Morgunblaðið - 28.11.1981, Page 16

Morgunblaðið - 28.11.1981, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 Spjallað við Hauk Halldórsson myndlistarmann Um leið og stigid er inn í Gallerí Lækjartorg á annarri hæð í SVR-húsinu, verður fyrir manni heljarstór hönd með hálfkrepptum hnefa, sem nær upp undir loft. I»að er eins og hún ætli að hremma mann. „Þessi hönd er svona til að gefa einhverja mynd af hlutfallinu milli trölla og manna," sagði Hauk- ur Halldórsson myndlistarmaður við blaðamann. Haukur hefur að undanförnu verið að sýna í Gallerí- inu myndir af allrahanda tröllum og skessum og mönnum í þeirra höndum gerðar með olíu- og viðar- kolum. Sýningin ber nafnið „í tröllahöndum“. kallaði mig „ í kringum höndina í salnum er raðað stóium og eftir að hafa lit- ið á myndirnar með Hauki settist blm. niður þar að spjalla við listamanninn. Hann rétti blm. miða sem á stóð: „Hver sá sem sýpur af pottbarmi getur ekki dáið ncma potti sé hvolft yfir hann, sumir segja hinum sama potti." Kreddur og víti stóð fyrir ofan þetta. „Svona vísdómsmiða með hinum og þessum ráðlegg- ingum og vísdómi úr þjóðsögun- um fær hver gestur," sagði Haukur. En hvers vegna teikna svo mikið af tröllum? „Tröllin segja mér mikið um iifnaðarhætti þess fólks sem uppi var þegar sögur um þau voru gerðar. Baráttan við náttúruöflin og lífsbaráttan yfirleitt, kemur greinilega fram í tröllasögunum. Kannski megi líka finna í þessum sögum leit mannsins að fuilkom- leikanum. Tröllin gátu alit og höfðu lítið fyrir því, eins og til dæmis að veiða heilu fisktorfurn- ar á öngul sem þær höfðu aðeins hrækt á. Svo er líka að finna í sögunum og í þessum myndum um leið furðulegt kynferðislegt samband milli trölla og manna." Hvað áttu við? „Jú, sko. Skessurnar reru að því öllum árum að næla sér í karla og laga þá þannig til, því þeir voru of væskilslegir til þess að þeir gætu gagnast þeim. Og það var til uppskrift sem þær notuðu til að stækka manninn. Hann var smurður með tólg sem í voru fínmöluð hvalbein sem hafði verið blandað í súrt smjör. Síðan var mannauminginn teygður og togaður af tveimur skessum yfir eldi. Og öskrað var í eyrun á honum annað slagið til að trylla hann. Já, þau koma sterkt fram þessi kynferðislegu samskipti. Nátttröll voru alltaf að elta ungar stúlkur og það hef- ur varla þýtt nema eitt. En það er hvergi talað um að karltröll hafi stækkað kvenmenn og því er ég hræddur um að það hafi verið karlar sem sömdu þessar sögur," sagði Haukur og benti svo á eina myndina þar sem tröll var að fiska og sagði: „Sjáðu hvernig báturinn er gerður. Þeir voru all- ir gerðir úr steini, steinnökkvar. Það er sagt að tröllin hafi borið á báta sína munnvatn úr hvölum svo þeir gætu flotið." Heldur þú að tröllin hafi verið til? „Er ekki sagt að í Atlantis, því Meistari Þórbergur hrekkjusvinið á Melunum“ fræga landi, hafi verið stofn manna sem var miklum mun stærri en aðrir? Og hvaðan ættu þessar sögur svo sem að koma. Það finnast hjá þjóðum um allan heim ævafornar munnmælasög- ur af tröilum. Hvort tröll hafi verið til? Ég veit það náttúrulega ekki en einhver var að segja mér að Vestfjarðakjálkinn væri angi af Atlantis. Gott ef hann sagði mér ekki líka að þar hafi fundist pálmatré og vínviður." Last þú ekki þjóðsögurnar mikið áður en þú fórst að teikna tröliin? „Jú, ég fór í gegnum allar þjóð- sögur sem ég komst yfir og aðal- lega þjóðsögur Jóns Árnasonar. Svo hef ég líka talað við fjöldann allan af gömlu fólki sem hefur sagt mér það sem það hefur heyrt af tröllasögum. Áberandi finnst mér í þjóðsögunum hvað tröllin eru misjöfn í geði eftir landshlutum. Á Vestfjörðum voru þau hjálpleg og mannleg en fyrir austan voru þetta hinir verstu vargar og lögðust sér- staklega á presta og átu. Kannski það hafi verið harðari lífsbarátt- an fyrir austan." Talið barst að Hauki sjálfum og segir hann frá því þegar meistari Þórbergur Þórðarson kenndi honum um að hafa „skitt- ið út fiðluna", „og Þórbergur kallaði mig, „hrekkjusvínið á Melunum". Hann sagði mér seinna að ég hafi verið fyrir- myndin að hrekkjusvíninu í sög- unni „Sálmurinn um blómið" þar sem hrekkjusvínið hafði skittið út fiðluna hennar Heggu litlu. Mig minnir að ég hafi sett sand í fiðluna því mér var eitthvað í nöp við þessa stelpu. Man ekki út af hverju." Ert þú ekki myrkfælinn, búinn að teikna öll þessi tröll? „Nei, ekki lengur. Ég var af- skaplega myrkfælinn þegar ég var strákur en ég vandist af því á skemmtilegan hátt. Það var þannig að pabbi sendi mig einu sinni inn í þvottahús að ná í eitthvað, man ekki hvað það var. En það var langur gangur inn í þvottahúsið og sá var kolniða- dimmur því ekki var verið að eyða ljósi til einskis. Nema hvað ég hélt úti höndunum til hlið- anna þannig að þær snertu vegg- ina og fetaði mig þannig inn að þvottahúsinu. Þá réðist allt í einu á mig mikill og þungur draugur og ég hélt svei mér þá að dagar mínir væru taldir. Við tók- umst þarna á heljartökum en endirinn varð sá að ég varð undir öllum þessum þunga. Þá birtist pabbi, um það bil sem ég var að hugsa um að kasta kveðju á þennan heim, með vasaljós og lýsti þarna á mig þar sem ég lá á gólfinu með risastóra dýnu ofan á mér. Síðan hef ég ekki verið myrkfælinn því ég skammaðist mín svo fyrir að taka dýnuna fyrir draug. í sveitinni var aftur allt fullt af álfum og draugum og þar var maður lafhræddur. Þá lagðist maður oft út í einhverja lautina úti í hrauni og lét sig dreyma um allt þetta, drauga og forynjur. Þar hefur sennilega hugmynda- flugið farið af stað.“ Hvenær teiknaðir þú þessar myndir?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.