Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.11.1981, Blaðsíða 48
Síminná QQflGQ algreiðslunni er OOUOO 3ttor£imbIftí>tí> W£imBT$ifcíí» Sími á ritstjórn ifl-lflfl ogskrifstofu: IU IUU 3ttor0imMitfoifc LAUGARDAGUR 28. NOVEMBER 1981 Áfengi og tóbak hækka um 15% JON Kjartansson, forstjóri Áfcngis- og tóbaksverzlunar ríkisins, stað- festi í samtali við Mbl. í gærkvóldi, aó allar útsólur áfengisverzlunarinn- ar, svo og birgðastöðvar fyrirtækis- ins yrðu lokaðar nk. mánudag vegna hækkunar. Jón Kjartansson vildi ekki tjá sig um hversu mikil hækkunin verður, en samkvæmt heimildum Mbl., verður hækkunin að meðal- tali 15%, sem er ríflega launa- hækkunin 1. nóvember 3,25% og vísitöluhækkunin 1. desember rik., sem er 9,92%. Reyndin undan- farna mánuði og misseri hefur verið sú, að áfengi og tóbak hafa hækkað um svipaða prósentutölu og vísitöluhækkunin hverju sinni, eða ívið meira. Árvakur á Eskifirði: Einn greiddi samn- ingunum atkvæði en hinir sátu hjá VERKAMANNAFKLAGIð Arvakur á Kskifirði hélt almennan fund um nýgerða kjarasamninga sl. fostudag. Á fundinum greiddi einn félagi þeim at- kvæði, en aðrir sátu hjá. Að sögn Hrafnkels Jónssonar, formanns félagsins, var samþykkt eftirfarandi ályktun á fundinum: Fundur í Verkamannafélaginu Ár- vakri á Eskifirði, haldinn 27. nóvem- Hafórn skotinn á Breiðafirði í VOR FANNST haRjrn dauður í eyju á Breiðafirði, skammt frá Stykkishólmi. Fyrir skömmu hafði Náttúrufræðistofnunin spurnir af erninum og var hann sendur til Reykjavíkur til rann- sóknar. Við krufningu í gær kom í Ijós, að örninn hafði verið skot- inn. Tvö högl fundust f erninum, annað hafði lent í heila og drepið fuglinn. Haförninn fannst 9. maí í vor og lá hann í fjörunni í sumar. Það var ekki fyrr en vikunni, að fuglinn var sendur til Reykja- víkur. Hræið var mjög illa farið og er jafnvel talið að fuglinn hafi verið skotinn í fyrra. „Það er mjög alvarlegt, að menn skuli skjóta haförn; al- friðaðan fugl. Arnarstofninn er ákaflega viðkvæmur og tiltölu- lega auðvelt að útrýma ernin- um. Því verða menn ávallt að halda vöku sinni,“ sagði Ævar Petersen, náttúrufræðingur, í samtali við Mbl. Nú er talið að séu á milli 100 og 120 ernir á íslandi og 20 til 25 pör sem verpa. Örninn sem fannst dauður mun hafa verið nokkurra ára gamall. ber, mótmælir harðlega nýgerðum kjarasamningum milli ASI og vinnuveitenda. Telur hann þá stað- festingu á óviðunandi láglauna- stefnu og telur að þegar verði að snúa af þeirri braut. Þessi stefna leiðir til aukinnar vinnuþrælkunar og var þar þó ekki á hætandi. Fund- urinn skorar á forystu verkalýðs- hreyfingarinnar, að nýta til full- nustu tímann fram til 15. marz, þannig að þegar samningar hefjast að nýju, verði launþegahreyfingin albúin til átaka. Aðspurður sagði Hrafnkell, að þrátt fyrir þessa miklu andstöðu við samningana, hefðu menn ekki talið ástæðu til að fella þá. „Við erum einfaldlega of litlir til að fara út í harða verkfallsbaráttu," sagði Hrafnkell. Kostnaður við útitaflið nú 1,9 milljónir króna „KOSTNAÐUR við útitaflið nemur nú liðlega 1,9 milljónum króna. Ástæðan fyrir því, að tölur hækka enn er, að á fjárhagsáætlun 1980 var varið 20 þúsund- um króna í hönnun svæðisins, skákmanna og smíði þeirra. En ég á von á að nú séu öll kurl til grafar komin," sagði Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri í samtali við Mbl. Á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í ár var áætlað að verja 300 þúsund krónum til útitaflsins, en allur kostnaður fór úr böndum og var þá gripið til þess ráðs, að hætta við fyrirhugaðar fram- kvæmdir við Tjörnina og verja 415 þúsund krónum, sem til þess áttu að fara, í útitaflið. En þetta fé dugði skammt og bókfærður kostnaður við útitafl- ið nú nemur 1 milljón 905 þúsund krónum, eða liðlega 190 milljón gkrónum. — Hver er ástæðan fyrir þessari miklu hækk- un? „Verkið var hannað á ný og var verulega frá- brugðið því, sem upphaflega var gert ráð fyrir, því þegar farið var yfir einstök atriði, kom í ljós að breytinga var þörf.