Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 5 „Líf og list fatladra,“ „LÍF 0€1 list fatlaðra“ er nafnið á menningarvöku sem fer fram á Hótel Borg og í Félagsheimili Seltjarnarness dagana 28. nóv. til 4. des. Er þessi menningar- vaka lokaátak Alfa nefndar í til- efni Árs fatlaðra. Flutt verður tónlist, ljóð og leiklist og sýndar myndir eftir fatlaða, ýmist flutt af þeim sjálfum eða ótötluðum. Efnt verður til umræðna um sýn- ingar, sem nú standa yfir í leikhúsum og tengjast málefn- um fatlaðra; það verða kvik- myndasýningar, barna- skemmtanir, brúðuleikhús o.fl. Sjónvarpið leggur fram sinn skref með dagskrárliðum, sem tengjast Lífi og list fatlaðra. Fyrstu fimm daga vikunnar verður á Hótel Borg „Opið hús“ síðdegis; leikin verður létt kaffihúsamúsík, þar verð- ur leiksvæði fyrir börnin og listamenn koma fram. Einnig verður sýning á listaverkum Vikulöng menn- ingarvaka í til- efni árs fatlaðra og almenn kynning á starf- semi hinna ýmsu samtaka og stofnana. Laugardaginn, sem vakan verður sett, sunnudag og föstudag, verður sýnd nýtt brúðuleikrit, sem kynnir líf fatlaðra barna. Sunnudagur- inn og föstudagur eru sér- staklega tileinkaðir öllum börnum. Nýtt íslensk leikrit, „Uppgjörið" eftir Gunnar Gunnarsson, sem Þjóðleikhús- ið hefur verið að æfa að und- anförnu, verður frumsýnt á mánudagskvöld, en önnur sýn- ing leikritsins verður í Félags- heimilinu Seltjarnarnesi, síð- ar í vikunni. A þriðjudags- kvöld verða umræður um leik- rit. Flýgur fiskisaga AB gefur út smá- sögur eftir Hrafn Gunnlaugsson HRAFN Gunnlaugsson hefur sent frá sér nýja bók — smásagnasafn sem hann nefnir Flýgur fiskisaga. Er þetta fimmta bókin sem út kemur frá hendi höfundarins. Smásögurnar í bókinni eru tólf að tölu, misjafn- lega langar. Útgefandi er Almenna bókafélagið. í kynningu með bókinni segir m.a.: „Flýgur fiskisaga sver sig i ætt við fyrri verk höfundarins, bæði fyrri skáldskap hans og kvikmyndir. Efniviðurinn er oftast hversdagslegur veruleiki, sem höfundur blæs lífi í með sínu sérkennilega hugmyndaflugi og skopskyni, stundum sannkölluðum gálgahúmor. Frásagnargleði og þörf höfundar að skemmta lesend- Hrafn Gunnlaugsson um einkennir þessar sögur, án þess það á nokkurn hátt dragi úr alvöru efnisins eða boðskap þeirra ...“ Flýgur fiskisaga er pappírskilja, 210 blaðsíður að Stærð. Bókin er unnin í ísafoldarprentsmiðju. Hinn sæli morgunn Ný skáldsaga eftir Asgeir Jakobsson rit- höfund BÓKAÚTGÁFAN bjóðsaga hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir Ás- geir Jakobsson rithöfund. „Hinn sæli morgunn" nefnist sagan, sem er önnur skáldsaga höfundar, en hann er einnig kunnur fyrir fjöl- margar bækur aðrar. Bókin er um 140 blaðsíður að stærð, unnin hjá Guðjóni ()., Prentþjónustunni og Arnarfelli hf. — Kápu gerði Sigur þór Jakobsson, auglýsingateiknari og myndlistarmaður. Fyrri skáldsaga Ásgeirs Jak- obssonar er Gríms saga trollara- skálds. Áður hafa komið út tíu bækur eftir Ásgeir, á tímabilinu 1965 til 1979, og eru þær þessar: Sigling fyrir Núpa, sjómannasaga, rituð í samstarfi við