Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR MEÐ 16 SÍÐNA IÐUNNARBLAÐI 261. tbl. 68. árg. LAUGARDAGUR 28. NOVEMBER 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Týndi 16 árum á einum degi Warrington, 27. nóvember. Al\ MATT Hrooks, írskættaður starfsmað- ur hjá ofnaframleiðanda í Warrington, sem farinn var að hlakka til að geta sest í helgan stein og lifað og leikið sér fvrir eftirlaunin, varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu á dögunum að eldast um 16 ár á einum degi. Brooks er sagður mjög þungt hugsi þessa daga því að hann veit ekkert hvað orðiö hef- ur af þessum hálfa öðrum áratug í lífi sínu. Svo er mál með vexti að Brooks fékk atvinnurekanda sinn til að skrifa til manntalsskrifstofunnar í Dyflinni og fá það staðfest, að hann væri orðinn 63 ára gamall og færi því á eftirlaun eftir tvö ár. Mann- talsskrifstofan brást vel og svaraði um hæl, að Brooks væri alls ekki 63 ára, heldur 79 og hefði átt að vera kominn á eftirlaun fyrir 14 árum. „Þetta var ægilegt áfall fyrir mig,“ sagði Brooks í dag í viðtali bresku fréttastofuna. „Mér finnst allt í einu að ég sé orðinn gamall maður.“ Hríðarbylur í Reykjavík Hreinsanir í Rúmeníu Húkaresl, 27. nóvembor. Al\ SfTNTEIA, málgagn rúmenska komm- únistaflokksins, sagði í dag, að „stór kostleg" svik og falsanir forráða- manna helsta kolanámafyrirtækisins í Kúmeníu hefðu valdið miklum vand- ræðum fyrir raforkuiðnaðinn í landinu. Sagt var, að þeir hefðu falsað fram- leiðslutölur og látið raforkufyrirtæki í SuðurKúmeníu fá svo léleg kol, að á þeim hefðu orðið miklar skemmdir. Þessar upplýsingar koma deginum eftir að Ceausescu, Rúmeníuforseti„ rak þrjá háttsetta embættismenn vegna vandræðanna í Oltenia- námunum, sem víða hafa valdið raf- orkuskorti og framleiðslustöðvun. Scinteia sagði, að á pappírunum væri framleiðsla brúnkola einni milljón tonna meiri en raun bæri vitni. Þessar upplýsingar eru taldar enn einn vitnisburðurinn um þá efna- hagserfiðleika, sem Rúmenar eiga nú við að stríða. Ljósm. RA\. „Ekkert kjördæmi er nú öruggt fyrir stóru flokkana“ (’rosby, 27. nóvember. Al\ GÍFURLEGUR íognuður ríkti í dag meðal félaga í jafnaðarmannaflokknum nýja í Bretlandi og stuðningsmanna þeirra í Frjálslynda flokknum eftir að frambjóðandi þeirra, Shirley Williams, hafði unnið frækilegan sigur í auka- kosningum í ('rosby, kjördæmi, sem íhaldsflokkurinn hefur átt frá upphafi. Frú Williams sagði, að héðan í frá gætu stóru flokkarnir ekki talið sér víst eitt einasta kjördæmi á öllum Bretlandseyjum. Þessi úr- Verkfallsbanns enn krafist í Póllandi Varsjá, 27. nóvember. Al\ LEIÐTOGAR pólska kommúnistaflokksins, sem segja að efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar hangi á bláþræði vegna verkfallanna í landinu, kröfðust þess í dag á miðstjórnarfundi flokksins, að verkföll yrðu bönnuð með lögum. Talið er, að með þessari hörðu afstöðu séu þeir ekki síður að stappa stálinu í flokksmennina sjálfa, sem eru orðnir heldur von- litlir um að flokkurinn eigi sér við- reisnar von. Hermt er, að hálft þriðja hundrað þúsunda manna hafi sagt sig úr flokknum að und- anförnu auk þeirra 188 þúsunda,' sem hafa verið reknir. Fundur miðstjórnar kommún- istaflokksins, sem skipuð er 200 mönnum, fer fram á sama tíma og mikil ókyrrð er meðal pólskra bænda, námsmanna, starfsmanna í oliuiðnaði og slökkviliðsmanna, sem ekki hafa sinnt skipunum yfir- valda um að hætta mótmælaað- gerðum. 