Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 15 Auglýsing frá stuðningsmönnum Alberts Guðmundssonar ívor Það eru borgarstjórnarkosningar að vori. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins vegna þeirra kosninga fer fram um þessa helgi. Niður- staðan í prófkjörinu getur ráðið úrslitum um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn nær aftur meirihluta í Reykjavík. Þessi orð sem hér eru sett á blað, eru til stuðnings þeim manni sem líklegastur er til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn til önd- vegis í Reykjavík á ný. Hér þarf ekki hefðbundna ljósmynd af manni í framboðsstellingu, né langa lof- rollu um liðna tíð - minningargreinin bíður síns tíma - hér þarf heldur ekki langan loforðalista. Þúsundir Reykvíkinga - sjálfstæðisfólk, sem og stuðningsmenn annarra flokka, úr öllum stéttum, þekkja störf hans. Hvað hann hefur gert. Hvað hann getur gert. Þessi maður er Albert Guðmundsson -óum- deilanlega hæfastur þátttakenda í próf- kjörinu, til þess að leiða baráttuna sem framundan er. Fjölþætt reynsla hans við uppbyggingu atvinnulífs í Reykjavík og áralöng þátttaka í stjórnsýslu borgarinnar skipar hann sjálfkrafa leiðtoga baráttunn- ar, - og borgarstjóra að sigri unnum. Styrkur Sjálfstæðisflokksins liggur að stórum hluta í dyggum stuðningi óflokks- bundins sjálfstæðisfólks - og opin prófkjör hafa endurspeglað vilja kjósenda flokksins. Nú hefur prófkjörsreglum verið breytt og er flokksfélögum einum heimiluð þátttaka. Hvort sé betra opið eða lokað prófkjör, er álitamál, og verður látið liggja milli hluta hér. Hitt er ljóst að það hlakkar í andstæð- ingum flokksins, þeir gera sér vonir um að niðurstaða prófkjörsins verði á annan veg en verið hefði í opnu prófkjöri. Þeir vona að Albert Guðmundsson komi verr út úr lokuðu prófkjöri en opnu, vegna þess að þeir óttast að í komandi kosning- um sæki Sjálfstæðisflokkurinn undir for- ystu Alberts fleiri atkvæði til þeirra en góðu hófi gegnir. Það er skylda sjálfstæðisfólks að gera þessar vonir andstæðinganna að engu - og sjá til þess um leið að breyttar prófkjörs- reglur veiki ekki stærstu von flokksins um að endurheimta borgina aftur. MIKIÐ MANNVAL í PRÓFKJÖRINU AUÐVELDAR UPP- STILLINGU Á STERKRI SVEIT UNDIR STYRKRI FORYSTU ALBERTS GUÐMUNDSSONAR. SLÍK SVEIT HEFUR ÞANN SLAGKRAFT SEM ÞARF TIL SIGURS. Stuðningsmenn Alberts Guðmundssonar 1 óflokksbundið stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins til þess að ganga í flokkinn og taka þátt i prófkjörinu. Síminn á skrifstofu stuðningsmanna Alberts Guðmundssonar er 12944.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.