Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 10 Ævisaga sem uppfyllir vonir og kröfur LÍKSJÁTNING: Bndurminningar Gudmundu Klíasdótlur, söngkonu. Ingólfur Margeirsson skráói. Útg. Iðunn 1981. Það er án efa mikið vandaverk að skrifa ævisögu sína, eða lesa hana fyrir. Ævisaga verður aldrei nákvæm frásögn atburða, hún er sú stemmning sem eftir situr í endurminningunni, þegar atburðir eru rifjaðir upp. Vitanlega byggist mikið á minni sögumanns, en um- fram allt byggir slík bók á því hversu hreinskilinn sögumaður er, hvort hann hefur hæfileika til að velja og hafna, hvort hann hefur hugrekki til að tjá sig um atburði sem auðvelt væri að láta annað tveggja liggja í þagnargildi elleg- ar breyta svo að útkoman verði jákvæðari fyrir sögumann. Ég hef lesið fjöldamargar ævisögur gegn- um árin og það er sjaldgæft að þær veki með manni slíkan fögnuð og aðdáun og lestur Lífsjátningar Guðmundu Elíasdóttur. Sú bók uppfyllir einfaldlega þær kröfur og vonir sem maður gerir til endurminningabókar, þar er vissulega mikið sagt, en gert á þann hátt að lesandinn fagnar hispursleysi og hreinskilni, bókin er vissulega býsna ítarleg en þó nánast ekkert sagt sem maður hefði viljað missa af. Nú skal það tekið fram, að ég þekki hvorki listakonuna Guð- mundu Elíasdóttur né heldur manneskjuna nema af léttri af- spurn og því hafði ég engar fyrir- fram skoðanir á lífshlaupi hennar. Eins og fleiri Reykvíkingar vissi Bókmenntlr Jóhanna Kristjónsdóttir ég um síðsumarást hennar og Sverris Kristjánssonar og fannst hún sjarmerandi, að öðru leyti var ég ekki viss um hvort saga hennar myndi vekja áhuga minn. En er þá ekki að orðlengja að ég lagði ekki bókina frá mér fyrr en hún var lesin öll og sú hugsun sem leitaði á mig að lokum var einfaldlega sú, að mikið langaði mig til að hitta þessa konu og kynnast henni. Það er öldungis rétt sem segir á kápu, að hér er ekki nein hvers- dagsleg æviferilsskýrsla á ferð. Víst er sagan ævintýri líkust, enda geta ævintýri oft verið grimmúð- leg og miskunnarlaus þótt stund- um fari alit vel að lokum. Frásögn Guðmundu af bernsku sinni er bæði aðgengileg og læsileg, ekkert ofhlaðið hér eða þar og þegar svið- ið færist síðan yfir til Kaup- mannahafnar, en þangað fer hún fyrst af útþrá og síðan hefur hún söngnám með tilheyrandi basli og barningi er skilur eftir sterk áhrif. Hjónaband, basl, flutningar fram og aftur yfir Atlantsála, söngsigr- ar hér og erlendis og áfram meira bags og nauð og þó eru vissulega sólskinsblettir inn á milli, allt er þetta sett fram svo skilmerkilega Guðmunda Elíasdóttir og læsilega að lesandi sem ekki verður snortinn hlýtur að vera dauður maður. Líf og starf Guð- mundu í útlöndum er enginn dans á rósum, það eru miklar sveiflur í ferli hennar sem söngkonu og stundum eru ekki björgulegar að- stæður hennar, hvorki ytri né innri. En hún hefur það af, vegna þess að hún virðist þrátt fyrir ákveðna erfiðleika bæði í skapgerð sinni — sem hún er fyrsta mann- eskjan til að skilja — og í um- hverfi vera gædd ótrúlegri seiglu og húmor fyrir sjálfri sér. Þó að hún sé oft í þann veginn aó gefast upp verður saga hennar af þeim tíma, jafnt sem velgengi aldrei blandin beizkju ellegar hroka, alltaf lýsir í gegn snerpan og glettnin. Margir munu eflaust hafa áhuga á þessari bók vegna fyrr- nefnds kafla um hjónaband þeirra bóhemanna Guðmundu og Sverris. En ég ímynda mér að þeim fari fleirum sem mér að verða gagn- teknir af lestrinum löngu áður en að þeim kafla kemur. Ingólfur Margeirsson hefur skrásett minningarnar og játn- ingarnar og án efa er óhætt að staðhæfa að hans hlutur sé mikill og góður. Sinfóníutónleikar Háskólabíó 26. nóvember 81. Stjórnandi: Gabriel Chmura Einleikari: Einar Jóahnnesson Efnisskrá: Brahms, Trag- íski forleikurinn op. 81 Áskell