Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 t Móöursystir mín, ÓLAFÍA ÓLAFSDÓTTIR, Baldursgótu 7, Reykjavík lést í Borgarspítalanum 26. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda. Vera Pélsdóttir. t Maðurinn minn, SÉRA FRIDRIK A. FRIÐRIKSSON fyrrverandi prófastur sem andaöist 16. nóvember veröur jarösunginn frá Husavíkurkirkju í dag, laugardaginn 28. nóvember kl. 14.00. Gertrud Frióriksson. t Hjartkær eiginmaöur minn, ARON GUÐBRANDSSON forstjóri, Grenimel 32, sem andaöist í Landspítalanum 21. nóvember, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 1. desember kl. 13.30. Ásrún Einarsdóttir. t Þökkum innilega samúö og vinarhug við andlát og jaröarför KRISTJÁNS KRISTJÁNSSONAR fré Skógarnesi. Guöríöur Kristjánsdóttir, Trausti Skúlason, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö viö andiát og útför eiginmanns míns, ÞORSTEINS SIGURDSSONAR, Vörðufelli. Guörún Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu, GUÐMUNDU S. GUÐMUNDSDÓTTUR, Hagamel 52. Guörún Þorsteinsdóttir, Gunnar I. Hafsteinsson og dóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, sonar og bróöur, GUNNARS VALDIMARS VALDIMARSSONAR múrara, Álfhólsvegi 103. Ólöf Sígurlásdóttir, Hjördís Gunnarsdóttir, Hannes Hauksson, Vióar Gunnarsson, Guörún Ólöf Gunnarsdóttír. Sigríöur Gunnarsdóttir, Guörún Kristjánsdóttir, Valdimar Veturliöason, og systkini t Hjartans þakklæti fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jarðarför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og bróöur, GUÐMUNDAR H. JENSSONAR útgeróarmanns, Ólafsbraut 28, Ólafsvík. Jóhanna Kristjánsdóttir, Jenný Guómundsdóttir, Jónas Gunnarsson, Bára Guömundsdóttir, Óttar Guölaugsson, Kristín Guómundsdóttir, Pétur F. Karlsson, Metta Guömundsdóttir, Siguröur P. Jónsson, barnabörn og systkini. Gunnlaug Gestsdóttir Akureyri - Minning í dag verður Gunnlaug Gests- dóttir, Bjarkarstíg 5, Akureyri, jarðsungin frá Akureyrarkirkju, en hún andaðist í fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri hinn 19. þ.m. Gunnlaug var fædd að Reykhús- um í Hrafnagilshreppi 26. nóv- ember 1894, dóttir Gests Frið- finnssonar bónda þar og konu hans, Kristínar Gunnlaugsdóttur. Á fyrsta ári fluttist hún með foreldrum sínum að Dvergsstöð- um í Hrafnagilshreppi, þar sem hún ólst upp ásamt systkinum sín- um Jóni, Guðbjörgu og Pálínu. Nítján ára að aldri eignaðist Gunnlaug fyrsta barn sitt, með Ásbirni Árnasyni, sem hún giftist síðar og hófu þau búskap að Torf- um í Eyjafirði. Ásbjörn var frá Skuggabjörgum í Fnjóskadal, son- ur Árna Guðnasonar og Krist- bjargar Benediktsdóttur konu hans. Þeim Gunnlaugu og Ásbirni varð fimm barna auðið, elst þeirra er Hólmfríður, gift Snorra Páls- syni, múrarameistara á Akureyri, Bára gift Ingólfi Ármannssyni, mjólkurfræðingi á Akureyri, Sig- rún, gift Ásgeiri Björnssyni, kaup- manni á Siglufirði, Kristbjörg, sjúkraliði, giftist Gísla Sigur- bentssyni, trésmið í Hafnarfirði, en þau skildu, og yngstur er Val- geir, bifreiðastjóra á Akureyri kvæntur Ástu Axelsdóttur frá Ólafsfirði. Afkomendur Gunn- laugar eru nú 43 að tölu. Ekki varð viðdvöl þeirra á Torf- um löng, Ásbjörn var atorku- og dugnaðarmaður og studdi Gunn- laug hann í hvívetna. Réðust þau í að flytja frá Torfum að Þverárdal í Blönduhlíð, ásamt bróður Ás- bjarnar, Gunnari Árnasyni og fjölskyldu hans. Þurfti þá að reka búpening allan til Akureyrar, og um borð í skip, sem síðan flutti þau ásamt búslóð allri að Blöndu- ósi, en þaðan var haldið sem leið liggur að Þverárdal. Má nærri geta að ýmsir erfiðleikar urðu á vegi þeirra í þessari ferð og hefur hennar oft verið minnst, enda væri hún efni í heila sögu. Óft síð- an fluttust þau búferlum, en þrátt fyrir erfiðleika sem slíkt hlýtur að hafa valdið húsmóður á sveita- heimili æðraðist Gunnlaug aldrei. Hún var mikil geðprýðiskona og hafði sérstakt lag á að gera gott úr öllu og hafði góð áhrif á alla er dvöldu í návist hennar. Eftir að Gunnlaug missti mann sinn dvaldist hún til skiptis hjá börnum sínum, þar af síðustu árin mestmegnis hjá yngstu dótturinni Kristbjörgu, að Bjarkarstíg 5 á Akureyri, þar sem hún naut góðr- Minning: Jón Konráð Stefáns- son Klemenzson Fæddur 1. júní 1889. Dáinn 18. nóvember 1981. Mig iangar í fáum orðum að minnast afa míns, Jóns Konráðs, Garðhúsum, Skagaströnd. Hann var fæddur 1. júní 