgi til kaupanna. Hér fer
á eftir fréttatilkynning, sem
Morgunblaðinu hefur horizt frá
sóknarnefnd Kársnessafnaðar
um kaupin og söfnunina:
Nú á tíu ára afmæli Kársnes-
prestakalls erum við sóknarbörnin
að sjá langþráðan draum rætast
um bætta félagslega aðstöðu.
Lengi hefur staðið til að hefja
byggingu safnaðarheimilis í ná-
grenni kirkjunnar en lóð undir
húsið hefur ekki fengist.
í sumar bauðst sóknarnefndinni
að kaupa það íbúðarhús sem næst
er kirkjudyrum og stendur við
Kastalagerði. Með smávægilegum
breytingum má gera húsið að
hentugu safnaðarheimili, þar sem
bílastæði kirkjunnar nýtast vegna
nálægðar húsanna. Nú hefur
kaupsamningurinn verið gerður
og fyrsta útborgunin, kr. 300 þús-
und, var tekin að láni. Kaupverð
hússins er kr. 1.200 þúsund. Um
leið og við færum þér, kæra sókn-
arbarn, þessar gleðifréttir, leitum
við eftir fjárstyrk þínum við hús-
kaupin.
Safnaðarheimili er auðvitað
eign allra sóknarbarna og kemur
til með að þjóna þeim á ýmsan
hátt. Auk funda fyrir félagsstarf
safnaðarfólks á öllum aldri má
hugsa sér að húsið verði leigt út,
m.a. til sýninga- og tónleikahalds,
til brúðkaupsfagnaða, til erfisveit-
inga og margs annars.
Stofnuð hefur verið húsakaupa-
nefnd á vegum safnaðarins og
mun hún bera hita og þunga fjár-
söfnunarinnar. Nefndina skipa
Sveinn A. Sæmundsson formaður,
Vallargerði 2, sími 41260, og aðrir
nefndarmenn eru: Daði E. Jóns-
son, Ásbraut 15, sími 40190, Stef-
anía Pétursdóttir, Þinghólsbraut
60, sími 41706, Vilhelmína Þor-
sími 40551, Þorvarður Áki Eiríks-
son, Skólagerði 31, sími 42537.
Ætlun húsakaupanefndar er að
hefja fyrsta söfnunarátakið helg-
ina 3.-4. október nk. og biðjum
við þig að taka vel á móti þeim
sóknarmanni er heimsækir þig þá
með beiðni um fjárstuðning.
Við erum svo bjartsýn að búast
við að hvert heimili leggi þá af
mörkum að minnsta kosti kr. 200.
Þessa sömu helgi bjóðum við
öllum að koma og skoða safnað-
arheimilið laugardag og sunnudag
kl. 14—18 og þiggja þar molasopa.
Húsgagnasýning
Málverkasýning 3. okt.—11. okt.
Opið báðar helgar og öll kvöld til kl. 10 e.h.
MIKIÐ ÚRVAL HÚSGAGNA
Eldhúsborð og
stólar í úrvali.
Hvít málað.
Bæsuð Eik.
Birki og Fura.
Veggeiningar
mikið úrval.
Hvít/málaðar.
Brúnbæsaðar.
Ólitaöar.
HÚSAGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 68
HAFNARFIRÐI. SÍMI 54343.
Kópavogskirkja og hið nýja safnaðarheimili Kársnessóknar.