Morgunblaðið - 03.10.1981, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 03.10.1981, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1981 39 > Minning: Lilja Snœbjömsdótt- ir frá Patreksfirði Fædd 25. apríl 1906. Dáin 25. september 1981. I dag, laugardaginn 3. október 1981, veröur jarðsungin frá Eyr- arkirkju á Patreksfirði Lilja Snæ- björnsdóttir húsmóðir, Aðalstræti 53 þar í bæ. Hún andaðist á Borgarspítalan- um í Rvík aðfaranótt föstudagsins 25. september eftir fremur stutta en erfiða sjúkdómslegu. Lilja fæddist á Vindheimum í Tálknafirði 25. apríl 1906. Foreldr- ar hennar voru hjónin Margrét Guðbjartsdóttir og Snæbjörn Gíslason. Lengst af bjuggu þau Margrét og Snæbjörn á Tannanesi og síðar í Höfðadal við Tálkna- fjörð og þar ólst Lilja upp, elst í stórum, glaðværum systkinahópi. Snemma byrjaði hún að aðstoða móður sína við bústörfin, og þar sem faðir hennar var löngum að heiman vegna sjósóknar kom það sér vel að Lilja var óvenju vel gerð stúlka. Hún gekk að öllum störf- um sem hamhleypa og fórst allt jafn vel úr hendi, hvort heldur var að slá með orfi og ijá, eða sauma föt á yngri systkini sín. Ekki naut hún skólagöngu umfram það sem almennt gerðist í þá daga. Árið 1928 giftist Lilja Friðþjófi Þorsteinssyni sjómanni frá Kvíg- indisfelli í Tálknafirði og hófu þau búskap í Vigdísarhúsi á Patreks- firði, en keyptu fljótlega Arahús, á Klifinu svokallaða, sem nú er Að- alstræti 53, og bjuggu þar til ævi- loka, en Friðþjófur lést árið 1973. Hjónaband þeirra Lilju og Frið- þjófs var einstaklega ástríkt og hamingjusamt og þau hjónin með eindæmum vinsæl. Varð fljótlega gestkvæmt á heimili þeirra og „Klifið" kjörinn staður fyrir vini og vandamenn til að hittast og ræða málin. Friðþjófur stundaði sjósókn á eigin bátum alla ævi og höfðu þau oft aðkomumenn í vist; var þá oft glatt á hjalla í eldhúsinu hjá Lilju þegar ekki gaf á sjó og gesti bar að garði. Undirritaður var svo lánsamur að fæðast og vaxa úr grasi í næsta húsi við þetta heiðursfólk, og kynnast því andrúmslofti sem það skapaði með glaðværð sinni og góðvild. Það var því engin tilviljun að mín fyrstu spor út í lífið voru gegnum girðinguna milli húsanna og yfir til frænku sem ávallt tók manni á sinn hátt. Lilja og Friðþjófur eignuðust tvö börn, Þorstein og Guðbjörgu, sem bæði eru gift og búsett á Patreksfirði. Ég vil að leiðarlokum þakka Lilju fyrir það veganesti sem hún lét mér í té og sendi samúðar- kveðjur til barna hennar og ann- arra ættingja sem munu geyma minningu um góða konu um ókom- in ár. Grétar Ólafsson Júlíus Ragnar Júlíusson - Minning Vegna mistaka við prentun þessarar minningargreinar i blaðinu i gær, birtist hún aftur hér. „kallió er komió. komin er nú stundin. vinaskilnaóur viókva'm stund. Vinirnir kveója vininn sinn látna. er seíur hér hinn síósta hlund.