Torfa H. Halldórsson, Kastað í Flóanum kom út 1966, togarasaga, Einn í Síðasta Sumargleði ársins í kvöld SUMARGLEÐI Ragnars Bjarnason- ar og félaga hans, sem fór vítt og breitt um landið sl. sumar, hefur heldur bctur teygt úr sér, því þrátt fyrir hríðarmuggu og kulda hefur Sumargleðin haldið sínu striki, en í kvöld reikna þeir félagar með að Ijúka törninni á Hótel Sögu eftir að Á fimmtudeginum færir menningarvakan sig um set, því það kvöld verður kvöld- vaka í Félagsheimili Seltjarn- arness. Þá verður aftUr sýnt leikritið „Uppgjörið" og þroskaþjálfanemar eru með skemmtidagskrá. Barnahátíð sunnudagsins verður endur- tekin á föstudag og þá í Fé- lagsheimilinu. Á barna- skemmtunum verður brúðu- leikhús, Tóti trúður kemur í heimsókn, lesið verður upp, farið í íþróttaleiki o.fl. Sunnudaginn 29. nóvember verður sérstök guðsþjónusta í Langholtskirkju og verður hún túlkuð á táknmáli. Guðsþjón- ustan er kl. 11. I vikunni hefst einnig dreif- ing á kennsluefni, sem gert var að frumkvæði Alfa- nefndar um fötluð börn í leik og starfi. Menningarvökunni Líf og list fatlaðra lýkur með hófi, sem haldið verður á Hótel Loftleiðum, í Víkingasal og er það hóf, líkt og menningarvak- an, opið öllum almenningi. Athugasemd frá íscargo FORSVARSMENN Flugfélags- ins íscargo höfðu samband við Mbl. vegna fréttar blaðsins sl. föstudag um að félagið hefði hætt beinu áætlunarflugi með farþega milli íslands og Hol- lands, sem það hóf sl. vor. Sögðu þeir það á misskilningi byggt, að þetta flug yrði ekki tekið upp að nýju í vetur. Hjá félaginu væri aðcins um millibilsástand að ræða og á þeim væri engan bil- bug að finna. Þá kom fram hjá forsvars- mönnum félagsins, að Iscargo flytti sína farþega með Flug- leiðum í gegnum London til Amsterdam í Hollandi og væri samvinna félaganna með ágætum. Að síðustu kom fram í sam- bandi við söluskrifstofu fé- lagsins, sem hefur verið lokað í Austurstræti, að til stæði að opna nýja skrifstofu innan tíð- ar. UJOJNVDTbUW ÁVINfl. M'ia.V'SIXIÍASIMIXS KR: Í'Q, 22480 'OD Jtlorjjiinblntiib Ásgeir Jakobsson rithöfundur. lofti, einn á sjó, ævisaga sir Francis Chichestér kom út 1967, Hart í stjór, ævisaga Júlíusar Júliníussonar kom út 1968, Fiski- maðurinn, handbók í sjómennsku 1971, Um borð í Sigurði kom 1972, þýðing á Botnvörpunni og búnaði hennar 1973, Byrjendabók í sigl- ingafræði eftir Ásgeir og Jónas Sigurðsson kom út 1977, Einars saga Guðfinnssonar árið eftir, og Tryggva saga Ófeigssonar 1979. hafa margfyllt húsið í haust við mjög góðar undirtektir gesta, sem hafa skemmt sér vel á fjölbreyttri dagskrá Sumargleðinnar. Dagskrá Sumargleðinnar hefst í kvöld kl. 22.30 en dansað verður fram eftir nóttu. HANN á erindi í borgarstjórn Anders Hansen bladamaður Ferskar hugmyndir Skeleggur málflutningur Reynsla í félagsstörfum ★ Þekking á borgarmálum ★ ★ ★ Anders Hansen blaðamaður er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins. Tökum þátt í prófkjörinu og tryggjum ungum manni sæti í borgar- stjórn Reykjavíkur. Stuðningsmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.