Másson, Konsert fyrir klarinett og hljóm- sveit Rossini, Inngangur og vari- asjónir fyrir klarinett og hljómsveit Mendelssohn, Sinfónía nr. 4 op. 90. Hljómsveitarstjórinn, Gabriel Chmura, dustaði Sinfóníu- hljómsveitina duglega til á tón- leikunum sl. fimmtudagskvöld. Tónsproti hans flaug um loftið eins og hvítur stormsveipur og tókst að laða fram bestu hliðar hljómsveitarinnar og erlangt síðan hún hefur átt jafn góðan dag. Chmura er ákaflega rögg- samur og ákveðinn stjórnandi, Tónlist Egill Friðleifsson sem virðist vita nákvæmlega hvað hann vill og nær settu marki. Hann stjórnaði bæði Brahms og Mendelssohn nótna- laust og lék hvort tveggja í höndum hans. Það var sama hvort um var að ræða alvöru- gefna hljóma Tragíska forleiks- ins eða létt leikandi tónavef ít- ölsku sinfóníunnar, en báðar þessar tónsmíðar eru meistara- verk þó ólíkar séu. En það var þó klarinettkon- sert Askels Mássonar sem að margra dómi vakti mesta at- hygli þetta kvöld. Konsert þessi hljómaði fyrst á hinum eftir- minnilegu felutónleikum í janú- arlok sl. vetur, en svo eru þessir tónleikar kallaðir vegna þess hve fáir höfðu hugmynd um þá. Þó var um að ræða einn Einar Jóhannesson Listiðnaður frá í Norræna húsinu stendur nú yfir merkileg og falleg sýning á listiðnaði frá Fjóni. Undirtitill þessarar sýningar er „HERFRA MIN VERDEN GÁR", og þar er að finna vefnað, glerhluti, leir- muni, Ijósmyndir, silfur og gull. Hópur sýnenda er nokkuð stór, og ef mér telst rétt tii, eru það 22 listiðnaðarmenn, sem í hlut eiga. Eins og allir vita hér á landi, er mikill kúltúr í listiðnaði á Norð- urlöndum, og ekki hvað síst hjá Dönum. Þeir eru frægir um víða veröld fyrir hluti sína, og má með réttu segja, að hefð þeirra á þessu sviði nái fram í gráa forneskju. Því til sönnunar má benda á þá Myndlist Valtýr Pétursson stórkostlegu hluti, sem grafnir hafa verið úr jörðu, og sumir hverjir eru nú um þessar mundir á skjánum í þætti um víkinga. Þessi sýning í Norræna húsinu er afar fjölþætt og gefur ágæta hugmynd um listiðnað á þeirri fögru eyju, Fjóni. Það er hver ein- asti hlutur valinn á þessa sýningu og vandað mikið til. Því er það ekki létt verk að gera upp á milli sýningargripa, og ég held, að það Fjóni sé heldur ekki sanngjarnt, því að ætíð yrði eitthvað útundan. Það má aftur á móti benda á nokkur verk, en það er aðeins til mála- mynda, því að flest, ef ekki allt, sem þarna er til sýnis, er vissu- lega þess virði að því sé veitt eft- irtekt. Sérstaklega var ég hrifinn af vefnaðinum á þessari sýningu og nefni verk eftir Jette Ne\ers, Annette Holdensen, Amy Grandt-Nielsen, Anne Björn, Anne Marie Egemose og þau Kar- en og Preben Hoyer. Af glermun- um voru það verk Jesper Sodring, sem hrifu mig mest, og keramik er þarna afar falleg og glæsileg í formi. Má þar til nefna verk eftir Merethe Bloch, Ida Holm Mort- ensen, Inge Heise og Peter Ty- bjerg. Aðeins einn gullsmiður á þarna verk, Anette Kræn, og finnst mér hún standa sig með ágætum. Það má efalítið margt um þessi verk segja frá faglegu sjónarmiði, en ég er ekkert að þrefa hér í stuttri grein um slíkt, enda hef ég ekki mikið vit á tæknilegri hlið þessara vinnu- bragða. Útkoman er að mínum dómi sérlega vel heppnuð og þessu fólki til hins mesta sóma. Það var mjög ánægjulegt að sjá þessa sýningu, og það má vera, að hollt sé fyrir okkur að bera þessi verk saman við þá sýningu, sem var á Kjarvalsstöðum í sumar leið. Við höfum ekki eins sterka hefð í þessum hlutum og Danir, og margt höfum við sótt til þeirra í þessum efnum. Ekkert er ég að ýja að því, að við séum verri eða betri, en samanburður ætti að vera okkur til þroska, og það er ekki ráðist á garðinn, þar sem hann er lægstur, ef farið er í sam- anburð við Dani í þessari fram- leiðslu. Ég hvet fólk til að sjá þessa