“ í dag er kvaddur hinstu kveðju frá Dómkirkjunni mágur minn Júlíus Ragnar Júlíusson, Krummahólum 2, hér í bæ, sem lést í bílslysi í Luxemborg 24. september sl. Fyrir rétt rúmum mánuði var sár harmur kveðinn að aldraðri móður og fjölskyldu Júlíusar heit- ins, þá lést elsti bróðir hans í bíl- slysi, Einar Björn Júlíusson, f. 1928. I kjölfar aukinnar tækni fjölg- aði öflugum vélknúnum ökutækj- um. Hraðinn heillar marga. Hugs- unin beinist að því hve sé hægt að komast langa vegalengd á sem skemmstum tíma. Þrátt fyrir margítrekaðar að- varanir til ökumanna eiga sér stað svö hörmuleg bílslys að orð fá ei lýst. Við stöndum harmi lostin frammi fyrir þeirri staðreynd að enginn á morgundaginn vissan hér á jörð. Kallið gerir sjaldan boð á undan sér og er okkur öllum ör- uggara en nokkuð annað. Júlíus var fæddur 17. desember 1932 á Akranesi, fimmta barn (af sjö) hjónanna Ragnheiðar Björns- dóttur og Júlíusar Einarssonar (d. Minning: Pétur Þ. Einn af leikfélögum mínum frá björtum vordögum bernskunnar, Pétur Þ. Knútsen, er dáinn eða eins og skólaskáldið segir í einu kvæði sínu: „Vinir mínir allir, allir eins og skuggar liðu þeir inn í rökkurhljóðar hailir, hallir dauð- ans einn og tveir, einn og tveir." En bak við þessi orð skáldsins býr samt trúarvissa, því hans síðustu orð í ljóðaformi voru á þessa leið: „Yfir djúpi dauðans ljómar sól.“ Þegar ég nú á hljóðri stund rifja upp minningar bernskuáranna 1973). Þau bjuggu lengst á Bakka- túni 24, þar í bæ. Árið 1955 giftist Júlíus eftirlif- andi konu sinni Jónínu S. Þor- steinsdóttur, fædd í Rvík. 7. mars 1936, dóttir Þórdísar Fjólu Guð- mundsdóttir (d. 1981) og Þorsteins R. Bjarnasonar. Úlli og Ninna, eins og þau voru kölluð, eignuðust 4 börn: Hrafn- hildi Fjólu, gift Gústaf Bergmann Sverrissyni, þau eiga einn dreng, Júlíus, Ragnheiður og Bjarna Þór. Þau eru öll í framhaldsskólum og búa i foreldrahúsi. Áður en Úlli giftist átti hann 2 börn: Guð- mundu, búsett í Flatey og Hjörtur, giftur Kristínu Magnúsdóttir, bú- settur á Akranesi. Barnabörnin eru fjögur. Úlla var í blóð borin glaðværð og frískleiki. Hann var hrókur alls fagnaðar, eftirsóttur á mannfagn- aði og í góðra vina hóp. Frásagn- arsnilli hans, ívafin góðlátlegri og græskulausri. kímni stækkaði vinahóp hans. Honum var einkar lagið að fá aðra til að sjá broslegu hliðar umræðuefnisins. Eins og nærri má geta var*Úlli Akurnesingur, þróttmikill og fjöl- hæfur íþróttamaður, hvort heldur til andlegra eða líkamlegra íþrótta. Hann var slyngur skák- maður, eftirsóttur makker í bridgeklúbbum, stálgott minni hans og rökréttar ályktanir leiddu ósjaldan til sigurs. Af útiíþróttum hreif golfið hann mest, ef til vill vegna sérstöðu þeirrar hollu íþróttar, þar eru engin aldurstakmörk, fjölskyldan getur sameinast í skemmtilegum Knútsen sem við Pétur áttum saman, þá sé ég blasa við sjónum bjartan morg- un og friðsælt kvöld út við bernsk- unnar strönd. Á Grímsstaðaholt- inu og út við Skerjafjörðinn áttum við ásamt öðrum leikfélögum áhyggjulausa daga og litríkar stundir þar sem vonleysi og kvíði var óþekkt fyrirbæri. En árin líða og allt er breytingum háð. Leiðir skilja, vinir koma og vinir fara. Eftir því sem ég best veit var Pét- ur heitinn sæmilega vel á vegi staddur. En það eitt er ekki leik. Sagt er að enginn sé sannur íþróttamaður nema hann virði leikreglur og fari eftir þeim, að hann geti tekið ósigri jafnt sem sigri. Úlli gekk alltaf einarðlega til leiks og bar virðingu fyrir keppinautum sínum. Úlli var glæsimenni í sjón, frjálsmannlegur í allri framkomu. Hann geislaði af hreysti og lífs- þrótti. Skýru góðlegu augun ljóm- uðu af