Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 45 Að fjármagna friðinn Sigurjón Jónsson skrifar: „Eins og frægt varð, sagði skáldið Steinn Stein- arr forðum, að „Rússar hefðu fundið upp friðinn, — hvorki meira né minna“! Þetta var ekki eina friðar- hviðuna að austan. Að sjálfsögðu brást Þjóðvilj- inn, málsvari Rússa fyrr og síðar, ókvæða við og sendi Steini lítt þvegnar kveðjur, en sá hefur jafnan verið háttur þess blaðs, að taka svari Sovétmanna, og ætíð reynt í slíkum tilvikum að gera hlut íslendinga — að þessu sinni hlut Steins — sem verstan. Nú hefur sannazt, að ekki hafa Rússar einvörð- ungu fundið upp friðinn, heldur og tekið að sér að fjármagna friðinn, sbr. greiðslur KGB til danskra rithöfundarins. Telja margir, að þetta muni verða til þess að friðarhvið- an ’81 muni springa sem hver önnur loftbóla. Eftir nýjustu uppljóstranir í þessum efnum og kafbáta- ferðir með kjarnorkuvopn inn í sænska skerjagarðinn mun það sem sagt ekki duga Sovétmönnum, þótt þeir hafi tekið að sér að „finansera friðinn". Skrifin um alkóhólistana: Minna napurlega á dæmisöguna um tollheimtumanninn og faríseann Ein á Melhaganum skrifar 11. nóv.: „Það er margt skemmtilegt, fróðlegt og stundum líka hlálegt og aumt, sem maður fær að lesa í dálkum þínum, Velvakandi góður. Auðvitað er fólk á öndverðum meiði og því miður gætir líka öf- undar og afskiptasemi. Oft er maður alveg gáttaður á vitleysu fólks. Jú — jú ofdýrkun á stjórn- málamönnum er algeng, en að lýsa ^því yfir að einhver uppáhaldsper- sóna sé maður þjóðarinnar, mæla slíkt fyrir munn allra lands- manna, það þykir mér of langt gengið. Ekki held ég að allir hafi sama smekk, hvorki í þessu né öðru. Jæja, nóg með það. Ekki allir á sama máli Nú er ég full eftirvæntingar og tilhlökkunar og verð það örugg- lega næstu vikurnar vegna skrifa Páls H. Árnasonar frá Vest- mannaeyjum um „upprisu holds- ins“, alveg ágætis skrif, en þetta verður „sko“ spennandi, ekki voru svo lítil lætin í fyrra, vegna bless- aðra sjónvarpsþáttanná „um sköp- un heimsins". Þar skrifuðu börn á öllum aldri og oft voru börnin meiri, sem árin höfðu fleiri. Mig langar til að spyrja þig um smá- vegis, Velvakandi góður. Er ekki reginmunur á því.að vera barna- legur og barnslegur? Ekki eru allir, sem ég hef hitt á sama máli. Er ekki barnalegur sá, sem einfaldur er, en barnslegur sá, sem hefur geymt barnið í sál sinni, réttara sagt, geymt vorið í hjarta sínu (fyrir þá sem ekki trúa á sálirnar). Hver getur dæmt...? Nú er fólk farið að rífast um hvort alkóhólistar, eða öðru nafni vímu-sjúklingar, séu meiri eða minni sjúklingar en hinir, sem bíða í kvöl og neyð, eins og mann- eskja nr. 5984—1173 talar um í dálkum þínum í dag. Mikil hörm- unar-hörmung. Hver getur dæmt um hver sjúkur er og hver ekki? Þessi skrif og þau er á undan voru skrifuð, af Árnýju nokkurri og Stykkishólms-Árna, minna nap- urlega á dæmisöguna um toll- heimtumanninn og faríseann. Örlítil ábending í lokin, til ykk- ar þriggja. Ef til vill er uppruni allra sjúkdóma, hverju nafni sem þeir nefnast, í sál hvers manns. Vonandi eruð þið mjög heilsu- hraust. Með þakklæti." Þ>essir hringdu . . . Þakklæti til SVR , íbúi við Nökkvavog hringdi og sagði: — Ég hringdi til þín um dag- inn og kvartaði yfir því að bekk- urinn við strætisvagnabiðstöð- ina hérna væri horfinn, enda þótt mér væri ekki kunnugt um að nein skemmdarverk hefðu verið unnin á honum. En hann er nú kominn aftur á sinn stað, og ekki bara það, heldur er skýli komið líka. Skilaðu kæru þakk- læti til SVR fyrir mig. Klám í Engihjalla íbúi í Engihjalla 9 hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það vildi svo til á laugar- dagskvöldið var, að fjölskyldan var óvenju hress um kvöldið af því að sofið hafði verið frameftir um morguninn. Við hjónin á- kváðum því að fá okkur smábílt- úr eftir sjónvarpsglápið, svona til tilbreytingar. Þetta tók um það bil hálfa klukkustund. Þegar við komum inn úr dyrunum aft- ur, sitja drengirnir stjarfir fyrir framan sjónvarpstækið en dóttir okkar lítil lá hágrátandi inni í herberginu sínu. Þegar okkur verður litið á skjáinn kemur skýringin á þessu breytta and- rúmslofti á heimilinu í ljós. Börnin höfðu kveikt á vídeóinu og verið var að sýna þar svæsna klámmynd, ekki eina af þessum sem bíóin bjóða upp á, heldur ógeðslega öfuguggaframleiðslu, þar sem megináherslan er lögð á að gera holdlegt samband fólks eins afkáralegt og afbrigðilegt og unnt er. Þessu hafði verið dembt inn á heimili okkar rétt á meðan við skruppum í ökuferð- ina. Það er auðvitað ekki fært að búa við það að geta ekki vikið sér frá andartaksstund, án þess að þurfa að vera hræddur um sál- arheill barna sinna. Eina svarið sem maður hefur við svona lög- uðu, verði um endurtekningu að ræða, er að kalla til lögreglu og kæra málið. Aðalfundur Aðalfundur knattspyrnudeildar Vals verður haldinn í dag, laugardaginn 28. nóvember í Kristalsal Hótel Loftleiöa og hefst kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn knattspyrnudeildar Vals.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.