1 skýrslu til framkvæmdanefnd- ar kommúnistaflokksins dregur efnahagsmálasérfræðingur mið- stjórnarinnar, Marian Wozniak, upp mjög dökka mynd af efnahags- ástandinu í landinu. Þar kemur fram, að erlendar skuldir þjóðar- innar nema 23 milljörðum dollara, hráefnisskortur er farinn að valda alvarlegum framleiðsluvandræð- um, þjóðartekjur muni minnka um 15% á þessu ári og að auki sé agi meðal verkamanna orðinn enginn, svartamarkaðurinn blómstri og að ráðist sé á embættismenn og aðra fulltrúa flokksins. I viðtali, sem birtist í júgóslavn- eska vikublaðinu Nin í dag, sagði Mieczyslaw Rakowski, varaforsæt- isráðherra Póllands, að hætta væri á blóðsúthellingum og borgara- styrjöld í landinu vegna þess ástands, sem nú ríkti þar. Hann sagði ennfremur, að ef ofsóknir og morð á kommúnistum hæfust í landinu myndu Sovétmenn ekki láta það afskiptalaust, jafnvel þó að þeir vildu síst af öllum þurfa að hafa afskipti af pólskum innan- landsmálum. „Pólverjum geðjast ekki öllum vel að sósíalismanum og það get ég vel skilið,“ sagði Rak- owski, „en þeir eru líka til, sem skirrast ekki við að segja, að þeir vilji kollvarpa núverandi kerfi og koma öðru á.“ slit eru meiriháttar áfall fyrir Ihaldsflokkinn og stjórnarstefnu Thatchers og þá ekki síður fyrir Verkamannaflokkinn, en útkoma hans var svo hörmuleg, að fram- bjóðandi hans tapaði tryggingar- fénu, sem krafist er í Bretlandi. „Þetta var ekki aðeins sigur, heldur hrein slátrun" sagði Daily Mirror, sem er stuðningsblað Verkamannaflokksins í dag og Shirley Williams sagði, að eftir þennan dag væru bresk stjórnmál með allt öðrum hætti en verið hefði. Cecil Parkinson, formaður Ihaldsflokksins, viðurkenndi í dag, að flokkurinn væri „ekki jafn vin- sæll og þeir vildu að væri“ og Roy Hattersley, talsmaður Verka- mannaflokksins í innanríkismál- um, sagði, að kosningasigurinn sýndi vel hve stóru flokkunum stafaði mikil hætta af hinu nýja kosningabandalagi. „Þetta er skilgetið afkvæmi vonbrigðanna og vonleysisins meðal Breta," sagði hann. I kosningunum í gær fékk Shir- ley Williams um 50% atkvæð- anna, íhaldsflokkurinn tæp 40% og Verkamannaflokkurinn ekki nema 9,5%, sem olli því að hann tapaði því fé, sem lagt er fram til tryggingar því, að stjórnmála- flokkur eigi eitthvert erindi í kosningar. Ihaldsflokkurinn hefur haldið Crosby í 63 ár og sigraði í síðustu kosningum með miklum yfirburðum. Að þessu sinni töpuðu stóru flokkarnir hvor um sig fjórðungi atkvæða til kosninga- bandalagsins. Shirley Williams, sem tapaði þingsæti sínu í kosningunum 1979, er fyrsti maðurinn, sem jafnað- armannaflokkurinn nýi fær kjör- inn á þing og annar maður kosn- ingabandalagsins. Fyrir nokkru vann William Pitt úr Frjálslynda flokknum öruggan sigur í Croy- don, einni útborg Lundúna. Marg- aret Thatcher, forsætisráðherra, óskaði í dag Shirley Williams til hamingju með sigurinn en bætti því við, að hún væri þess fullviss, að hún væri á réttri braut og að það yrði orðið lýðum ljóst áður en til kosninga kæmi 1984. Reyndi að múta fólki til að skrifa lesendabréf þar sem krafist var kjarnorkuvopnalausra Nordurlanda gestur í norska stórþinginu og í blaðinu Verdens Gang segir í Osló, 27. nóv. Krá fréltaritara Mbl. LKYNIÞJÓNUSTAN norska hefur farið fram á það við utanríkisráðu- neytið, að Stanislav Tsjebotok, fyrsta sendiráðsritara Sovétmanna í Osló, verði vísað úr landi. Ákær urnar á hendur Tsjebotok þykja mjög alvarlegar en hann er sakað- ur um að hafa reynt að múta a.m.k. fimm mönnum til að skrifa lesendabréf í norsk blöð og krefj- ast þess, að Norðurlönd verði gerð að kjarnorkuvopnalau.su svæði. Tsjebotok hefur verið tíður dag, að hann hafi reynt að koma sér í mjúkinn hjá fólki þar og fá það til að starfa fyrir sig. Hann var áður við sendiráð Sovétríkj- anna í Kaupmannahöfn en á dögunum var eftirmanni hans þar vísað frá Danmörku fyrir að kosta áróður friðarhreyfingar- innar svokölluðu með rússnesku fé. Tsjebotok hefur lengi verið undir smásjánni hjá norsku leyniþjónustunni og þegar up víst varð, að hann hefði reynt að múta fólki til að skrifa lesenda- bréf og krefjast kjarnorku- vopnalausra Norðurlanda, var ekki lengur beðið boðanna með að æskja brottvísunar hans. Talið er, að þetta mál verði mikið áfall fyrir norska frið- arhreyfingarmenn enda kemur það í kjölfarið á njósnaniálinu í Danmörku og strandi sovéska kafbátsins í Svíþjóð, sem reynd- ist búinn kjarnorkuvopnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.