kátínu. Úlli var mannlegur og hafði sína kosti og ókosti, rétt eins og við hin. Það sem einn hefur annan skortir. Hann var ekki einn í lífsbarátt- unni, konan hans stóð svo sannar- lega ódeig og ósérhlífin við hlið hans í blíðu og stríðu. Nú þegar Úlli er genginn sinn veg, vottum við hjónin aldraðri móður hans og vandamönnum hugheilar samúðarkveðjur. Minn- umst þess að vís er endurfundur. Einnig biðjum við fyrir erlenda ökumanninum unga, sem ók bíln- um í hinstu ökuferð Úlla. Elsku Ninna mín. Orð mín eru fátækleg og lítilsmegandi, en frá því í bernsku höfum við (þú og ég) leitað í bæn til Hans í gleði og sorg. Því bið ég Hann á þessari þungbæru tregastund að gefa þér kraft, styrkja þig og leiða áfram á lífsins braut í fylgd elskulegu barnanna ykkar. Trúin og birta eilífðarljóssins varðveitir minn- inguna um góðan dreng, sem far- inn er yfir vegamótin miklu. (■rátnir til tjraíar KönKum vér nú hóöan. fylKjum þór. vinur. Far vol á braut. GuA oks þaö koíí. KlaÖir vór mcKum þór síöar fylKja’ í friöarskaut (V. Briom.) Guðmunda Þorsteinsdóttir nægjanlegt. Við stöndum öll raunverulega veik og varnarlaus gagnvart lögmálum og áhættum tilverunnar. Það er eitt sem verð- ur ekki umflúið. Mín kveðja og ósk til hins framliðna bernskpfélaga verður sú að við honum muni blasa nýtt og bjart tilverusvið þar sem rökkurmóða jarðlífsins er ekki lengur til samhliða því. Votta ég eftirlifandi aðstand- endum hans mína samúð og hlut- tekningu. Af oilífúarljósi hjarma hor som hrautina þunvru Kroióir. Vort líf som svo stutt ok stopult or það stofnir á a*óri loiðir ok upp himinn foKri on auKaó sór mót öllum oss faóminn hroióir. (Einar Bonodiktsson) þorKeir Kr. MaKnusson Minning: Asgeir Þórarins- son bifreiðastjóri Fæddur 4. september 1924. Dáinn 28. september 1981. í dag, laugardag, verður Ásgeir Þórarinsson bifreiðastjóri hvadd- ur hinstu kveðju í Selfosskirkju, en hann lést mánudaginn 28. sept- ember sl. Við lát míns yndislega tengdaföður sló mig hljóðan og ípp í huga minn kom sú spurning, íversvegna þeir sem elskaðir eru >g ávallt eru ástríkir og vingjarn- legir, — hvers vegna þeir eru kall- aðir svo ungir til drottins. En skrifað stendur, þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Ásgeir var sonur hjónanna Þór- arins Guðmundssonar og Jónu Torfadóttur, en þau bjuggu að Sandprýði á Stokkseyri. Þórarinn lést 10. septemmber sl. og er nú mikill harmur kvaddur að fjöl- skyldunni. Ásgeir var yngstur sex systkina og í bernsku hans barðist fjöl- skyldan við mikil veikindi. Móðir þeirra varð að fara á Vífilsstaði og einnig elsta systirin, en við það tvístraðist hópurinn. Ásgeiri var komið fjögurra ára til þeirra sæmdarhjóna Ketils Arnoddsson- ar og Guðlaugar Sigfúsdóttur að Brúnastöðum í Hraungerðishreppi og ólst hann þar upp. Árið 1949 urðu mikil og ham- ingjurík þáttaskil í lífi Ásgeirs en þá gekk hann að eiga eftirlifandi konu sina Margréti Karlsdóttur. Voru þau hjón mjög samhent um allt og alltaf gott að koma á þeirra yndislega heimili. Búskap sinn hófu þau að Selfossi II, en fluttu síðar að Sunnuvegi 6, Selfossi, þar sem þau höfðu byggt sér einbýlis- hús. 1974 keyptu þau svo Stekk- holt 7. Börn þeirra urðu fjögur, allt dætur. Elst er Jóna