1889 að Kurfi á Skagaströnd. Hann var sonur hjónanna Þórunnar Björnsdóttur og Klemenz Ólafssonar, útvegs- bónda, var næstyngstur af 8 börn- um jieirra hjóna. Hann var kvænt- ur Ólínu Margréti Sigurðardóttur, en hún lést í maí árið 1962. Þau eignuðust 5 dætur og eru þær, tal- ið frá elstu dótturinni: Sigurunn, gift Guðna Bjarnasyni og búa þau í Hafnarfirði. Ólöf, gift Olaf Sam- úelsen og búa þau í Færeyjum. Sigfríður, en hún er látin, var hún gift Sigurjóni Ólafssyni, seni nú býr í Sandgerði en þau bjuggu mörg ár á Reykjanesvita. Þá er það Guðveig Ingibjörg, móðir þeirrar er þetta ritar, en maður hennar var Björgúlfur Kristjáns- son og býr hún í Reykjavík. María, gift Jóni Þorgeirssyni, og búa þau á Skagaströnd. Afi var mikill dugnaðarmaður,' forkur bæði til sjós og lands og mikils metinn af öllum sem til hans þekktu. Hann var sjálf- menntaður og hagyrðingur góður. Hann hafði sterka skapgerð og var sannorða maður. Ennfremur hafði hann mjög mikla kímnigáfu og var sannur vinur vina sinna, og með afbrigðum góður barnabörn- um sínum, en þau urðu alls 43 og hafði hann þurft að sjá á bak 5 þeirra yfir móðuna miklu. Einnig á hann heilan hóp af barnabarna- börnum og ennfremur varð hann langalangafi fyrir nokkrum árum. Þegar ég minnist afa míns er svo margs að minnast. Þau voru afar samhent hjón, afi minn og amma, og var fráfall hennar hon- Guðrún Eyjólfsdóttir Gerðum - Minning Fædd ll.október 1898. Dáin 21. nóvember 1981. í dag verður jarðsungin frá Út- skálakirkju eiginkona mín Guðrún Eyjólfsdóttir. Eftir sambúð sem fyllt hefði 60 ár 20. maí á næsta ári er mér efst í huga þakklæti fyrir alla hennar umhyggju í minn garð, sérstaklega á seinni árum vegna heilsuleysis míns. Hún Guðrún mín kom á heimili okkar í Garðinum frá Hákoti á Álftanesi þar sem hún var fædd og uppalin. Var hún ráðin sem vetrarstúlka þá 23 ára að aldri. Við giftumst, sem fyrr segir, 20. maí 1922, en Árni Gunnar sonur okkar fæddist 3. nóvember 1923. í Garðinum höfum við búið síðan og gekk Guðrún að öllum verkum við búskap og fiskverkun okkar af al- þekktum dugnaði og atorkusemi. Húshaldi hélt hún í ágætu lagi, ekki síst hin síðari ár þrátt fyrir það að fimm sinnum þurfti hún á sjúkrahússvist að halda, en náði sér ætíð. Gestrisni hennar var ríkuleg og rómuð. Að lokinni samfylgd þakka ég aliar samverustundir og bið algóð- an Guð að blessa og varðveita minningu hennar. Sveinn Árnason ar aðhlynningar þegar heilsan tók að bila. Gunnlaug var lengst af við góða heilsu, en á þessu ári kenndi hún sjúkdóms þess er dró hana til dauða. Við, sem vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast og vera samvistum við Gunnlaugu, kveðjum hana nú þakklátum huga. Gunnlaug lét ekki eftir sig mikil veraldleg auðæfi, en hinir andlegu fjársjóðir, sem hún miðlaði okkur samferðamönnum sínum, munu verða okkur gott veganesti um ókomin ár. Blessuð sé minning hennar. H.C. um mikill harmur. Hann brá ekki búi og bjó einn til æviloka. Afi var ailtaf svo kátur og hress þegar við heimsóttum hann á sumrin og þegar hann var að fara með kvæði fyrir mig, þessi löngu kvæði og vísur. Þá var ég oft hissa hvað hann mundi þetta vel og meira að segja þegar við hjónin fórum norður eina helgina núna í haust, en þá var hann lagstur sína síðustu legu. Samt var hann það léttur í lund að hann fór með fullt af vísum fyrir mig og gerði að gamni sínu. Það má með sanni segja að hann var einstakur mað- ur hann afi minn og hvað hann var alltaf duglegur að hugsa um sig sjálfur, svona háaldraður eins og hann var orðinn. Já, söknuðurinn er mikill hjá dætrum hans og okkur öllum sem að honum standa, en við vitum að honum líður betur núna, því hann var búinn að þrá að fá að fara, enda hefði hann illa þolað það að þurfa að liggja í rúminu. Já, ég veit að amma og barna- barnabörnin og dóttir þeirra, Sig- fríður, sem látin eru, koma og taka á móti honum fagnandi. Ég bið almáttugan Guð að styrkja móður mína og systur hennar og alla aðstandendur og vini afa. Elskulegi afi minn verður jarð- sunginn frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag, laugardaginn 28. nóvember. Að lokum þakka ég afa fyrir all- ar þær góðu stundir sem ég átti með honum er ég heimsótti hann. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Sigrún Kjörgúlfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.