“ -Hefur aukinn kostnaður við útitaflið komið niður á öðrum framkvæmdum en við Tjörnina? „Nei, það var hvergi látið hafa áhrif á aðrar framkvæmdir á vegum borgarinnar. Það var ákveðið að fara af stað með þessa framkvæmd til að brydda upp á nýbreytni. Verkið hins vegar reyndist dýrara en gert var ráð fyrir og ég leyni því ekki, að það er ég óánægður með,“ sagði Egill Skúli. Virkjanaröðun ríkisstjórnarinnar: Blönduvirkjun númer eitt, þá Fljótsdalur og Sultartangi „BLONDUVIRKJUN verður næsta vatnsaflsvirkjun á eftir Hrauneyja- fossvirkjun. Fljótsdalsvirkjun og Sultartangavirkjun komi sem næstu virkjanir á eftir Blönduvirkjun. Framkvæmdir við Blönduvirkjun og Fljótsdalsvirkjun skarist, Sultar- tangavirkjun verði samhliða Fljóts- dalsvirkjun, eftir því sem orkunýting gefur tilefni til. Verði ekki ráðist í Blönduvirkjun nú, komi Fljótsdals- virkjun í hennar stað sem næsta meiriháttar vatnsaflsvirkjun fyrir landskerfið,“ segir í aðalatriðum í Fljótsdalsvirkjun númer eitt, ef ekki nást samningar fyrir norðan samþykkt ríkisstjórnarinnar um röð- un næstu vatnsaflsvirkjana lands- manna, sem gengið var frá á sér- stökum fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun. Hjörleifur Guttormsson iðnað- arráðherra boðaði til frétta- mannafundar upp úr hádegi í gær og kynnti niðurstöður ríkisstjórn- Halldóra Bjarna- dóttir er látin Halldóra Bjarnadóttir llalldóra Bjarnadóttir, fyrrver andi skólastjóri, lést í gær á Ilér aðshælinu á Blönduósi, 108 ára og 44 daga gömul, elst allra íslendinga. Mótstöðuafl hennar hefur verið að smáminnka að undanförnu og hún fékk hægt andlát síðdegis í gær. Halldóra var fædd að Ási í Vatnsdal 14. október 1873. Hún lauk kennaraprófi 1899 og kenndi við Mossskóla í Noregi frá 1901 — 1908, er hún gerðist skóla- stjóri barnaskólans á Akureyri til 1918. Hún var ráðunautur al- mennings í heimilisiðnaði frá 1922 og vann lengst af æfinnar að því að bæta íslenzkar ullarvörur og kynna hérlendis og erlendis. Fór m.a. með sýningar um Norðurlönd og Ameríku. Tóvinnuskóla stofn- aði hún á Svalbarði við Eyjafjörð 1946 og starfrækti til 1955. Hún var lengst af formaður Sambands norðlenska kvenna. Stofnaði árs- ritið Hlín 1917 og gaf það út í ára- tugi. Undanfarin ár hefur Hall- dóra dvalist og notið umönnunar á Héraðshælinu á Blönduósi. arinnar. Hann sagði að málið yrði nú fljótlega flutt inn á Alþingi, að mestu líkindum í formi þings- ályktunartillögu, en samkvæmt lögum um raforkuver, sem sam- þykkt voru í lok síðasta Alþingis, skal Alþingi staðfesta röðunina. I tillögum ríkisstjórnarinnar er einnig ákvarðað að ráðist verði í orkufrekan iðnað með „ótvíræðu íslenzku forræði", eins og það er orðað, sem tryggi hagkvæma nýt- ingu orku frá ofangreindum virkj- unum. Þar er sérstaklega tilgreind kísilmálmverksmiðja á Reyðar- firði, einnig stækkun járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga. Þá eru nefndar eftirtaldar verk- smiðjur án staðsetningar: áliðja, trjákvoðuverksmiðja og sjóefna- iðnaður, 'svo sem natríumklórat- vinnsla og magnesíumframleiðsla. Gert er ráð fyrir slíkum verk- smiðjum á Suðurlandi og Norður- landi. Hjörleifur Guttormsson sagði aðspurður, að ríkisstjórnin hefði nú þegar tryggt sér meirihluta á Alþingi til samþykktar þessum tillögum. Vegna ákvæða ríkis- stjórnarsamkomulagsins um að Fljótsdalsvirkjun verði næsta virkjun, ef ekki verður ráðist í Blönduvirkjun, var hann spurður, hvort hann reiknaði með að ekki næðust samningar við landeigend- ur vegna Blönduvirkjunar, sem virkja skal samkvæmt virkjunar- kosti I, eins og segir í samþykkt ríkisstjórnarinnar. Hann sagði það óvíst og var þá spurður hvort hann myndi beita eignarnáms- heimild 5. gr. laga um raforkuver, en þar segir að hann geti tekið eignarnámi eða heimilað virkjun- araðila að taka eignarnámi vatnsréttindi, lönd, mannvirki og önnur réttindi sem nauðsynleg eru til framkvæmda. Hjörleifur svar- aði því til að ef slíkt kæmi til, yrði það rætt í ríkisstjórn. Ríkisstjórn- in æskti að full samstaða gæti orðið um mál þetta, en hann liti á þessa heimild sem heimild til handa ríkisstjórn og Alþingi, en ekki persónulega heimild sína. Sjá frétt af blaðamanna- fundinum á miðopnu. Frá og með 1. desember kost- ar mánaðaráskrift Morgunblaðs- ins kr. 100 og í lausasölu kr. 6. Grunnverð auglýsinga er kr. 60 pr. dálkscntimetra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.