sýningu, og hafa má það hugfast að hér er ekkert rusl á ferð. Það er mikill fengur að fá að sjá þessa muni, og vonandi þurfa viðkomandi listamenn ekki að kvarta yfir sinnuleysi hérlendra, hvað listgreinir þeirra snertir. Enn einu sinni höfum við fengið að njóta starfsemi Norræna hússins og þrátt fyrir það, að þar mun nú vera þröngt í búi. Það er ekki ónýtt að fá slíka heimsókn í svartasta skammdeginu og þann- ig öðlast hressingu í sálinni. Tvær sýningar srgrét Keykdal vi (luómundur Karl Ásbj- örnsson Vegna verkfalls bókagerðar- manna varð því ekki við komið að minnast á sýningu Guðmundar Karls Ásbjörnssonar í Gallery 32 hér í blaðinu. Þegar ég loksins komst til aö reka þar inn nefið, vjr verið að loka sýningu Guð- ntundar það kvöldið. Það er því síðbúið að minnast á þessa sýningu, en skal samt gert. Guðmundur Karl hefur lengi fengist við myndlist og hefur haldið margar sýningar á verkum sínum. Hann er enginn nýgræð- ingur á þessu sviði og hefur stundað nám erlendis um langt árabil í listgrein sinni. Þarna á þessari sýningu voru mestmegnis vatnslitamyndir, eða um 20 af 27 myndum, sem á sýningu Guð- mundar voru. Þessi sýning Guð- mundar gaf ekki neinar breyt- ingar í lit Guðmundar til kynna, og verður ekki sagt með sanni, að hér hafi verið um tímamóta- sýningu að ræða. Tvær af vatns- litamyndunum á þessari sýningu skáru sig dálítið úr öðrum verk- um. Báðar voru þær tengdar haf- inu, og hét önnur þeirra Sigling og hin Hafið. í þessum myndum var eins og Guðmundi væri laus-. ari höndin en venjulega og áhrif- in urðu meiri hreyfing en í mörg- um öðrum verkum hans. Þarna voru einnig litlar vatnslitamynd- ir, sem mér virtust litglaðari en mörg önnur verk á þessari sýn- ingu. Margrét Reykdal Á vesturgangi Kjarvalsstaða hefur Margrét Reykdal efnt til sinnar þriðju einkasýningar hér í borg. Það skal játað, að sá, er þetta ritar, hefur ekki áður séð verk þessarar listakonu og því getur hann ekkert um það sagt, hvort þessi sýning er betri en þær fyrri. Enda kemur það lítið mál- unum við. Hitt skal viðurkennt, að þessi snotra sýning kom mér svolítið á óvart. Margrét stundaði nám í Noregi á sínum tíma, og má sjá nokkur áhrif í þessum verkum hennar sem tengja mætti norskri myndlist. Það eru tuttugu og þrjú olíu- málverk á sýningu Margrétar, og eru það allt olíumálverk. Þessar myndir láta ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn, en þær eins og læðast í huga manns, þegar á líð- ur kynningu. Margrét hefur heil- lega tóna í myndum sínum og hún spilar á hugmyndaflug, sem virð- ist frásögukennt (litterært) í eðli sínu. Það er viss drauma- eða rómantískur þáttur í þessum verkum, sem bæði samanstendur af litbyggingu og efnisvali. Með öðrum orðum, hér er rómantískt skáld á ferð, sem notar form og liti til að tjá hug sinn. Það má að vísu finna nokkur áhrif frá öðr- um málurum í sumum verkum Margrétar, og er ekkert nema gott um það að segja. Sannleikur- inn er sá, að hún er um margt sjálfstæð í list sinni, og þá er líka mikið sagt. Af þeim verkum, sem mér urðu minnisstæðust á þessari sýningu, get ég tilnefnt málverk eins og Ferð í draumi, Myndir, Eyjar í hafi og Beitiland. Allt eru þetta þokkaleg verk, sem ég hafði ánægju af að kynnast, og ég held að þessi verk sem ég hef hér talið, gefi ágæta hugmynd um þessa listakonu. Það má einnig minnast á það í sambandi við þessa sýn- ingu, að það virðist ekki verra að vera með litlar sýningar á göng- unum á Kjarvalsstöðum. Jafnvel fara þær betur þarna en í sjálfum sölunum, þar sem mikið magn þarf til að fylla þau rúmu húsa- kynni. Það hafa verið tvær sýn- ingar á göngum Kjarval^staða að undanförnu, sem sanna þetta mál. Orn Ingi í hægri gangi og svo Margrét Reykdal í vestur gangi. Valtýr Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.