Guðlaug, hús- móðir á Selfossi, gift Júlíusi Holm, vörubílstjóra. Næst er Emilía, gift undirrituðum, búsett í Reykjavík. Þá er Sólrún, gift Ás- grími Kristóferssyni og búa þau á Selfossi. Yngst er svo Jóhanna Gréta, sem er heitbundin Ólafi Sigurðssyni og búa þau í Kópa- vogi. Meginstarf Ásgeirs var bif- reiðaakstur en vann þó á vinnuvél- um fyrst eftir að hann fluttist frá Brúnastöðum. Allir sem kynntust Ásgeiri í starfi mátu hann sér- staklega mikils því heiðarlegri og .betri mann viðskiptis í hvívetna var ekki hægt að finna. Systkina- hópurinn var mjög samrýndur enda þurftu þau að reyna margt saman. T.d. byggðu þeir bræðurnir Ásgeir og Engilbert hús sín hlið við hlið. Stór hópur drúpir nú höfði við hið sviplega fráfall Ásgeirs. Barnabörnin sem horfa á eftir yndislegum afa svo og dætur hans og tengdasynir. Stærst er þó sorg konu hans. Megi algóður guð styrkja hana og alla syrgjendur í þeirra miklu sorg. MFar þú i íriöi. friöur Guds þÍK blessi. hafðu þökk fyrir allt ok allt.“ André Bachmann Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur í einum 16 para riðli og urðu úrslit þessi: Rafn Kristjánsson — Þorteinn Kristjánsson 266 Hreiðar Hansson — Axel Lárusson 252 Hafsteinn. — Ágúst 247 Kjartan Kristófersson — Friðjón Margeirsson 243 Einar Guðlaugsson — Sigríður Rögnvaldsdóttir 228 Meðalskor 210 Á þriðjudaginn kemur hefst þriggja kvölda hausttvímenning- ur og er allt spilafólk velkomið meðan húsrúm leyfir. Keppnis- stjóri er Hermann Lárusson. Spilað er í húsi Kjöts og fisks, Seljabraut 54 og hefst keppni kl. 19.30. stundvíslega. Bikarkeppni Bridgesambands íslands Nú er tveimur umferðum ólokið í Bikarkeppni BSÍ, undanúrslitum og úrslitum. Þær sveitir, sem eftir eru, komu sér saman um að heyja einvígi sín á milli á sama stað og tíma og hafa aðstöðu fyrir áhorfendur. Undanúrslitin fara því fram að Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18, í dag, 3. október, kl. 13. Sveitir- nar, sem þá eigast við eru: Guðmundur Sv. Hermannsson gegn Agli Guðjohnsen og Tryggvi Bjarnason gegn Erni Arnþórssyni. Leikir sveitanna verða 48 spil, spiluð í fjórum 12 spila lotum. Sigurvegararnir munu síðan mætast í úrslitum að Hótel Loftleiðum, laugardaginn 10. október. Bridgefélag kvenna Tveimur umferðum af þremur er nú lokið í fyrstu tvímenn- ingskeppni vetrarins hjá Bridge- félagi kvenna. í annarri umferð urðu úrslit þessi: A-riðill: Kristín Þórðardóttir — Guðríður Guðmundsdóttir 251 Ósk Kristjánsdóttir — Guðrún Bergsdóttir 243 Katrín Þorvaldsdóttir — Guðbjörg Jónsdóttir 236 Kristín Jónsdóttir — Erla Ellertsdóttir 234 B-riðill: Alda Hansen — Nanna Ágústsdóttir 272 Ester Jakobsdóttir — Erla Sigurjónsdóttir 247 Júlíana Isebarn — Margrét Margeirsdóttir 245 Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsdóttir 244 Eftir tva*r umferðir eru þessi pör efst: Alda Hansen —Nanna Ágústsdóttir 541 Guðrún Einarsdóttir — Guðrún Halldórsson 500 Ester Jakobsdóttir — Erla Sigurjónsdóttir 500 Júliana ísebarn — Margrét Margeirsdóttir 485 Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsdóttir 476 Kristín Þórðardóttir — Guðríður Guðmundsdóttir 471 Ólafía Jónsdóttir — Ingunn Hoffmann 465

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.